Breska stjórnin samþykkir að efla London City-flugvöll Kristján Már Unnarsson skrifar 27. ágúst 2024 11:11 Þota British Airways lendir á London City-flugvellinum. Fjármálahverfið í baksýn. London City Airport Breska ríkisstjórnin hefur samþykkt áætlun sem felur í sér að farþegum um London City-flugvöll fjölgar úr 6,5 milljónum á ári upp í níu milljónir farþega á ári fyrir árið 2031. Þetta gerist með því að fleiri flugferðir verða leyfðar snemma á morgnana virka daga vikunnar. Ósk um rýmkun opnunartíma vallarins á laugardögum var hins vegar hafnað. Þetta er sögð fyrsta stóra ákvörðun breska Verkamannaflokksins í innviðauppbygginu eftir að hann tók við völdum í Bretlandi. Ráðherra sveitarstjórna, aðstoðarforsætisráðherrann Angela Rayner, og samgönguráðherrann Louise Haigh gáfu grænt ljós á viðbótina í samræmi við kosningaloforð Verkamannaflokksins um að koma í gang verkefnum sem hafa setið föst í skipulagsferlum. Aðflug með háhýsi fjármálahverfisins í baksýn. Gerð er krafa um mun brattara aðflug en á venjulegum flugvöllum.London City Airport Fréttaskýrendur segja þetta lið í þeirri stefnu stjórnarinnar að auka hagvöxt. Jafnframt geti þetta gefið línuna um stækkun annarra flugvalla, eins og með gerð þriðju flugbrautarinnar á Heathrow sem og stækkun Gatwick, Stansted og Manchester-flugvalla. Umhverfissamtök gagnrýna ákvörðuna. Talsmaður Greenpeace segir Verkamannaflokkinn óvænt hafa misstigið sig klaufalega og talsmaður Green Alliance-hugveitunnar segir þetta fordæmi valda áhyggjum um framhaldið hjá nýju ríkisstjórninni. Flugtak í átt að háhýsunum.London City Airport Ákvörðunin um eflingu London City-flugvallarins felst fyrst og fremst í að fjölga má flugtökum á fyrsta hálftímanum á morgnana úr sex í níu milli klukkan 6:30 og 7:00. Ráðherrar stjórnarinnar segja að með farþegaaukningu um flugvöllinn, sem verður nærri fjörutíu prósent, bætist við 1.340 störf á vellinum, en alls 2.200 ný störf í London. Það er þó á forsendum tilboðs flugvallarins um að aukningunni verði eingöngu mætt með nýjustu kynslóðum flugvéla, sem eru umhverfisvænni og hljóðlátari en eldri gerðir, og eru tegundir eins og Embraer E190 og Airbus A220, áður Bombardier CS-300, nefndar. Sú síðarnefnda hefur meðal annars lent á Reykjavíkurflugvelli, eins og sjá má hér: Ekki er gert ráð fyrir nýjum framkvæmdum umfram þær sem þegar eru hafnar. Þær felast meðal annars í stækkun flugstöðvarinnar um 24.500 fermetra, átta nýjum flugvélastæðum og gerð akstursbrautar samhliða allri flugbrautinni. Þessum framkvæmdum, sem kosta um 500 milljónir punda, á að ljúka á næsta ári. London City-flugvöllurinn er sá minnsti af þeim fimm flugvöllum sem þjóna höfuðborginni og sá yngsti en hann var byggður á árunum 1986 til 1987. Hann er jafnframt sá eini í borginni sem telst miðborgarvöllur, staðsettur í fjármálahverfinu, aðeins um fjóra kílómetra frá Canary Wharf-turninum. Ein 1.500 metra löng flugbraut er á London City-vellinum.London City Airport Ein 1.500 metra löng flugbraut er á vellinum, litlu lengri en sú á Ísafjarðarflugvelli. Flug er bannað yfir nóttina frá klukkan 22:30 á kvöldin til klukkan 6:30 á morgnana og einnig á laugardögum frá klukkan 13:00 fram til klukkan 12:30 í hádeginu á sunnudögum. Margskyns aðrar takmarkanir gilda sem ætlað er að lágmarka ónæði frá vellinum. Þannig er leyfilegt hámark flughreyfinga, flugtaka og lendinga, 45 á klukkustund og 592 á virkum degi en 280 um helgar. London City-flugvöllurinn státar sig af því að vera með hröðustu afgreiðslu flugfarþega í allri Evrópu. Þannig líði að jafnaði aðeins tuttugu mínútur frá því farþegi gengur inn í flugstöðina þar til hann kemst að brottfararhliði. Þar af taki öryggisleit aðeins þrjár mínútur. Þá líði aðeins átta mínútur frá því allir farþegar eru komnir um borð þar til flugvélin er komin á loft. Farþegar komast upp með að mæta á flugvöllinn aðeins 40 mínútum fyrir flug.London City Airport Frá flugvellinum er boðið upp á flug til yfir þrjátíu borga í Evrópu. Vinsælustu áfangastaðirnir eru Amsterdam, Edinborg, Zurich, Frankfurt og Dublin. Haustið 2017 hóf British Airways flug milli Keflavíkur og London City-flugvallarins á Embraer 190-þotum en það flug hefur ekki verið tekið upp að nýju eftir covid-heimsfaraldurinn. Fréttir af flugi Bretland Reykjavíkurflugvöllur Samgöngur Umhverfismál Tengdar fréttir Stytta ferðatímann milli London og Keflavíkur Breska flugfélagið British Airways hefur ákveðið að hefja beint flug til Íslands í haust frá London City-flugvellinum sem styttir ferðatímann frá miðborg Lundúna. 19. júlí 2017 20:30 Vilja opna á meira millilandaflug úr Reykjavík með hljóðlátari þotum Isavia vill að opnað verði á meira millilandaflug frá Reykjavíkurflugvelli, bæði til að létta á Keflavíkurflugvelli og til að stytta ferðatíma flugfarþega. 21. júlí 2017 18:30 Hljóðlátasta þota heims þurfti hálfa flugbrautina Nýjasta stolt kanadískrar flugvélaframleiðslu, stærsta farþegaþota Bombardier, millilenti í Reykjavík eftir flugprófanir og sýningarflug í Evrópu. 7. október 2016 21:43 Mest lesið „Hápunktur morgunsins er síðan rómantíski kaffibíltúrinn“ Atvinnulíf Ólöf til liðs við Athygli Viðskipti innlent Uppsagnir hjá þjónustumiðstöð Íslenskrar erfðagreiningar Viðskipti innlent Ungum Áströlum bannað að nota samfélagsmiðla Viðskipti erlent „Stelpupabbarnir eru ósjálfrátt betur á verði“ Atvinnulíf Áhrif kosninga á starfsfólk og vinnustaði í næstu viku Atvinnulíf Driffjöður Vertonet: „Við erum að setja kjöt á beinin núna“ Atvinnulíf Hafa samið við Fossvélar um framkvæmdir vegna Hvammsvirkjunar Viðskipti innlent Lögreglan rannsaki ljúgvitni í Lyfjablómsmálinu Viðskipti innlent „Við megum ekki gleyma að lifa og njóta sko“ Viðskipti innlent Fleiri fréttir Ungum Áströlum bannað að nota samfélagsmiðla Vona að Musk takmarki tolla Trumps Vilja þvinga Google til að selja Chrome Sósustormur í Bretlandi rakinn til verkfalls hjá Bakkavör Ætla að binda enda á skattaívilnun fyrir rafmagnsbíla Mega ekki lengur skreyta sig með konunglegum fjöðrum Fá ekki að skrá svívirðingar um Rússa sem vörumerki Linkedin sektað um tugi milljarða Samkeppni eykst í Grænlandsflugi Sjá meira
Þetta er sögð fyrsta stóra ákvörðun breska Verkamannaflokksins í innviðauppbygginu eftir að hann tók við völdum í Bretlandi. Ráðherra sveitarstjórna, aðstoðarforsætisráðherrann Angela Rayner, og samgönguráðherrann Louise Haigh gáfu grænt ljós á viðbótina í samræmi við kosningaloforð Verkamannaflokksins um að koma í gang verkefnum sem hafa setið föst í skipulagsferlum. Aðflug með háhýsi fjármálahverfisins í baksýn. Gerð er krafa um mun brattara aðflug en á venjulegum flugvöllum.London City Airport Fréttaskýrendur segja þetta lið í þeirri stefnu stjórnarinnar að auka hagvöxt. Jafnframt geti þetta gefið línuna um stækkun annarra flugvalla, eins og með gerð þriðju flugbrautarinnar á Heathrow sem og stækkun Gatwick, Stansted og Manchester-flugvalla. Umhverfissamtök gagnrýna ákvörðuna. Talsmaður Greenpeace segir Verkamannaflokkinn óvænt hafa misstigið sig klaufalega og talsmaður Green Alliance-hugveitunnar segir þetta fordæmi valda áhyggjum um framhaldið hjá nýju ríkisstjórninni. Flugtak í átt að háhýsunum.London City Airport Ákvörðunin um eflingu London City-flugvallarins felst fyrst og fremst í að fjölga má flugtökum á fyrsta hálftímanum á morgnana úr sex í níu milli klukkan 6:30 og 7:00. Ráðherrar stjórnarinnar segja að með farþegaaukningu um flugvöllinn, sem verður nærri fjörutíu prósent, bætist við 1.340 störf á vellinum, en alls 2.200 ný störf í London. Það er þó á forsendum tilboðs flugvallarins um að aukningunni verði eingöngu mætt með nýjustu kynslóðum flugvéla, sem eru umhverfisvænni og hljóðlátari en eldri gerðir, og eru tegundir eins og Embraer E190 og Airbus A220, áður Bombardier CS-300, nefndar. Sú síðarnefnda hefur meðal annars lent á Reykjavíkurflugvelli, eins og sjá má hér: Ekki er gert ráð fyrir nýjum framkvæmdum umfram þær sem þegar eru hafnar. Þær felast meðal annars í stækkun flugstöðvarinnar um 24.500 fermetra, átta nýjum flugvélastæðum og gerð akstursbrautar samhliða allri flugbrautinni. Þessum framkvæmdum, sem kosta um 500 milljónir punda, á að ljúka á næsta ári. London City-flugvöllurinn er sá minnsti af þeim fimm flugvöllum sem þjóna höfuðborginni og sá yngsti en hann var byggður á árunum 1986 til 1987. Hann er jafnframt sá eini í borginni sem telst miðborgarvöllur, staðsettur í fjármálahverfinu, aðeins um fjóra kílómetra frá Canary Wharf-turninum. Ein 1.500 metra löng flugbraut er á London City-vellinum.London City Airport Ein 1.500 metra löng flugbraut er á vellinum, litlu lengri en sú á Ísafjarðarflugvelli. Flug er bannað yfir nóttina frá klukkan 22:30 á kvöldin til klukkan 6:30 á morgnana og einnig á laugardögum frá klukkan 13:00 fram til klukkan 12:30 í hádeginu á sunnudögum. Margskyns aðrar takmarkanir gilda sem ætlað er að lágmarka ónæði frá vellinum. Þannig er leyfilegt hámark flughreyfinga, flugtaka og lendinga, 45 á klukkustund og 592 á virkum degi en 280 um helgar. London City-flugvöllurinn státar sig af því að vera með hröðustu afgreiðslu flugfarþega í allri Evrópu. Þannig líði að jafnaði aðeins tuttugu mínútur frá því farþegi gengur inn í flugstöðina þar til hann kemst að brottfararhliði. Þar af taki öryggisleit aðeins þrjár mínútur. Þá líði aðeins átta mínútur frá því allir farþegar eru komnir um borð þar til flugvélin er komin á loft. Farþegar komast upp með að mæta á flugvöllinn aðeins 40 mínútum fyrir flug.London City Airport Frá flugvellinum er boðið upp á flug til yfir þrjátíu borga í Evrópu. Vinsælustu áfangastaðirnir eru Amsterdam, Edinborg, Zurich, Frankfurt og Dublin. Haustið 2017 hóf British Airways flug milli Keflavíkur og London City-flugvallarins á Embraer 190-þotum en það flug hefur ekki verið tekið upp að nýju eftir covid-heimsfaraldurinn.
Fréttir af flugi Bretland Reykjavíkurflugvöllur Samgöngur Umhverfismál Tengdar fréttir Stytta ferðatímann milli London og Keflavíkur Breska flugfélagið British Airways hefur ákveðið að hefja beint flug til Íslands í haust frá London City-flugvellinum sem styttir ferðatímann frá miðborg Lundúna. 19. júlí 2017 20:30 Vilja opna á meira millilandaflug úr Reykjavík með hljóðlátari þotum Isavia vill að opnað verði á meira millilandaflug frá Reykjavíkurflugvelli, bæði til að létta á Keflavíkurflugvelli og til að stytta ferðatíma flugfarþega. 21. júlí 2017 18:30 Hljóðlátasta þota heims þurfti hálfa flugbrautina Nýjasta stolt kanadískrar flugvélaframleiðslu, stærsta farþegaþota Bombardier, millilenti í Reykjavík eftir flugprófanir og sýningarflug í Evrópu. 7. október 2016 21:43 Mest lesið „Hápunktur morgunsins er síðan rómantíski kaffibíltúrinn“ Atvinnulíf Ólöf til liðs við Athygli Viðskipti innlent Uppsagnir hjá þjónustumiðstöð Íslenskrar erfðagreiningar Viðskipti innlent Ungum Áströlum bannað að nota samfélagsmiðla Viðskipti erlent „Stelpupabbarnir eru ósjálfrátt betur á verði“ Atvinnulíf Áhrif kosninga á starfsfólk og vinnustaði í næstu viku Atvinnulíf Driffjöður Vertonet: „Við erum að setja kjöt á beinin núna“ Atvinnulíf Hafa samið við Fossvélar um framkvæmdir vegna Hvammsvirkjunar Viðskipti innlent Lögreglan rannsaki ljúgvitni í Lyfjablómsmálinu Viðskipti innlent „Við megum ekki gleyma að lifa og njóta sko“ Viðskipti innlent Fleiri fréttir Ungum Áströlum bannað að nota samfélagsmiðla Vona að Musk takmarki tolla Trumps Vilja þvinga Google til að selja Chrome Sósustormur í Bretlandi rakinn til verkfalls hjá Bakkavör Ætla að binda enda á skattaívilnun fyrir rafmagnsbíla Mega ekki lengur skreyta sig með konunglegum fjöðrum Fá ekki að skrá svívirðingar um Rússa sem vörumerki Linkedin sektað um tugi milljarða Samkeppni eykst í Grænlandsflugi Sjá meira
Stytta ferðatímann milli London og Keflavíkur Breska flugfélagið British Airways hefur ákveðið að hefja beint flug til Íslands í haust frá London City-flugvellinum sem styttir ferðatímann frá miðborg Lundúna. 19. júlí 2017 20:30
Vilja opna á meira millilandaflug úr Reykjavík með hljóðlátari þotum Isavia vill að opnað verði á meira millilandaflug frá Reykjavíkurflugvelli, bæði til að létta á Keflavíkurflugvelli og til að stytta ferðatíma flugfarþega. 21. júlí 2017 18:30
Hljóðlátasta þota heims þurfti hálfa flugbrautina Nýjasta stolt kanadískrar flugvélaframleiðslu, stærsta farþegaþota Bombardier, millilenti í Reykjavík eftir flugprófanir og sýningarflug í Evrópu. 7. október 2016 21:43