Ekki á því að yfirgefa Grindavík endanlega Vésteinn Örn Pétursson skrifar 25. júlí 2024 18:53 Sölvi og Linda horfa til þess að flytja aftur til Grindavíkur. Vísir/Sigurjón Þrátt fyrir að nýtt hættumat bendi til að miklar líkur séu á að hraun komi upp innan Grindavíkur á næstu vikum verður ráðist í framkvæmdir innan bæjarmarka eftir Verslunarmannahelgi. Brottfluttir íbúar eru bjartsýnir á að komast aftur heim. Margir Grindvíkingar eru fluttir til höfuðborgarinnar eða nærliggjandi sveitarfélaga á Suðurnesjum. Þeir sem fréttastofa hefur rætt við í dag bera þó þá von í brjósti að geta flutt aftur heim. Fréttastofa hitti til að mynda fyrir þau Sölva Guðnason og Lindu Björk Gunnarsdóttur, sem voru að tæma hús sitt í Grindavík. Þau hafa selt það Þórkötlu fasteignafélagi og komið sér fyrir í Njarðvík. „Við komum núna til að taka restina af dótinu. Svo er maður ekki alveg á því að yfirgefa þetta allt endanlega,“ segir Sölvi. Linda segir þau gjarnan vilja flytja aftur til Grindavíkur. „Þegar það verða komnir skólar og íþróttastarf, þá værum við alveg til í það,“ segir hún. Jakub Malodzinski tekur undir þetta. „Auðvitað vil ég koma aftur. Þetta er fallegasti bær á Íslandi. Ég vil ekki glata heimili mínu hér,“ segir hann. Fleiri Grindvíkingar sem fréttastofa ræddi við eru sama sinnis, en sjá má viðtöl við þá í spilaranum ofar í fréttinni. Jakub segir Grindavík vera fallegasta bæ landsins.Vísir/Sigurjón Líst vel á að byggja bæinn upp Allt að 300 manns starfa í Grindavík á hverjum degi, en samkvæmt uppfærðu hættumati eru taldar miklar líkur á að gjósa muni innan bæjarmarkanna. Almannavarnir segja að fyrirvari eldgoss gæti verið fáeinar mínútur. Þrátt fyrir það stendur til að ráðast í viðgerðir innan bæjarins eftir verslunarmannahelgi. Þeir íbúar sem fréttastofa ræddi við eiga það sameiginlegt að lítast vel á þær hugmyndir. „Bara ljómandi vel. Því fyrr því betra bara. Opna bæinn og svona,“ segir Vilhjálmur J. Lárusson, kokkur og rekstraraðili á Sjómannsstofunni Vör. Vilhjálmur hefur í nógu að snúast þrátt fyrir fámenni í bænum, en á veitingastaðinn kemur fjöldi þeirra sem vinna í bænum í hádegismat á hverjum degi. Vilhjálmur segir að byggja eigi upp bæinn eins fljótt og auðið er.Vísir/Sigurjón Fleiri taka í sama streng varðandi viðgerðir, en telja þó ráðlegt að bíða örlítið. „Það er frábært að það eigi að fara að laga bæinn. Ég ætla að flytja hingað aftur eftir nokkur ár. Ég ætla að stoppa stutt í bænum og koma aftur. En við mættum aðeins bíða með að fara af stað. En mér finnst alveg geðveikt að það eigi að fara að laga bæinn og gera hann aftur eins og hann var,“ segir Björgvin Björgvinsson. Björgvin er á því að stoppa aðeins stutt í bænum, og flytja svo aftur til Grindavíkur.Vísir/Sigurjón Þrátt fyrir að fyrirvari eldgoss gæti orðið afar skammur eru viðmælendur fréttastofu hvergi bangnir. „Ég er nú búinn að vera hérna meira og minna svona þegar það hefur mátt, allan tímann. Þetta truflar mig voða lítið,“ segir Bjarki Sigmarsson. Bjarki segist litlar áhyggjur hafa.Vísir/Sigurjón Þrátt fyrir fámenni í bænum þá er nóg að gera á Sjómannastofunni Vör í hádeginu, þar sem vinnandi fólk í Grindavík kemur til að næra sig.Vísir/Sigurjón Grindavík Almannavarnir Eldgos og jarðhræringar Eldgos á Reykjanesskaga Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Glæný könnun Maskínu: Fylgi Framsóknar og Flokks fólksins á uppleið Innlent Erfitt að útskýra fyrir þriggja ára að það verði ekkert af afmæli í leikskólanum Innlent Misbýður ummæli um samhljóm stefnu sinnar og Breiviks Innlent Telja sig hafa fundið vísbendingu í máli D.B. Cooper Erlent Opnunin á Blönduhlíð var engin opnun Innlent Segir skemmdarverk Rússa í Evrópu geta leitt til átaka Erlent Kostuleg kosningabarátta: Óvæntar uppákomur og skrautlegir skandalar Innlent Sækja óvænt og hratt að Aleppo Erlent Segir það mjög góða tilfinningu að skrifa undir nýjan kjarasamning Innlent Fleiri fréttir Auka alþjóðasamvinnu í ljósi vaxandi spennu Óvenjulegt að bóluefni séu skráð sem dánarorsök Opnunin á Blönduhlíð var engin opnun Steypan smám saman að harðna í fylginu Kappræður í opinni dagskrá á Stöð 2 í kvöld Lykilatriði að almenningur fái upplýsingar um kennaradeiluna Bein útsending: Fundað um forvarnir gegn ofbeldi meðal barna Glæný könnun Maskínu: Fylgi Framsóknar og Flokks fólksins á uppleið Glæný könnun í hádegisfréttum Bylgjunnar Þau eru tilnefnd sem Framúrskarandi ungur Íslendingur 2024 Tæknilegir örðugleikar en ekki netárás á mbl.is Segir það mjög góða tilfinningu að skrifa undir nýjan kjarasamning Erfitt að útskýra fyrir þriggja ára að það verði ekkert af afmæli í leikskólanum Bein útsending: Heilbrigðisþing – Heilsugæslan, svo miklu meira… Kostuleg kosningabarátta: Óvæntar uppákomur og skrautlegir skandalar Hafa gefið út 99 leyfi til dýratilrauna síðustu fimm ár Gosmengun mögulega viðvarandi í Grindavík í dag Læknar undirrita nýjan kjarasamning Misbýður ummæli um samhljóm stefnu sinnar og Breiviks Þjóðvegurinn upp í Þjórsárdal færist vegna Hvammsvirkjunar „Verðum að bregðast við áður en það verður of seint“ Fimmta vika verkfalls: Erfiðast fyrir börnin sem sakna vina sinna Fjögur andlát vegna bóluefnis við kórónuveiru til skoðunar Sendi dóttur sína til Suður-Afríku því biðin hefði kostað hana lífið Erlendir fjárfestar buðu fúlgur fjár Trump sérstaklega áhugasamur um íslenska menningu Móðir grípur til örþrifaráða og bóndi hafnar erlendum fjárfestum Kannast ekki við áform um brjóstmynd úr bronsi Krefjast úrbóta á leikskólastarfi í leikskólanum Lundi Gasmengun gæti náð á höfuðborgarsvæðið Sjá meira
Margir Grindvíkingar eru fluttir til höfuðborgarinnar eða nærliggjandi sveitarfélaga á Suðurnesjum. Þeir sem fréttastofa hefur rætt við í dag bera þó þá von í brjósti að geta flutt aftur heim. Fréttastofa hitti til að mynda fyrir þau Sölva Guðnason og Lindu Björk Gunnarsdóttur, sem voru að tæma hús sitt í Grindavík. Þau hafa selt það Þórkötlu fasteignafélagi og komið sér fyrir í Njarðvík. „Við komum núna til að taka restina af dótinu. Svo er maður ekki alveg á því að yfirgefa þetta allt endanlega,“ segir Sölvi. Linda segir þau gjarnan vilja flytja aftur til Grindavíkur. „Þegar það verða komnir skólar og íþróttastarf, þá værum við alveg til í það,“ segir hún. Jakub Malodzinski tekur undir þetta. „Auðvitað vil ég koma aftur. Þetta er fallegasti bær á Íslandi. Ég vil ekki glata heimili mínu hér,“ segir hann. Fleiri Grindvíkingar sem fréttastofa ræddi við eru sama sinnis, en sjá má viðtöl við þá í spilaranum ofar í fréttinni. Jakub segir Grindavík vera fallegasta bæ landsins.Vísir/Sigurjón Líst vel á að byggja bæinn upp Allt að 300 manns starfa í Grindavík á hverjum degi, en samkvæmt uppfærðu hættumati eru taldar miklar líkur á að gjósa muni innan bæjarmarkanna. Almannavarnir segja að fyrirvari eldgoss gæti verið fáeinar mínútur. Þrátt fyrir það stendur til að ráðast í viðgerðir innan bæjarins eftir verslunarmannahelgi. Þeir íbúar sem fréttastofa ræddi við eiga það sameiginlegt að lítast vel á þær hugmyndir. „Bara ljómandi vel. Því fyrr því betra bara. Opna bæinn og svona,“ segir Vilhjálmur J. Lárusson, kokkur og rekstraraðili á Sjómannsstofunni Vör. Vilhjálmur hefur í nógu að snúast þrátt fyrir fámenni í bænum, en á veitingastaðinn kemur fjöldi þeirra sem vinna í bænum í hádegismat á hverjum degi. Vilhjálmur segir að byggja eigi upp bæinn eins fljótt og auðið er.Vísir/Sigurjón Fleiri taka í sama streng varðandi viðgerðir, en telja þó ráðlegt að bíða örlítið. „Það er frábært að það eigi að fara að laga bæinn. Ég ætla að flytja hingað aftur eftir nokkur ár. Ég ætla að stoppa stutt í bænum og koma aftur. En við mættum aðeins bíða með að fara af stað. En mér finnst alveg geðveikt að það eigi að fara að laga bæinn og gera hann aftur eins og hann var,“ segir Björgvin Björgvinsson. Björgvin er á því að stoppa aðeins stutt í bænum, og flytja svo aftur til Grindavíkur.Vísir/Sigurjón Þrátt fyrir að fyrirvari eldgoss gæti orðið afar skammur eru viðmælendur fréttastofu hvergi bangnir. „Ég er nú búinn að vera hérna meira og minna svona þegar það hefur mátt, allan tímann. Þetta truflar mig voða lítið,“ segir Bjarki Sigmarsson. Bjarki segist litlar áhyggjur hafa.Vísir/Sigurjón Þrátt fyrir fámenni í bænum þá er nóg að gera á Sjómannastofunni Vör í hádeginu, þar sem vinnandi fólk í Grindavík kemur til að næra sig.Vísir/Sigurjón
Grindavík Almannavarnir Eldgos og jarðhræringar Eldgos á Reykjanesskaga Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Glæný könnun Maskínu: Fylgi Framsóknar og Flokks fólksins á uppleið Innlent Erfitt að útskýra fyrir þriggja ára að það verði ekkert af afmæli í leikskólanum Innlent Misbýður ummæli um samhljóm stefnu sinnar og Breiviks Innlent Telja sig hafa fundið vísbendingu í máli D.B. Cooper Erlent Opnunin á Blönduhlíð var engin opnun Innlent Segir skemmdarverk Rússa í Evrópu geta leitt til átaka Erlent Kostuleg kosningabarátta: Óvæntar uppákomur og skrautlegir skandalar Innlent Sækja óvænt og hratt að Aleppo Erlent Segir það mjög góða tilfinningu að skrifa undir nýjan kjarasamning Innlent Fleiri fréttir Auka alþjóðasamvinnu í ljósi vaxandi spennu Óvenjulegt að bóluefni séu skráð sem dánarorsök Opnunin á Blönduhlíð var engin opnun Steypan smám saman að harðna í fylginu Kappræður í opinni dagskrá á Stöð 2 í kvöld Lykilatriði að almenningur fái upplýsingar um kennaradeiluna Bein útsending: Fundað um forvarnir gegn ofbeldi meðal barna Glæný könnun Maskínu: Fylgi Framsóknar og Flokks fólksins á uppleið Glæný könnun í hádegisfréttum Bylgjunnar Þau eru tilnefnd sem Framúrskarandi ungur Íslendingur 2024 Tæknilegir örðugleikar en ekki netárás á mbl.is Segir það mjög góða tilfinningu að skrifa undir nýjan kjarasamning Erfitt að útskýra fyrir þriggja ára að það verði ekkert af afmæli í leikskólanum Bein útsending: Heilbrigðisþing – Heilsugæslan, svo miklu meira… Kostuleg kosningabarátta: Óvæntar uppákomur og skrautlegir skandalar Hafa gefið út 99 leyfi til dýratilrauna síðustu fimm ár Gosmengun mögulega viðvarandi í Grindavík í dag Læknar undirrita nýjan kjarasamning Misbýður ummæli um samhljóm stefnu sinnar og Breiviks Þjóðvegurinn upp í Þjórsárdal færist vegna Hvammsvirkjunar „Verðum að bregðast við áður en það verður of seint“ Fimmta vika verkfalls: Erfiðast fyrir börnin sem sakna vina sinna Fjögur andlát vegna bóluefnis við kórónuveiru til skoðunar Sendi dóttur sína til Suður-Afríku því biðin hefði kostað hana lífið Erlendir fjárfestar buðu fúlgur fjár Trump sérstaklega áhugasamur um íslenska menningu Móðir grípur til örþrifaráða og bóndi hafnar erlendum fjárfestum Kannast ekki við áform um brjóstmynd úr bronsi Krefjast úrbóta á leikskólastarfi í leikskólanum Lundi Gasmengun gæti náð á höfuðborgarsvæðið Sjá meira