Ekki æskilegt að hafa fólk í bænum Tómas Arnar Þorláksson skrifar 23. júlí 2024 21:30 Páll Einarsson jarðeðlisfræðingur. Vísir/Arnar Veðurstofa Íslands hefur uppfært hættumat sitt en þar kemur fram að mikil hætta sé á gosopnun og hraunflæði innan Grindavíkur. Að mati Páls Einarssonar, jarðeðlisfræðings, er ekki æskilegt að halda til í bænum og bendir hann á að erfiðara sé að meta hvenær gos hefst með hverju gosinu sem verður. Páll bendir á að eftir því sem fleiri eldgos verða minnkar jarðskjálftavirkni á svæðinu til muna og því erfiðara að reiða á jarðskjálftavirkni á svæðinu til að meta fyrirvara fyrir næsta eldgos. Hann segir það hugsanlegt að það hefjist eldgos innan Grindavíkur. „Samkvæmt þessum nýjustu útreikningum sem var farið yfir í morgun er staðan núna mjög svipuð eins og hún var fyrir síðasta gos. Það munaði mjög mjóu síðast, þá varð atburðarás við Hagafell sem er mjög athyglisverð. Það streymdi þar kvika niður í gossprunguna sem var farin að gefa sig og sú sprunga var að fyllast aftur af kviku en sú kvika kom ofan frá yfirborðinu. Ef að slík atburðarás endurtekur sig þá er vel hugsanlegt að það leki eftir þessari sprungu og þá undir varnargarðanna og komi upp þá innan varnargarðanna og innan Grindavík. Þetta er eitthvað sem þarf að hafa augu með.“ Sprungur í bænum hafi áhrif Páll tekur fram að sprungukerfið innan Grindavíkur spili sinn þátt í þessari auknu hættu. Verkfræðingur hjá Verkís sagði fyrr í dag að það borgi sig ekki að reisa fleiri varnargarða nær Grindavík vegna legu landsins og vonast væri til þess að það gjósi fyrir utan varnargarðanna sem eru þar nú þegar. „Og svo kemur til viðbótar þetta fyrirbrigði að hraun getur runnið niður í sprungurnar og undir varnargarðanna. Þannig að þetta er mjög flókið vandamál og erfitt að sjá hvað er skynsamlegast að gera að hverju sinni,“ segir Páll. Bendi ekki til loka eldsumbrota Samkvæmt síðustu líkanreikningum Veðurstofunnar er líklegast að gos komi upp á sama stað og í síðustu tveimur gosum þó að það gæti leitað í suðurátt. Páll segir mikilvægt að fylgjast mjög vel með og bregðast við þegar að eldgos hefjist sem gæti gerst hvað úr hverju á næstu vikum með ógreinanlegum og stuttum aðdraganda. Hann tekur fyrir kenningar annarra fræðimanna um að það styttist í lok eldsumbrota á svæðinu. „Ég held að í stuttu máli, getum við sagt að það sé ekkert sem bendir til þess að þessu sé neitt að ljúka í bili. Það eru sennilega svæði þarna innan Grindavíkur þar sem er ekki sérlega skynsamlegt að hafa fólk og ég verð nú að segja fyrir mig að ég myndi kannski treysta sjálfum mér að meta það fyrir sjálfan mig en ég myndi ekki vilja vera með fjölskyldu í Grindavík núna.“ Grindavík Eldgos og jarðhræringar Eldgos á Reykjanesskaga Varnargarðar á Reykjanesskaga Mest lesið Skammaður af nefndinni og kærður til lögreglu Innlent Öllum starfsmönnum sagt upp og verkefnum úthýst til einkafyrirtækis Innlent Grunaður um að skera mann á háls á gistiheimili í Kópavogi Innlent Staðfesta dóm manns sem nauðgaði konu þremur dögum eftir afplánun Innlent Lögreglan lýsir eftir Áslaugu Innlent Upplifði djúpa sorg þegar Vinstri græn duttu af þingi Innlent Tveir fréttamenn RÚV söðla um Innlent Mannleg mistök hafi valdið því að beiðni til borgarinnar týndist Innlent Fyrrverandi þingmenn sækja um sendiherrastöðu Innlent Réttað yfir manni sem er ákærður fyrir að brjóta gegn fatlaðri konu og syni hennar Innlent Fleiri fréttir Tveir mánuðir fyrir brot gegn barni í búningsklefa Bið eftir aðgerð vegna hálkuslyss óboðleg af hálfu kerfisins Fyrrverandi þingmenn sækja um sendiherrastöðu Grautfúl að tapa forsetakosningunum Dynjandisheiði boðin út með verklokum haustið 2026 Segir fréttir af pólitísku andláti sínu stórlega ýktar Grautfúl eftir að hafa tapað forsetakosningum Staðfesta dóm manns sem nauðgaði konu þremur dögum eftir afplánun Lögreglumanni ekki gerð refsing átta árum eftir að hann réðst á fanga Lögreglan lýsir eftir Áslaugu Öllum starfsmönnum sagt upp og verkefnum úthýst til einkafyrirtækis Máli Sigurlínar á hendur Ríkisútvarpinu vísað frá Síðasti séns að senda inn tilnefningar til manns ársins Upplifði djúpa sorg þegar Vinstri græn duttu af þingi Leggja til styttri tímafresti og minni flækjur í orkumálum Skammaður af nefndinni og kærður til lögreglu Fá milljarða frá ESB til að tryggja vatnsgæði á Íslandi Vilja að lyfjafræðingar geti ávísað lyfjum og apótek verði fyrsti viðkomustaður Framkoma SVEIT sé „svívirðileg atlaga að réttindum launafólks“ Rekja bilanir á Víkurstreng til efnistöku úr ám Mannleg mistök hafi valdið því að beiðni til borgarinnar týndist Vongóð um að íslenskir læknar erlendis muni snúa heim Seinagangur hjá borginni að mati Umboðsmanns Yfir átján prósent íbúa á Íslandi eru innflytjendur Fækkar í þjóðkirkjunni en Siðmennt bætir mest við sig Réttað yfir manni sem er ákærður fyrir að brjóta gegn fatlaðri konu og syni hennar Þingflokkar funda hver í sínu lagi Upplýst um leyndarmálið á bak við pönnukökurnar Kæru nágranna álversins í Straumsvík vegna starfsleyfis hafnað Bein útsending: Staða orkumála og endurskoðun rammaáætlunar Sjá meira
Páll bendir á að eftir því sem fleiri eldgos verða minnkar jarðskjálftavirkni á svæðinu til muna og því erfiðara að reiða á jarðskjálftavirkni á svæðinu til að meta fyrirvara fyrir næsta eldgos. Hann segir það hugsanlegt að það hefjist eldgos innan Grindavíkur. „Samkvæmt þessum nýjustu útreikningum sem var farið yfir í morgun er staðan núna mjög svipuð eins og hún var fyrir síðasta gos. Það munaði mjög mjóu síðast, þá varð atburðarás við Hagafell sem er mjög athyglisverð. Það streymdi þar kvika niður í gossprunguna sem var farin að gefa sig og sú sprunga var að fyllast aftur af kviku en sú kvika kom ofan frá yfirborðinu. Ef að slík atburðarás endurtekur sig þá er vel hugsanlegt að það leki eftir þessari sprungu og þá undir varnargarðanna og komi upp þá innan varnargarðanna og innan Grindavík. Þetta er eitthvað sem þarf að hafa augu með.“ Sprungur í bænum hafi áhrif Páll tekur fram að sprungukerfið innan Grindavíkur spili sinn þátt í þessari auknu hættu. Verkfræðingur hjá Verkís sagði fyrr í dag að það borgi sig ekki að reisa fleiri varnargarða nær Grindavík vegna legu landsins og vonast væri til þess að það gjósi fyrir utan varnargarðanna sem eru þar nú þegar. „Og svo kemur til viðbótar þetta fyrirbrigði að hraun getur runnið niður í sprungurnar og undir varnargarðanna. Þannig að þetta er mjög flókið vandamál og erfitt að sjá hvað er skynsamlegast að gera að hverju sinni,“ segir Páll. Bendi ekki til loka eldsumbrota Samkvæmt síðustu líkanreikningum Veðurstofunnar er líklegast að gos komi upp á sama stað og í síðustu tveimur gosum þó að það gæti leitað í suðurátt. Páll segir mikilvægt að fylgjast mjög vel með og bregðast við þegar að eldgos hefjist sem gæti gerst hvað úr hverju á næstu vikum með ógreinanlegum og stuttum aðdraganda. Hann tekur fyrir kenningar annarra fræðimanna um að það styttist í lok eldsumbrota á svæðinu. „Ég held að í stuttu máli, getum við sagt að það sé ekkert sem bendir til þess að þessu sé neitt að ljúka í bili. Það eru sennilega svæði þarna innan Grindavíkur þar sem er ekki sérlega skynsamlegt að hafa fólk og ég verð nú að segja fyrir mig að ég myndi kannski treysta sjálfum mér að meta það fyrir sjálfan mig en ég myndi ekki vilja vera með fjölskyldu í Grindavík núna.“
Grindavík Eldgos og jarðhræringar Eldgos á Reykjanesskaga Varnargarðar á Reykjanesskaga Mest lesið Skammaður af nefndinni og kærður til lögreglu Innlent Öllum starfsmönnum sagt upp og verkefnum úthýst til einkafyrirtækis Innlent Grunaður um að skera mann á háls á gistiheimili í Kópavogi Innlent Staðfesta dóm manns sem nauðgaði konu þremur dögum eftir afplánun Innlent Lögreglan lýsir eftir Áslaugu Innlent Upplifði djúpa sorg þegar Vinstri græn duttu af þingi Innlent Tveir fréttamenn RÚV söðla um Innlent Mannleg mistök hafi valdið því að beiðni til borgarinnar týndist Innlent Fyrrverandi þingmenn sækja um sendiherrastöðu Innlent Réttað yfir manni sem er ákærður fyrir að brjóta gegn fatlaðri konu og syni hennar Innlent Fleiri fréttir Tveir mánuðir fyrir brot gegn barni í búningsklefa Bið eftir aðgerð vegna hálkuslyss óboðleg af hálfu kerfisins Fyrrverandi þingmenn sækja um sendiherrastöðu Grautfúl að tapa forsetakosningunum Dynjandisheiði boðin út með verklokum haustið 2026 Segir fréttir af pólitísku andláti sínu stórlega ýktar Grautfúl eftir að hafa tapað forsetakosningum Staðfesta dóm manns sem nauðgaði konu þremur dögum eftir afplánun Lögreglumanni ekki gerð refsing átta árum eftir að hann réðst á fanga Lögreglan lýsir eftir Áslaugu Öllum starfsmönnum sagt upp og verkefnum úthýst til einkafyrirtækis Máli Sigurlínar á hendur Ríkisútvarpinu vísað frá Síðasti séns að senda inn tilnefningar til manns ársins Upplifði djúpa sorg þegar Vinstri græn duttu af þingi Leggja til styttri tímafresti og minni flækjur í orkumálum Skammaður af nefndinni og kærður til lögreglu Fá milljarða frá ESB til að tryggja vatnsgæði á Íslandi Vilja að lyfjafræðingar geti ávísað lyfjum og apótek verði fyrsti viðkomustaður Framkoma SVEIT sé „svívirðileg atlaga að réttindum launafólks“ Rekja bilanir á Víkurstreng til efnistöku úr ám Mannleg mistök hafi valdið því að beiðni til borgarinnar týndist Vongóð um að íslenskir læknar erlendis muni snúa heim Seinagangur hjá borginni að mati Umboðsmanns Yfir átján prósent íbúa á Íslandi eru innflytjendur Fækkar í þjóðkirkjunni en Siðmennt bætir mest við sig Réttað yfir manni sem er ákærður fyrir að brjóta gegn fatlaðri konu og syni hennar Þingflokkar funda hver í sínu lagi Upplýst um leyndarmálið á bak við pönnukökurnar Kæru nágranna álversins í Straumsvík vegna starfsleyfis hafnað Bein útsending: Staða orkumála og endurskoðun rammaáætlunar Sjá meira