Ellefu eftirtektarverð eldhús Svava Marín Óskarsdóttir skrifar 30. maí 2024 20:01 við verjum miklum hluta ævi okkar í eldhúsinu. Máltækið segir að leiðin að hjartanu er í gegnum magann. Eldhúsið er oft sagt hjarta heimilisins. Þar verjum við oft löngum tíma og eigum dýrmætar samverustundir með þeim sem eru okkur kærastir. Hönnun og útlit eldhússins gefur heildarmynd heimilisins mikinn karakter þar sem litaval, efniviður og smáhlutir rýmisins skapa stemningu þess. Hér að neðan má sjá ellefu eftirtektarverð eldhús sem prýða falleg íslensk heimili. Hlýlegir og mildir tónar Á fimmtu og efstu hæð við Haukahlíð í Valshlíði má finna glæsilega 281 fermetra íbúð. Stofa, borðstofa og eldhús er í opnu og samliggjandi rými sem býður upp á sannkallaða partýstemningu. Eldhúsið er opið og bjart með fallegri og hlýlegri viðarinnréttingu sem nær upp í loft og ljósum stein á borðum. Fyrir miðju er glæsileg eyja sem hægt er að setjast við og skilur rýmin að. Í lofti í eldhúsinu er viðarpanell með innfeldri viftu og lýsingu sem gefur rýminu sjarmerandi dýpt. Fasteignaljósmyndun Fasteignaljósmyndun Retró fílíngur Við Laufásveg í Reykjavík er einstök 212 fermetra sérhæð sem færir mann aftur í tímann með retró stíl. Húsið sem var byggt árið 1969 var endurnýjað að miklu leiti árið 2017 með tilliti til byggingarstíl hússins. Í eldhúsinu eru fallegir mynstraðir glergluggar sem poppa rýmið upp á sjarmerandi máta til móts við hvíta eldhúsinnréttingu og klassíska hönnunarmuni.l Fasteignaljósmyndun Fasteignaljósmyndun Rýmið sem sameinar stórfjölskylduna Við Holtsbúð í Garðabæ er að finna 274 fermetra einbýlishús á tveimur hæðum með stærðarinnar eldhúsi sem er fullkomið fyrir stórar fjölskyldur. Innréttingin er á tvo vegu með langri eyju fyrir miðju. Innréttingin er ljósgrá með fallegum stein á borðum. Eldhúsið er hlýlegt og opið með glugga á marga vegu. Fasteignaljósmyndun Fasteignaljósmyndun Svart og elegent Í þessu flotta eldhúsi við Dalbraut má sjá elegant svarta innréttingu yfir vegginn og hvítan Terrazzo marmara á borðum. Andstæðurnar virðast rugla aðeins í rýmisgreindinni. Grænar plöntur, lýsing og gólfefni gefur rýminu hlýlega ásýnd. Fasteignaljósmyndun Fasteignaljósmyndun Einfalt er best Einfaldleikinn er oft bestur. Við Blásali í Kópavogi er fagurt og stílhreint eldhús með rúmgóðri hvítri innréttingu á þrjá vegu. Á veggnum fyrir ofan eldhúsvaskinn er VERA-hillan frá Former sem setur punktinn yfir i-ið í rýminu. Fasteignaljósmyndun Fasteignaljósmyndun New York loft- stíll Sérsmíðaðar innréttingar úr dökkum við og marmara prýða sérdeilis glæsilegt eldhús við Hverfisgötu í Reykjavík. Sólveig Andrea Jónsdóttir innanhússarkitekt endurhannaði eignina á vandaðan máta árið 2016 í svokölluðum New York-loftstíl. Eldhúsið, sem er opið við stofu, gefur heildarmynd alrýmisins sjarmerandi yfirbragð þar sem marmaraklædd eldhúseyja er í aðalhlutverki. Fasteignaljósmyndun Fasteignaljósmyndun Ferskir straumar og borðkrókur Bláir veggir og vegleg sérsmíðuð viðarinnrétting prýðir eldhúsið í fallegri sérhæð við Melhaga í Vesturbæ Reykjavíkur. Notalegur borðkrókur er innst í rýminu sem var einkennandi fyrir eldhúsrýmin á fyrri hluta síðustu aldar. Á þeim tíma fór borðhaldið að mestu fram í eldhúsinu en fært fram í borðstofu við stærri tilefni. Fasteignaljósmyndun Fasteignaljósmyndun Litríkt og sjarmerandi Við Skekktuvog í Reykjavík er búið að setja klassíska hvíta innréttingu í litríkan og sjarmerandi búning. Innanstokksmunir í öllum regnbogans litum prýða rýmið svo karakter húsráðenda fær að skína í gegn. Flower pot-ljós í fölbleikum lit hanga fyrir ofan eyjuna sem tóna skemmtilega við bláa litinn á veggnum. Fasteignaljósmyndun Fasteignaljósmyndun Fágað og tímalaust Stílhreint, fágað og tímalaust eldhús prýðir glæsilegt einbýlishús við Rjúpnahæð í Garðabæ. Rýmið er vel nýtt þar sem eldhúsið er opið á báða enda með innbyggðum tækjaskáp við vegg. Innréttingin er úr svartbæsaðri eik með dökkum marmara á borðum. Fyrir miðju er massíf marmaraklædd eldhúseyja sem gefur rýminu fágað yfirbragð. Fasteignaljósmyndun Fasteignaljósmyndun Vel nýtt rými í Reykjanesbæ Í fallegu einbýlishúsi frá árinu 1928 við Túngötu í Reykjanesbæ er nýlegt eldhús með hvítri innréttingu á tvo vegu og rúmgóðri eyju. Rýmið er vel nýtt þar sem skáparnir á öðrum veggnum ná upp í loft og því með miklu geymslurými. Klassískar Subway-flísar prýða vegginn á móti sem setja skemmtilegt og hrátt yfirbragð á heildarmyndina. Fasteignaljósmyndun Fasteignaljósmyndun Hlýlegur og afslappaður stíll Í fallegu eldhúsi við Gnoðarvog í Reykjavík má sjá dökkar framhliðar úr eik hannaðar af HAF STUDIO til móts við opnar vegghillur. Rýmið er umvafið afslöppuðum stíl í bland við smá töffaraskap þar sem gráir kalkmálaðir veggir, steyptar borðplötur og viður eru í aðalhlutverki. Nánar hér. Fasteignaljósmyndun Hús og heimili Tíska og hönnun Matur Mest lesið Dillaði sér við lag úr áramótaskaupi 2013 Lífið Sigmundur taki stríðnina alla leið Lífið „Álagið er þessi fjarvera“ Lífið Kosningamaskína hafi nálgast soninn í gegnum Smitten Lífið Kosningakviss: El Classico þegar turnarnir tveir mættust Lífið Datt í afturábakkapphlaupi við fréttamann Lífið Kosningakviss: Tókust á um Eurovision og Næturvaktina Lífið Kosningavökur flokkanna: Pílustaðir, hótel og kirkjur Lífið Fréttatían: Kosningar, verðbólga og körfubolti Lífið Bibba kannaði stemninguna á kosningamiðstöðvunum Lífið Fleiri fréttir Er bókstaflega skíthrædd Krakkatían: Kosningar, fiskar og göng Dillaði sér við lag úr áramótaskaupi 2013 Kosningakviss: El Classico þegar turnarnir tveir mættust Sigmundur taki stríðnina alla leið Bibba kannaði stemninguna á kosningamiðstöðvunum Kosningakviss: Tókust á um Eurovision og Næturvaktina „Álagið er þessi fjarvera“ Kosningakviss: Viðreisn og VG í dýpstu kosningaumræðunni Datt í afturábakkapphlaupi við fréttamann Kosningamaskína hafi nálgast soninn í gegnum Smitten Hefur smekk fyrir lélegum B-myndum, braski og sorpi Í skýjunum með sigurinn og stefnir á útgáfu í vor Fréttatían: Kosningar, verðbólga og körfubolti „Án okkar verður ekki til miðjustjórn“ Auðir og ógildir með kosningakaffi Ilmaðu eins og frambjóðendur: Snorri Másson með sama ilm og Svandís Svavars Kosningavökur flokkanna: Pílustaðir, hótel og kirkjur Minnist föður síns: „Til hamingju með daginn hvar sem þú ert“ Myndir: Svona var baksviðs á kappræðum leiðtoganna Jón og Hafdís ástfangin í 22 ár „Ekki gera mér þetta“ „Ég hef ekki verið svona hot síðan ég var unghommi“ Gellur tóku yfir Gamla bíó Hélt að hann væri George Clooney Kappleikar 2024: Bara tveir héldu með Donald Trump Einstakur garður í Mosfellsbænum Leggja undir sig spinningshjólin og upphífingarstangirnar á tónleikunum Sterkustu hjón landsins selja íbúðina Húðrútína Birtu Abiba Sjá meira
Hér að neðan má sjá ellefu eftirtektarverð eldhús sem prýða falleg íslensk heimili. Hlýlegir og mildir tónar Á fimmtu og efstu hæð við Haukahlíð í Valshlíði má finna glæsilega 281 fermetra íbúð. Stofa, borðstofa og eldhús er í opnu og samliggjandi rými sem býður upp á sannkallaða partýstemningu. Eldhúsið er opið og bjart með fallegri og hlýlegri viðarinnréttingu sem nær upp í loft og ljósum stein á borðum. Fyrir miðju er glæsileg eyja sem hægt er að setjast við og skilur rýmin að. Í lofti í eldhúsinu er viðarpanell með innfeldri viftu og lýsingu sem gefur rýminu sjarmerandi dýpt. Fasteignaljósmyndun Fasteignaljósmyndun Retró fílíngur Við Laufásveg í Reykjavík er einstök 212 fermetra sérhæð sem færir mann aftur í tímann með retró stíl. Húsið sem var byggt árið 1969 var endurnýjað að miklu leiti árið 2017 með tilliti til byggingarstíl hússins. Í eldhúsinu eru fallegir mynstraðir glergluggar sem poppa rýmið upp á sjarmerandi máta til móts við hvíta eldhúsinnréttingu og klassíska hönnunarmuni.l Fasteignaljósmyndun Fasteignaljósmyndun Rýmið sem sameinar stórfjölskylduna Við Holtsbúð í Garðabæ er að finna 274 fermetra einbýlishús á tveimur hæðum með stærðarinnar eldhúsi sem er fullkomið fyrir stórar fjölskyldur. Innréttingin er á tvo vegu með langri eyju fyrir miðju. Innréttingin er ljósgrá með fallegum stein á borðum. Eldhúsið er hlýlegt og opið með glugga á marga vegu. Fasteignaljósmyndun Fasteignaljósmyndun Svart og elegent Í þessu flotta eldhúsi við Dalbraut má sjá elegant svarta innréttingu yfir vegginn og hvítan Terrazzo marmara á borðum. Andstæðurnar virðast rugla aðeins í rýmisgreindinni. Grænar plöntur, lýsing og gólfefni gefur rýminu hlýlega ásýnd. Fasteignaljósmyndun Fasteignaljósmyndun Einfalt er best Einfaldleikinn er oft bestur. Við Blásali í Kópavogi er fagurt og stílhreint eldhús með rúmgóðri hvítri innréttingu á þrjá vegu. Á veggnum fyrir ofan eldhúsvaskinn er VERA-hillan frá Former sem setur punktinn yfir i-ið í rýminu. Fasteignaljósmyndun Fasteignaljósmyndun New York loft- stíll Sérsmíðaðar innréttingar úr dökkum við og marmara prýða sérdeilis glæsilegt eldhús við Hverfisgötu í Reykjavík. Sólveig Andrea Jónsdóttir innanhússarkitekt endurhannaði eignina á vandaðan máta árið 2016 í svokölluðum New York-loftstíl. Eldhúsið, sem er opið við stofu, gefur heildarmynd alrýmisins sjarmerandi yfirbragð þar sem marmaraklædd eldhúseyja er í aðalhlutverki. Fasteignaljósmyndun Fasteignaljósmyndun Ferskir straumar og borðkrókur Bláir veggir og vegleg sérsmíðuð viðarinnrétting prýðir eldhúsið í fallegri sérhæð við Melhaga í Vesturbæ Reykjavíkur. Notalegur borðkrókur er innst í rýminu sem var einkennandi fyrir eldhúsrýmin á fyrri hluta síðustu aldar. Á þeim tíma fór borðhaldið að mestu fram í eldhúsinu en fært fram í borðstofu við stærri tilefni. Fasteignaljósmyndun Fasteignaljósmyndun Litríkt og sjarmerandi Við Skekktuvog í Reykjavík er búið að setja klassíska hvíta innréttingu í litríkan og sjarmerandi búning. Innanstokksmunir í öllum regnbogans litum prýða rýmið svo karakter húsráðenda fær að skína í gegn. Flower pot-ljós í fölbleikum lit hanga fyrir ofan eyjuna sem tóna skemmtilega við bláa litinn á veggnum. Fasteignaljósmyndun Fasteignaljósmyndun Fágað og tímalaust Stílhreint, fágað og tímalaust eldhús prýðir glæsilegt einbýlishús við Rjúpnahæð í Garðabæ. Rýmið er vel nýtt þar sem eldhúsið er opið á báða enda með innbyggðum tækjaskáp við vegg. Innréttingin er úr svartbæsaðri eik með dökkum marmara á borðum. Fyrir miðju er massíf marmaraklædd eldhúseyja sem gefur rýminu fágað yfirbragð. Fasteignaljósmyndun Fasteignaljósmyndun Vel nýtt rými í Reykjanesbæ Í fallegu einbýlishúsi frá árinu 1928 við Túngötu í Reykjanesbæ er nýlegt eldhús með hvítri innréttingu á tvo vegu og rúmgóðri eyju. Rýmið er vel nýtt þar sem skáparnir á öðrum veggnum ná upp í loft og því með miklu geymslurými. Klassískar Subway-flísar prýða vegginn á móti sem setja skemmtilegt og hrátt yfirbragð á heildarmyndina. Fasteignaljósmyndun Fasteignaljósmyndun Hlýlegur og afslappaður stíll Í fallegu eldhúsi við Gnoðarvog í Reykjavík má sjá dökkar framhliðar úr eik hannaðar af HAF STUDIO til móts við opnar vegghillur. Rýmið er umvafið afslöppuðum stíl í bland við smá töffaraskap þar sem gráir kalkmálaðir veggir, steyptar borðplötur og viður eru í aðalhlutverki. Nánar hér. Fasteignaljósmyndun
Hús og heimili Tíska og hönnun Matur Mest lesið Dillaði sér við lag úr áramótaskaupi 2013 Lífið Sigmundur taki stríðnina alla leið Lífið „Álagið er þessi fjarvera“ Lífið Kosningamaskína hafi nálgast soninn í gegnum Smitten Lífið Kosningakviss: El Classico þegar turnarnir tveir mættust Lífið Datt í afturábakkapphlaupi við fréttamann Lífið Kosningakviss: Tókust á um Eurovision og Næturvaktina Lífið Kosningavökur flokkanna: Pílustaðir, hótel og kirkjur Lífið Fréttatían: Kosningar, verðbólga og körfubolti Lífið Bibba kannaði stemninguna á kosningamiðstöðvunum Lífið Fleiri fréttir Er bókstaflega skíthrædd Krakkatían: Kosningar, fiskar og göng Dillaði sér við lag úr áramótaskaupi 2013 Kosningakviss: El Classico þegar turnarnir tveir mættust Sigmundur taki stríðnina alla leið Bibba kannaði stemninguna á kosningamiðstöðvunum Kosningakviss: Tókust á um Eurovision og Næturvaktina „Álagið er þessi fjarvera“ Kosningakviss: Viðreisn og VG í dýpstu kosningaumræðunni Datt í afturábakkapphlaupi við fréttamann Kosningamaskína hafi nálgast soninn í gegnum Smitten Hefur smekk fyrir lélegum B-myndum, braski og sorpi Í skýjunum með sigurinn og stefnir á útgáfu í vor Fréttatían: Kosningar, verðbólga og körfubolti „Án okkar verður ekki til miðjustjórn“ Auðir og ógildir með kosningakaffi Ilmaðu eins og frambjóðendur: Snorri Másson með sama ilm og Svandís Svavars Kosningavökur flokkanna: Pílustaðir, hótel og kirkjur Minnist föður síns: „Til hamingju með daginn hvar sem þú ert“ Myndir: Svona var baksviðs á kappræðum leiðtoganna Jón og Hafdís ástfangin í 22 ár „Ekki gera mér þetta“ „Ég hef ekki verið svona hot síðan ég var unghommi“ Gellur tóku yfir Gamla bíó Hélt að hann væri George Clooney Kappleikar 2024: Bara tveir héldu með Donald Trump Einstakur garður í Mosfellsbænum Leggja undir sig spinningshjólin og upphífingarstangirnar á tónleikunum Sterkustu hjón landsins selja íbúðina Húðrútína Birtu Abiba Sjá meira