Björn Þorláks segir Katrínu ekki virða sig viðlits Jakob Bjarnar skrifar 22. maí 2024 13:36 Björn og Gunnar Smári halda því fram að Katrín forðist sig eins og heitan eldinn. vísir/vilhelm Svo virðist sem Katrín Jakobsdóttir forsetaframbjóðandi, sem nú fer um víðan völl við að kynna sig sem slíka, vilji síður ræða spillingu og annan óskunda við þá Björn Þorláksson og Gunnar Smára Egilsson sem halda úti viðtalsþáttum á Samstöðinni. Þeir kvarta báðir hástöfum yfir þessu á samfélagsmiðlum, saman og sitt í hvoru lagi. Björn segir Katrínu ekki virða sig viðlits sem bókahöfund. Hún sem áður var burðarás í hugmyndum Björns „Katrín sem var áður í hópi burðarása í mínum hugmyndum um betra samfélag féllst ekki á að svara spurningum sem ég vildi leggja fyrir hana í bók um spillingu á Íslandi sem kemur út í sumar. Hún reyndar svaraði ekki tölvupóstum frá mér um efni bókarinnar og virti mig ekki viðlits sem bókarhöfund.“ Björn segir á Facebook-síðu sinni Katrínu og Bjarna Benediktsson núverandi forsætisráðherra eiga þetta sameiginlegt, þau séu í hópi örfárra sem neita að ræða við hann um spillinguna. Björn vitnar í status Gunnars Smára sem hefur svipaðar umkvartanir fram að færa. „Og það sem Smári segir hér er dagsatt. KJ er eini frambjóðandinn til forseta sem ekki hefur viljað ræða við áhorfendur Samstöðvarinnar.“ Og Björn gerist heimspekilegur í raunum sínum og vitnar óbeint í ljóðlínur Arthur Rimbaud - Ég er ekki ég, ég er annar: „Er Katrín allra eða er hún bara sumra? Hver er Katrín dagsins í dag? Er það allt önnur Katrín en maður taldi sig þekkja áður?“ Alla nema mig Gunnar Smári vitnar í orð sem látin eru falla, að Katrín Jakobsdóttir geti nefnilega talað við alla. „Ef það á við um alla þá er ég ekki hluti þess mengis, allir eru allir nema örugglega ég og fleiri. Ég hef rætt við alla frambjóðendur til forseta við Rauða borðið nema Katrínu, hún hefur ekki viljað mæta, þrátt fyrir mikla eftirgangssemi við tvo kosningastjóra hennar vikum saman.“ Ekki að hér verði því haldið fram að virðingarvert sé þegar frambjóðendur útiloka fjölmiðla en það gæti ruglað þá afstöðu ef fjölmiðlar keyra á skýrri stefnu í stað þess að halla sér að hlutleysinu; Katrín hefur fram til þessa ekki átt neitt inni hjá dagskrárgerðarmönnum Samstöðvarinnar nema síður sé. Fjölmiðlar Forsetakosningar 2024 Bókaútgáfa Tengdar fréttir Forsetavaktin 2024: Hver verður sjöundi forseti lýðveldisins? Forsetakosningar eru handan við hornið, þar sem þjóðin velur sér fyrsta nýja forsetann frá árinu 2016. Hér í vaktinni verður fylgst með öllum helstu vendingum í kapphlaupinu um Bessastaði fram að kosningum. 1. mars 2024 09:00 Mest lesið Eiga yfir höfði sér dauðadóm fyrir að hylja ekki hár sitt Erlent Öskraði þegar hann var leiddur í dómsal Erlent Reyndi að svipta sig lífi í varðhaldi Erlent Mega hafa einn sundlaugarvörð á vakt í Vík í Mýrdal Innlent Þau vilja taka við af Helga Grímssyni Innlent Fimmtungur veitingastaða sem Efling sendi bréf hefur sagt sig úr SVEIT Innlent Auglýstu á samfélagsmiðlum fyrir 45 milljónir Innlent Stærstu og umdeildustu sigrar ársins Innlent Boða tíma „stöðugleika og friðar“ Erlent Níræður maður og nýbakaður tvíburafaðir duttu í lukkupottinn Innlent Fleiri fréttir Mega hafa einn sundlaugarvörð á vakt í Vík í Mýrdal Stærstu og umdeildustu sigrar ársins Ríkur vilji til að styðja áfram við bakið á Úkraínu Líkamsárásir, þjófnaðir og rúðubrot Níræður maður og nýbakaður tvíburafaðir duttu í lukkupottinn Auglýstu á samfélagsmiðlum fyrir 45 milljónir Innlendir framleiðendur stundi samkeppnishindranir Óánægja í Laugarneshverfi: „Við ráðum ekki við þetta ægivald“ Viku frestur til að kæra kosningarnar Innan við þriðjungur þingmanna hefur setið lengur en eitt kjörtímabil Bjartsýn á að til verði stjórn sem þori að taka ákvarðanir Hefði átt að vera ljóst að logandi pappír í skáp gæti endað með bruna Vill aukinn viðbúnað á Íslandi til að bregðast við ófyrirséðum árásum Áhrif hallareksturs ríkissjóðs á stjórnarmyndun og jólaskrautsgerð fanga Fráfarandi stjórn skilji eftir verra bú en haldið er fram Afkomuhorfur ríkissjóðs lakari en áður Grétar Snær höfuðkúpubrotnaði í Taílandi Sjálfstæðismenn í sérflokki hvað útstrikanir varðar Birta nöfn og vörumerki tengd SVEIT í mótmælaskyni „Sannleikurinn oft fyrsta fórnarlambið“ Evrópuþingmenn hvetja yfirvöld til að láta af hvalveiðum „Mikilvægt fyrir dalinn að það sé komin ákvörðun“ Kannabissérfræðingurinn kom að ræktun á öðrum sveitabæ Lýsa eftir vitnum að meintri líkamsárás á Ísafirði Hundarnir áttu ekki að vera saman Þrír hópar vinna að málefnum fyrir nýja ríkisstjórn Stjórnarmyndun og árásargjarnir hundar í Laugardal BSRB og BHM taka undir gagnrýni á stéttarfélagið Virðingu Um 61 þúsund hillumetrar af pappírsskjölum í vörslu ríkisins Sex verslanir fá sautján milljónir í ríkisstyrk Sjá meira
Þeir kvarta báðir hástöfum yfir þessu á samfélagsmiðlum, saman og sitt í hvoru lagi. Björn segir Katrínu ekki virða sig viðlits sem bókahöfund. Hún sem áður var burðarás í hugmyndum Björns „Katrín sem var áður í hópi burðarása í mínum hugmyndum um betra samfélag féllst ekki á að svara spurningum sem ég vildi leggja fyrir hana í bók um spillingu á Íslandi sem kemur út í sumar. Hún reyndar svaraði ekki tölvupóstum frá mér um efni bókarinnar og virti mig ekki viðlits sem bókarhöfund.“ Björn segir á Facebook-síðu sinni Katrínu og Bjarna Benediktsson núverandi forsætisráðherra eiga þetta sameiginlegt, þau séu í hópi örfárra sem neita að ræða við hann um spillinguna. Björn vitnar í status Gunnars Smára sem hefur svipaðar umkvartanir fram að færa. „Og það sem Smári segir hér er dagsatt. KJ er eini frambjóðandinn til forseta sem ekki hefur viljað ræða við áhorfendur Samstöðvarinnar.“ Og Björn gerist heimspekilegur í raunum sínum og vitnar óbeint í ljóðlínur Arthur Rimbaud - Ég er ekki ég, ég er annar: „Er Katrín allra eða er hún bara sumra? Hver er Katrín dagsins í dag? Er það allt önnur Katrín en maður taldi sig þekkja áður?“ Alla nema mig Gunnar Smári vitnar í orð sem látin eru falla, að Katrín Jakobsdóttir geti nefnilega talað við alla. „Ef það á við um alla þá er ég ekki hluti þess mengis, allir eru allir nema örugglega ég og fleiri. Ég hef rætt við alla frambjóðendur til forseta við Rauða borðið nema Katrínu, hún hefur ekki viljað mæta, þrátt fyrir mikla eftirgangssemi við tvo kosningastjóra hennar vikum saman.“ Ekki að hér verði því haldið fram að virðingarvert sé þegar frambjóðendur útiloka fjölmiðla en það gæti ruglað þá afstöðu ef fjölmiðlar keyra á skýrri stefnu í stað þess að halla sér að hlutleysinu; Katrín hefur fram til þessa ekki átt neitt inni hjá dagskrárgerðarmönnum Samstöðvarinnar nema síður sé.
Fjölmiðlar Forsetakosningar 2024 Bókaútgáfa Tengdar fréttir Forsetavaktin 2024: Hver verður sjöundi forseti lýðveldisins? Forsetakosningar eru handan við hornið, þar sem þjóðin velur sér fyrsta nýja forsetann frá árinu 2016. Hér í vaktinni verður fylgst með öllum helstu vendingum í kapphlaupinu um Bessastaði fram að kosningum. 1. mars 2024 09:00 Mest lesið Eiga yfir höfði sér dauðadóm fyrir að hylja ekki hár sitt Erlent Öskraði þegar hann var leiddur í dómsal Erlent Reyndi að svipta sig lífi í varðhaldi Erlent Mega hafa einn sundlaugarvörð á vakt í Vík í Mýrdal Innlent Þau vilja taka við af Helga Grímssyni Innlent Fimmtungur veitingastaða sem Efling sendi bréf hefur sagt sig úr SVEIT Innlent Auglýstu á samfélagsmiðlum fyrir 45 milljónir Innlent Stærstu og umdeildustu sigrar ársins Innlent Boða tíma „stöðugleika og friðar“ Erlent Níræður maður og nýbakaður tvíburafaðir duttu í lukkupottinn Innlent Fleiri fréttir Mega hafa einn sundlaugarvörð á vakt í Vík í Mýrdal Stærstu og umdeildustu sigrar ársins Ríkur vilji til að styðja áfram við bakið á Úkraínu Líkamsárásir, þjófnaðir og rúðubrot Níræður maður og nýbakaður tvíburafaðir duttu í lukkupottinn Auglýstu á samfélagsmiðlum fyrir 45 milljónir Innlendir framleiðendur stundi samkeppnishindranir Óánægja í Laugarneshverfi: „Við ráðum ekki við þetta ægivald“ Viku frestur til að kæra kosningarnar Innan við þriðjungur þingmanna hefur setið lengur en eitt kjörtímabil Bjartsýn á að til verði stjórn sem þori að taka ákvarðanir Hefði átt að vera ljóst að logandi pappír í skáp gæti endað með bruna Vill aukinn viðbúnað á Íslandi til að bregðast við ófyrirséðum árásum Áhrif hallareksturs ríkissjóðs á stjórnarmyndun og jólaskrautsgerð fanga Fráfarandi stjórn skilji eftir verra bú en haldið er fram Afkomuhorfur ríkissjóðs lakari en áður Grétar Snær höfuðkúpubrotnaði í Taílandi Sjálfstæðismenn í sérflokki hvað útstrikanir varðar Birta nöfn og vörumerki tengd SVEIT í mótmælaskyni „Sannleikurinn oft fyrsta fórnarlambið“ Evrópuþingmenn hvetja yfirvöld til að láta af hvalveiðum „Mikilvægt fyrir dalinn að það sé komin ákvörðun“ Kannabissérfræðingurinn kom að ræktun á öðrum sveitabæ Lýsa eftir vitnum að meintri líkamsárás á Ísafirði Hundarnir áttu ekki að vera saman Þrír hópar vinna að málefnum fyrir nýja ríkisstjórn Stjórnarmyndun og árásargjarnir hundar í Laugardal BSRB og BHM taka undir gagnrýni á stéttarfélagið Virðingu Um 61 þúsund hillumetrar af pappírsskjölum í vörslu ríkisins Sex verslanir fá sautján milljónir í ríkisstyrk Sjá meira
Forsetavaktin 2024: Hver verður sjöundi forseti lýðveldisins? Forsetakosningar eru handan við hornið, þar sem þjóðin velur sér fyrsta nýja forsetann frá árinu 2016. Hér í vaktinni verður fylgst með öllum helstu vendingum í kapphlaupinu um Bessastaði fram að kosningum. 1. mars 2024 09:00