Starfsgetumat gæti kostað líf Svanberg Hreinsson skrifar 14. maí 2024 10:01 Við öryrkjar höfum lengi óttast það að sitjandi ríkisstjórn framkvæmi hótanir sínar um að innleiða starfsgetumat. Nú liggur fyrir að félags- og vinnumarkaðsráherra, formaður Vinstri grænna, Guðmundur Ingi Guðbrandsson, ætlar að þvinga í gegnum þingið frumvarpi um endurskoðun örorku almannatrygginga sem inniheldur starfsgetumat. Formaður Flokks fólksins, Inga Sæland, tók til máls um þau mál í þinginu 10. apríl síðast liðinn og sagði: „þá skora ég á alla þingmenn, ekki síst hæstv. ráðherra, að sjá myndina I, Daniel Blake, sem segir til um afleiðingar þess að innleiða starfsgetumat í Bretlandi. Í kjölfar innleiðingar starfsgetumats í Bretlandi sviptu um 4.000 einstaklingar sig lífi. Þessi mynd, segir í raun og veru allt sem segja þarf um þær embættisfærslur sem eru fyrirhugaðar frá hæstv. félagsmálaráðherra, um þá aðför sem hann hefur í huga gagnvart fötluðu fólki á Íslandi í dag.“ Á meðan Inga ræddi um stóraukinn fjölda sjálfsvíga meðal öryrkja og fatlaðra í Bretlandi eftir að þeir voru dæmdir vinnufærir í nýju starfsgetumati sem innleitt var þar í landi, sátu nývígður forsætisráðherra Bjarni Benediktsson og félags- og vinnumarkaðsráðherra Guðmundur Ingi Guðbrandsson fyrir aftan hana á ráðherrabekknum. Ekki virtust þeir taka áhyggjur Ingu Sæland alvarlega, þar sem þeir voru bókstaflega hlæjandi á meðan hún talaði. Vanvirðingin sem þessi ríkisstjórn sýnir öryrkjum er hömlulaus. Þrátt fyrir viðbrögð ráðherranna, er þessi umræða mjög brýn þar sem nú liggur fyrir frumvarp á Alþingi um umfangsmiklar breytingar á almannatryggingakerfinu á Íslandi, sem leggur ríka áherslu á starfsgetumat, svipað því sem innleitt var í Bretlandi. Ef við öryrkjar viljum komast hjá því að upplifa það sama óréttlæti og við höfum séð í Bretlandi þurfum við að láta heyra í okkur og að sjálfsögu kjósa rétt. Fólkið fyrst, svo allt hitt! Höfundur er varaþingmaður Flokks fólksins. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Flokkur fólksins Alþingi Vinnumarkaður Félagsmál Svanberg Hreinsson Mest lesið Braggablús Ölmu Eyþór Kristleifsson Skoðun Kosningabaráttan er kostuð af þér Ragnar Sigurður Kristjánsson Skoðun Heilbrigðiskerfi framtíðarinnar Victor Guðmundsson Skoðun Af hverju ætti ég að standa með kennurum? Stefán Birgir Jóhannesson Skoðun Helvítis Píratarnir Unnar Þór Sæmundsson Skoðun Ráðherrann Gísli Hvanndal Jakobsson Skoðun Er „woke-ismi“ genginn of langt? Tanja Mjöll Ísfjörð Magnúsdóttir Skoðun Dýrkeypt jólagjöf Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir Skoðun Reikningskúnstir Ragnars Þórs Björn Leví Gunnarsson Skoðun Sálfræðiþjónusta: Ég var heppinn að pabbi hafi greinst með krabbamein Davíð Brynjar Sigurjónsson Skoðun Skoðun Skoðun Náttúran er stærsta kosningamálið Skúli Skúlason skrifar Skoðun Ásýnd spillingar Jón Ármann Steinsson skrifar Skoðun Pólitík í pípunum Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir skrifar Skoðun Veldu Viðreisn Katrín Sigríður J Steingrímsdóttir skrifar Skoðun Hugsi eftir íbúafund gærdagsins Jón Hjörleifur Stefánsson skrifar Skoðun Framtíðin er í húfi Ásmundur Einar Daðason skrifar Skoðun Drodzy Polacy Jóhann Karl Sigurðsson skrifar Skoðun Fáránleg fjármálastjórn Sigurður Oddsson skrifar Skoðun Fyrirsjáanleiki fyrir ferðaþjónustuna Hanna Katrín Friðriksson skrifar Skoðun Sjávarútvegurinn - Unga fólkið er framtíðin Arnar Jónsson,Hreinn Pétursson skrifar Skoðun Hver verða lykilgildin í næsta stjórnarsáttmála? Gunnar Hersveinn skrifar Skoðun Ungt fólk í Hafnarfirði stendur með Rósu Guðbjartsdóttur Hópur ungs fólks í Hafnarfirði skrifar Skoðun Kjósum frið Guttormur Þorsteinsson skrifar Skoðun Af hverju kýs ég frjálslyndi og frelsi? Thelma Rut Haukdal Magnúsdóttir skrifar Skoðun Píratar, frumkvöðlar í íslenskum stjórnmálum Helga Völundardóttir skrifar Skoðun Lilja lofar öllu fögru Björn B Björnsson skrifar Skoðun Siðlaus einkavæðing gegn almannahagsmunum Finnbjörn A. Hermannsson,Sonja Ýr Þorbergsdóttir skrifar Skoðun Reikningskúnstir Ragnars Þórs Björn Leví Gunnarsson skrifar Skoðun Sögulegt tækifæri Logi Einarsson,Eydís Ásbjörnsdóttir,Sæunn Gísladóttir,Sindri S. Kristjánsson skrifar Skoðun X í C fyrir framtíð á Íslandi Lovísa Oktovía Eyvindsdóttir skrifar Skoðun Kosið um stefnu Axel Jón Ellenarson skrifar Skoðun Byggjum og náum niður vöxtum og verðbólgu Eyjólfur Ármannsson skrifar Skoðun Ríkisstjórnir síðustu ára hafa vanrækt barnamál Lúðvík Júlíusson skrifar Skoðun Opnum fjöldahjálparstöð! Aðalheiður Jónsdóttir skrifar Skoðun Öflug garðyrkja – lykill að matvælaöryggi og grænni framtíð Guðrún Hafsteinsdóttir,Vilhjálmur Árnason skrifar Skoðun Vinnum gullið, stór áfangi inn í bjarta framtíð íþrótta á Íslandi Vésteinn Hafsteinsson skrifar Skoðun HSU réttir upp hönd í aðdraganda Alþingiskosninga Díana Óskarsdóttir skrifar Skoðun Sagnaarfur Biblíunnar – Umhverfisvernd og syndaflóð Sigurvin Lárus Jónsson skrifar Skoðun Nei þeir mega það ekki! Helga Dögg Sverrisdóttir skrifar Skoðun Höldum rónni og höldum áfram Hildur Sverrisdóttir skrifar Sjá meira
Við öryrkjar höfum lengi óttast það að sitjandi ríkisstjórn framkvæmi hótanir sínar um að innleiða starfsgetumat. Nú liggur fyrir að félags- og vinnumarkaðsráherra, formaður Vinstri grænna, Guðmundur Ingi Guðbrandsson, ætlar að þvinga í gegnum þingið frumvarpi um endurskoðun örorku almannatrygginga sem inniheldur starfsgetumat. Formaður Flokks fólksins, Inga Sæland, tók til máls um þau mál í þinginu 10. apríl síðast liðinn og sagði: „þá skora ég á alla þingmenn, ekki síst hæstv. ráðherra, að sjá myndina I, Daniel Blake, sem segir til um afleiðingar þess að innleiða starfsgetumat í Bretlandi. Í kjölfar innleiðingar starfsgetumats í Bretlandi sviptu um 4.000 einstaklingar sig lífi. Þessi mynd, segir í raun og veru allt sem segja þarf um þær embættisfærslur sem eru fyrirhugaðar frá hæstv. félagsmálaráðherra, um þá aðför sem hann hefur í huga gagnvart fötluðu fólki á Íslandi í dag.“ Á meðan Inga ræddi um stóraukinn fjölda sjálfsvíga meðal öryrkja og fatlaðra í Bretlandi eftir að þeir voru dæmdir vinnufærir í nýju starfsgetumati sem innleitt var þar í landi, sátu nývígður forsætisráðherra Bjarni Benediktsson og félags- og vinnumarkaðsráðherra Guðmundur Ingi Guðbrandsson fyrir aftan hana á ráðherrabekknum. Ekki virtust þeir taka áhyggjur Ingu Sæland alvarlega, þar sem þeir voru bókstaflega hlæjandi á meðan hún talaði. Vanvirðingin sem þessi ríkisstjórn sýnir öryrkjum er hömlulaus. Þrátt fyrir viðbrögð ráðherranna, er þessi umræða mjög brýn þar sem nú liggur fyrir frumvarp á Alþingi um umfangsmiklar breytingar á almannatryggingakerfinu á Íslandi, sem leggur ríka áherslu á starfsgetumat, svipað því sem innleitt var í Bretlandi. Ef við öryrkjar viljum komast hjá því að upplifa það sama óréttlæti og við höfum séð í Bretlandi þurfum við að láta heyra í okkur og að sjálfsögu kjósa rétt. Fólkið fyrst, svo allt hitt! Höfundur er varaþingmaður Flokks fólksins.
Sálfræðiþjónusta: Ég var heppinn að pabbi hafi greinst með krabbamein Davíð Brynjar Sigurjónsson Skoðun
Skoðun Ungt fólk í Hafnarfirði stendur með Rósu Guðbjartsdóttur Hópur ungs fólks í Hafnarfirði skrifar
Skoðun Siðlaus einkavæðing gegn almannahagsmunum Finnbjörn A. Hermannsson,Sonja Ýr Þorbergsdóttir skrifar
Skoðun Sögulegt tækifæri Logi Einarsson,Eydís Ásbjörnsdóttir,Sæunn Gísladóttir,Sindri S. Kristjánsson skrifar
Skoðun Öflug garðyrkja – lykill að matvælaöryggi og grænni framtíð Guðrún Hafsteinsdóttir,Vilhjálmur Árnason skrifar
Skoðun Vinnum gullið, stór áfangi inn í bjarta framtíð íþrótta á Íslandi Vésteinn Hafsteinsson skrifar
Sálfræðiþjónusta: Ég var heppinn að pabbi hafi greinst með krabbamein Davíð Brynjar Sigurjónsson Skoðun