23 ára og með sína eigin förðunarlínu Dóra Júlía Agnarsdóttir skrifar 8. maí 2024 12:32 Snædís Birta lærði og starfaði í förðunarbransanum í London og var að stofna eigin förðunarlínu. Aðsend „Hugmyndin að línunni fæddist þegar ég bjó úti í London. Flestar vinkonur mínar þar koma frá ólíkum uppruna og töluðu mikið um að erfitt væri að finna sér snyrtivörur sem pössuðu við sinn húðlit,“ segir förðunarfræðingurinn Snædís Birta Ásgeirsdóttir sem var að stofna snyrtivörulínuna Dewy Cosmetics. Vann að vinsælli Netflix seríu Síðastliðinn föstudag leit línan dagsins ljós og fagnaði Snædís því með opnunarhófi í Cava salnum. Hún er 23 ára gömul og byrjaði feril sinn í förðunarnámi hér heima fyrir fjórum árum. Það hefur mikið vatn runnið til sjávar síðan þá og á meðan að sumir jafnaldrar hennar söfnuðu sér fyrir íbúð var Snædís að safna sér fyrir förðunarlínu. „Ég varð tvítug í miðjum heimsfaraldri og ákvað að fara til London til að læra meira. Þar lærði ég almenna förðun með áherslu á kvikmynda og leikhúsförðun í virtum förðunarskóla í Camden. Kennarar og útskriftarnemar þar hafa unnið við fjölda kvikmynda sem hafa meðal annars unnið til BAFTA og Óskars verðlauna.“ Að námi loknu bjó Snædís úti í London um tíma og fékk ýmis spennandi tækifæri. „Ég fékk meðal annars að vinna að vinsælu sjónvarsþáttaseríunni Bridgerton og The Nevers ásamt stuttmyndum og öðrum skemmtilegum verkefnum.“ Hugmyndin kviknaði í London Hér heima starfar hún í Borgarleikhúsinu ásamt því að taka að sér ýmis förðunarverkefni að ótaldri nýrri förðunarlínu sem hún var að setja á laggirnar. „Ég er ótrúlega stolt af afrakstrinum og það er gaman að geta boðið upp á hágæða snyrtivörur á sanngjörnu verði sem öll geta notað, sama hver húðliturinn er. Hugmyndin að línunni fæddist einmitt þegar ég bjó úti í London. Flestar vinkonur mínar þar koma af ólíkum uppruna og töluðu mikið um að erfitt væri að finna sér snyrtivörur sem pössuðu við sinn húðlit. Þá hugsaði ég með mér að ef þær væru að tala um að ef það væri erfitt i í London þá væri það 100% erfiðara hér á Íslandi. Við tók tveggja ára rannsóknarvinna og leit af réttu byrgjunum og með þeirra aðstoð þróaði ég þá línu sem ég var að leitast eftir. Allar umbúðir og vörumerki hannaði ég sjálf en ég fékk fagaðila innan fjölskyldunnar til að hjálpa mér að útfæra það í núverandi mynd. Nafnið Dewy Cosmetics kemur frá mér því ég er mjög hrifin af náttúrulegri förðun sem gefur ljóma. Dewy er þekkt orð í bransanum og þýðir einfaldlega náttúruleg og mjúk húð sem ljómar,“ segir Snædís að lokum. Hér má hlusta á viðtal við Snædísi í Bítinu á Bylgjunni: Hér má sjá nokkrar vel valdar myndir úr opnunarteitinu: Samar var í miklu stuði í opnunarteitinu.Rakel Ýr Stefánsdóttir Það var líf og fjör í opnunarteitinu.Rakel Ýr Stefánsdóttir Snædís og vinkonur hennar í miklu skvísustuði.Rakel Ýr Stefánsdóttir Vinir Snædísar fögnuðu með henni.Rakel Ýr Stefánsdóttir Rakel Ýr Stefánsdóttir Snyrtivörustuð!Rakel Ýr Stefánsdóttir Snædís Birta er stolt af línunni. Aðsend Hár og förðun Mest lesið Óhrædd við að fara sínar eigin leiðir Lífið Með stórstjörnum í væntanlegri kvikmynd Marvel Bíó og sjónvarp Vissu hvorki verðið á strætómiða né bjór Lífið Kappleikar: Skörp orðaskipti og skeytasendingar Lífið Húðrútína Birtu Abiba Lífið Svar Bents við hatursorðræðu gegn útlendingum Lífið Frægar í fantaformi Lífið „Mig langar að prófa nýja villtari hluti en konan ekki“ Lífið Barry Keoghan leikur Bítil Bíó og sjónvarp Inga Sæland vill komast í fjármálaráðuneytið Lífið Fleiri fréttir Heitustu tískuskvísur landsins fögnuðu Ógleymanlegt að vinna fyrir Rihönnu Flott klæddir feðgar Fagurfræði: Hvernig förðum við mismunandi húðtýpur? Hönnunarverðlaunin 2024: Verðlaunuð fyrir Smiðju Stappað á sjóðheitri tískusýningu hönnuða framtíðarinnar Galvaskar Gucci gellur á galakvöldi Líf og fjör hjá Íslendingum á virtri hátíð í Berlín Fagurfræði: Það sem flestir hræðast þegar kemur að förðun Laufey glæsileg í 400 þúsund króna kjól Bestu hrekkjavökubúningar stjarnanna Lítið um litadýrð en glamúrinn í hávegum hafður Kynntust í Mílanó og urðu sálarsystur í tískunni Nærfatamódelin sneru aftur eftir sex ára hlé Heitustu skvísur landsins skáluðu fyrir Ástrós Skelltu sér í rússíbana með James Franco á tískusýningu ársins Hvernig náum við fram okkar bestu andlitsdráttum? „Mér leið eins og alvöru prinsessu“ Sjá meira
Vann að vinsælli Netflix seríu Síðastliðinn föstudag leit línan dagsins ljós og fagnaði Snædís því með opnunarhófi í Cava salnum. Hún er 23 ára gömul og byrjaði feril sinn í förðunarnámi hér heima fyrir fjórum árum. Það hefur mikið vatn runnið til sjávar síðan þá og á meðan að sumir jafnaldrar hennar söfnuðu sér fyrir íbúð var Snædís að safna sér fyrir förðunarlínu. „Ég varð tvítug í miðjum heimsfaraldri og ákvað að fara til London til að læra meira. Þar lærði ég almenna förðun með áherslu á kvikmynda og leikhúsförðun í virtum förðunarskóla í Camden. Kennarar og útskriftarnemar þar hafa unnið við fjölda kvikmynda sem hafa meðal annars unnið til BAFTA og Óskars verðlauna.“ Að námi loknu bjó Snædís úti í London um tíma og fékk ýmis spennandi tækifæri. „Ég fékk meðal annars að vinna að vinsælu sjónvarsþáttaseríunni Bridgerton og The Nevers ásamt stuttmyndum og öðrum skemmtilegum verkefnum.“ Hugmyndin kviknaði í London Hér heima starfar hún í Borgarleikhúsinu ásamt því að taka að sér ýmis förðunarverkefni að ótaldri nýrri förðunarlínu sem hún var að setja á laggirnar. „Ég er ótrúlega stolt af afrakstrinum og það er gaman að geta boðið upp á hágæða snyrtivörur á sanngjörnu verði sem öll geta notað, sama hver húðliturinn er. Hugmyndin að línunni fæddist einmitt þegar ég bjó úti í London. Flestar vinkonur mínar þar koma af ólíkum uppruna og töluðu mikið um að erfitt væri að finna sér snyrtivörur sem pössuðu við sinn húðlit. Þá hugsaði ég með mér að ef þær væru að tala um að ef það væri erfitt i í London þá væri það 100% erfiðara hér á Íslandi. Við tók tveggja ára rannsóknarvinna og leit af réttu byrgjunum og með þeirra aðstoð þróaði ég þá línu sem ég var að leitast eftir. Allar umbúðir og vörumerki hannaði ég sjálf en ég fékk fagaðila innan fjölskyldunnar til að hjálpa mér að útfæra það í núverandi mynd. Nafnið Dewy Cosmetics kemur frá mér því ég er mjög hrifin af náttúrulegri förðun sem gefur ljóma. Dewy er þekkt orð í bransanum og þýðir einfaldlega náttúruleg og mjúk húð sem ljómar,“ segir Snædís að lokum. Hér má hlusta á viðtal við Snædísi í Bítinu á Bylgjunni: Hér má sjá nokkrar vel valdar myndir úr opnunarteitinu: Samar var í miklu stuði í opnunarteitinu.Rakel Ýr Stefánsdóttir Það var líf og fjör í opnunarteitinu.Rakel Ýr Stefánsdóttir Snædís og vinkonur hennar í miklu skvísustuði.Rakel Ýr Stefánsdóttir Vinir Snædísar fögnuðu með henni.Rakel Ýr Stefánsdóttir Rakel Ýr Stefánsdóttir Snyrtivörustuð!Rakel Ýr Stefánsdóttir Snædís Birta er stolt af línunni. Aðsend
Hár og förðun Mest lesið Óhrædd við að fara sínar eigin leiðir Lífið Með stórstjörnum í væntanlegri kvikmynd Marvel Bíó og sjónvarp Vissu hvorki verðið á strætómiða né bjór Lífið Kappleikar: Skörp orðaskipti og skeytasendingar Lífið Húðrútína Birtu Abiba Lífið Svar Bents við hatursorðræðu gegn útlendingum Lífið Frægar í fantaformi Lífið „Mig langar að prófa nýja villtari hluti en konan ekki“ Lífið Barry Keoghan leikur Bítil Bíó og sjónvarp Inga Sæland vill komast í fjármálaráðuneytið Lífið Fleiri fréttir Heitustu tískuskvísur landsins fögnuðu Ógleymanlegt að vinna fyrir Rihönnu Flott klæddir feðgar Fagurfræði: Hvernig förðum við mismunandi húðtýpur? Hönnunarverðlaunin 2024: Verðlaunuð fyrir Smiðju Stappað á sjóðheitri tískusýningu hönnuða framtíðarinnar Galvaskar Gucci gellur á galakvöldi Líf og fjör hjá Íslendingum á virtri hátíð í Berlín Fagurfræði: Það sem flestir hræðast þegar kemur að förðun Laufey glæsileg í 400 þúsund króna kjól Bestu hrekkjavökubúningar stjarnanna Lítið um litadýrð en glamúrinn í hávegum hafður Kynntust í Mílanó og urðu sálarsystur í tískunni Nærfatamódelin sneru aftur eftir sex ára hlé Heitustu skvísur landsins skáluðu fyrir Ástrós Skelltu sér í rússíbana með James Franco á tískusýningu ársins Hvernig náum við fram okkar bestu andlitsdráttum? „Mér leið eins og alvöru prinsessu“ Sjá meira