„Sætasti gaur sem ég þekki“ Svava Marín Óskarsdóttir skrifar 22. mars 2024 10:01 Salka Sól og Arnar Freyr eru meðal þekktustu tónlistarmanna landsins. Salka Sól Tónlistaparið Salka Sól Eyfeld og Arnar Freyr Frostason kynntust um verslunarmannahelgi árið 2015 á Sjallanum á Akureyri þar sem þau voru bæði að koma fram. Síðan þá hafa þau trúlofað sig, gengið í hjónaband og eignast saman tvö börn, þau Unu Lóu og Frosta. Salka Sól og Arnar giftu sig árið 2019 við fallega athöfn í hlöðu í Hvalfirði og var veislan haldin í fjósi á Þórisstöðum. Að sögn Sölku Sólar er Hvalfjörður rómantískandi staður á landinu og býr yfir ákveðnum töfrum. Salka Sól Salka Sól situr fyrir svörum í viðtalsliðnum Ást er. Hvort ykkar tók fyrsta skrefið: Við kynntumst þar sem við vorum bæði að spila á Sjallanum um verslunarmannahelgi 2015. Ekki löngu síðar vorum við búin að adda hvort öðru á Snapchat (sem var þá viðreynslu forritið) og Arnar bauð mér svo á tónleika hjá sér. Í millitíðinni fór hann reyndar til Svíþjóðar og sendi mér snap þar sem hann söng: Ég er hér, þú ert þar...við ættum að vera kærustupar. Má ekki kalla það fyrsta skrefið? Salka Sól Fyrsti kossinn okkar: Hann var mjög kjút á Arnarhóli eftir partý á Prikinu. Mér finnst rómantískt stefnumót vera: Saman í rólegheitum, spjalla saman, áhyggjulaust. Mér finnst það bara rómantískt þegar hann er með mér, sama hvar svo sem það er. Uppáhalds rómantíska kvikmyndin mín er: Aladdin. Uppáhalds break up ballaðan mín er: Jacque brel ne me quitte pas. Lagið okkar: Við gengum út úr hlöðunni sem við giftum okkur í við lagið Come and get your love með Redbone. Okkur þykir mjög vænt um það lag. Maturinn: Ég elska street food, líka þegar hann er gerður heima. Fyrsta gjöfin sem ég gaf manninum mínum: Við vorum ekki búin að vera lengi saman fyrstu jólin okkar saman, það var 2015 árið sem Úlfur Úlfur gaf út Tvær Plánetur. Hún hafði ekki komið út á vinyl þannig ég lét búa til vinyl plötu og prentaði plötu coverið með. Mjög ánægð með þessa gjöf sko. Salka Sól Fyrsta gjöfin sem maðurinn minn gaf mér: Hann gaf mér hálsmen frá Orra Finn sem ég held ennþá mjög mikið uppá. Maðurinn minn er: Sætasti gaur sem ég þekki, góður pabbi, fyndinn, hæfileikarríkur og nægjusamur fjölskyldumaður. Rómantískasti staður á landinu: Við giftum okkur í Hvalfirði og mér hefur alltaf fundist einhverjir töfrar þar. Salka Sól Fyndnasta minningin af ykkur saman? Ó svo margar en ein sem mér dettur í hug er þegar við vorum í L.A og allt í einu komin í kaffi til ekkju Gene Kelly. Þar vorum við að leika okkur með sverðin úr the three musketeers og skoða bréf frá John F Kennedy. Hlægjum stundum að því að þetta hafi bara gerst. Svo eru allar litlu minningarnar sem verða svo dýrmætar, hversdagslegir hlutir geta orðið að svo fallegum minningum. Hver væri titillinn á ævisögu ykkar? Sextíu kíló af hafragraut. Hvað gerið þið til að gera ykkur dagamun? Við förum saman á hótel eða eldum góðan mat heima en í hversdagsleikanum veljum við okkur stundum mynd eða þætti til að horfa á saman. Hvernig myndir þú lýsa sambandinu ykkar? Við erum ótrúlega samstíga í svo mörgu og okkur þykir gaman saman í foreldrahlutverkinu og gaman saman bara tvö. Við erum með ólíka styrkleika í mörgu og náum þess vegna góðu jafnvægi saman. Salka Sól Hvar sérðu ykkur eftir tíu ár? Foreldrar með unglinga ennþá sjúk í hvort annað. Ást er ...dásamlega falleg samvinna. Ást er er viðtalsliður á Lífinu á Vísi þar sem við ræðum við ástfangin pör á öllum aldri. Endilega sendið ábendingar um einstaklinga sem gætu átt heima í Ást er á [email protected]. Ást er... Ástin og lífið Tónlist Tengdar fréttir Stjörnulífið: Seiðandi Salka, áhrifavaldar í París og jólaglamúr Stjörnur landsins tóku fagnandi á móti aðventunni með glamúr og gleði. Helstu áhrifavaldaskvísur landsins skelltu sér til Parísar að fagna þrítugsafmæli, jólatónleikaröðin er farin af stað og margir deila huggulegum jólahefðum. 4. desember 2023 10:55 Myndaveisla: „Við erum ennþá nákvæmlega sömu gaurarnir“ Rappdúettinn Úlfur Úlfur, sem samanstendur af Arnari Frey Frostasyni og Helga Sæmundi Guðmundssyni, gaf út plötuna Hamfarapopp á dögunum sem er þeirra fyrsta breiðskífa frá árinu 2017. Fyrir hafa þeir gefið út þrjár plötur. 30. október 2023 17:01 Sonur Sölku og Arnars nefndur í höfuðið á afa Sonur tónlistarhjónanna Sölku Sólar Eyfeld og Arnars Freys Frostasonar var í dag nefndur Frosti Eyfeld Arnarsson, í höfuðið á föður Arnars. 15. janúar 2022 20:45 Úlfur Úlfur gefur út Hamfarapopp með Sölku Sól Úlfur Úlfur sendi í dag frá sér lagið Hamfarapopp. Með þeim í laginu Arnari og Helga Sæmundi syngur Salka Sól Eyfeld. 24. september 2021 17:30 Mest lesið Einhleypan: Fangavörður, einlæg og skemmtileg Makamál Einhleypan: „Borða, ríða, elska“ Makamál Einhleypa vikunnar: Ragna Sigurðardóttir Makamál „Á erfitt með að gera mér í hugarlund eitthvað rómantískara“ Makamál Einhleypan: „Veit ekki hvort ég kunni ekki að skammast mín“ Makamál „Ég er svakalega einhleyp en hef gift marga“ Makamál Einhleypan Helgi Jean: Segir draumastefnumótið enda með óléttu Makamál Spurning vikunnar: Hefur þú heyrt um sambandsformið fjölástir (polyamory)? Makamál Spurning vikunnar: Finnst þér tantra eða tantranudd spennandi? Makamál Íris og Lucas á CooCoo's Nest: „Við þóttumst vera rík einu sinni í mánuði“ Makamál Fleiri fréttir „Á erfitt með að gera mér í hugarlund eitthvað rómantískara“ Einhleypan: „Borða, ríða, elska“ Einhleypan: Fangavörður, einlæg og skemmtileg Sjá meira
Salka Sól og Arnar giftu sig árið 2019 við fallega athöfn í hlöðu í Hvalfirði og var veislan haldin í fjósi á Þórisstöðum. Að sögn Sölku Sólar er Hvalfjörður rómantískandi staður á landinu og býr yfir ákveðnum töfrum. Salka Sól Salka Sól situr fyrir svörum í viðtalsliðnum Ást er. Hvort ykkar tók fyrsta skrefið: Við kynntumst þar sem við vorum bæði að spila á Sjallanum um verslunarmannahelgi 2015. Ekki löngu síðar vorum við búin að adda hvort öðru á Snapchat (sem var þá viðreynslu forritið) og Arnar bauð mér svo á tónleika hjá sér. Í millitíðinni fór hann reyndar til Svíþjóðar og sendi mér snap þar sem hann söng: Ég er hér, þú ert þar...við ættum að vera kærustupar. Má ekki kalla það fyrsta skrefið? Salka Sól Fyrsti kossinn okkar: Hann var mjög kjút á Arnarhóli eftir partý á Prikinu. Mér finnst rómantískt stefnumót vera: Saman í rólegheitum, spjalla saman, áhyggjulaust. Mér finnst það bara rómantískt þegar hann er með mér, sama hvar svo sem það er. Uppáhalds rómantíska kvikmyndin mín er: Aladdin. Uppáhalds break up ballaðan mín er: Jacque brel ne me quitte pas. Lagið okkar: Við gengum út úr hlöðunni sem við giftum okkur í við lagið Come and get your love með Redbone. Okkur þykir mjög vænt um það lag. Maturinn: Ég elska street food, líka þegar hann er gerður heima. Fyrsta gjöfin sem ég gaf manninum mínum: Við vorum ekki búin að vera lengi saman fyrstu jólin okkar saman, það var 2015 árið sem Úlfur Úlfur gaf út Tvær Plánetur. Hún hafði ekki komið út á vinyl þannig ég lét búa til vinyl plötu og prentaði plötu coverið með. Mjög ánægð með þessa gjöf sko. Salka Sól Fyrsta gjöfin sem maðurinn minn gaf mér: Hann gaf mér hálsmen frá Orra Finn sem ég held ennþá mjög mikið uppá. Maðurinn minn er: Sætasti gaur sem ég þekki, góður pabbi, fyndinn, hæfileikarríkur og nægjusamur fjölskyldumaður. Rómantískasti staður á landinu: Við giftum okkur í Hvalfirði og mér hefur alltaf fundist einhverjir töfrar þar. Salka Sól Fyndnasta minningin af ykkur saman? Ó svo margar en ein sem mér dettur í hug er þegar við vorum í L.A og allt í einu komin í kaffi til ekkju Gene Kelly. Þar vorum við að leika okkur með sverðin úr the three musketeers og skoða bréf frá John F Kennedy. Hlægjum stundum að því að þetta hafi bara gerst. Svo eru allar litlu minningarnar sem verða svo dýrmætar, hversdagslegir hlutir geta orðið að svo fallegum minningum. Hver væri titillinn á ævisögu ykkar? Sextíu kíló af hafragraut. Hvað gerið þið til að gera ykkur dagamun? Við förum saman á hótel eða eldum góðan mat heima en í hversdagsleikanum veljum við okkur stundum mynd eða þætti til að horfa á saman. Hvernig myndir þú lýsa sambandinu ykkar? Við erum ótrúlega samstíga í svo mörgu og okkur þykir gaman saman í foreldrahlutverkinu og gaman saman bara tvö. Við erum með ólíka styrkleika í mörgu og náum þess vegna góðu jafnvægi saman. Salka Sól Hvar sérðu ykkur eftir tíu ár? Foreldrar með unglinga ennþá sjúk í hvort annað. Ást er ...dásamlega falleg samvinna. Ást er er viðtalsliður á Lífinu á Vísi þar sem við ræðum við ástfangin pör á öllum aldri. Endilega sendið ábendingar um einstaklinga sem gætu átt heima í Ást er á [email protected].
Ást er... Ástin og lífið Tónlist Tengdar fréttir Stjörnulífið: Seiðandi Salka, áhrifavaldar í París og jólaglamúr Stjörnur landsins tóku fagnandi á móti aðventunni með glamúr og gleði. Helstu áhrifavaldaskvísur landsins skelltu sér til Parísar að fagna þrítugsafmæli, jólatónleikaröðin er farin af stað og margir deila huggulegum jólahefðum. 4. desember 2023 10:55 Myndaveisla: „Við erum ennþá nákvæmlega sömu gaurarnir“ Rappdúettinn Úlfur Úlfur, sem samanstendur af Arnari Frey Frostasyni og Helga Sæmundi Guðmundssyni, gaf út plötuna Hamfarapopp á dögunum sem er þeirra fyrsta breiðskífa frá árinu 2017. Fyrir hafa þeir gefið út þrjár plötur. 30. október 2023 17:01 Sonur Sölku og Arnars nefndur í höfuðið á afa Sonur tónlistarhjónanna Sölku Sólar Eyfeld og Arnars Freys Frostasonar var í dag nefndur Frosti Eyfeld Arnarsson, í höfuðið á föður Arnars. 15. janúar 2022 20:45 Úlfur Úlfur gefur út Hamfarapopp með Sölku Sól Úlfur Úlfur sendi í dag frá sér lagið Hamfarapopp. Með þeim í laginu Arnari og Helga Sæmundi syngur Salka Sól Eyfeld. 24. september 2021 17:30 Mest lesið Einhleypan: Fangavörður, einlæg og skemmtileg Makamál Einhleypan: „Borða, ríða, elska“ Makamál Einhleypa vikunnar: Ragna Sigurðardóttir Makamál „Á erfitt með að gera mér í hugarlund eitthvað rómantískara“ Makamál Einhleypan: „Veit ekki hvort ég kunni ekki að skammast mín“ Makamál „Ég er svakalega einhleyp en hef gift marga“ Makamál Einhleypan Helgi Jean: Segir draumastefnumótið enda með óléttu Makamál Spurning vikunnar: Hefur þú heyrt um sambandsformið fjölástir (polyamory)? Makamál Spurning vikunnar: Finnst þér tantra eða tantranudd spennandi? Makamál Íris og Lucas á CooCoo's Nest: „Við þóttumst vera rík einu sinni í mánuði“ Makamál Fleiri fréttir „Á erfitt með að gera mér í hugarlund eitthvað rómantískara“ Einhleypan: „Borða, ríða, elska“ Einhleypan: Fangavörður, einlæg og skemmtileg Sjá meira
Stjörnulífið: Seiðandi Salka, áhrifavaldar í París og jólaglamúr Stjörnur landsins tóku fagnandi á móti aðventunni með glamúr og gleði. Helstu áhrifavaldaskvísur landsins skelltu sér til Parísar að fagna þrítugsafmæli, jólatónleikaröðin er farin af stað og margir deila huggulegum jólahefðum. 4. desember 2023 10:55
Myndaveisla: „Við erum ennþá nákvæmlega sömu gaurarnir“ Rappdúettinn Úlfur Úlfur, sem samanstendur af Arnari Frey Frostasyni og Helga Sæmundi Guðmundssyni, gaf út plötuna Hamfarapopp á dögunum sem er þeirra fyrsta breiðskífa frá árinu 2017. Fyrir hafa þeir gefið út þrjár plötur. 30. október 2023 17:01
Sonur Sölku og Arnars nefndur í höfuðið á afa Sonur tónlistarhjónanna Sölku Sólar Eyfeld og Arnars Freys Frostasonar var í dag nefndur Frosti Eyfeld Arnarsson, í höfuðið á föður Arnars. 15. janúar 2022 20:45
Úlfur Úlfur gefur út Hamfarapopp með Sölku Sól Úlfur Úlfur sendi í dag frá sér lagið Hamfarapopp. Með þeim í laginu Arnari og Helga Sæmundi syngur Salka Sól Eyfeld. 24. september 2021 17:30