Pallborðið um Katrínu Middleton: Yfirhylmingin alltaf verri en glæpurinn Oddur Ævar Gunnarsson og Hólmfríður Gísladóttir skrifa 14. mars 2024 15:01 Breskir miðlar vita líklega allt um málið ef marka má Önnu Þórisdóttur. Ming Yeung/Getty Images) Sannleikurinn að baki veikindum Katrínar Middleton, prinsessu af Wales, er að öllum líkindum töluvert skárri en yfirhylmingin sem gripið hefur verið til vegna veikindanna. Þetta er meðal þess sem fram kom í Pallborðinu á Vísi þar sem málið var rætt. „Uppskriftin af krísum er að ætla að þegja. Þú getur þetta ekki árið 2024. Það er ekki í boði,“ segir Anna Lilja Þórisdóttir, blaðamaður og royalisti. Hún, Einar Bárðarson plöggari og plokkari og Stefanía Sigurðardóttir, framkvæmdastjóri þingflokks Viðreisnar og fyrrverandi forsetaframboðsstýra eru öll hissa á leyndarhjúpnum sem hefur umlukið mál Katrínar. Fjarvera prinsessunnar af opinberum vettvangi undanfarna mánuði hefur vakið heimsathygli. Hún fór í aðgerð á kviði í janúar og var gefið út að hún myndi ekki snúa aftur til opinberra starfa fyrr en eftir páska. Samsæriskenningar á samfélagsmiðlum fóru á flug eftir að prinsessan birti mynd af sér með börnunum sínum sem var gríðarlega mikið breytt. Fjölskyldan hafi lítið lært af fyrri krísum Anna Lilja bendir á að prinsessan hafi ekki sést opinberlega fyrr en á jóladag í fyrra. Lítið sem ekkert hafi verið gefið upp annað en að hún myndi snúa aftur til starfa eftir páska. „Það er nú einu sinni þannig að þegar fólk fær litlar upplýsingar, þá býr það til sínar eigin kenningar. Það hefur ekki verið skortur á þeim, vangaveltum og kenningum um hvað hrjáir Katrínu,“ segir Anna Lilja. Hún segir myndbirtinguna svo sýna fram á að breska konungsfjölskyldan hafi lítið lært af fyrri krísum. „Stóru fréttaveiturnar taka myndina úr umferð í kjölfarið, sem gerist ekki oft. Þetta vekur margar spurningar. Það sem stendur eftir er að konungsfjölskyldan breska virðist lítið læra af fyrrum krísum sem hafa yfirleitt orðið vegna þess að þau hafa haldið að þau kæmust upp með að veita ekkert upplýsingar.“ Mynd sem augljóslega hafi verið breytt í tölvu Einar segir athyglisverðast við myndbirtingu Katrínar vera hve mikið myndin sé breytt. Hann segir ekkert óeðlilegt við það þegar fólk breyti myndum lítillega. Minnki á sér undirhökuna, eigi við kollvikin. „En það sem er búið að eiga við þessa mynd er ekki það. Það eru svona hlutir sem eru mjög skrítnir,“ segir Einar og nefnir að engir amatörar hafi breytt myndunum. Stóra spurningin sé hvers vegna þetta sé gert og það réttlæti vangaveltur. View this post on Instagram A post shared by The Prince and Princess of Wales (@princeandprincessofwales) Stefanía segir myndina vera eins og hún sé samsett úr nokkrum myndum. Hún veki upp margar spurningar og segir Stefanía ljóst að myndinni sé klárlega breytt í tölvu. „Það vekur skrítnar spurningaar. Af hverju er verið að þessu? Allur eftirleikurinn, af hverju segið þið ekki bara hvað er?“ spyr Stefanía. Fjölskyldan hafi auk þess neitað að gefa út upprunalega og óbreytta mynd. Anna Lilja segir það hafa áhrif á trúverðugleika fjölskyldunnar. „Mynd er heimild um eitthvað sem gerðist. Þegar mynd er breytt með þessum hætti, sem virðist vera á svona margvíslegan hátt, þá setur það bara þeirra trúverðugleika, allar myndir, allt sem frá þeim hefur komið, allt sem þau segjast vera, þá setur það það í annað samhengi. Eigum við að trúa einhverju sem þetta fólk segir?“ Breska pressan viti hvað sé um að vera Þá hefur það vakið mikla athygli að í upphafi hafi breska pressan staðið hjá á meðan sú bandaríska hafi flutt fregnir af málinu og meðal annars birt myndir af Katrínu sem tekin var af papparössum. Anna Lilja segir það segja heilmikið. Ekki einu sinni soralegasta breska pressan hafi fjallað um málið. „Það segir okkur heilmikið. Að breska pressan, BBC, Guardian og þessir miðlar vita hver er ástæðan fyrir fjarveru Katrínar. Eru með þessa upplýsingar en hafa gert einhvern samning um að segja ekki frá því fyrr en hirðin ákveður hvenær rétti tíminn sé.“ Kóngafólk Bretland Pallborðið Mest lesið Óhrædd við að fara sínar eigin leiðir Lífið Með stórstjörnum í væntanlegri kvikmynd Marvel Bíó og sjónvarp Vissu hvorki verðið á strætómiða né bjór Lífið Kappleikar: Skörp orðaskipti og skeytasendingar Lífið Frægar í fantaformi Lífið Húðrútína Birtu Abiba Lífið „Mig langar að prófa nýja villtari hluti en konan ekki“ Lífið Svar Bents við hatursorðræðu gegn útlendingum Lífið Barry Keoghan leikur Bítil Bíó og sjónvarp Inga Sæland vill komast í fjármálaráðuneytið Lífið Fleiri fréttir Húðrútína Birtu Abiba Óhrædd við að fara sínar eigin leiðir Inga Sæland vill komast í fjármálaráðuneytið Kappleikar: Skörp orðaskipti og skeytasendingar Svar Bents við hatursorðræðu gegn útlendingum Arnaldur tilnefndur til Íslensku bókmenntaverðlaunanna Hefndi sín með því að missa meydóminn Spurt var um fyrirbæri sem Tommi á Búllunni framkvæmdi fyrst hér á landi Kappleikar: „Ég er í alvörunni að reyna mitt besta“ Pantaði viskí og kókaín skömmu fyrir andlátið Vissu hvorki verðið á strætómiða né bjór Umbreyttist í Guðna Ágústsson og Ólaf Ragnar „Mig langar að prófa nýja villtari hluti en konan ekki“ Draumaherbergi hjá fimmtugri og fabjúlöss Kynbomba og reynsluboltar í Melodifestivalen Söfnunarþáttur UNICEF í beinni útsendingu á þremur stöðvum í einu Segir að gengið hafi verið nærri hjónabandinu, gögnum stolið og allt túlkað á versta veg Lyftu barninu upp eins og hann væri Simbi Lára og lyfjaprinsinn opinbera kynið Tilfinningar þvælast fyrir tiltektinni Frægar í fantaformi Ofurpar úr tennisheiminum á Íslandi Gervigreindin stýrði ferðinni Ein glæsilegasta skvísa landsins komin á fast Gervigreindin heillar Ólaf Ragnar upp úr skónum Reykti pabba sinn Er ESB og Sameinuðu þjóðunum stjórnað af valdaklíku? Dóttir Anítu og Hafþórs komin í heiminn Sér lífið í nýju ljósi eftir móðurmissinn Ragga Sveins snýr aftur til Íslands Sjá meira
„Uppskriftin af krísum er að ætla að þegja. Þú getur þetta ekki árið 2024. Það er ekki í boði,“ segir Anna Lilja Þórisdóttir, blaðamaður og royalisti. Hún, Einar Bárðarson plöggari og plokkari og Stefanía Sigurðardóttir, framkvæmdastjóri þingflokks Viðreisnar og fyrrverandi forsetaframboðsstýra eru öll hissa á leyndarhjúpnum sem hefur umlukið mál Katrínar. Fjarvera prinsessunnar af opinberum vettvangi undanfarna mánuði hefur vakið heimsathygli. Hún fór í aðgerð á kviði í janúar og var gefið út að hún myndi ekki snúa aftur til opinberra starfa fyrr en eftir páska. Samsæriskenningar á samfélagsmiðlum fóru á flug eftir að prinsessan birti mynd af sér með börnunum sínum sem var gríðarlega mikið breytt. Fjölskyldan hafi lítið lært af fyrri krísum Anna Lilja bendir á að prinsessan hafi ekki sést opinberlega fyrr en á jóladag í fyrra. Lítið sem ekkert hafi verið gefið upp annað en að hún myndi snúa aftur til starfa eftir páska. „Það er nú einu sinni þannig að þegar fólk fær litlar upplýsingar, þá býr það til sínar eigin kenningar. Það hefur ekki verið skortur á þeim, vangaveltum og kenningum um hvað hrjáir Katrínu,“ segir Anna Lilja. Hún segir myndbirtinguna svo sýna fram á að breska konungsfjölskyldan hafi lítið lært af fyrri krísum. „Stóru fréttaveiturnar taka myndina úr umferð í kjölfarið, sem gerist ekki oft. Þetta vekur margar spurningar. Það sem stendur eftir er að konungsfjölskyldan breska virðist lítið læra af fyrrum krísum sem hafa yfirleitt orðið vegna þess að þau hafa haldið að þau kæmust upp með að veita ekkert upplýsingar.“ Mynd sem augljóslega hafi verið breytt í tölvu Einar segir athyglisverðast við myndbirtingu Katrínar vera hve mikið myndin sé breytt. Hann segir ekkert óeðlilegt við það þegar fólk breyti myndum lítillega. Minnki á sér undirhökuna, eigi við kollvikin. „En það sem er búið að eiga við þessa mynd er ekki það. Það eru svona hlutir sem eru mjög skrítnir,“ segir Einar og nefnir að engir amatörar hafi breytt myndunum. Stóra spurningin sé hvers vegna þetta sé gert og það réttlæti vangaveltur. View this post on Instagram A post shared by The Prince and Princess of Wales (@princeandprincessofwales) Stefanía segir myndina vera eins og hún sé samsett úr nokkrum myndum. Hún veki upp margar spurningar og segir Stefanía ljóst að myndinni sé klárlega breytt í tölvu. „Það vekur skrítnar spurningaar. Af hverju er verið að þessu? Allur eftirleikurinn, af hverju segið þið ekki bara hvað er?“ spyr Stefanía. Fjölskyldan hafi auk þess neitað að gefa út upprunalega og óbreytta mynd. Anna Lilja segir það hafa áhrif á trúverðugleika fjölskyldunnar. „Mynd er heimild um eitthvað sem gerðist. Þegar mynd er breytt með þessum hætti, sem virðist vera á svona margvíslegan hátt, þá setur það bara þeirra trúverðugleika, allar myndir, allt sem frá þeim hefur komið, allt sem þau segjast vera, þá setur það það í annað samhengi. Eigum við að trúa einhverju sem þetta fólk segir?“ Breska pressan viti hvað sé um að vera Þá hefur það vakið mikla athygli að í upphafi hafi breska pressan staðið hjá á meðan sú bandaríska hafi flutt fregnir af málinu og meðal annars birt myndir af Katrínu sem tekin var af papparössum. Anna Lilja segir það segja heilmikið. Ekki einu sinni soralegasta breska pressan hafi fjallað um málið. „Það segir okkur heilmikið. Að breska pressan, BBC, Guardian og þessir miðlar vita hver er ástæðan fyrir fjarveru Katrínar. Eru með þessa upplýsingar en hafa gert einhvern samning um að segja ekki frá því fyrr en hirðin ákveður hvenær rétti tíminn sé.“
Kóngafólk Bretland Pallborðið Mest lesið Óhrædd við að fara sínar eigin leiðir Lífið Með stórstjörnum í væntanlegri kvikmynd Marvel Bíó og sjónvarp Vissu hvorki verðið á strætómiða né bjór Lífið Kappleikar: Skörp orðaskipti og skeytasendingar Lífið Frægar í fantaformi Lífið Húðrútína Birtu Abiba Lífið „Mig langar að prófa nýja villtari hluti en konan ekki“ Lífið Svar Bents við hatursorðræðu gegn útlendingum Lífið Barry Keoghan leikur Bítil Bíó og sjónvarp Inga Sæland vill komast í fjármálaráðuneytið Lífið Fleiri fréttir Húðrútína Birtu Abiba Óhrædd við að fara sínar eigin leiðir Inga Sæland vill komast í fjármálaráðuneytið Kappleikar: Skörp orðaskipti og skeytasendingar Svar Bents við hatursorðræðu gegn útlendingum Arnaldur tilnefndur til Íslensku bókmenntaverðlaunanna Hefndi sín með því að missa meydóminn Spurt var um fyrirbæri sem Tommi á Búllunni framkvæmdi fyrst hér á landi Kappleikar: „Ég er í alvörunni að reyna mitt besta“ Pantaði viskí og kókaín skömmu fyrir andlátið Vissu hvorki verðið á strætómiða né bjór Umbreyttist í Guðna Ágústsson og Ólaf Ragnar „Mig langar að prófa nýja villtari hluti en konan ekki“ Draumaherbergi hjá fimmtugri og fabjúlöss Kynbomba og reynsluboltar í Melodifestivalen Söfnunarþáttur UNICEF í beinni útsendingu á þremur stöðvum í einu Segir að gengið hafi verið nærri hjónabandinu, gögnum stolið og allt túlkað á versta veg Lyftu barninu upp eins og hann væri Simbi Lára og lyfjaprinsinn opinbera kynið Tilfinningar þvælast fyrir tiltektinni Frægar í fantaformi Ofurpar úr tennisheiminum á Íslandi Gervigreindin stýrði ferðinni Ein glæsilegasta skvísa landsins komin á fast Gervigreindin heillar Ólaf Ragnar upp úr skónum Reykti pabba sinn Er ESB og Sameinuðu þjóðunum stjórnað af valdaklíku? Dóttir Anítu og Hafþórs komin í heiminn Sér lífið í nýju ljósi eftir móðurmissinn Ragga Sveins snýr aftur til Íslands Sjá meira