Heilaþveginn af því að peningar byggju til hamingjuna Auður Ösp Guðmundsdóttir skrifar 9. mars 2024 08:00 Eyvindur segir að það hafi svo sannarlega ekki verið auðveld ákvörðun að skipta algjörlega um kúrs. Eyvindur Ágúst Runólfsson hafði lokið námi í lögfræði við Háskóla Íslands en fann á sér að hann var ekki á réttri hillu í lífinu. Röð atvika leiddi til þess að hann hóf störf sem aðstoðarmaður á bráðamóttöku Landspítalans og þar með var ekki aftur snúið. Í kjölfarið breytti Eyvindur algjörlega um kúrs, sagði skilið við lögfræðina og stefnir á að hefja nám í hjúkrunarfræði næsta haust. Eyvindur var talsvert lengi að átta sig á hvaða braut hann vildi feta í lífinu. „Eftir menntaskóla fór ég til Svíþjóðar í hálft ár og starfaði sem au pair. Kom svo heim og fór að vinna í fiski á Borgarfirði eystra. Svo fékk ég þá flugu í hausinn að gerast smiður, en kláraði nú samt aldrei það nám, mér fannst það ekki eiga við mig.“ Með brenglaða mynd af lífinu Og á endanum skráði Eyvindur sig í lögfræði við Háskóla Íslands og hóf þar nám um haustið 2017. „Og ég veit ekki alveg af hverju ég endaði þar. Það hefur kannski eitthvað með það að gera að pabbi er lögfræðingur. En þarna var ég í kringum tvítugt, og ég eins og svo margir á þessum aldri þá var ég kannski með svolítið brenglaða mynd af lífinu og hélt að það eina sem skipti máli væri að fara í starf þar sem að ég myndi græða peninga. Maður var svo heilaþveginn af því að peningarnir væru það sem býr til hamingjuna.“ Meðanfram náminu starfaði hann hjá sýslumanninum á höfuðborgarsvæðinu, á þinglýsingasviði. Eftir að hann lauk BA- gráðu í lögfræðinni tók hann síðan nokkra áfanga í meistaranáminu. „Og ég er vissulega mjög þakklátur fyrir þennan tíma, ég kynntist til dæmis mörgum af mínum bestu vinum þarna í lagadeildinni, og líka í gegnum starfið hjá sýslumanni.“ Tók sjálfan sig í gegn Hann fann það þó á sér að hann var ekki á réttri hillu í lögfræðinni. „Ég er bara þannig týpa að ég get ekki verið bundinn fyrir framan tölvu allan daginn, ég þarf alltaf að vera á hlaupum, alltaf að tala við fólk. Ég er svolítið ofvirkur og ég þarf alltaf að vera á ferðinni og ég er með rosalega mikla tjáningarþörf. Þegar ég hugsa til baka þá held ég að ég hafi aldrei verið í lögfræðinni af heilum hug. Ég þurfti að pína mig í gegnum námið á köflum og taka marga áfanga tvisvar,“ segir hann. „Ég var samt kominn svo langt að það var ekki hægt að hætta við núna. Þetta er það sem koma skal og svona verður líf mitt. Ég var að lesa undir enn eitt prófið og auðvitað fylgdi því gífurleg sjálfsvorkunn. Þá hringir mamma í mig og spyr mig mjög einfaldrar spurningar: „Ertu að læra þetta fyrir sjálfan þig?“ Það var eins og ég hafi fengið einhverja hugljómun. Ég áttaði mig á því að ég er vissulega við stjórnvölinn í mínu lífi og ætti því að gera það sem hentar mér best og það sem mig virkilega langar. Það var sá möguleiki til staðar að hætta þessu og fara gera eitthvað allt annað,“ segir Eyvindur jafnframt. „Í nóvember 2022 tók ég lífið mitt algjörlega í gegn, og fór í rosalega mikla sjálfsvinnu. Ég breytti alveg um lífsstíl; hætti að drekka og fór að stunda á hreyfingu í fyrsta sinn á ævinni. Það breytti öllu hjá mér. Og í kjölfarið á þessu tók ég þá ákvörðun að ég ætlaði að vera glaður. Og það var mikil vinna að komast á þann stað. Það er oft sagt að hamingjan er fimmtíu prósent ákvörðun og fimmtíu prósent tilfinning og ég er alveg fastur á því. Ég segi stundum að í dag séum ég og ég loksins orðnir bestu vinir. Þetta er ákvörðun sem ég tók, að lifa í samræmi við mín gildi,“ segir hann og bætir við að það hafi verið besta ákvörðun sem hann hafi nokkurn tímann tekið. Varð strax heillaður af bráðamóttökunni „En eftir að ég ákvað að hætta í lögfræðinni þá varð ég náttúrulega að finna mér eitthvað að gera, ég varð að hafa einhverjar tekjur. Ég sótti um allskonar störf, þar á meðal sem aðstoðarmaður á bráðamóttökunni. Um leið og ég kom þarna inn á bráðamóttökuna og byrjaði að vinna þar þá varð ég alveg heillaður, ég varð bara ástfanginn af þessu öllu. Ég hugsaði strax með mér: „Vá, ég á heima hérna.“ Öll þessi læti, allt þetta kaos og hasar náði mér bara strax, svo ekki sé minnst á starfsandann á bráðamóttökunni, sem er alveg stórkostlegur. Ég var svo heillaður að ég tók að mér allar aukavaktir sem ég gat,“ segir Eyvindur og bætir við: „Það er reyndar svolítið fyndið, ég man nefnilega eftir því að þegar ég var að byrja í lögfræðinni þá var einn af mínum bestu vinum að byrja í læknisfræði. Og ég sagði við hann á sínum tíma ég gæti örugglega aldrei unnið á spítala, mér finnst tilhugsunin eitthvað sem óhugnanleg og fráhrindandi. En þetta sýnir kannski bara að það borgar sig að vera opinn og víðsýnn og ekki dæma hlutina of fljótt. Vera óhræddur við að prófa sig áfram.“ Eyvindur kolféll fyrir starfsumhverfinu á bráðamóttökunni. Starfið er að hans sögn einstaklega spennandi og gefandi.Aðsend Stoltur af starfinu Aðspurður um viðbrögð sinna nánustu við þessari ákvörðun segir Eyvindur að þau hafi yfirhöfuð verið afar jákvæð. „Allir í fjölskyldunni tóku þessu mjög og vinir mínir líka, enda vita þeir líka hversu hvatvís og klikkaður ég get verið. Einn af þeim horfði að vísu á mig lengi, horfði djúpt í augun á mér og spurði mig hvort ég væri orðinn eitthvað geðveikur; hvort ætlaði ekki aðeins að hugsa þetta betur. En ég held líka að svona almennt þá finnist fólki bara geggjað að fá fleiri karlmenn í hjúkrunarstéttina. Ég held líka að það sé mikilvægt í flestum starfstéttum að hafa fjölbreytni; þá koma inn fleiri hugmyndir, fleiri sjónarmið og viðhorf. Ég get líka alveg fullyrt að strákarnir sem ég er að vinna með eru mestu töffarar sem ég þekki, þeir eru algjörir naglar og frábærar fyrirmyndir sem ég lít mikið upp til. Það er kannski helst eldri kynslóðin sem er ekki alveg að meðtaka þessa hugmynd, um að karlar séu í hjúkrun. En ég hef bara fengið jákvæð viðbrögð. Það er helst að það einhverjir séu að gera athugasemdir við launin í hjúkrunarstarfinu,“ segir Eyvindur en hann bendir á að hjúkrunarstarfið er vaktavinna, og það skilar sér í hærri launum. „Og eins og fyrir mig persónulega, þá hentar vaktavinnan rosalega vel.“ Eyvindur rifjar upp atvik þar sem hann var á næturvakt. Þá birtist skyndilega kunningji hans úr lögfræðinni og rak upp stór augu þegar hann sá Eyvind vera að sinna þessu starfi. „Hann skildi ekki neitt í neinu, hann þekkti mig úr lögfræðinni og allt í einu var ég bara kominn þarna, á bráðamóttökuna og var að búa um eitthvað sjúkrarúm. En ég fann ekki fyrir neinni niðurlægingu eða skömm; þvert á móti var ég stoltur. Ég var stoltur af starfinu sem ég var að vinna.“ Það eru ekki margir þarna úti sem geta státað sig af því að vera með menntun í bæði lögfræði og hjúkrunarfræði. Eyvindur segir að þó svo að hann hafi ekki klárað lögfræðinámið þá hafi hann engu að síður tileinkað sér ýmislegt í náminu sem muni án efa koma sér vel í framtíðinni. „Ég held að eitt það gagnlegasta sem ég lærði í lögfræðinni var það að það eru alltaf tvær hliðar á öllum málum. Lögfræðin gengur líka út á gagnrýna hugsun, og siðfræði, og ég mun alltaf búa að þessari þekkingu. Ég er heldur ekki búin að útiloka neitt, það getur vel verið að ég fari einhvern tímann og klári meistaranámið.“ „Áður fyrr var ég rosalega oft að rífast við fólk, og var alltaf til í slag. Það er liðin tíð í dag. Ég á enga óvini í dag og ef það eru árekstrar þá reyni ég að leysa það jafnóðum. Ég er kominn á þann stað að ég nenni ekki neikvæðni eða drama, heldur vil ég einfalda lífið eins mikið og ég get,“ segur Eyvindur jafnframt. Enginn dagur er eins „Þegar ég var að vinna hjá sýslumanni var andrúmsloftið oft voðalega neikvætt, vinnan var þess eðlis. Mér fannst það ekki beinlínis mjög gefandi. En núna finnst mér eins og ég sé virkilega að hjálpa öðrum, eins og ég sé virkilega að gera gagn. Þegar ég kem heim eftir vakt þá leggst ég glaður á koddann,“ segir hann en bætir síðan við að vissulega geti starfið á bráðamóttökunni verið gífurlega krefjandi og tekið á bæði andlegu og líkamlegu hliðina. „Og stundum kemur maður heim alveg handónýtur, þú ert náttúrulega að umgangast fólk í allskonar ástandi. Fólk úr öllum stéttum samfélagsins. En mitt markmið er að gera aðstæðurnar eins bærilegar og hægt er fyrir fólk; mæta í vinnuna með gott viðhorf og leggja mig fram við að hlúa að og hugga þá sem koma á bráðamóttökuna. Og ég fæ svo mikið til baka. Ég er ekkert að setja það fyrir mig að vera að búa um rúm, eða þrífa upp ælu eða blóð, ég er hluti af þessu tannhjóli, ásamt öllu þessu magnaða fólki sem er að vinna með mér, og ég ber óendanlega mikla virðingu fyrir þeim öllum.“ Fjárskortur og rekstrarhalli Landspítalans hefur mikið verið í umræðunni og Eyvindur hefur vissulega fundið fyrir því. „Það er helst plássleysi sem maður finnur yfir. Ég reyni að pæla sem minnst í því. Við vinnum bara með það sem við höfum. Og það hjálpar mikið hvað mórallinn á bráðamóttökunni er æðislegur, og það er oft mikið um glens og húmor.“ Sem fyrr segir hefur Eynvindur nú skráð sig í nám í hjúkrunarfræði við Háskóla Íslands og mun setjast á skólabekk í haust. Aðspurður segist hann óhikað stefna á að sérmennta sig í bráðahjúkrun í framtíðinni. „Allur þessi hasar og læti á bráðamóttökunni, ég er orðinn alveg „húkt.“ Það er enginn dagur eins. Svo er líka kosturinn við hjúkrunarfræðina, öfugt við lögfræðina til dæmis, að þetta er alþjóðlegt nám. Þú getur unnið hvar sem er í heiminum. Þú ert ekki bundinn við Ísland.“ Það eru eflaust einhverjir þarna úti sem dreymir um að skipta algjöra um starfsvettvang en skortir kjarkinn. Hvað myndiru ráðleggja þeim sem eru hræddir við að taka fyrsta skrefið? „Fylgdu sjálfum þér í einu og öllu. Treystu innsæinu og ekki pæla í því hvað öðrum finnst,“ svarar Eyvindur. „Þó að maður sé kominn á einhverja ákveðna braut í lífinu þá þýðir það ekki að maður þurfi að festast þar, lífið er of stutt. Ég viðurkenni það alveg að þetta var ótrúlega erfið ákvörðun; að hætta í lögfræðinni og fara í hjúkrunarfræðina og ég þurfti virkilega að standa með sjálfum mér. En ég sé ekki eftir því. Áður fyrr var ég eins og svo margir sem eru í kringum tvítugt og eru að velta fyrir sér framtíðarstarfi. Markmiðið var að verða ríkur og eiga nóg af peningum. En í dag er ég með mjög einfalt markmið og það er að vakna glaður á hverjum degi. Ég held að það sé ekki hægt að biðja um mikið meira en það. Ég get ekki beðið eftir að byrja í skólanum. Ef þú ert kvíðinn fyrir hverjum einasta mánudegi vegna vinnu eða skóla og almennt leiðist sú braut sem þú hefur valið þér, í guðanna bænum breyttu þá um vegferð og gerðu eitthvað nýtt. Ekki vera hræddur við hvað öðrum finnst og fylgdu sjálfum þér í einu og öllu. Lífið er lygilega stutt, það er svo mikil óþarfi að eyða því í eitthvað sem þér finnst ekki skemmtilegt. Finndu þinn stað, þína hillu og vertu þú sjálfur.“ Heilbrigðismál Skóla - og menntamál Vinnumarkaður Landspítalinn Helgarviðtal Mest lesið Dillaði sér við lag úr áramótaskaupi 2013 Lífið „Álagið er þessi fjarvera“ Lífið Sigmundur taki stríðnina alla leið Lífið Kosningamaskína hafi nálgast soninn í gegnum Smitten Lífið Kosningakviss: El Classico þegar turnarnir tveir mættust Lífið Datt í afturábakkapphlaupi við fréttamann Lífið Er bókstaflega skíthrædd Lífið Kosningakviss: Tókust á um Eurovision og Næturvaktina Lífið Kosningavökur flokkanna: Pílustaðir, hótel og kirkjur Lífið Bibba kannaði stemninguna á kosningamiðstöðvunum Lífið Fleiri fréttir Er bókstaflega skíthrædd Krakkatían: Kosningar, fiskar og göng Dillaði sér við lag úr áramótaskaupi 2013 Kosningakviss: El Classico þegar turnarnir tveir mættust Sigmundur taki stríðnina alla leið Bibba kannaði stemninguna á kosningamiðstöðvunum Kosningakviss: Tókust á um Eurovision og Næturvaktina „Álagið er þessi fjarvera“ Kosningakviss: Viðreisn og VG í dýpstu kosningaumræðunni Datt í afturábakkapphlaupi við fréttamann Kosningamaskína hafi nálgast soninn í gegnum Smitten Hefur smekk fyrir lélegum B-myndum, braski og sorpi Í skýjunum með sigurinn og stefnir á útgáfu í vor Fréttatían: Kosningar, verðbólga og körfubolti „Án okkar verður ekki til miðjustjórn“ Auðir og ógildir með kosningakaffi Ilmaðu eins og frambjóðendur: Snorri Másson með sama ilm og Svandís Svavars Kosningavökur flokkanna: Pílustaðir, hótel og kirkjur Minnist föður síns: „Til hamingju með daginn hvar sem þú ert“ Myndir: Svona var baksviðs á kappræðum leiðtoganna Jón og Hafdís ástfangin í 22 ár „Ekki gera mér þetta“ „Ég hef ekki verið svona hot síðan ég var unghommi“ Gellur tóku yfir Gamla bíó Hélt að hann væri George Clooney Kappleikar 2024: Bara tveir héldu með Donald Trump Einstakur garður í Mosfellsbænum Leggja undir sig spinningshjólin og upphífingarstangirnar á tónleikunum Sterkustu hjón landsins selja íbúðina Húðrútína Birtu Abiba Sjá meira
Eyvindur var talsvert lengi að átta sig á hvaða braut hann vildi feta í lífinu. „Eftir menntaskóla fór ég til Svíþjóðar í hálft ár og starfaði sem au pair. Kom svo heim og fór að vinna í fiski á Borgarfirði eystra. Svo fékk ég þá flugu í hausinn að gerast smiður, en kláraði nú samt aldrei það nám, mér fannst það ekki eiga við mig.“ Með brenglaða mynd af lífinu Og á endanum skráði Eyvindur sig í lögfræði við Háskóla Íslands og hóf þar nám um haustið 2017. „Og ég veit ekki alveg af hverju ég endaði þar. Það hefur kannski eitthvað með það að gera að pabbi er lögfræðingur. En þarna var ég í kringum tvítugt, og ég eins og svo margir á þessum aldri þá var ég kannski með svolítið brenglaða mynd af lífinu og hélt að það eina sem skipti máli væri að fara í starf þar sem að ég myndi græða peninga. Maður var svo heilaþveginn af því að peningarnir væru það sem býr til hamingjuna.“ Meðanfram náminu starfaði hann hjá sýslumanninum á höfuðborgarsvæðinu, á þinglýsingasviði. Eftir að hann lauk BA- gráðu í lögfræðinni tók hann síðan nokkra áfanga í meistaranáminu. „Og ég er vissulega mjög þakklátur fyrir þennan tíma, ég kynntist til dæmis mörgum af mínum bestu vinum þarna í lagadeildinni, og líka í gegnum starfið hjá sýslumanni.“ Tók sjálfan sig í gegn Hann fann það þó á sér að hann var ekki á réttri hillu í lögfræðinni. „Ég er bara þannig týpa að ég get ekki verið bundinn fyrir framan tölvu allan daginn, ég þarf alltaf að vera á hlaupum, alltaf að tala við fólk. Ég er svolítið ofvirkur og ég þarf alltaf að vera á ferðinni og ég er með rosalega mikla tjáningarþörf. Þegar ég hugsa til baka þá held ég að ég hafi aldrei verið í lögfræðinni af heilum hug. Ég þurfti að pína mig í gegnum námið á köflum og taka marga áfanga tvisvar,“ segir hann. „Ég var samt kominn svo langt að það var ekki hægt að hætta við núna. Þetta er það sem koma skal og svona verður líf mitt. Ég var að lesa undir enn eitt prófið og auðvitað fylgdi því gífurleg sjálfsvorkunn. Þá hringir mamma í mig og spyr mig mjög einfaldrar spurningar: „Ertu að læra þetta fyrir sjálfan þig?“ Það var eins og ég hafi fengið einhverja hugljómun. Ég áttaði mig á því að ég er vissulega við stjórnvölinn í mínu lífi og ætti því að gera það sem hentar mér best og það sem mig virkilega langar. Það var sá möguleiki til staðar að hætta þessu og fara gera eitthvað allt annað,“ segir Eyvindur jafnframt. „Í nóvember 2022 tók ég lífið mitt algjörlega í gegn, og fór í rosalega mikla sjálfsvinnu. Ég breytti alveg um lífsstíl; hætti að drekka og fór að stunda á hreyfingu í fyrsta sinn á ævinni. Það breytti öllu hjá mér. Og í kjölfarið á þessu tók ég þá ákvörðun að ég ætlaði að vera glaður. Og það var mikil vinna að komast á þann stað. Það er oft sagt að hamingjan er fimmtíu prósent ákvörðun og fimmtíu prósent tilfinning og ég er alveg fastur á því. Ég segi stundum að í dag séum ég og ég loksins orðnir bestu vinir. Þetta er ákvörðun sem ég tók, að lifa í samræmi við mín gildi,“ segir hann og bætir við að það hafi verið besta ákvörðun sem hann hafi nokkurn tímann tekið. Varð strax heillaður af bráðamóttökunni „En eftir að ég ákvað að hætta í lögfræðinni þá varð ég náttúrulega að finna mér eitthvað að gera, ég varð að hafa einhverjar tekjur. Ég sótti um allskonar störf, þar á meðal sem aðstoðarmaður á bráðamóttökunni. Um leið og ég kom þarna inn á bráðamóttökuna og byrjaði að vinna þar þá varð ég alveg heillaður, ég varð bara ástfanginn af þessu öllu. Ég hugsaði strax með mér: „Vá, ég á heima hérna.“ Öll þessi læti, allt þetta kaos og hasar náði mér bara strax, svo ekki sé minnst á starfsandann á bráðamóttökunni, sem er alveg stórkostlegur. Ég var svo heillaður að ég tók að mér allar aukavaktir sem ég gat,“ segir Eyvindur og bætir við: „Það er reyndar svolítið fyndið, ég man nefnilega eftir því að þegar ég var að byrja í lögfræðinni þá var einn af mínum bestu vinum að byrja í læknisfræði. Og ég sagði við hann á sínum tíma ég gæti örugglega aldrei unnið á spítala, mér finnst tilhugsunin eitthvað sem óhugnanleg og fráhrindandi. En þetta sýnir kannski bara að það borgar sig að vera opinn og víðsýnn og ekki dæma hlutina of fljótt. Vera óhræddur við að prófa sig áfram.“ Eyvindur kolféll fyrir starfsumhverfinu á bráðamóttökunni. Starfið er að hans sögn einstaklega spennandi og gefandi.Aðsend Stoltur af starfinu Aðspurður um viðbrögð sinna nánustu við þessari ákvörðun segir Eyvindur að þau hafi yfirhöfuð verið afar jákvæð. „Allir í fjölskyldunni tóku þessu mjög og vinir mínir líka, enda vita þeir líka hversu hvatvís og klikkaður ég get verið. Einn af þeim horfði að vísu á mig lengi, horfði djúpt í augun á mér og spurði mig hvort ég væri orðinn eitthvað geðveikur; hvort ætlaði ekki aðeins að hugsa þetta betur. En ég held líka að svona almennt þá finnist fólki bara geggjað að fá fleiri karlmenn í hjúkrunarstéttina. Ég held líka að það sé mikilvægt í flestum starfstéttum að hafa fjölbreytni; þá koma inn fleiri hugmyndir, fleiri sjónarmið og viðhorf. Ég get líka alveg fullyrt að strákarnir sem ég er að vinna með eru mestu töffarar sem ég þekki, þeir eru algjörir naglar og frábærar fyrirmyndir sem ég lít mikið upp til. Það er kannski helst eldri kynslóðin sem er ekki alveg að meðtaka þessa hugmynd, um að karlar séu í hjúkrun. En ég hef bara fengið jákvæð viðbrögð. Það er helst að það einhverjir séu að gera athugasemdir við launin í hjúkrunarstarfinu,“ segir Eyvindur en hann bendir á að hjúkrunarstarfið er vaktavinna, og það skilar sér í hærri launum. „Og eins og fyrir mig persónulega, þá hentar vaktavinnan rosalega vel.“ Eyvindur rifjar upp atvik þar sem hann var á næturvakt. Þá birtist skyndilega kunningji hans úr lögfræðinni og rak upp stór augu þegar hann sá Eyvind vera að sinna þessu starfi. „Hann skildi ekki neitt í neinu, hann þekkti mig úr lögfræðinni og allt í einu var ég bara kominn þarna, á bráðamóttökuna og var að búa um eitthvað sjúkrarúm. En ég fann ekki fyrir neinni niðurlægingu eða skömm; þvert á móti var ég stoltur. Ég var stoltur af starfinu sem ég var að vinna.“ Það eru ekki margir þarna úti sem geta státað sig af því að vera með menntun í bæði lögfræði og hjúkrunarfræði. Eyvindur segir að þó svo að hann hafi ekki klárað lögfræðinámið þá hafi hann engu að síður tileinkað sér ýmislegt í náminu sem muni án efa koma sér vel í framtíðinni. „Ég held að eitt það gagnlegasta sem ég lærði í lögfræðinni var það að það eru alltaf tvær hliðar á öllum málum. Lögfræðin gengur líka út á gagnrýna hugsun, og siðfræði, og ég mun alltaf búa að þessari þekkingu. Ég er heldur ekki búin að útiloka neitt, það getur vel verið að ég fari einhvern tímann og klári meistaranámið.“ „Áður fyrr var ég rosalega oft að rífast við fólk, og var alltaf til í slag. Það er liðin tíð í dag. Ég á enga óvini í dag og ef það eru árekstrar þá reyni ég að leysa það jafnóðum. Ég er kominn á þann stað að ég nenni ekki neikvæðni eða drama, heldur vil ég einfalda lífið eins mikið og ég get,“ segur Eyvindur jafnframt. Enginn dagur er eins „Þegar ég var að vinna hjá sýslumanni var andrúmsloftið oft voðalega neikvætt, vinnan var þess eðlis. Mér fannst það ekki beinlínis mjög gefandi. En núna finnst mér eins og ég sé virkilega að hjálpa öðrum, eins og ég sé virkilega að gera gagn. Þegar ég kem heim eftir vakt þá leggst ég glaður á koddann,“ segir hann en bætir síðan við að vissulega geti starfið á bráðamóttökunni verið gífurlega krefjandi og tekið á bæði andlegu og líkamlegu hliðina. „Og stundum kemur maður heim alveg handónýtur, þú ert náttúrulega að umgangast fólk í allskonar ástandi. Fólk úr öllum stéttum samfélagsins. En mitt markmið er að gera aðstæðurnar eins bærilegar og hægt er fyrir fólk; mæta í vinnuna með gott viðhorf og leggja mig fram við að hlúa að og hugga þá sem koma á bráðamóttökuna. Og ég fæ svo mikið til baka. Ég er ekkert að setja það fyrir mig að vera að búa um rúm, eða þrífa upp ælu eða blóð, ég er hluti af þessu tannhjóli, ásamt öllu þessu magnaða fólki sem er að vinna með mér, og ég ber óendanlega mikla virðingu fyrir þeim öllum.“ Fjárskortur og rekstrarhalli Landspítalans hefur mikið verið í umræðunni og Eyvindur hefur vissulega fundið fyrir því. „Það er helst plássleysi sem maður finnur yfir. Ég reyni að pæla sem minnst í því. Við vinnum bara með það sem við höfum. Og það hjálpar mikið hvað mórallinn á bráðamóttökunni er æðislegur, og það er oft mikið um glens og húmor.“ Sem fyrr segir hefur Eynvindur nú skráð sig í nám í hjúkrunarfræði við Háskóla Íslands og mun setjast á skólabekk í haust. Aðspurður segist hann óhikað stefna á að sérmennta sig í bráðahjúkrun í framtíðinni. „Allur þessi hasar og læti á bráðamóttökunni, ég er orðinn alveg „húkt.“ Það er enginn dagur eins. Svo er líka kosturinn við hjúkrunarfræðina, öfugt við lögfræðina til dæmis, að þetta er alþjóðlegt nám. Þú getur unnið hvar sem er í heiminum. Þú ert ekki bundinn við Ísland.“ Það eru eflaust einhverjir þarna úti sem dreymir um að skipta algjöra um starfsvettvang en skortir kjarkinn. Hvað myndiru ráðleggja þeim sem eru hræddir við að taka fyrsta skrefið? „Fylgdu sjálfum þér í einu og öllu. Treystu innsæinu og ekki pæla í því hvað öðrum finnst,“ svarar Eyvindur. „Þó að maður sé kominn á einhverja ákveðna braut í lífinu þá þýðir það ekki að maður þurfi að festast þar, lífið er of stutt. Ég viðurkenni það alveg að þetta var ótrúlega erfið ákvörðun; að hætta í lögfræðinni og fara í hjúkrunarfræðina og ég þurfti virkilega að standa með sjálfum mér. En ég sé ekki eftir því. Áður fyrr var ég eins og svo margir sem eru í kringum tvítugt og eru að velta fyrir sér framtíðarstarfi. Markmiðið var að verða ríkur og eiga nóg af peningum. En í dag er ég með mjög einfalt markmið og það er að vakna glaður á hverjum degi. Ég held að það sé ekki hægt að biðja um mikið meira en það. Ég get ekki beðið eftir að byrja í skólanum. Ef þú ert kvíðinn fyrir hverjum einasta mánudegi vegna vinnu eða skóla og almennt leiðist sú braut sem þú hefur valið þér, í guðanna bænum breyttu þá um vegferð og gerðu eitthvað nýtt. Ekki vera hræddur við hvað öðrum finnst og fylgdu sjálfum þér í einu og öllu. Lífið er lygilega stutt, það er svo mikil óþarfi að eyða því í eitthvað sem þér finnst ekki skemmtilegt. Finndu þinn stað, þína hillu og vertu þú sjálfur.“
Heilbrigðismál Skóla - og menntamál Vinnumarkaður Landspítalinn Helgarviðtal Mest lesið Dillaði sér við lag úr áramótaskaupi 2013 Lífið „Álagið er þessi fjarvera“ Lífið Sigmundur taki stríðnina alla leið Lífið Kosningamaskína hafi nálgast soninn í gegnum Smitten Lífið Kosningakviss: El Classico þegar turnarnir tveir mættust Lífið Datt í afturábakkapphlaupi við fréttamann Lífið Er bókstaflega skíthrædd Lífið Kosningakviss: Tókust á um Eurovision og Næturvaktina Lífið Kosningavökur flokkanna: Pílustaðir, hótel og kirkjur Lífið Bibba kannaði stemninguna á kosningamiðstöðvunum Lífið Fleiri fréttir Er bókstaflega skíthrædd Krakkatían: Kosningar, fiskar og göng Dillaði sér við lag úr áramótaskaupi 2013 Kosningakviss: El Classico þegar turnarnir tveir mættust Sigmundur taki stríðnina alla leið Bibba kannaði stemninguna á kosningamiðstöðvunum Kosningakviss: Tókust á um Eurovision og Næturvaktina „Álagið er þessi fjarvera“ Kosningakviss: Viðreisn og VG í dýpstu kosningaumræðunni Datt í afturábakkapphlaupi við fréttamann Kosningamaskína hafi nálgast soninn í gegnum Smitten Hefur smekk fyrir lélegum B-myndum, braski og sorpi Í skýjunum með sigurinn og stefnir á útgáfu í vor Fréttatían: Kosningar, verðbólga og körfubolti „Án okkar verður ekki til miðjustjórn“ Auðir og ógildir með kosningakaffi Ilmaðu eins og frambjóðendur: Snorri Másson með sama ilm og Svandís Svavars Kosningavökur flokkanna: Pílustaðir, hótel og kirkjur Minnist föður síns: „Til hamingju með daginn hvar sem þú ert“ Myndir: Svona var baksviðs á kappræðum leiðtoganna Jón og Hafdís ástfangin í 22 ár „Ekki gera mér þetta“ „Ég hef ekki verið svona hot síðan ég var unghommi“ Gellur tóku yfir Gamla bíó Hélt að hann væri George Clooney Kappleikar 2024: Bara tveir héldu með Donald Trump Einstakur garður í Mosfellsbænum Leggja undir sig spinningshjólin og upphífingarstangirnar á tónleikunum Sterkustu hjón landsins selja íbúðina Húðrútína Birtu Abiba Sjá meira