Uppsagnir hjá Alvotech Árni Sæberg skrifar 28. febrúar 2024 16:42 Róbert Wessman er stofnandi Alvotech. Vísir/Vilhelm Þónokkrum starfsmönnum lyfjafyrirtækisins Alvotech var sagt upp störfum í dag. Þetta staðfestir Benedikt Stefánsson, forstöðumaður fjárfesta- og almannatengsla hjá Alvotech, í samtali við Vísi. Vísi bárust ábendingar þess efnis að allt að tuttugu manns hefði verið sagt upp. Benedikt segist ekki vera með nákvæma tölu á hreinu. Þá segir hann að starfsmennirnir sem sagt var upp hafi starfað bæði hér á landi sem og erlendis. Innan við mánuður frá síðustu uppsögnum Greint var frá því fyrir síðustu mánaðamót að fimmtán starfsmönnum hefði verið sagt upp störfum hjá Alvotech. Benedikt sagði þá að það væru alltaf breytingar í gangi hjá svo stóru fyrirtæki og að ekki væri sérstaklega verið að skera niður. „Þetta er breytingar þvert á deildir, bæði starfsmenn á Íslandi og erlendis,“ sagði Benedikt. Hann sagði að flestir þeirra sem hafi verið látnir fara þá hafi starfað á Íslandi. Fengu fleiri milljarða inn í reksturinn í fyrradag Alvotech tilkynnti aðfaranótt laugardags að félagið hefði fengið langþráð grænt ljós frá Lyfjaeftirliti Bandaríkjanna til sölu og markaðssetningar í Bandaríkjunum á Simlandi (adalimumab-ryvk) sem líftæknilyfjahliðstæðu við Humira. Margir höfðu beðið lengi eftir leyfinu, enda er eitt Humira mest selda lyf í heiminum. Búist var við því að gengi hlutabréfa í Alvotech myndu taka kipp upp á við við opnun markaða á mánudag. Flestir áhugasamir um markaðinn ráku þó upp stór augu á mánudagsmorgun þegar þeir sáu að bréf í félaginu höfðu verið keypt fyrir 23 milljarða króna fyrir opnun markaða. Alvotech tilkynnti þá að félagið hefði gengið að tilboði hóps fagfjárfesta og viðurkenndra gagnaðila um sölu á 10.127.132 almennum hlutabréfum í félaginu að verðmæti um 22,8 milljarða króna. Í tilkynningu sagði að Alvotech hyggðist nýta féð í almennan rekstur, til að styrkja framleiðslugetu og við að koma væntanlegum líftæknilyfjahliðstæðum á markað. Gengið rauk upp en fór hratt niður aftur Við opnun markaðar hér á landi tók gengi bréfa í Alvotech að stíga hratt upp á við og fór hæst í 2.500 krónur á hlut áður en það endaði í 2.450 krónum í dagslok. Tilboð fagfjárfestanna hljóðaði upp á 2.250 krónur á hlut og því leit út fyrir um tíma að þeir hefði efnast um 2,5 milljarða króna yfir morgunkaffinu. Í gær var hins vegar eldrauður dagur í Kauphöllinni og Alvotech leiddi lækkanir. Við dagslok var gengið komið niður um 7,76 prósent í 2.260 krónur. Sú þróun hélt svo áfram í dag og verðið stendur í 2.190 krónum, 3,10 prósentum lægra en í gær. Þá er gengið komið tíu krónur undir dagslokagengi á föstudag, áður en tilkynnt var um leyfið verðmæta. Fréttin verður uppfærð. Alvotech Vinnumarkaður Mest lesið „Hápunktur morgunsins er síðan rómantíski kaffibíltúrinn“ Atvinnulíf Áhrif kosninga á starfsfólk og vinnustaði í næstu viku Atvinnulíf Driffjöður Vertonet: „Við erum að setja kjöt á beinin núna“ Atvinnulíf „Stelpupabbarnir eru ósjálfrátt betur á verði“ Atvinnulíf Uppsagnir hjá þjónustumiðstöð Íslenskrar erfðagreiningar Viðskipti innlent Ungum Áströlum bannað að nota samfélagsmiðla Viðskipti erlent Hafa samið við Fossvélar um framkvæmdir vegna Hvammsvirkjunar Viðskipti innlent Lögreglan rannsaki ljúgvitni í Lyfjablómsmálinu Viðskipti innlent Herkastalinn hans Quangs Lé er til sölu Viðskipti innlent „Unglingsárin voru kannski ekki mín heppilegustu ár“ Atvinnulíf Fleiri fréttir Uppsagnir hjá þjónustumiðstöð Íslenskrar erfðagreiningar Tryggja tólf milljarða króna fjármögnun Hafa samið við Fossvélar um framkvæmdir vegna Hvammsvirkjunar Herkastalinn hans Quangs Lé er til sölu „Við megum ekki gleyma að lifa og njóta sko“ Sekta Festi um 750 milljónir vegna N1-samrunans Verðbólga hjaðnaði minna en búist var við og útlitið er svartara Vill að Seðlabankinn boði til aukafundar og flýti stýrivaxtalækkun Lögreglan rannsaki ljúgvitni í Lyfjablómsmálinu Landsvirkjun kaupir vindmyllur fyrir tuttugu milljarða Tóku fyrstu skóflustunguna að einu stærsta vinnsluhúsi landsins Steyptu fyrsta gullmolann Verðbólgan komin undir fimm prósent Gengið frá kaupum Haga á færeyska verslanarisanum Þrjú fá kauprétt fyrir alls 277 milljónir Helena til Íslandssjóða Two Birds verður Aurbjörg Hafa sótt milljarð í nýtt hlutafé Ósætti með vinnubrögð Blackbox sem virðist á barmi gjaldþrots Hrókeringar í framkvæmdastjórn Eimskips Fyrrverandi ferðamálastjóri opnar ráðgjafarstofu með syninum Ráðinn forstöðumaður Arion Premíu Birta Ósk og Jenna Kristín til Akademias Afkoma Orkuveitunnar 44 prósentum betri en í fyrra Kosningapróf Viðskiptaráðs: Mikil andstaða við sölu á Landsvirkjun Búið að draga tennurnar úr jagúarnum First Water í hýbýli Ísfélagsins á Þorlákshöfn Knattspyrnukappi á Skaganum ráðinn fjármálastjóri Nýir eigendur Pylsuvagnsins á Selfossi Borguðu vaskinn sama dag og tilkynnt var um gjaldþrotið Sjá meira
Þetta staðfestir Benedikt Stefánsson, forstöðumaður fjárfesta- og almannatengsla hjá Alvotech, í samtali við Vísi. Vísi bárust ábendingar þess efnis að allt að tuttugu manns hefði verið sagt upp. Benedikt segist ekki vera með nákvæma tölu á hreinu. Þá segir hann að starfsmennirnir sem sagt var upp hafi starfað bæði hér á landi sem og erlendis. Innan við mánuður frá síðustu uppsögnum Greint var frá því fyrir síðustu mánaðamót að fimmtán starfsmönnum hefði verið sagt upp störfum hjá Alvotech. Benedikt sagði þá að það væru alltaf breytingar í gangi hjá svo stóru fyrirtæki og að ekki væri sérstaklega verið að skera niður. „Þetta er breytingar þvert á deildir, bæði starfsmenn á Íslandi og erlendis,“ sagði Benedikt. Hann sagði að flestir þeirra sem hafi verið látnir fara þá hafi starfað á Íslandi. Fengu fleiri milljarða inn í reksturinn í fyrradag Alvotech tilkynnti aðfaranótt laugardags að félagið hefði fengið langþráð grænt ljós frá Lyfjaeftirliti Bandaríkjanna til sölu og markaðssetningar í Bandaríkjunum á Simlandi (adalimumab-ryvk) sem líftæknilyfjahliðstæðu við Humira. Margir höfðu beðið lengi eftir leyfinu, enda er eitt Humira mest selda lyf í heiminum. Búist var við því að gengi hlutabréfa í Alvotech myndu taka kipp upp á við við opnun markaða á mánudag. Flestir áhugasamir um markaðinn ráku þó upp stór augu á mánudagsmorgun þegar þeir sáu að bréf í félaginu höfðu verið keypt fyrir 23 milljarða króna fyrir opnun markaða. Alvotech tilkynnti þá að félagið hefði gengið að tilboði hóps fagfjárfesta og viðurkenndra gagnaðila um sölu á 10.127.132 almennum hlutabréfum í félaginu að verðmæti um 22,8 milljarða króna. Í tilkynningu sagði að Alvotech hyggðist nýta féð í almennan rekstur, til að styrkja framleiðslugetu og við að koma væntanlegum líftæknilyfjahliðstæðum á markað. Gengið rauk upp en fór hratt niður aftur Við opnun markaðar hér á landi tók gengi bréfa í Alvotech að stíga hratt upp á við og fór hæst í 2.500 krónur á hlut áður en það endaði í 2.450 krónum í dagslok. Tilboð fagfjárfestanna hljóðaði upp á 2.250 krónur á hlut og því leit út fyrir um tíma að þeir hefði efnast um 2,5 milljarða króna yfir morgunkaffinu. Í gær var hins vegar eldrauður dagur í Kauphöllinni og Alvotech leiddi lækkanir. Við dagslok var gengið komið niður um 7,76 prósent í 2.260 krónur. Sú þróun hélt svo áfram í dag og verðið stendur í 2.190 krónum, 3,10 prósentum lægra en í gær. Þá er gengið komið tíu krónur undir dagslokagengi á föstudag, áður en tilkynnt var um leyfið verðmæta. Fréttin verður uppfærð.
Alvotech Vinnumarkaður Mest lesið „Hápunktur morgunsins er síðan rómantíski kaffibíltúrinn“ Atvinnulíf Áhrif kosninga á starfsfólk og vinnustaði í næstu viku Atvinnulíf Driffjöður Vertonet: „Við erum að setja kjöt á beinin núna“ Atvinnulíf „Stelpupabbarnir eru ósjálfrátt betur á verði“ Atvinnulíf Uppsagnir hjá þjónustumiðstöð Íslenskrar erfðagreiningar Viðskipti innlent Ungum Áströlum bannað að nota samfélagsmiðla Viðskipti erlent Hafa samið við Fossvélar um framkvæmdir vegna Hvammsvirkjunar Viðskipti innlent Lögreglan rannsaki ljúgvitni í Lyfjablómsmálinu Viðskipti innlent Herkastalinn hans Quangs Lé er til sölu Viðskipti innlent „Unglingsárin voru kannski ekki mín heppilegustu ár“ Atvinnulíf Fleiri fréttir Uppsagnir hjá þjónustumiðstöð Íslenskrar erfðagreiningar Tryggja tólf milljarða króna fjármögnun Hafa samið við Fossvélar um framkvæmdir vegna Hvammsvirkjunar Herkastalinn hans Quangs Lé er til sölu „Við megum ekki gleyma að lifa og njóta sko“ Sekta Festi um 750 milljónir vegna N1-samrunans Verðbólga hjaðnaði minna en búist var við og útlitið er svartara Vill að Seðlabankinn boði til aukafundar og flýti stýrivaxtalækkun Lögreglan rannsaki ljúgvitni í Lyfjablómsmálinu Landsvirkjun kaupir vindmyllur fyrir tuttugu milljarða Tóku fyrstu skóflustunguna að einu stærsta vinnsluhúsi landsins Steyptu fyrsta gullmolann Verðbólgan komin undir fimm prósent Gengið frá kaupum Haga á færeyska verslanarisanum Þrjú fá kauprétt fyrir alls 277 milljónir Helena til Íslandssjóða Two Birds verður Aurbjörg Hafa sótt milljarð í nýtt hlutafé Ósætti með vinnubrögð Blackbox sem virðist á barmi gjaldþrots Hrókeringar í framkvæmdastjórn Eimskips Fyrrverandi ferðamálastjóri opnar ráðgjafarstofu með syninum Ráðinn forstöðumaður Arion Premíu Birta Ósk og Jenna Kristín til Akademias Afkoma Orkuveitunnar 44 prósentum betri en í fyrra Kosningapróf Viðskiptaráðs: Mikil andstaða við sölu á Landsvirkjun Búið að draga tennurnar úr jagúarnum First Water í hýbýli Ísfélagsins á Þorlákshöfn Knattspyrnukappi á Skaganum ráðinn fjármálastjóri Nýir eigendur Pylsuvagnsins á Selfossi Borguðu vaskinn sama dag og tilkynnt var um gjaldþrotið Sjá meira