„Erum að ströggla lungann úr leiknum sóknarlega“ Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 12. janúar 2024 19:09 Landsliðsþjálfarinn Snorri Steinn. Vísir/Vilhelm „Mér líður ágætlega úr því sem komið var. Held að við verðum að vera glaðir með þetta eina stig,“ sagði landsliðsþjálfarinn Snorri Steinn Guðjónsson um ótrúlegt jafntefli Íslands og Serbíu í fyrsta leik liðanna á EM. Ísland gerði jafntefli við Serbíu í leik sem erfitt er að setja í orð. Sóknarleikur Íslands hrökk aldrei í gírinn og var Serbía yfir þegar leikurinn var svo gott sem búinn. Á einhvern ótrúlegan hátt tókst strákunum okkar að skora tvö mörk í blálokin og tryggja sér stig sem virtist ekki vera möguleiki, lokatölur 27-27. „Þetta leik ekkert frábærlega út. Við erum að ströggla lungann úr leiknum sóknarlega. Vörnin og markvarslan dettur svo niður í seinni hálfleik og þá ná þeir þessu forskoti,“ bætti Snorri Steinn við um leikinn og hélt áfram. „Ég ætla líka að hrósa leikmönnunum. Það er meira en að segja það að snúa svona leik við og ná þessu stigi. Getur skipt öllu máli fyrir okkur, tilfinningin allt önnur en ef við hefðum tapað. Breytir því ekki að við þurfum að kíkja í eigin barm og vera heiðarlegir með að við vorum að ströggla sóknarlega. Serbar samt frábærir í dag, spiluðu dúndur vörn og eru með frábæran markmann.“ „Ég var mjög glaður með varnarleikinn og markvörsluna, lögðum áherslu á það – kannski full mikla áherslu. Hélt kannski að það væri meiri hausverkur heldur en hitt. Mögulega var þetta afraksturinn eða einfaldlega rangt metið hjá mér. Klárlega eitthvað sem við þurfum að laga, sérstaklega sóknarlega.“ „Ég á inni fullt af leikmönnum, gleymið því ekki. Menn geta líka spilað betur og ég hef fulla trú á því að það gerist,“ sagði Snorri Steinn að lokum. Næsti leikur Íslands er gegn Svartfjallalandi á sunnudag, 14. janúar. Klippa: Snorri Steinn eftir Serbíuleikinn Handbolti Landslið karla í handbolta EM 2024 í handbolta Mest lesið Óánægður eftir brot á leikmanni Þóris: „Lífshættulegt“ Handbolti Neitaði að sýna regnbogaliti og félagið segist virða það Enski boltinn Svaraði baulinu með marki og reif sig úr að ofan Fótbolti Fengu fernu á sig frá Atla í miðju Evrópuævintýri Íslenski boltinn Arsenal dróst gegn Man. Utd en Liverpool og Tottenham heppin Enski boltinn Ákvað að yfirgefa KR Körfubolti Bruune fór illa með íslensku stelpurnar á Spáni Fótbolti Íslendingur með sviðsljósið á sér fyrir NBA leik Körfubolti „Þá rennur stressið af manni“ Handbolti Slóvenía bíður Íslands en ballið búið hjá heimakonum Handbolti Fleiri fréttir Óánægður eftir brot á leikmanni Þóris: „Lífshættulegt“ „Þá rennur stressið af manni“ Slóvenía bíður Íslands en ballið búið hjá heimakonum „Gæsahúð allsstaðar“ Hugsaði lítið og stressaði sig minna Þýsk kona fylgt Íslandi um allt: „Stálu hjarta mínu“ Skýrsla Vals: Söguleg snilld Ómar borinn af velli og HM gæti verið í hættu „Skiptir okkur ofboðslega miklu máli að komast í þessa leiki“ „Sagði á bekknum að hún myndi klára þetta, sem hún gerði“ „Sjúklega stolt af þessum hóp“ „Ég held að við getum alveg staðið í Þjóðverjum“ Orri skoraði sjö í risasigri Nítján íslensk mörk í öruggum sigri Kolstad Uppgjörið: Ísland - Úkraína 27-24 | Sögulegur sigur og stelpurnar okkar á leið í hreinan úrslitaleik Hollendingar á leið upp úr íslenska riðlinum „Þær eru svolítið þyngri“ Þýsku meistararnir að ná vopnum sínum á ný Arnar Birkir fór á kostum í sigri Færeysku stelpurnar náðu sögulegu jafntefli á EM Haukarnir kláruðu Kur og komust í 32 liða úrslit Fullt af möguleikum í þessu Stelpur sem geta lúðrað á markið „Ég fór ekkert alltof seint að sofa“ „Ég þarf smá útrás“ Íslendingaliðin með örugga sigra í Portúgal Janus og félagar á toppnum eftir sjöunda sigurinn í röð Norsku stelpurnar hans Þóris með fullt hús Öruggur sigur ÍBV gegn Val „Ætla að gefa þessum kosningum frí“ Sjá meira
Ísland gerði jafntefli við Serbíu í leik sem erfitt er að setja í orð. Sóknarleikur Íslands hrökk aldrei í gírinn og var Serbía yfir þegar leikurinn var svo gott sem búinn. Á einhvern ótrúlegan hátt tókst strákunum okkar að skora tvö mörk í blálokin og tryggja sér stig sem virtist ekki vera möguleiki, lokatölur 27-27. „Þetta leik ekkert frábærlega út. Við erum að ströggla lungann úr leiknum sóknarlega. Vörnin og markvarslan dettur svo niður í seinni hálfleik og þá ná þeir þessu forskoti,“ bætti Snorri Steinn við um leikinn og hélt áfram. „Ég ætla líka að hrósa leikmönnunum. Það er meira en að segja það að snúa svona leik við og ná þessu stigi. Getur skipt öllu máli fyrir okkur, tilfinningin allt önnur en ef við hefðum tapað. Breytir því ekki að við þurfum að kíkja í eigin barm og vera heiðarlegir með að við vorum að ströggla sóknarlega. Serbar samt frábærir í dag, spiluðu dúndur vörn og eru með frábæran markmann.“ „Ég var mjög glaður með varnarleikinn og markvörsluna, lögðum áherslu á það – kannski full mikla áherslu. Hélt kannski að það væri meiri hausverkur heldur en hitt. Mögulega var þetta afraksturinn eða einfaldlega rangt metið hjá mér. Klárlega eitthvað sem við þurfum að laga, sérstaklega sóknarlega.“ „Ég á inni fullt af leikmönnum, gleymið því ekki. Menn geta líka spilað betur og ég hef fulla trú á því að það gerist,“ sagði Snorri Steinn að lokum. Næsti leikur Íslands er gegn Svartfjallalandi á sunnudag, 14. janúar. Klippa: Snorri Steinn eftir Serbíuleikinn
Handbolti Landslið karla í handbolta EM 2024 í handbolta Mest lesið Óánægður eftir brot á leikmanni Þóris: „Lífshættulegt“ Handbolti Neitaði að sýna regnbogaliti og félagið segist virða það Enski boltinn Svaraði baulinu með marki og reif sig úr að ofan Fótbolti Fengu fernu á sig frá Atla í miðju Evrópuævintýri Íslenski boltinn Arsenal dróst gegn Man. Utd en Liverpool og Tottenham heppin Enski boltinn Ákvað að yfirgefa KR Körfubolti Bruune fór illa með íslensku stelpurnar á Spáni Fótbolti Íslendingur með sviðsljósið á sér fyrir NBA leik Körfubolti „Þá rennur stressið af manni“ Handbolti Slóvenía bíður Íslands en ballið búið hjá heimakonum Handbolti Fleiri fréttir Óánægður eftir brot á leikmanni Þóris: „Lífshættulegt“ „Þá rennur stressið af manni“ Slóvenía bíður Íslands en ballið búið hjá heimakonum „Gæsahúð allsstaðar“ Hugsaði lítið og stressaði sig minna Þýsk kona fylgt Íslandi um allt: „Stálu hjarta mínu“ Skýrsla Vals: Söguleg snilld Ómar borinn af velli og HM gæti verið í hættu „Skiptir okkur ofboðslega miklu máli að komast í þessa leiki“ „Sagði á bekknum að hún myndi klára þetta, sem hún gerði“ „Sjúklega stolt af þessum hóp“ „Ég held að við getum alveg staðið í Þjóðverjum“ Orri skoraði sjö í risasigri Nítján íslensk mörk í öruggum sigri Kolstad Uppgjörið: Ísland - Úkraína 27-24 | Sögulegur sigur og stelpurnar okkar á leið í hreinan úrslitaleik Hollendingar á leið upp úr íslenska riðlinum „Þær eru svolítið þyngri“ Þýsku meistararnir að ná vopnum sínum á ný Arnar Birkir fór á kostum í sigri Færeysku stelpurnar náðu sögulegu jafntefli á EM Haukarnir kláruðu Kur og komust í 32 liða úrslit Fullt af möguleikum í þessu Stelpur sem geta lúðrað á markið „Ég fór ekkert alltof seint að sofa“ „Ég þarf smá útrás“ Íslendingaliðin með örugga sigra í Portúgal Janus og félagar á toppnum eftir sjöunda sigurinn í röð Norsku stelpurnar hans Þóris með fullt hús Öruggur sigur ÍBV gegn Val „Ætla að gefa þessum kosningum frí“ Sjá meira
Uppgjörið: Ísland - Úkraína 27-24 | Sögulegur sigur og stelpurnar okkar á leið í hreinan úrslitaleik