Dreymir um medalíu og líst vel á líkurnar Ágúst Orri Arnarson skrifar 10. janúar 2024 19:35 Kristján Örn, Donni, á æfingu liðsins í dag. vísir / vilhelm Kristján Örn Kristjánsson, eða Donni eins og hann er alla jafnan kallaður, gaf sig til tals við fréttamann eftir æfingu landsliðsins í München í dag. Donni hefur verið að glíma við meiðsli en segist sjálfur vera klár fyrir komandi átök og vonast til að geta lagt sitt af mörkum í leið liðsins að medalíu á mótinu. „Öxlin er búin að vera að stríða mér núna í níu ár en þetta var komið á slæman stað eftir landsliðsverkefnið í lok október. Eftir það tók ég pásu frá handbolta, fékk sprautu og líður talsvert betur. Þannig að ég er 100% tilbúinn í verkefnið.“ Hann tók ekki þátt í æfingaleikjum gegn Austurríki á dögunum en bíður spenntur eftir sínu tækifæri. „Ég var 100% klár og bíð spenntur eftir mínu tækifæri. Maður er alltaf svekktur þegar maður fær ekki að spila. En maður er meðal þeirra bestu þannig að það þýðir ekki að vera of svekktur, þó maður sé auðvitað smá svekktur.“ Markmiðin skýr og bjartsýni fyrir fyrsta leik Markmiðin fyrir mót eru skýr, Donna dreymir daginn sem hann fær verðlaunapening um hálsinn og segir ekkert annað skipta máli. Hann sagðist sömuleiðis bjartsýnn fyrir fyrsta leik liðsins gegn Serbíu á föstudag. „Mig langar í medalíu, hvernig sem við náum því, þá er ég sáttur. Allt annað skiptir engu máli. Mitt markmið er að vera með og sanna það að ég eigi skilið að vera í þessum hópi. Við fórum vel yfir þetta í dag. Mér líst bara vel á okkar líkur, ef við spilum okkar leik og mætum tilbúnir frá fyrstu mínútu ættum við að taka þetta á endanum.“ Klippa: Donni klár í slaginn fyrir fyrsta leik Donni var að lokum spurðum tveggja skemmtilegra spurninga sem vöktu bros á vör. Fyrst var hann spurður hvaða óvæntu hluti hann hefði pakkað með fyrir mót og að lokum var spurt hvað honum fyndist óþægilegast eða sársaukafyllst þegar hann spilar handbolta. Svör Donna og viðtalið allt má sjá í spilaranum hér fyrir ofan. Handbolti EM 2024 í handbolta Landslið karla í handbolta Mest lesið Óánægður eftir brot á leikmanni Þóris: „Lífshættulegt“ Handbolti Neitaði að sýna regnbogaliti og félagið segist virða það Enski boltinn Svaraði baulinu með marki og reif sig úr að ofan Fótbolti Fengu fernu á sig frá Atla í miðju Evrópuævintýri Íslenski boltinn Arsenal dróst gegn Man. Utd en Liverpool og Tottenham heppin Enski boltinn Ákvað að yfirgefa KR Körfubolti Bruune fór illa með íslensku stelpurnar á Spáni Fótbolti Íslendingur með sviðsljósið á sér fyrir NBA leik Körfubolti „Þá rennur stressið af manni“ Handbolti Slóvenía bíður Íslands en ballið búið hjá heimakonum Handbolti Fleiri fréttir Óánægður eftir brot á leikmanni Þóris: „Lífshættulegt“ „Þá rennur stressið af manni“ Slóvenía bíður Íslands en ballið búið hjá heimakonum „Gæsahúð allsstaðar“ Hugsaði lítið og stressaði sig minna Þýsk kona fylgt Íslandi um allt: „Stálu hjarta mínu“ Skýrsla Vals: Söguleg snilld Ómar borinn af velli og HM gæti verið í hættu „Skiptir okkur ofboðslega miklu máli að komast í þessa leiki“ „Sagði á bekknum að hún myndi klára þetta, sem hún gerði“ „Sjúklega stolt af þessum hóp“ „Ég held að við getum alveg staðið í Þjóðverjum“ Orri skoraði sjö í risasigri Nítján íslensk mörk í öruggum sigri Kolstad Uppgjörið: Ísland - Úkraína 27-24 | Sögulegur sigur og stelpurnar okkar á leið í hreinan úrslitaleik Hollendingar á leið upp úr íslenska riðlinum „Þær eru svolítið þyngri“ Þýsku meistararnir að ná vopnum sínum á ný Arnar Birkir fór á kostum í sigri Færeysku stelpurnar náðu sögulegu jafntefli á EM Haukarnir kláruðu Kur og komust í 32 liða úrslit Fullt af möguleikum í þessu Stelpur sem geta lúðrað á markið „Ég fór ekkert alltof seint að sofa“ „Ég þarf smá útrás“ Íslendingaliðin með örugga sigra í Portúgal Janus og félagar á toppnum eftir sjöunda sigurinn í röð Norsku stelpurnar hans Þóris með fullt hús Öruggur sigur ÍBV gegn Val „Ætla að gefa þessum kosningum frí“ Sjá meira
Donni hefur verið að glíma við meiðsli en segist sjálfur vera klár fyrir komandi átök og vonast til að geta lagt sitt af mörkum í leið liðsins að medalíu á mótinu. „Öxlin er búin að vera að stríða mér núna í níu ár en þetta var komið á slæman stað eftir landsliðsverkefnið í lok október. Eftir það tók ég pásu frá handbolta, fékk sprautu og líður talsvert betur. Þannig að ég er 100% tilbúinn í verkefnið.“ Hann tók ekki þátt í æfingaleikjum gegn Austurríki á dögunum en bíður spenntur eftir sínu tækifæri. „Ég var 100% klár og bíð spenntur eftir mínu tækifæri. Maður er alltaf svekktur þegar maður fær ekki að spila. En maður er meðal þeirra bestu þannig að það þýðir ekki að vera of svekktur, þó maður sé auðvitað smá svekktur.“ Markmiðin skýr og bjartsýni fyrir fyrsta leik Markmiðin fyrir mót eru skýr, Donna dreymir daginn sem hann fær verðlaunapening um hálsinn og segir ekkert annað skipta máli. Hann sagðist sömuleiðis bjartsýnn fyrir fyrsta leik liðsins gegn Serbíu á föstudag. „Mig langar í medalíu, hvernig sem við náum því, þá er ég sáttur. Allt annað skiptir engu máli. Mitt markmið er að vera með og sanna það að ég eigi skilið að vera í þessum hópi. Við fórum vel yfir þetta í dag. Mér líst bara vel á okkar líkur, ef við spilum okkar leik og mætum tilbúnir frá fyrstu mínútu ættum við að taka þetta á endanum.“ Klippa: Donni klár í slaginn fyrir fyrsta leik Donni var að lokum spurðum tveggja skemmtilegra spurninga sem vöktu bros á vör. Fyrst var hann spurður hvaða óvæntu hluti hann hefði pakkað með fyrir mót og að lokum var spurt hvað honum fyndist óþægilegast eða sársaukafyllst þegar hann spilar handbolta. Svör Donna og viðtalið allt má sjá í spilaranum hér fyrir ofan.
Handbolti EM 2024 í handbolta Landslið karla í handbolta Mest lesið Óánægður eftir brot á leikmanni Þóris: „Lífshættulegt“ Handbolti Neitaði að sýna regnbogaliti og félagið segist virða það Enski boltinn Svaraði baulinu með marki og reif sig úr að ofan Fótbolti Fengu fernu á sig frá Atla í miðju Evrópuævintýri Íslenski boltinn Arsenal dróst gegn Man. Utd en Liverpool og Tottenham heppin Enski boltinn Ákvað að yfirgefa KR Körfubolti Bruune fór illa með íslensku stelpurnar á Spáni Fótbolti Íslendingur með sviðsljósið á sér fyrir NBA leik Körfubolti „Þá rennur stressið af manni“ Handbolti Slóvenía bíður Íslands en ballið búið hjá heimakonum Handbolti Fleiri fréttir Óánægður eftir brot á leikmanni Þóris: „Lífshættulegt“ „Þá rennur stressið af manni“ Slóvenía bíður Íslands en ballið búið hjá heimakonum „Gæsahúð allsstaðar“ Hugsaði lítið og stressaði sig minna Þýsk kona fylgt Íslandi um allt: „Stálu hjarta mínu“ Skýrsla Vals: Söguleg snilld Ómar borinn af velli og HM gæti verið í hættu „Skiptir okkur ofboðslega miklu máli að komast í þessa leiki“ „Sagði á bekknum að hún myndi klára þetta, sem hún gerði“ „Sjúklega stolt af þessum hóp“ „Ég held að við getum alveg staðið í Þjóðverjum“ Orri skoraði sjö í risasigri Nítján íslensk mörk í öruggum sigri Kolstad Uppgjörið: Ísland - Úkraína 27-24 | Sögulegur sigur og stelpurnar okkar á leið í hreinan úrslitaleik Hollendingar á leið upp úr íslenska riðlinum „Þær eru svolítið þyngri“ Þýsku meistararnir að ná vopnum sínum á ný Arnar Birkir fór á kostum í sigri Færeysku stelpurnar náðu sögulegu jafntefli á EM Haukarnir kláruðu Kur og komust í 32 liða úrslit Fullt af möguleikum í þessu Stelpur sem geta lúðrað á markið „Ég fór ekkert alltof seint að sofa“ „Ég þarf smá útrás“ Íslendingaliðin með örugga sigra í Portúgal Janus og félagar á toppnum eftir sjöunda sigurinn í röð Norsku stelpurnar hans Þóris með fullt hús Öruggur sigur ÍBV gegn Val „Ætla að gefa þessum kosningum frí“ Sjá meira
Uppgjörið: Ísland - Úkraína 27-24 | Sögulegur sigur og stelpurnar okkar á leið í hreinan úrslitaleik