Líður eins og að hann hafi þekkt Snorra Stein í tíu ár Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 3. janúar 2024 08:11 Janus Daði Smárason í leik með íslenska landsliðinu. Hann er þar í mikilvægu hlutverki. Vísir/Hulda Margrét Landsliðsmaðurinn Janus Daði Smárason, sem samdi við ungverska stórliðið Pick Szeged á dögunum, er kominn með nóg af flutningum og vonast til að geta komið sér vel fyrir í Ungverjalandi. Hann er á leiðinni með íslenska landsliðinu á EM í Þýskalandi seinna í þessum mánuði. Janus Daði hefur verið að æfa með landsliðinu hér á landi síðustu tvær vikur en liðið flýgur út á föstudag þar sem spilaðir verða tveir æfingarleikir við Austurríki. Svo tekur við Evrópumótið eftir rúma viku. „Við erum búnir að bíða lengi eftir þessu blessaða móti núna og í rauninni síðan eftir vonbrigðin í fyrra. Við erum spenntir,“ sagði Janus Daði Smárason í viðtali við Stefán Árna Pálsson í kvöldfréttum Stöðvar 2. „Þetta er meira það að okkur finnst við vera betri og vera með lið til að ná alvöru árangri. Okkur hlakkar bara til að sýna það,“ sagði Janus Daði en hvernig finnst honum að vinna með Snorra Steini Guðjónssyni, nýjum landsliðsþjálfara? „Æðislegt. Hann er rosalega þægilegur. Mér finnst eins og ég hafi þekkt hann í tíu ár og ég þekkti hann eiginlega ekkert áður. Það er góð stemmning og það á við allan hópinn að við erum komnir heim eftir törn í desember og glaðir að fá að taka á því saman,“ sagði Janus. Nú gæti íslenska landsliðið samt stillt upp útlínu með þremur leikmönnum Magdeburgar liðsins því samherjar hans Gísli Þorgeir Kristjánsson og Ómar Ingi Magnússon eru einnig í íslenska landsliðinu. „Það er mikill kostur held ég. Þetta er spurning um alls konar smáatriði sem við erum búnir að skóla saman í þessu dags daglegu. Það er plús,“ sagði Janus. Það er búið að tilkynna það að Janus Daði yfirgefur Magdeburg í sumar og færir sig yfir til Pick Szeged í Ungverjalandi. Af hverju fer hann til Ungverjalands á þessum tímapunkti? „Þetta er stórlið og topplið í Meistaradeildinni. Þetta er spennandi. Það er að koma nýr þjálfari og þeir eru fríska þetta aðeins upp hjá sér. Líka fyrir skrokkinn á mér þá kallar þetta á mann. Af hverju ekki það frekar en eitthvað annað,“ sagði Janus. „Fókusinn er líka á það að það er mikill rígur á milli Szeged og Vézprem. Þau hafa verið að skiptast á því undanfarin ár að taka titilinn. Þú hefur það og svo hefur þú Meistaradeildina,“ sagði Janus sem viðurkennir þó að það sé ekki skemmtilegt að vera alltaf að flytja. Það má sjá allt viðtalið hér fyrir neðan. EM 2024 í handbolta Landslið karla í handbolta Mest lesið Körfuboltakonan gnæfir yfir aðra leikmenn Körfubolti „Ég get ekki beðið að koma aftur til Íslands“ Íslenski boltinn Hesturinn losaði sig við knapann í kappreiðum og endaði niðri í bæ Sport Arne Slot var reiður eftir leikinn: Allt annað en ánægður Enski boltinn Rio: Vonandi jafn vægðarlausir gagnvart leikmönnunum sem ekkert geta Enski boltinn Barcelona í kapphlaupi við tímann Fótbolti Segir Þóri hafa verndað sig: „Verður ótrúlega sorglegt“ Handbolti Eygló ætlar að losna við loddaralíðan á HM Sport Time valdi Caitlin Clark Íþróttamann ársins Körfubolti Tryggði titilinn með marki beint úr aukaspyrnu Fótbolti Fleiri fréttir Segir Þóri hafa verndað sig: „Verður ótrúlega sorglegt“ Sænsku stelpurnar spila um fimmta sætið Heimsmeistararnir unnu heimakonur og sendu þær í leik á móti Noregi Greip gæsina en sökuð um óheiðarleika Stiven hafði betur gegn Orra í kvöld Dönsku stelpurnar tryggðu sér úrslitaleik á móti Hollandi FH og Valur fóru bæði í átta liða úrslitin Guðjón Valur búinn að fá nóg af svikahröppum Þórir og norsku stelpurnar komnar í undanúrslitin Hollensku stelpurnar skrefi nær undanúrslitunum Niðurbrotin en fær skyndilega að spila eftir skot í höfuð Markvörður Dags enn að jafna sig eftir árás liðsfélaga Gæti mætt Íslandi á HM: „Algjört æði“ Guðjón stýrði til sigurs en svekkjandi tap hjá lærisveinum Rúnars Elvar rekinn af velli er Melsungen endurheimti efsta sætið Guðmundur skákaði Arnóri Öruggt hjá Haukum og Stjörnunni Slæmt tap Svía Skildi ekki eftir eitt sekúndubrot á klukkunni Haukar mæta liði sem er á ókunnum slóðum Nýtt lið og ný íbúð með litla bróður: „Var svolítið þröngt með mig á sófanum“ Orri pottþéttur gegn Berlínarrefunum „Við vorum sjálfum okkur verstir“ Stelpurnar hans Þóris unnu Dani Öruggt hjá FH og Fram en endurkoma hjá ÍR á Nesinu Uppgjörið: Afturelding - Valur 29-25 | Mosfellingar unnu stórleikinn Arnar Birkir áfram heitur í öðrum sigri Amo í röð Haukur kom að níu mörkum gegn PSG Heimsmeistararnir tóku fram úr undir lokin Þýskaland áfram á flugi eftir sigurinn gegn Íslandi Sjá meira
Janus Daði hefur verið að æfa með landsliðinu hér á landi síðustu tvær vikur en liðið flýgur út á föstudag þar sem spilaðir verða tveir æfingarleikir við Austurríki. Svo tekur við Evrópumótið eftir rúma viku. „Við erum búnir að bíða lengi eftir þessu blessaða móti núna og í rauninni síðan eftir vonbrigðin í fyrra. Við erum spenntir,“ sagði Janus Daði Smárason í viðtali við Stefán Árna Pálsson í kvöldfréttum Stöðvar 2. „Þetta er meira það að okkur finnst við vera betri og vera með lið til að ná alvöru árangri. Okkur hlakkar bara til að sýna það,“ sagði Janus Daði en hvernig finnst honum að vinna með Snorra Steini Guðjónssyni, nýjum landsliðsþjálfara? „Æðislegt. Hann er rosalega þægilegur. Mér finnst eins og ég hafi þekkt hann í tíu ár og ég þekkti hann eiginlega ekkert áður. Það er góð stemmning og það á við allan hópinn að við erum komnir heim eftir törn í desember og glaðir að fá að taka á því saman,“ sagði Janus. Nú gæti íslenska landsliðið samt stillt upp útlínu með þremur leikmönnum Magdeburgar liðsins því samherjar hans Gísli Þorgeir Kristjánsson og Ómar Ingi Magnússon eru einnig í íslenska landsliðinu. „Það er mikill kostur held ég. Þetta er spurning um alls konar smáatriði sem við erum búnir að skóla saman í þessu dags daglegu. Það er plús,“ sagði Janus. Það er búið að tilkynna það að Janus Daði yfirgefur Magdeburg í sumar og færir sig yfir til Pick Szeged í Ungverjalandi. Af hverju fer hann til Ungverjalands á þessum tímapunkti? „Þetta er stórlið og topplið í Meistaradeildinni. Þetta er spennandi. Það er að koma nýr þjálfari og þeir eru fríska þetta aðeins upp hjá sér. Líka fyrir skrokkinn á mér þá kallar þetta á mann. Af hverju ekki það frekar en eitthvað annað,“ sagði Janus. „Fókusinn er líka á það að það er mikill rígur á milli Szeged og Vézprem. Þau hafa verið að skiptast á því undanfarin ár að taka titilinn. Þú hefur það og svo hefur þú Meistaradeildina,“ sagði Janus sem viðurkennir þó að það sé ekki skemmtilegt að vera alltaf að flytja. Það má sjá allt viðtalið hér fyrir neðan.
EM 2024 í handbolta Landslið karla í handbolta Mest lesið Körfuboltakonan gnæfir yfir aðra leikmenn Körfubolti „Ég get ekki beðið að koma aftur til Íslands“ Íslenski boltinn Hesturinn losaði sig við knapann í kappreiðum og endaði niðri í bæ Sport Arne Slot var reiður eftir leikinn: Allt annað en ánægður Enski boltinn Rio: Vonandi jafn vægðarlausir gagnvart leikmönnunum sem ekkert geta Enski boltinn Barcelona í kapphlaupi við tímann Fótbolti Segir Þóri hafa verndað sig: „Verður ótrúlega sorglegt“ Handbolti Eygló ætlar að losna við loddaralíðan á HM Sport Time valdi Caitlin Clark Íþróttamann ársins Körfubolti Tryggði titilinn með marki beint úr aukaspyrnu Fótbolti Fleiri fréttir Segir Þóri hafa verndað sig: „Verður ótrúlega sorglegt“ Sænsku stelpurnar spila um fimmta sætið Heimsmeistararnir unnu heimakonur og sendu þær í leik á móti Noregi Greip gæsina en sökuð um óheiðarleika Stiven hafði betur gegn Orra í kvöld Dönsku stelpurnar tryggðu sér úrslitaleik á móti Hollandi FH og Valur fóru bæði í átta liða úrslitin Guðjón Valur búinn að fá nóg af svikahröppum Þórir og norsku stelpurnar komnar í undanúrslitin Hollensku stelpurnar skrefi nær undanúrslitunum Niðurbrotin en fær skyndilega að spila eftir skot í höfuð Markvörður Dags enn að jafna sig eftir árás liðsfélaga Gæti mætt Íslandi á HM: „Algjört æði“ Guðjón stýrði til sigurs en svekkjandi tap hjá lærisveinum Rúnars Elvar rekinn af velli er Melsungen endurheimti efsta sætið Guðmundur skákaði Arnóri Öruggt hjá Haukum og Stjörnunni Slæmt tap Svía Skildi ekki eftir eitt sekúndubrot á klukkunni Haukar mæta liði sem er á ókunnum slóðum Nýtt lið og ný íbúð með litla bróður: „Var svolítið þröngt með mig á sófanum“ Orri pottþéttur gegn Berlínarrefunum „Við vorum sjálfum okkur verstir“ Stelpurnar hans Þóris unnu Dani Öruggt hjá FH og Fram en endurkoma hjá ÍR á Nesinu Uppgjörið: Afturelding - Valur 29-25 | Mosfellingar unnu stórleikinn Arnar Birkir áfram heitur í öðrum sigri Amo í röð Haukur kom að níu mörkum gegn PSG Heimsmeistararnir tóku fram úr undir lokin Þýskaland áfram á flugi eftir sigurinn gegn Íslandi Sjá meira