Verkalýðshreyfingin vill stöðva kjaraviðræður vegna gjaldskrárhækkana Heimir Már Pétursson skrifar 29. nóvember 2023 12:03 Ragnar Þór Ingólfsson formaður VR segir til lítils að ræða nýja langtíma kjarasamninga á sama tíma og hið opinbera boði stórfelldar gjaldskrárhækkanir. Stöð 2/Arnar Formaður VR reiknar með að öllum viðræðum verkalýðshreyfingarinnar við stjórnvöld og Samtök atvinnulífsins verði hætt fram yfir áramót vegna boðaðra gjaldskrárhækkana sveitarfélaga og aðgerðaleysis stjórnvalda. Verkalýðshreyfingin geti ekki ein staðið undir því að keyra niður verðbólguna. Verðbólga síðustu tólf mánuðina mælist nú átta prósent og hefur aukist um 0,1 prósentustig frá síðasta mánuði. Segja má að peningastefnunefnd Seðlabankans hafi leikið ákveðinn biðleik þegar hún ákvað að halda meginvöxtum óbreyttum í 9,25 prósentum og horfi ekki hvað síst til yfirstandandi kjaraviðræðna. Stefnt hefur verið að því að ljúka samningum áður en núgildandi skammtímasamningar renna út eftir tíu vikur, hinn 31. janúar. Ragnar Þór Ingólfsson formaður VR segir verkalýðshreyfinguna ekki geta staðið eina að því að minnka verðbólgu og lækka vexti. Vísir/Vilhelm Ragnar Þór Ingólfsson formaður VR segir þetta ekki geta gengið upp. „Samningar þurfa hreinlega að renna út og friðarskyldan sömuleiðis. Vegna þess að stjórnvöld virðast vera að fara í þveröfuga átt bæði varðandi húsnæðismálin og sveitarfélögin eru að tilkynna gjaldskrárhækkanir á bilinu fimm upp í þrjátíu prósent, erum við að sjá. Þannig að við höfum í sjálfu sér núna tekið ákvörðun um að setja allar viðræður á bið,“ segir Ragnar Þór. Verkalýðshreyfingin muni skoða málin aftur upp úr áramótum þegar komið verði endanlega í ljós hversu miklar gjaldskrárhækkanir hins opinbera verði á næsta ári. Þetta væri samdóma álit stóru landsambandanna á almennum vinnumarkaði „Við erum í þessu saman og ég reikna fastlega með því að frekari fundarhöldum eða viðræðum við bæði stjórnvöld og Samtök atvinnulífsins verði hætt fram yfir áramót. Ég á frekar von á að það verði lendingin frekar en að spýta í lófana,“ segir formaður VR. Þetta þýðir með öðrum orðum að yfirstandandi kjaraviðræður eru í algjöru uppnámi. Ragnar Þór segir að sveitarfélögin væru nú að ræða sínar fjárhagsáætlanir fyrr næsta ár með áformum um stórfelldar hækkanir á gjöldum. Nú væri útlit fyrir að lokaatlaga verði ekki gerð að kjarasamningum fyrr en friðarskylda núgildandi samninga væri að renna út í lok janúar. „Þetta er bara grafalvarleg staða. Við erum að fara afturábak. Stjórnvöld varðandi húsnæðismálin, varðandi gjaldskrárhækkanir. Við erum að sjá vísitöluna hækka og hækka verðlag. Það er alls staðar þrýstingur upp á við. Það er allt sem talar einhver veginn gegn því að hér náist einhver góð niðurstaða í kjaraviðræðum. Þannig að við getum ekki annað en beðið. Við getum ekki verið að gera atlögu að einhverju, ein í einhverjum báti út á ballarhafi þegar enginn ætlar að taka þátt,” segir Ragnar Þór Ingólfsson. Kjaraviðræður 2023 Kjaramál Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Sveitarstjórnarmál Fjármál heimilisins Verðlag Tengdar fréttir Óvissan á Reykjanesskaga knýr Seðlabankann til að halda vöxtum óbreyttum Allt útlit er fyrir að peningastefnunefnd Seðlabankans haldi vöxtum óbreyttum í vikunni vegna þess óvissuástands sem ríkir út af jarðhræringunum á Reykjanesskaga en markaðsaðilar og hagfræðingar hafa ekki verið eins samstíga í væntingum sínum um ákvörðun nefndarinnar um langa hríð. Nánast allir þátttakendur í vaxtakönnun Innherja eiga von á biðleik hjá peningastefnunefndinni í annað sinn í röð enda séu merki um að hátt vaxtastig sé farið að kæla einkaneysluna og þá muni náttúruhamfarirnar draga mátt úr hagkerfinu á næstu mánuðum og þensla á vinnumarkaði minnka. 20. nóvember 2023 11:02 „Þetta kemur auðvitað ekkert á óvart“ Formaður Eflingar segir ekki koma á óvart að atvinnurekendur segi engin efni til launahækkana. Koma verði til móts við þau lægst launuðu og þannig vinna gegn verðbólgunni. 21. október 2023 14:08 Biðleikur Seðlabanka gefur færi á víðtæku samstarfi Meginvextir Seðlabankans verða óbreyttir fram yfir gildisíma núgildandi kjarasamninga í lok janúar. Seðlabankastjóri segir að líta megi á þessa ákvörðun sem biðleik en ef ekki fari að draga úr þrálátri verðbólgu væri peningastefnunefnd nauðugur sá kostur að hækka stýrivexti enn meira. 22. nóvember 2023 19:21 Mest lesið Vaktin: Myndun nýrrar ríkisstjórnar Innlent Ráðuneytum fækkað og ljóst hvar stóru verkefnin liggja Innlent Virðist útiloka samstarf með Samfylkingu Innlent Ungir menn grunaðir um langa brotahrinu Innlent Verði að virða það sem þjóðin vilji Innlent Lítill arfur á barnsaldri dró dilk á eftir sér Innlent Halla veitti Kristrúnu umboð til stjórnarmyndunar Innlent Jón Ingi dæmdur í sex ára fangelsi í Sólheimajökulsmálinu Innlent Fréttin öll Innlent Niðurbrotin eftir synjun og segir afkomuótta blasa við næstu mánuði Innlent Fleiri fréttir Gátu loksins mætt aftur í skólann sinn á Selfossi „Menn ætla sér alla leið með þetta“ Skæð fuglaflensa fannst í kalkúnum í Ölfusi Afturkalla átta friðlýsingar Niðurbrotin eftir synjun og segir afkomuótta blasa við næstu mánuði Valkyrjustjórn, afkomukvíði og jóladans í beinni Lítill arfur á barnsaldri dró dilk á eftir sér Hitasveifla upp á 23 gráður á innan við sólarhring Ráðuneytum fækkað og ljóst hvar stóru verkefnin liggja Bæjarstjóraskipti á áætlun í Hafnarfirði Gleðitár á hvarmi Fúsa við verðlaunaafhendingu Jón Ingi dæmdur í sex ára fangelsi í Sólheimajökulsmálinu Hámarksbið eftir barnabótum verður fjórir mánuðir Virðist útiloka samstarf með Samfylkingu Blandar sér í baráttuna um rektorinn Ragnar Þór hættur hjá VR og Halla tekin við „Fullkomlega galin“ fjárhagsleg ákvörðun að vera rithöfundur á Íslandi Fréttin öll Sigríður Júlía verður bæjarstjóri Ísafjarðarbæjar „Ég er bara bjartsýnn“ Kristrún fær umboðið og boðar Ingu og Þorgerði á sinn fund Verði að virða það sem þjóðin vilji Umsóknir enn til meðferðar „á faglegum grunni“ Framlengir fjöldaflóttavernd enn frekar Telja sig hvorki geta hafnað né samþykkt ósk um endurtalningu Að starfa með Sjálfstæðisflokknum eins og að sænga hjá ísbirni Grunaður morðingi áfram bak við lás og slá Allir flokkar innan frávika í könnunum nema Flokkur fólksins Ungir menn grunaðir um langa brotahrinu Halla veitti Kristrúnu umboð til stjórnarmyndunar Sjá meira
Verðbólga síðustu tólf mánuðina mælist nú átta prósent og hefur aukist um 0,1 prósentustig frá síðasta mánuði. Segja má að peningastefnunefnd Seðlabankans hafi leikið ákveðinn biðleik þegar hún ákvað að halda meginvöxtum óbreyttum í 9,25 prósentum og horfi ekki hvað síst til yfirstandandi kjaraviðræðna. Stefnt hefur verið að því að ljúka samningum áður en núgildandi skammtímasamningar renna út eftir tíu vikur, hinn 31. janúar. Ragnar Þór Ingólfsson formaður VR segir verkalýðshreyfinguna ekki geta staðið eina að því að minnka verðbólgu og lækka vexti. Vísir/Vilhelm Ragnar Þór Ingólfsson formaður VR segir þetta ekki geta gengið upp. „Samningar þurfa hreinlega að renna út og friðarskyldan sömuleiðis. Vegna þess að stjórnvöld virðast vera að fara í þveröfuga átt bæði varðandi húsnæðismálin og sveitarfélögin eru að tilkynna gjaldskrárhækkanir á bilinu fimm upp í þrjátíu prósent, erum við að sjá. Þannig að við höfum í sjálfu sér núna tekið ákvörðun um að setja allar viðræður á bið,“ segir Ragnar Þór. Verkalýðshreyfingin muni skoða málin aftur upp úr áramótum þegar komið verði endanlega í ljós hversu miklar gjaldskrárhækkanir hins opinbera verði á næsta ári. Þetta væri samdóma álit stóru landsambandanna á almennum vinnumarkaði „Við erum í þessu saman og ég reikna fastlega með því að frekari fundarhöldum eða viðræðum við bæði stjórnvöld og Samtök atvinnulífsins verði hætt fram yfir áramót. Ég á frekar von á að það verði lendingin frekar en að spýta í lófana,“ segir formaður VR. Þetta þýðir með öðrum orðum að yfirstandandi kjaraviðræður eru í algjöru uppnámi. Ragnar Þór segir að sveitarfélögin væru nú að ræða sínar fjárhagsáætlanir fyrr næsta ár með áformum um stórfelldar hækkanir á gjöldum. Nú væri útlit fyrir að lokaatlaga verði ekki gerð að kjarasamningum fyrr en friðarskylda núgildandi samninga væri að renna út í lok janúar. „Þetta er bara grafalvarleg staða. Við erum að fara afturábak. Stjórnvöld varðandi húsnæðismálin, varðandi gjaldskrárhækkanir. Við erum að sjá vísitöluna hækka og hækka verðlag. Það er alls staðar þrýstingur upp á við. Það er allt sem talar einhver veginn gegn því að hér náist einhver góð niðurstaða í kjaraviðræðum. Þannig að við getum ekki annað en beðið. Við getum ekki verið að gera atlögu að einhverju, ein í einhverjum báti út á ballarhafi þegar enginn ætlar að taka þátt,” segir Ragnar Þór Ingólfsson.
Kjaraviðræður 2023 Kjaramál Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Sveitarstjórnarmál Fjármál heimilisins Verðlag Tengdar fréttir Óvissan á Reykjanesskaga knýr Seðlabankann til að halda vöxtum óbreyttum Allt útlit er fyrir að peningastefnunefnd Seðlabankans haldi vöxtum óbreyttum í vikunni vegna þess óvissuástands sem ríkir út af jarðhræringunum á Reykjanesskaga en markaðsaðilar og hagfræðingar hafa ekki verið eins samstíga í væntingum sínum um ákvörðun nefndarinnar um langa hríð. Nánast allir þátttakendur í vaxtakönnun Innherja eiga von á biðleik hjá peningastefnunefndinni í annað sinn í röð enda séu merki um að hátt vaxtastig sé farið að kæla einkaneysluna og þá muni náttúruhamfarirnar draga mátt úr hagkerfinu á næstu mánuðum og þensla á vinnumarkaði minnka. 20. nóvember 2023 11:02 „Þetta kemur auðvitað ekkert á óvart“ Formaður Eflingar segir ekki koma á óvart að atvinnurekendur segi engin efni til launahækkana. Koma verði til móts við þau lægst launuðu og þannig vinna gegn verðbólgunni. 21. október 2023 14:08 Biðleikur Seðlabanka gefur færi á víðtæku samstarfi Meginvextir Seðlabankans verða óbreyttir fram yfir gildisíma núgildandi kjarasamninga í lok janúar. Seðlabankastjóri segir að líta megi á þessa ákvörðun sem biðleik en ef ekki fari að draga úr þrálátri verðbólgu væri peningastefnunefnd nauðugur sá kostur að hækka stýrivexti enn meira. 22. nóvember 2023 19:21 Mest lesið Vaktin: Myndun nýrrar ríkisstjórnar Innlent Ráðuneytum fækkað og ljóst hvar stóru verkefnin liggja Innlent Virðist útiloka samstarf með Samfylkingu Innlent Ungir menn grunaðir um langa brotahrinu Innlent Verði að virða það sem þjóðin vilji Innlent Lítill arfur á barnsaldri dró dilk á eftir sér Innlent Halla veitti Kristrúnu umboð til stjórnarmyndunar Innlent Jón Ingi dæmdur í sex ára fangelsi í Sólheimajökulsmálinu Innlent Fréttin öll Innlent Niðurbrotin eftir synjun og segir afkomuótta blasa við næstu mánuði Innlent Fleiri fréttir Gátu loksins mætt aftur í skólann sinn á Selfossi „Menn ætla sér alla leið með þetta“ Skæð fuglaflensa fannst í kalkúnum í Ölfusi Afturkalla átta friðlýsingar Niðurbrotin eftir synjun og segir afkomuótta blasa við næstu mánuði Valkyrjustjórn, afkomukvíði og jóladans í beinni Lítill arfur á barnsaldri dró dilk á eftir sér Hitasveifla upp á 23 gráður á innan við sólarhring Ráðuneytum fækkað og ljóst hvar stóru verkefnin liggja Bæjarstjóraskipti á áætlun í Hafnarfirði Gleðitár á hvarmi Fúsa við verðlaunaafhendingu Jón Ingi dæmdur í sex ára fangelsi í Sólheimajökulsmálinu Hámarksbið eftir barnabótum verður fjórir mánuðir Virðist útiloka samstarf með Samfylkingu Blandar sér í baráttuna um rektorinn Ragnar Þór hættur hjá VR og Halla tekin við „Fullkomlega galin“ fjárhagsleg ákvörðun að vera rithöfundur á Íslandi Fréttin öll Sigríður Júlía verður bæjarstjóri Ísafjarðarbæjar „Ég er bara bjartsýnn“ Kristrún fær umboðið og boðar Ingu og Þorgerði á sinn fund Verði að virða það sem þjóðin vilji Umsóknir enn til meðferðar „á faglegum grunni“ Framlengir fjöldaflóttavernd enn frekar Telja sig hvorki geta hafnað né samþykkt ósk um endurtalningu Að starfa með Sjálfstæðisflokknum eins og að sænga hjá ísbirni Grunaður morðingi áfram bak við lás og slá Allir flokkar innan frávika í könnunum nema Flokkur fólksins Ungir menn grunaðir um langa brotahrinu Halla veitti Kristrúnu umboð til stjórnarmyndunar Sjá meira
Óvissan á Reykjanesskaga knýr Seðlabankann til að halda vöxtum óbreyttum Allt útlit er fyrir að peningastefnunefnd Seðlabankans haldi vöxtum óbreyttum í vikunni vegna þess óvissuástands sem ríkir út af jarðhræringunum á Reykjanesskaga en markaðsaðilar og hagfræðingar hafa ekki verið eins samstíga í væntingum sínum um ákvörðun nefndarinnar um langa hríð. Nánast allir þátttakendur í vaxtakönnun Innherja eiga von á biðleik hjá peningastefnunefndinni í annað sinn í röð enda séu merki um að hátt vaxtastig sé farið að kæla einkaneysluna og þá muni náttúruhamfarirnar draga mátt úr hagkerfinu á næstu mánuðum og þensla á vinnumarkaði minnka. 20. nóvember 2023 11:02
„Þetta kemur auðvitað ekkert á óvart“ Formaður Eflingar segir ekki koma á óvart að atvinnurekendur segi engin efni til launahækkana. Koma verði til móts við þau lægst launuðu og þannig vinna gegn verðbólgunni. 21. október 2023 14:08
Biðleikur Seðlabanka gefur færi á víðtæku samstarfi Meginvextir Seðlabankans verða óbreyttir fram yfir gildisíma núgildandi kjarasamninga í lok janúar. Seðlabankastjóri segir að líta megi á þessa ákvörðun sem biðleik en ef ekki fari að draga úr þrálátri verðbólgu væri peningastefnunefnd nauðugur sá kostur að hækka stýrivexti enn meira. 22. nóvember 2023 19:21