Vaktin: Ísraelar leyfa takmarkaða birgðaflutninga til Gasa Hólmfríður Gísladóttir og Samúel Karl Ólason skrifa 18. október 2023 08:32 Leitað í rústum húss á Gasaströndinni eftir loftárásir í dag. AP/Hatem Moussa Ísraelsmenn segja samtökin Íslamskt jíhad bera ábyrgð á harmleiknum á al Ahli Arab sjúkrahúsinu á Gasa í gærkvöldi en um hafi verið að ræða eldflaugaskot sem mistókst með þeim afleiðingum að hluti flaugarinnar eða brotajárn lenti á sjúkrahúsinu. Ísraelsher boðaði til blaðamannafundar í morgun þar sem greint var frá þessu en talsmaðurinn Daniel Hagari sagði málið hafa verið gaumgæft innan hersins og að engar eldflaugar á vegum hans hefðu getað lent á sjúkrahúsinu. Þá hefur utanríkisráðuneyti Ísrael birt myndskeið frá Al Jazeera sem er sagt sýna það þegar eldflauginni var skotið á loft og hvernig sprenging varð við sjúkrahúsið strax í kjölfarið. Ráðuneytið hefur einnig birt upptökur af samtali Hamas-liða, þar sem þeir ræða að um hafi verið að ræða slysaskot. Enn er óljóst hversu margir létust og slösuðust í sprengingunni. Lík þeirra sem létust við al Ahli Arab sjúkrahúsið í gærkvöldi.AP/Abed Khaled Joe Biden Bandaríkjaforseti fundar nú með herráði Ísraels í Tel Aviv. Við komuna til landsins í morgun ítrekaði hann enn og aftur afdráttarlausan stuðning Bandaríkjanna við Ísraelsmenn og virðist jafnframt taka undir staðhæfingar um að „hinn aðilinn“ hefði átt sök á harmleiknum í gær. Biden er engu að síður sagður munu eiga opinskátt samtal við Netanyahu um stöðu mála og framhaldið. Fréttastofa Vísis, Stöðvar 2 og Bylgjunnar fylgist með þróun mála í vaktinni hér fyrir neðan. Ef hún birtist ekki strax er ráð að endurhlaða síðunni.
Ísraelsher boðaði til blaðamannafundar í morgun þar sem greint var frá þessu en talsmaðurinn Daniel Hagari sagði málið hafa verið gaumgæft innan hersins og að engar eldflaugar á vegum hans hefðu getað lent á sjúkrahúsinu. Þá hefur utanríkisráðuneyti Ísrael birt myndskeið frá Al Jazeera sem er sagt sýna það þegar eldflauginni var skotið á loft og hvernig sprenging varð við sjúkrahúsið strax í kjölfarið. Ráðuneytið hefur einnig birt upptökur af samtali Hamas-liða, þar sem þeir ræða að um hafi verið að ræða slysaskot. Enn er óljóst hversu margir létust og slösuðust í sprengingunni. Lík þeirra sem létust við al Ahli Arab sjúkrahúsið í gærkvöldi.AP/Abed Khaled Joe Biden Bandaríkjaforseti fundar nú með herráði Ísraels í Tel Aviv. Við komuna til landsins í morgun ítrekaði hann enn og aftur afdráttarlausan stuðning Bandaríkjanna við Ísraelsmenn og virðist jafnframt taka undir staðhæfingar um að „hinn aðilinn“ hefði átt sök á harmleiknum í gær. Biden er engu að síður sagður munu eiga opinskátt samtal við Netanyahu um stöðu mála og framhaldið. Fréttastofa Vísis, Stöðvar 2 og Bylgjunnar fylgist með þróun mála í vaktinni hér fyrir neðan. Ef hún birtist ekki strax er ráð að endurhlaða síðunni.
Átök í Ísrael og Palestínu Ísrael Palestína Hernaður Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Glæný könnun Maskínu: Fylgi Framsóknar og Flokks fólksins á uppleið Innlent Erfitt að útskýra fyrir þriggja ára að það verði ekkert af afmæli í leikskólanum Innlent Misbýður ummæli um samhljóm stefnu sinnar og Breiviks Innlent Opnunin á Blönduhlíð var engin opnun Innlent Telja sig hafa fundið vísbendingu í máli D.B. Cooper Erlent Segir skemmdarverk Rússa í Evrópu geta leitt til átaka Erlent Sækja óvænt og hratt að Aleppo Erlent Kostuleg kosningabarátta: Óvæntar uppákomur og skrautlegir skandalar Innlent Segir það mjög góða tilfinningu að skrifa undir nýjan kjarasamning Innlent Fleiri fréttir Sækja óvænt og hratt að Aleppo Segir skemmdarverk Rússa í Evrópu geta leitt til átaka Haldlögðu metmagn af kókaíni í sameiginlegri aðgerð 62 ríkja Rússar gera umfangsmiklar árásir á orkuinnviði Úkraínu Íranir hóta því að koma sér upp kjarnorkuvopnum Telja sig hafa fundið vísbendingu í máli D.B. Cooper Forsetaefni í Georgíu spilaði áður fyrir Manchester City Hinir 50 hafi allir verið „herra meðal-Jón“ Fangaskipti milli Bandaríkjanna og Kína Vopnahléið heldur en íbúar Gasa telja sig svikna Sendir Trump tóninn og hótar eigin tollum Lögreglumaður fundinn sekur um að bana 95 ára konu með rafbyssu Danska leiðin vekur lukku meðal bakhjarla Úkraínu Vopnahlé tók gildi í nótt og fólk farið að snúa aftur heim Vopnahlé milli Ísraels og Líbanon í höfn Þjóðhátíð í Nuuk vegna opnunar flugvallarins SpaceX skýtur kjarnorkuknúnum dróna út í geim Sprengdu tuttugu hús á tveimur mínútum Vildi pening í skiptum fyrir falleg orð í eyru Trumps Metárás á innviði með 188 drónum og fjórum skotflaugum Kortleggja neðanjarðarbyrgi vegna hótana Rússa Ítrekar hótanir um að hækka tolla á Kína, Mexíkó og Kanada Saksóknarar vilja Pelicot í 20 ára fangelsi Annarri ákærunni formlega vísað frá Stuðningur við Trump kostaði sambandið við Elon Saksóknari fellur frá ákærum á hendur Trump Ísrael og Hezbollah sögð við það að gera vopnahlé Ólöglegir og löglegir innflytjendur afar uggandi um framtíð sína Óvæntar niðurstöður í fyrri umferð kosninga í Rúmeníu Scholz verður kanslaraefni Jafnaðarmanna Sjá meira