Þrjú þúsund krónur útborgaðar fyrir 35 tíma vinnu: „Þetta er ekki sanngjarnt“ Kristinn Haukur Guðnason skrifar 3. ágúst 2023 22:00 Atli gagnrýnir þau lúsarlaun sem boðið er upp á hjá vinnustofu fyrir fatlað fólk. Fatlaður maður sem starfaði í nærri áratug hjá vinnustofunni Ás segir launin sem fötluðu fólki er boðin upp á þar ekki sanngjörn. Dæmi eru um að fólk fái innan við 3 þúsund krónur útborgaðar fyrir 35 stunda mánaðarvinnu. „Þetta er ekki sanngjarnt,“ segir Atli Már Haraldsson sem starfaði hjá Ás frá árinu 2014 til ársbyrjunar 2023. „Það liggur við að þau séu að gefa vinnuna sína þarna.“ Ás er rúmlega 40 ára gömul sjálfseignarstofnun sem rekur vinnustofur fyrir fatlað fólk, það er undir hugmyndafræði vinnu og virkni til að efla starfsgetu fólks. Ás rekur meðal annars saumastofu, smíðaverkstæði, pökkunarstöð og gróðurhús. Um 240 manns starfa hjá Ás. Eins og sést á launaseðli skjólstæðings frá því í fyrra var tímakaupið tæpar 120 krónur. Almennt starfar fólk allt að þrjá daga í viku og allt að sex tíma á dag. Viðkomandi einstaklingur fékk borgaðar 4.197 krónur fyrir 35 klukkutíma vinnu í einum mánuði. Eftir skatt var útborguð upphæð 2.762 krónur. Launaseðill starfsmanns hjá Ás vinnustofu. „Ef þau ætla að borga fötluðu fólki laun þá finnst mér allt í lagi að þau borgi meira en þetta,“ segir Atli Már sem bendir á að ekki séu örorkubæturnar háar, rúmlega 300 þúsund krónur. „Matarverð er orðið svo hátt og húsaleiga líka.“ Reykjavíkurborg eflir en Ás geymsla Atli, sem er 29 ára gamall, hefur síðan árið 2019 starfað sem aðstoðarleiðbeinandi hjá vinnu og virknimiðstöð Reykjavíkurborgar þar sem fötluðu fólki er gert kleift að starfa á almenna vinnumarkaðinum. Hann segir þetta allt annað en að starfa á vernduðum vinnustað eins og Ás. Launin séu mun betri og hann geti leyft sér meira. „Ég hef séð ýmsa hluti sem talið var að fatlað fólk gæti ekki gert en getur svo gert. Fólk þarf eftirfylgni því að fólk getur unnið á öllum stöðum sem það vill vinna á. Það er algjört bull að hafa sérvinnustaði,“ segir Atli Már. „Reykjavíkurborg er að efla einstaklingana en Ás er eins og geymsla fyrir fatlað fólk.“ Málefni fatlaðs fólks Kjaramál Reykjavík Félagsmál Mest lesið Kosningavaktin: Landsmenn kjósa sér nýtt þing Innlent Kanónurnar sem eru að hverfa Innlent Lokatölur í Reykjavík suður: Fyrrverandi borgarstjóri og ritstjóri á þing Innlent Lokatölur úr Reykjavík norður: Stórsigur Samfylkingarinnar Innlent Tárin streymdu þegar María Rut mældist inni Innlent „Afhroð vinstrisins er rosalegt“ Innlent Lokatölur úr Suðurkjördæmi: Sigur Flokks fólksins Innlent Ungur maður og spenntur fyrir framtíðinni Innlent „Ég byrja harður og svo er ég bara grillaður í restina“ Innlent „Ég get ekki hugsað mér að fleiri börn lendi í honum“ Innlent Fleiri fréttir Nú reynir á konurnar þrjár Formenn flokkanna í Sprengisandi „Afhroð vinstrisins er rosalegt“ Lokatölur úr Suðurkjördæmi: Sigur Flokks fólksins „Ég byrja harður og svo er ég bara grillaður í restina“ Reyndi að brjótast inn með exi Lokatölur úr Reykjavík norður: Stórsigur Samfylkingarinnar Lokatölur í Reykjavík suður: Fyrrverandi borgarstjóri og ritstjóri á þing Kanónurnar sem eru að hverfa Ungur maður og spenntur fyrir framtíðinni Tárin streymdu þegar María Rut mældist inni Flokkurinn verði að líta inn á við Stefnir í að flokkunum fækki um tvo Flokkur fólksins í gríðarlegri sókn í Norðvesturkjördæmi Vísbending um að þetta séu „jarðskjálftakosningar“ Samfylkingin langstærst í kjördæmi Kristrúnar Stefnir í að VG þurrkist út af þingi Gríðarlega mikið fylgi sem dettur niður dautt Ljóst að þetta yrði brekka fyrir Framsókn Sjálfstæðisflokkur og Samfylking ná bæði fjórum inn í Kraganum „Ég veit ekki hvort ég er að koma eða fara“ Merkir hægribylgju en ekki vonbrigði Glaður maður en býst við batnandi tölum Samfylkingin og Flokkur fólksins bæta miklu við sig Sagði sínu fólki að tala ekki illa um aðra flokka Trúir því að fólk sé að detta VG megin í kjörklefanum Vegabréfið fór með atkvæðinu í kjörkassann „Ég trúi því að þjóðin sé að opna augun“ Viðbúið að talning tefjist í einhverjum kjördæmum Þriggja bíla árekstur og mikil umferðarteppa Sjá meira
„Þetta er ekki sanngjarnt,“ segir Atli Már Haraldsson sem starfaði hjá Ás frá árinu 2014 til ársbyrjunar 2023. „Það liggur við að þau séu að gefa vinnuna sína þarna.“ Ás er rúmlega 40 ára gömul sjálfseignarstofnun sem rekur vinnustofur fyrir fatlað fólk, það er undir hugmyndafræði vinnu og virkni til að efla starfsgetu fólks. Ás rekur meðal annars saumastofu, smíðaverkstæði, pökkunarstöð og gróðurhús. Um 240 manns starfa hjá Ás. Eins og sést á launaseðli skjólstæðings frá því í fyrra var tímakaupið tæpar 120 krónur. Almennt starfar fólk allt að þrjá daga í viku og allt að sex tíma á dag. Viðkomandi einstaklingur fékk borgaðar 4.197 krónur fyrir 35 klukkutíma vinnu í einum mánuði. Eftir skatt var útborguð upphæð 2.762 krónur. Launaseðill starfsmanns hjá Ás vinnustofu. „Ef þau ætla að borga fötluðu fólki laun þá finnst mér allt í lagi að þau borgi meira en þetta,“ segir Atli Már sem bendir á að ekki séu örorkubæturnar háar, rúmlega 300 þúsund krónur. „Matarverð er orðið svo hátt og húsaleiga líka.“ Reykjavíkurborg eflir en Ás geymsla Atli, sem er 29 ára gamall, hefur síðan árið 2019 starfað sem aðstoðarleiðbeinandi hjá vinnu og virknimiðstöð Reykjavíkurborgar þar sem fötluðu fólki er gert kleift að starfa á almenna vinnumarkaðinum. Hann segir þetta allt annað en að starfa á vernduðum vinnustað eins og Ás. Launin séu mun betri og hann geti leyft sér meira. „Ég hef séð ýmsa hluti sem talið var að fatlað fólk gæti ekki gert en getur svo gert. Fólk þarf eftirfylgni því að fólk getur unnið á öllum stöðum sem það vill vinna á. Það er algjört bull að hafa sérvinnustaði,“ segir Atli Már. „Reykjavíkurborg er að efla einstaklingana en Ás er eins og geymsla fyrir fatlað fólk.“
Málefni fatlaðs fólks Kjaramál Reykjavík Félagsmál Mest lesið Kosningavaktin: Landsmenn kjósa sér nýtt þing Innlent Kanónurnar sem eru að hverfa Innlent Lokatölur í Reykjavík suður: Fyrrverandi borgarstjóri og ritstjóri á þing Innlent Lokatölur úr Reykjavík norður: Stórsigur Samfylkingarinnar Innlent Tárin streymdu þegar María Rut mældist inni Innlent „Afhroð vinstrisins er rosalegt“ Innlent Lokatölur úr Suðurkjördæmi: Sigur Flokks fólksins Innlent Ungur maður og spenntur fyrir framtíðinni Innlent „Ég byrja harður og svo er ég bara grillaður í restina“ Innlent „Ég get ekki hugsað mér að fleiri börn lendi í honum“ Innlent Fleiri fréttir Nú reynir á konurnar þrjár Formenn flokkanna í Sprengisandi „Afhroð vinstrisins er rosalegt“ Lokatölur úr Suðurkjördæmi: Sigur Flokks fólksins „Ég byrja harður og svo er ég bara grillaður í restina“ Reyndi að brjótast inn með exi Lokatölur úr Reykjavík norður: Stórsigur Samfylkingarinnar Lokatölur í Reykjavík suður: Fyrrverandi borgarstjóri og ritstjóri á þing Kanónurnar sem eru að hverfa Ungur maður og spenntur fyrir framtíðinni Tárin streymdu þegar María Rut mældist inni Flokkurinn verði að líta inn á við Stefnir í að flokkunum fækki um tvo Flokkur fólksins í gríðarlegri sókn í Norðvesturkjördæmi Vísbending um að þetta séu „jarðskjálftakosningar“ Samfylkingin langstærst í kjördæmi Kristrúnar Stefnir í að VG þurrkist út af þingi Gríðarlega mikið fylgi sem dettur niður dautt Ljóst að þetta yrði brekka fyrir Framsókn Sjálfstæðisflokkur og Samfylking ná bæði fjórum inn í Kraganum „Ég veit ekki hvort ég er að koma eða fara“ Merkir hægribylgju en ekki vonbrigði Glaður maður en býst við batnandi tölum Samfylkingin og Flokkur fólksins bæta miklu við sig Sagði sínu fólki að tala ekki illa um aðra flokka Trúir því að fólk sé að detta VG megin í kjörklefanum Vegabréfið fór með atkvæðinu í kjörkassann „Ég trúi því að þjóðin sé að opna augun“ Viðbúið að talning tefjist í einhverjum kjördæmum Þriggja bíla árekstur og mikil umferðarteppa Sjá meira