„Auðvitað ekki boðlegt að maðurinn þurfi að skríða inn á klósett“ Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar 17. júlí 2023 12:31 Þuríður Harpa Sigurðardóttir, formaður ÖBÍ, segir óskiljanlegt að félgaslegt húsnæði sé ekki aðgengilegt fyrir hreyfihamlaða og langveika. Það sé sá hópur sem líklegast þurfi að nýta sér félagslegt húsnæði. Vísir/Vilhelm Formaður Öryrkjabandalagsins segir óboðlegt að íbúðir Félagsbústaða séu ekki útbúnar fyrir fólk sem notast við hjólastóla. Mál manns sem er í hjólastól og fékk úthlutaða íbúð án hjólastólaaðgengis sýni skilningsleysið sem ríki innan kerfisins. Stefán Gauti Stefánsson sagði frá því í kvöldfréttum Stöðvar 2 í gær að hann leigi íbúð á vegum Félagsbústaða sem er ekki með hjólastólaaðgengi. Stefán er með MS sjúkdóminn, lamaður á vinstri hlið líkamans og í hjólastól. Stefán hefur ítrekað dottið og slasað sig í íbúð sinni vegna skorts á aðgengi og kemst hvorki inn á baðherbergi né eldhús í hjólastólnum og þarf því til að mynda alltaf að skilja stólinn eftir fyrir utan baðherbergisdyrnar þegar hann þarf að nota salernið. „Félagslegt húsnæði sveitarfélaga þarf að taka mið af því að fatlað og langveikt fólk geti búið þar af því að líklegasti hópurinn til að vera í félagslegu húsnæði er fólk sem er annað hvort með hreyfihömlun eða langveikt,“ segir Þuríður Harpa Sigurðardóttir, formaður Öryrkjabandalagsins. Lagfæra þurfi húsnæðið Félagslegt húsnæði verði að uppfylla kröfur um algilda hönnun. „Það þarf að lagfæra gamalt húsnæði ef það er nokkur kostur á að gera það aðgengilega. Þarna hefðu Félagsbústaðir hreinlega átt að lagfæra húsnæðið ef það hefði verið hægt þannig að hann gæti verið þarna. Það er auðvitað alls ekki boðlegt að maðurinn þurfi að skríða inn á klósett,“ segir Þuríður. Það sé óskiljanlegt að Stefáni hafi verið úthlutuð óaðgengileg íbúð. „Mér finnst þetta vera algert skilningsleysi og það er auðvitað mjög mikilvægt fyrir fólk í þessari stöðu að það hafi aðgengi og það sé stutt í þjónustu, bæði heilsugæslu og matvörubúð.“ Brýnt sé að Félagsbústaðir og sveitarfélögin bregðist við. „Þarna held ég að Félagsbústaðir verði bara að gjöra svo vel og skoða það hvort það geti ekki lagfært húsnæðið - stækkað hurðar og gert það aðgengilegt. Svo er það að hann skuli vera settur í húsnæði sem er óaðgengilegt sýna mikið skilningsleysi á hans aðstæðum.“ Málefni fatlaðs fólks Félagsmál Heilbrigðismál Tengdar fréttir Hefur ítrekað slasast við að reyna komast á salernið heima hjá sér Karlmaður á fimmtugsaldri með MS sjúkdóminn, sem leigir íbúð á vegum Félagsbústaða, hefur ítrekað dottið og slasað sig vegna skorts á hjólastólaaðgengi í íbúðinni. Félagsbústaðir telja ekki réttlætanlegt að laga íbúðina að þörfum hans og vilja að hann flytji. 16. júlí 2023 22:36 Mest lesið Fordæmalaus náðun Bidens Erlent Hyggjast fljúga þotunni yfir Reykjavík í hádeginu Innlent „Fullt af augljósum árekstrum þarna“ Innlent Getur ekki hugsað til þess að þurfa að loka aftur eftir tvo mánuði Innlent Hafnað í fyrsta sinn í tuttugu ár Innlent Vatnsleki í Garðheimum Innlent Gekk betur en óttast var Innlent Lifir grenitréð í Ölfusá af krapastífluna? Innlent „Þessi aðgerð lukkaðist vel“ Innlent Búið að opna fyrir tilnefningar til manns ársins 2024 Innlent Fleiri fréttir Hyggjast fljúga þotunni yfir Reykjavík í hádeginu Vatnsleki í Garðheimum Lifir grenitréð í Ölfusá af krapastífluna? „Fullt af augljósum árekstrum þarna“ Getur ekki hugsað til þess að þurfa að loka aftur eftir tvo mánuði Gekk betur en óttast var Formannadans, krapastífla og pakkasprengja „Þessi aðgerð lukkaðist vel“ Borgaði barni fyrir kynferðislega mynd en sleppur Kristín Hjálmtýsdóttir hætt hjá Rauða krossinum Eðlilegt að Kristrún fái fyrst að spreyta sig á umboðinu Ástand á Reykjanesbrautinni Áfrýjar búvörulagamálinu til Hæstaréttar Dagur strikaður niður um sæti Búið að opna fyrir tilnefningar til manns ársins 2024 Réðst á konuna því hún var ekki búin að elda Hafnað í fyrsta sinn í tuttugu ár Sósíalistar hefðu ekki komist inn í Noregi og Svíþjóð Lögreglan fylgist vel með ástandinu í Ölfusá „Maður er einhvern veginn í spennufalli“ Beiðni um endurtalningu borist og talningarmenn á tánum Vegir víða á óvissustigi Formenn funda með forseta Lýsir eftir vitnum á Seltjarnarnesi Segir gríðarleg tregðulögmál að verki á þinginu Steina sakfelld fyrir manndráp af gáleysi Upp á líf og dauða fyrir bæði Bjarna og Kristrúnu Vaktin: Myndun nýrrar ríkisstjórnar Gosið mallar en framrás hraunjaðarsins er hægur Hver fær stjórnarmyndunarumboðið?: Forsetinn hittir formennina á Bessastöðum Sjá meira
Stefán Gauti Stefánsson sagði frá því í kvöldfréttum Stöðvar 2 í gær að hann leigi íbúð á vegum Félagsbústaða sem er ekki með hjólastólaaðgengi. Stefán er með MS sjúkdóminn, lamaður á vinstri hlið líkamans og í hjólastól. Stefán hefur ítrekað dottið og slasað sig í íbúð sinni vegna skorts á aðgengi og kemst hvorki inn á baðherbergi né eldhús í hjólastólnum og þarf því til að mynda alltaf að skilja stólinn eftir fyrir utan baðherbergisdyrnar þegar hann þarf að nota salernið. „Félagslegt húsnæði sveitarfélaga þarf að taka mið af því að fatlað og langveikt fólk geti búið þar af því að líklegasti hópurinn til að vera í félagslegu húsnæði er fólk sem er annað hvort með hreyfihömlun eða langveikt,“ segir Þuríður Harpa Sigurðardóttir, formaður Öryrkjabandalagsins. Lagfæra þurfi húsnæðið Félagslegt húsnæði verði að uppfylla kröfur um algilda hönnun. „Það þarf að lagfæra gamalt húsnæði ef það er nokkur kostur á að gera það aðgengilega. Þarna hefðu Félagsbústaðir hreinlega átt að lagfæra húsnæðið ef það hefði verið hægt þannig að hann gæti verið þarna. Það er auðvitað alls ekki boðlegt að maðurinn þurfi að skríða inn á klósett,“ segir Þuríður. Það sé óskiljanlegt að Stefáni hafi verið úthlutuð óaðgengileg íbúð. „Mér finnst þetta vera algert skilningsleysi og það er auðvitað mjög mikilvægt fyrir fólk í þessari stöðu að það hafi aðgengi og það sé stutt í þjónustu, bæði heilsugæslu og matvörubúð.“ Brýnt sé að Félagsbústaðir og sveitarfélögin bregðist við. „Þarna held ég að Félagsbústaðir verði bara að gjöra svo vel og skoða það hvort það geti ekki lagfært húsnæðið - stækkað hurðar og gert það aðgengilegt. Svo er það að hann skuli vera settur í húsnæði sem er óaðgengilegt sýna mikið skilningsleysi á hans aðstæðum.“
Málefni fatlaðs fólks Félagsmál Heilbrigðismál Tengdar fréttir Hefur ítrekað slasast við að reyna komast á salernið heima hjá sér Karlmaður á fimmtugsaldri með MS sjúkdóminn, sem leigir íbúð á vegum Félagsbústaða, hefur ítrekað dottið og slasað sig vegna skorts á hjólastólaaðgengi í íbúðinni. Félagsbústaðir telja ekki réttlætanlegt að laga íbúðina að þörfum hans og vilja að hann flytji. 16. júlí 2023 22:36 Mest lesið Fordæmalaus náðun Bidens Erlent Hyggjast fljúga þotunni yfir Reykjavík í hádeginu Innlent „Fullt af augljósum árekstrum þarna“ Innlent Getur ekki hugsað til þess að þurfa að loka aftur eftir tvo mánuði Innlent Hafnað í fyrsta sinn í tuttugu ár Innlent Vatnsleki í Garðheimum Innlent Gekk betur en óttast var Innlent Lifir grenitréð í Ölfusá af krapastífluna? Innlent „Þessi aðgerð lukkaðist vel“ Innlent Búið að opna fyrir tilnefningar til manns ársins 2024 Innlent Fleiri fréttir Hyggjast fljúga þotunni yfir Reykjavík í hádeginu Vatnsleki í Garðheimum Lifir grenitréð í Ölfusá af krapastífluna? „Fullt af augljósum árekstrum þarna“ Getur ekki hugsað til þess að þurfa að loka aftur eftir tvo mánuði Gekk betur en óttast var Formannadans, krapastífla og pakkasprengja „Þessi aðgerð lukkaðist vel“ Borgaði barni fyrir kynferðislega mynd en sleppur Kristín Hjálmtýsdóttir hætt hjá Rauða krossinum Eðlilegt að Kristrún fái fyrst að spreyta sig á umboðinu Ástand á Reykjanesbrautinni Áfrýjar búvörulagamálinu til Hæstaréttar Dagur strikaður niður um sæti Búið að opna fyrir tilnefningar til manns ársins 2024 Réðst á konuna því hún var ekki búin að elda Hafnað í fyrsta sinn í tuttugu ár Sósíalistar hefðu ekki komist inn í Noregi og Svíþjóð Lögreglan fylgist vel með ástandinu í Ölfusá „Maður er einhvern veginn í spennufalli“ Beiðni um endurtalningu borist og talningarmenn á tánum Vegir víða á óvissustigi Formenn funda með forseta Lýsir eftir vitnum á Seltjarnarnesi Segir gríðarleg tregðulögmál að verki á þinginu Steina sakfelld fyrir manndráp af gáleysi Upp á líf og dauða fyrir bæði Bjarna og Kristrúnu Vaktin: Myndun nýrrar ríkisstjórnar Gosið mallar en framrás hraunjaðarsins er hægur Hver fær stjórnarmyndunarumboðið?: Forsetinn hittir formennina á Bessastöðum Sjá meira
Hefur ítrekað slasast við að reyna komast á salernið heima hjá sér Karlmaður á fimmtugsaldri með MS sjúkdóminn, sem leigir íbúð á vegum Félagsbústaða, hefur ítrekað dottið og slasað sig vegna skorts á hjólastólaaðgengi í íbúðinni. Félagsbústaðir telja ekki réttlætanlegt að laga íbúðina að þörfum hans og vilja að hann flytji. 16. júlí 2023 22:36