Colton Underwood loksins genginn í það heilaga Oddur Ævar Gunnarsson skrifar 15. maí 2023 22:38 Þeir Colton Underwood og Jordan C. Brown áttu líklega besta dag lífs síns um helgina. Instagram Bandaríski raunveruleikaþáttastjarnan Colton Underwood úr Bachelor þáttunum er alls enginn piparsveinn lengur en hann gifti sig loksins unnustanum Jordan C. Brown um helgina. Meira en ár síðan elskendurnir trúlofuðu sig. Colton er líklega einn þekktasti piparsveinn sögunnar úr bandarísku raunveruleikaþáttunum heimsfrægu en hann birtist fyrst í Bachelorette þáttunum árið 2018. Vakti hann mikla athygli í það skiptið enda tönnlaðist hann ítrekað á því að hann væri hreinn sveinn. Þyrnum stráð leit að ástinni Síðar sama ár tók Colton þátt í strandarútgáfunni Bachelor in Paradise en ekkert gekk í ástarleitinni. Hann fékk þá sína eigin seríu og var aðalnúmerið í eigin Bachelor seríu sama ár, 2018. Kynntist hann þar Cassie Randolph og trúlofuðu þau sig sama ár en hættu saman árið 2020. Sakaði Randolph hann um allskyns ósæmilega hegðun og sótti hún um nálgunarbann gegn NFL leikmanninum vegna skilaboða hans auk hegðunar. Ári síðar kom Colton svo úr skápnum í morgunfréttaþættinum Good Morning America. Hann opnaði sig svo upp á gátt í eigin þáttum á Netflix sem báru heitið Coming out Colton. Hann hefur reglulega lýst því yfir upp á síðkastið að hann hafi aldrei verið hamingjusamari en ljóst er að lífshlaup kappans hefur verið þyrnum stráð. View this post on Instagram A post shared by Colton Underwood (@coltonunderwood) Þriggja daga brúðkaup Í umfjöllun bandaríska slúðurmiðilsins People um brúðkaupið kemur fram að þeir hafi gift sig á lúxushóteli í Napa sýslu norður af San Francisco í Kaliforníu. Um var að ræða þriggja daga veislu þar sem 200 manns mættu til að gleðjast með þeim Colton og Brown en brúðkaupið var skipulagt af viðburðarfyrirtækinu Ashley Smith Events. Þeir buðu sínum nánustu til kvöldverðar á föstudagskvöld og fór sjálf athöfnin svo fram á laugardeginum. „Sama dag og við giftum okkur ætlum við að halda diskópartý við sundlaugina,“ hefur bandaríski miðillinn eftir Colton í aðdraganda brúðkaupsins. „Þetta verður skemmtilegt brúðkaup, það get ég sagt þér!“ View this post on Instagram A post shared by Colton Underwood (@coltonunderwood) Ástin og lífið Hollywood Raunveruleikaþættir Mest lesið Ást er: Sigtaði sinn mann út á vellinum Lífið Bríet olli vonbrigðum Gagnrýni Paul Mescal leiki nafna sinn McCartney Bíó og sjónvarp Lífið leikur við Sveindísi Jane og Rob Holding Lífið Umræða um kólesteról á villigötum Lífið Fox á lausu eftir að hafa fundið óviðeigandi efni í síma kærastans Lífið Tileinkaði sér hæglæti og býr nú skuldlaust í sveitinni Lífið Heitir Vilhjálmur eins og pabbi Lífið Höll sumarlandsins komin á sölu Lífið Bjargar deginum að komast aðeins úr klefanum Lífið Fleiri fréttir Paul Mescal leiki nafna sinn McCartney „Þannig það yrði bara til Leynilögga 1 og 3“ Emilia Pérez og The Bear með flestar tilnefningar til Golden Globe „Hversu góð tök hefur þú á Rúrik?“ Barry Keoghan leikur Bítil Með stórstjörnum í væntanlegri kvikmynd Marvel Leikstjóri Naked Gun og Airplane! látinn „Grét ekkert eðlilega mikið á frumsýningunni“ Frumsýning á Vísi: Steindi og Saga með nýja sketsaseríu um jólin Sjáðu Nínu Dögg sem Vigdísi í fyrstu stiklunni Stjörnufans þegar hundruð kíktu á forsýningu Iceguys 2 Sýn, Síminn og RÚV standa að baki nýjum sjónvarpsverðlaunum Halda til Spánar að smakka messuvín fyrir þjóðkirkjuna Hundrað ára viðkvæmni Íslendinga: „Leið daglega yfir 40 til 50 manns“ Stórstjörnur flykkjast í verkefni Baltasars Ljósbrot verðlaunuð af Evrópsku kvikmyndaakademíunni Stórstjarna úr tónlistarheiminum í nýrri seríu White Lotus Brynjar Morthens leikur Bubba Morthens Frumsýning á Vísi: IceGuys dæmdir til samfélagsþjónustu í seríu tvö Sjá meira
Colton er líklega einn þekktasti piparsveinn sögunnar úr bandarísku raunveruleikaþáttunum heimsfrægu en hann birtist fyrst í Bachelorette þáttunum árið 2018. Vakti hann mikla athygli í það skiptið enda tönnlaðist hann ítrekað á því að hann væri hreinn sveinn. Þyrnum stráð leit að ástinni Síðar sama ár tók Colton þátt í strandarútgáfunni Bachelor in Paradise en ekkert gekk í ástarleitinni. Hann fékk þá sína eigin seríu og var aðalnúmerið í eigin Bachelor seríu sama ár, 2018. Kynntist hann þar Cassie Randolph og trúlofuðu þau sig sama ár en hættu saman árið 2020. Sakaði Randolph hann um allskyns ósæmilega hegðun og sótti hún um nálgunarbann gegn NFL leikmanninum vegna skilaboða hans auk hegðunar. Ári síðar kom Colton svo úr skápnum í morgunfréttaþættinum Good Morning America. Hann opnaði sig svo upp á gátt í eigin þáttum á Netflix sem báru heitið Coming out Colton. Hann hefur reglulega lýst því yfir upp á síðkastið að hann hafi aldrei verið hamingjusamari en ljóst er að lífshlaup kappans hefur verið þyrnum stráð. View this post on Instagram A post shared by Colton Underwood (@coltonunderwood) Þriggja daga brúðkaup Í umfjöllun bandaríska slúðurmiðilsins People um brúðkaupið kemur fram að þeir hafi gift sig á lúxushóteli í Napa sýslu norður af San Francisco í Kaliforníu. Um var að ræða þriggja daga veislu þar sem 200 manns mættu til að gleðjast með þeim Colton og Brown en brúðkaupið var skipulagt af viðburðarfyrirtækinu Ashley Smith Events. Þeir buðu sínum nánustu til kvöldverðar á föstudagskvöld og fór sjálf athöfnin svo fram á laugardeginum. „Sama dag og við giftum okkur ætlum við að halda diskópartý við sundlaugina,“ hefur bandaríski miðillinn eftir Colton í aðdraganda brúðkaupsins. „Þetta verður skemmtilegt brúðkaup, það get ég sagt þér!“ View this post on Instagram A post shared by Colton Underwood (@coltonunderwood)
Ástin og lífið Hollywood Raunveruleikaþættir Mest lesið Ást er: Sigtaði sinn mann út á vellinum Lífið Bríet olli vonbrigðum Gagnrýni Paul Mescal leiki nafna sinn McCartney Bíó og sjónvarp Lífið leikur við Sveindísi Jane og Rob Holding Lífið Umræða um kólesteról á villigötum Lífið Fox á lausu eftir að hafa fundið óviðeigandi efni í síma kærastans Lífið Tileinkaði sér hæglæti og býr nú skuldlaust í sveitinni Lífið Heitir Vilhjálmur eins og pabbi Lífið Höll sumarlandsins komin á sölu Lífið Bjargar deginum að komast aðeins úr klefanum Lífið Fleiri fréttir Paul Mescal leiki nafna sinn McCartney „Þannig það yrði bara til Leynilögga 1 og 3“ Emilia Pérez og The Bear með flestar tilnefningar til Golden Globe „Hversu góð tök hefur þú á Rúrik?“ Barry Keoghan leikur Bítil Með stórstjörnum í væntanlegri kvikmynd Marvel Leikstjóri Naked Gun og Airplane! látinn „Grét ekkert eðlilega mikið á frumsýningunni“ Frumsýning á Vísi: Steindi og Saga með nýja sketsaseríu um jólin Sjáðu Nínu Dögg sem Vigdísi í fyrstu stiklunni Stjörnufans þegar hundruð kíktu á forsýningu Iceguys 2 Sýn, Síminn og RÚV standa að baki nýjum sjónvarpsverðlaunum Halda til Spánar að smakka messuvín fyrir þjóðkirkjuna Hundrað ára viðkvæmni Íslendinga: „Leið daglega yfir 40 til 50 manns“ Stórstjörnur flykkjast í verkefni Baltasars Ljósbrot verðlaunuð af Evrópsku kvikmyndaakademíunni Stórstjarna úr tónlistarheiminum í nýrri seríu White Lotus Brynjar Morthens leikur Bubba Morthens Frumsýning á Vísi: IceGuys dæmdir til samfélagsþjónustu í seríu tvö Sjá meira