Hámhorfið: Á hvað eru íslenskar söngkonur að horfa? Elma Rut Valtýsdóttir skrifar 26. apríl 2023 20:00 Vísir tók púlsinn á söngkonunum GDRN, Diljá Pétursdóttur og Gugusar og fékk að heyra á hvað þær eru að hámhorfa þessa dagana. Vísir/Vilhelm Það kannast líklega flestir við það að hafa legið uppi í sófa og flett í gegnum Netflix í leit að góðum sjónvarpsþáttum, þegar allt í einu er liðinn klukkutími og þú hefur ekki enn fundið neitt. Ástæðan er ekki skortur á úrvali, síður en svo, heldur er framboðið svo mikið að það getur verið yfirþyrmandi. Það má segja að sjónvarpsáhorf sé ákveðið áhugamál okkar Íslendinga. Góðir sjónvarpsþættir geta fengið þjóðina til þess að sameinast fyrir framan skjáinn og jafnvel stýrt samfélagsumræðunni í margar vikur á eftir. Við lifum hins vegar á tímum þar sem framboð sjónvarpsþátta hefur aldrei verið meira og streymisveitum fjölgar með hverju árinu. Það er því ómögulegt að hafa yfirsýn yfir alla þá þætti sem eru í boði. Þar koma vinsældalistar streymisveitanna og meðmæli frá vinum og vandamönnum sterk inn. „Á hvað eruð þið að hámhorfa þessa dagana?“ er því spurning sem heyrist örugglega reglulega í saumaklúbbum og á kaffistofum landsins. Góðir sjónvarpsþættir geta fengið þjóðina til þess að sameinast fyrir framan skjáinn og jafnvel stýrt samfélagsumræðunni í margar vikur á eftir.getty Vísir tók púlsinn á nokkrum þjóðþekktum einstaklingum og fékk að heyra hvað þeir væru að hámhorfa á eða „binge-a“ þessa dagana. Því það er sama hvort þú sért leikari, ráðherra, samfélagsmiðlastjarna, sjónvarpsmaður eða söngkona, það elska flestir að láta líða úr sér uppi í sófa með fjarstýringu í hönd. Hér fyrir neðan má sjá hvað söngkonurnar Diljá Pétursdóttir, GDRN og Gugusar höfðu að segja. Diljá Pétursdóttir Söngkonan og Eurovision-farinn Diljá. Vísir/Ívar Fannar Söngkonan Diljá Pétursdóttir er á fullu að undirbúa sig fyrir Eurovision þessa dagana. Þess á milli hefur hún þó verið að hámhorfa norsku þættina Exit eins og svo margir Íslendingar. Þættirnir fjalla um fjóra auðuga vini sem keyra um á flottum bílum, eiga glæsileg heimili og fallegar fjölskyldur. Þeir eiga þó sínar myrku hliðar og leita útgönguleiða úr daglegu lífi sínu meðal annars með ofbeldi, eiturlyfjum og kynlífi. Þættirnir eru byggðir á sönnum frásögnum úr norskum fjármálaheimi. Þættirnir hafa notið gríðarlegra vinsælda. Þættirnir eru sýndir á RÚV og hóf þriðja þáttaröð göngu sína fyrir nokkrum vikum síðan. Hinn íslenski leikari og leikstjóri Gísli Örn Garðarsson leikstýrði tveimur þáttum í nýju þáttaröðinni. Sjá: Leikstýrði risa kynsvalli í Exit: Hundrað naktar konur og tuttugu naktir menn „Mér fannst nýjasta serían ekki stórkostleg en ég hélst við efnið því að ég dýrkaði fyrri seríurnar. Vel leiknar og áhugaverðir karakterar. Svo finnst mér skemmtilegt krydd að þetta sé byggt á alvöru einstaklingum frá Noregi,“ segir Diljá um þættina. Norski sjónvarpsþættirnir Exit hafa notið mikilla vinsælda hér á landi. GDRN Söngkonan GDRN.Vísir/Vilhelm Tónlistarkonan Guðrún Ýr Eyfjörð, betur þekkt sem GDRN, er nýbökuð móðir og hefur verið að hámhorfa þættina The Last of Us í fæðingarorlofinu. The Last of Us eru byggðir á einum vinsælasta tölvuleik allra tíma en þættirnir hafa ekki fengið síðri viðtökur en tölvuleikurinn. Þættirnir gerast tuttugu árum eftir að skæð farsótt herjaði á mannkynið og gjörbreytti heiminum. Aðalsöguhetjan Joel er fenginn til að fylgja 14 ára stúlku í lífshættulegu ferðalagi þvert yfir Bandaríkin í þeim tilgangi að bjarga mannkyninu. Með aðalhlutverk fara þau Pedro Pascal og Bella Ramsey. Þættirnir eru úr smiðju HBO en hér heima eru þeir sýndir á Sjónvarpi Símans. Sjá einnig: HBO birtir fyrstu stiklu Last of Us „Ég nýbúin að klára The Last of Us. Þetta eru svo skemmtilegir þættir og áhugaverðir karakterar. Lætur mann langa til þess að spila tölvuleikinn sjálfan!“ segir GDRN um þættina. The Last of Us eru byggðir á einum vinsælasta tölvuleik allra tíma en hafa þættirnir hafa ekki fengið síðri viðtökur en tölvuleikurinn. Gugusar Tónlistarkonan Gugusar.Vísir/Vilhelm Tónlistarkonan Guðlaug Sóley Höskuldsdóttir, betur þekkt sem Gugusar, hefur stimplað sig inn í íslenskt tónlistarlíf af miklum krafti síðustu ár. Í ár var hún kosin flytjandi ársins á Íslensku tónlistarverðlaununum og hefur hún haft í nógu að snúast. Hún gefur sér þó einnig tíma til þess að slaka á fyrir framan sjónvarpið. „Ég var að „binge watcha“ þættina Perfect Match um daginn. Þeir eru svona týpískir heilalausir raunveruleikaþættir með endalausu drama. Held að maður festist alveg við þætti sem snúast um drama. Annars hef ég verið að hámhorfa á Heimsókn með Sindra líka,“ segir Gugusar. Perfect Match eru raunveruleikaþættir sem hófu göngu sína á Netflix fyrr á árinu. Í þáttunum koma saman stjörnur, sem allar eiga það sameiginlegt að hafa tekið þátt í öðrum raunveruleikaþáttum, með það eina markmið að finna ástina. Sjá: Raunveruleikastjörnur slíta trúlofuninni Þættirnir Heimsókn ættu að vera lesendum Vísis vel kunnugir. Í þáttunum heimsækir Sindri Sindrason sannkallaða fagurkera sem opna heimili sín fyrir áhorfendum. Heimilin eru jafn ólík og þau eru mörg en eiga það þó eitt sameiginlegt að vera sett saman af alúð og smekklegheitum. Allar tólf þáttaraðirnar er að finna á Stöð 2+. Perfect Match eru raunveruleikaþættir sem hófu göngu sína á Netflix fyrr á árinu. Í þáttunum Heimsókn heimsækir Sindri Sindrason sannkallaða fagurkera sem opna heimili sín fyrir áhorfendum. Bíó og sjónvarp Netflix Hámhorfið Mest lesið Bríet olli vonbrigðum Gagnrýni Fox á lausu eftir að hafa fundið óviðeigandi efni í síma kærastans Lífið Bjargar deginum að komast aðeins úr klefanum Lífið Allen White verður Rotta, sonur Jabba jöfurs Lífið Umræða um kólesteról á villigötum Lífið Vala Eiríks og Óskar orðin foreldrar Lífið Höll sumarlandsins komin á sölu Lífið Aldís Amah tilnefnd til BAFTA-tölvuleikjaverðlaunanna Leikjavísir Villi Vill og Halla Vilhjálms á Nínu Lífið Hvernig á að finna tíma til að elskast um jólin? Lífið Fleiri fréttir Emilia Pérez og The Bear með flestar tilnefningar til Golden Globe „Hversu góð tök hefur þú á Rúrik?“ Barry Keoghan leikur Bítil Með stórstjörnum í væntanlegri kvikmynd Marvel Leikstjóri Naked Gun og Airplane! látinn „Grét ekkert eðlilega mikið á frumsýningunni“ Frumsýning á Vísi: Steindi og Saga með nýja sketsaseríu um jólin Sjáðu Nínu Dögg sem Vigdísi í fyrstu stiklunni Stjörnufans þegar hundruð kíktu á forsýningu Iceguys 2 Sýn, Síminn og RÚV standa að baki nýjum sjónvarpsverðlaunum Halda til Spánar að smakka messuvín fyrir þjóðkirkjuna Hundrað ára viðkvæmni Íslendinga: „Leið daglega yfir 40 til 50 manns“ Stórstjörnur flykkjast í verkefni Baltasars Ljósbrot verðlaunuð af Evrópsku kvikmyndaakademíunni Stórstjarna úr tónlistarheiminum í nýrri seríu White Lotus Brynjar Morthens leikur Bubba Morthens Frumsýning á Vísi: IceGuys dæmdir til samfélagsþjónustu í seríu tvö Sjá meira
Það má segja að sjónvarpsáhorf sé ákveðið áhugamál okkar Íslendinga. Góðir sjónvarpsþættir geta fengið þjóðina til þess að sameinast fyrir framan skjáinn og jafnvel stýrt samfélagsumræðunni í margar vikur á eftir. Við lifum hins vegar á tímum þar sem framboð sjónvarpsþátta hefur aldrei verið meira og streymisveitum fjölgar með hverju árinu. Það er því ómögulegt að hafa yfirsýn yfir alla þá þætti sem eru í boði. Þar koma vinsældalistar streymisveitanna og meðmæli frá vinum og vandamönnum sterk inn. „Á hvað eruð þið að hámhorfa þessa dagana?“ er því spurning sem heyrist örugglega reglulega í saumaklúbbum og á kaffistofum landsins. Góðir sjónvarpsþættir geta fengið þjóðina til þess að sameinast fyrir framan skjáinn og jafnvel stýrt samfélagsumræðunni í margar vikur á eftir.getty Vísir tók púlsinn á nokkrum þjóðþekktum einstaklingum og fékk að heyra hvað þeir væru að hámhorfa á eða „binge-a“ þessa dagana. Því það er sama hvort þú sért leikari, ráðherra, samfélagsmiðlastjarna, sjónvarpsmaður eða söngkona, það elska flestir að láta líða úr sér uppi í sófa með fjarstýringu í hönd. Hér fyrir neðan má sjá hvað söngkonurnar Diljá Pétursdóttir, GDRN og Gugusar höfðu að segja. Diljá Pétursdóttir Söngkonan og Eurovision-farinn Diljá. Vísir/Ívar Fannar Söngkonan Diljá Pétursdóttir er á fullu að undirbúa sig fyrir Eurovision þessa dagana. Þess á milli hefur hún þó verið að hámhorfa norsku þættina Exit eins og svo margir Íslendingar. Þættirnir fjalla um fjóra auðuga vini sem keyra um á flottum bílum, eiga glæsileg heimili og fallegar fjölskyldur. Þeir eiga þó sínar myrku hliðar og leita útgönguleiða úr daglegu lífi sínu meðal annars með ofbeldi, eiturlyfjum og kynlífi. Þættirnir eru byggðir á sönnum frásögnum úr norskum fjármálaheimi. Þættirnir hafa notið gríðarlegra vinsælda. Þættirnir eru sýndir á RÚV og hóf þriðja þáttaröð göngu sína fyrir nokkrum vikum síðan. Hinn íslenski leikari og leikstjóri Gísli Örn Garðarsson leikstýrði tveimur þáttum í nýju þáttaröðinni. Sjá: Leikstýrði risa kynsvalli í Exit: Hundrað naktar konur og tuttugu naktir menn „Mér fannst nýjasta serían ekki stórkostleg en ég hélst við efnið því að ég dýrkaði fyrri seríurnar. Vel leiknar og áhugaverðir karakterar. Svo finnst mér skemmtilegt krydd að þetta sé byggt á alvöru einstaklingum frá Noregi,“ segir Diljá um þættina. Norski sjónvarpsþættirnir Exit hafa notið mikilla vinsælda hér á landi. GDRN Söngkonan GDRN.Vísir/Vilhelm Tónlistarkonan Guðrún Ýr Eyfjörð, betur þekkt sem GDRN, er nýbökuð móðir og hefur verið að hámhorfa þættina The Last of Us í fæðingarorlofinu. The Last of Us eru byggðir á einum vinsælasta tölvuleik allra tíma en þættirnir hafa ekki fengið síðri viðtökur en tölvuleikurinn. Þættirnir gerast tuttugu árum eftir að skæð farsótt herjaði á mannkynið og gjörbreytti heiminum. Aðalsöguhetjan Joel er fenginn til að fylgja 14 ára stúlku í lífshættulegu ferðalagi þvert yfir Bandaríkin í þeim tilgangi að bjarga mannkyninu. Með aðalhlutverk fara þau Pedro Pascal og Bella Ramsey. Þættirnir eru úr smiðju HBO en hér heima eru þeir sýndir á Sjónvarpi Símans. Sjá einnig: HBO birtir fyrstu stiklu Last of Us „Ég nýbúin að klára The Last of Us. Þetta eru svo skemmtilegir þættir og áhugaverðir karakterar. Lætur mann langa til þess að spila tölvuleikinn sjálfan!“ segir GDRN um þættina. The Last of Us eru byggðir á einum vinsælasta tölvuleik allra tíma en hafa þættirnir hafa ekki fengið síðri viðtökur en tölvuleikurinn. Gugusar Tónlistarkonan Gugusar.Vísir/Vilhelm Tónlistarkonan Guðlaug Sóley Höskuldsdóttir, betur þekkt sem Gugusar, hefur stimplað sig inn í íslenskt tónlistarlíf af miklum krafti síðustu ár. Í ár var hún kosin flytjandi ársins á Íslensku tónlistarverðlaununum og hefur hún haft í nógu að snúast. Hún gefur sér þó einnig tíma til þess að slaka á fyrir framan sjónvarpið. „Ég var að „binge watcha“ þættina Perfect Match um daginn. Þeir eru svona týpískir heilalausir raunveruleikaþættir með endalausu drama. Held að maður festist alveg við þætti sem snúast um drama. Annars hef ég verið að hámhorfa á Heimsókn með Sindra líka,“ segir Gugusar. Perfect Match eru raunveruleikaþættir sem hófu göngu sína á Netflix fyrr á árinu. Í þáttunum koma saman stjörnur, sem allar eiga það sameiginlegt að hafa tekið þátt í öðrum raunveruleikaþáttum, með það eina markmið að finna ástina. Sjá: Raunveruleikastjörnur slíta trúlofuninni Þættirnir Heimsókn ættu að vera lesendum Vísis vel kunnugir. Í þáttunum heimsækir Sindri Sindrason sannkallaða fagurkera sem opna heimili sín fyrir áhorfendum. Heimilin eru jafn ólík og þau eru mörg en eiga það þó eitt sameiginlegt að vera sett saman af alúð og smekklegheitum. Allar tólf þáttaraðirnar er að finna á Stöð 2+. Perfect Match eru raunveruleikaþættir sem hófu göngu sína á Netflix fyrr á árinu. Í þáttunum Heimsókn heimsækir Sindri Sindrason sannkallaða fagurkera sem opna heimili sín fyrir áhorfendum.
Bíó og sjónvarp Netflix Hámhorfið Mest lesið Bríet olli vonbrigðum Gagnrýni Fox á lausu eftir að hafa fundið óviðeigandi efni í síma kærastans Lífið Bjargar deginum að komast aðeins úr klefanum Lífið Allen White verður Rotta, sonur Jabba jöfurs Lífið Umræða um kólesteról á villigötum Lífið Vala Eiríks og Óskar orðin foreldrar Lífið Höll sumarlandsins komin á sölu Lífið Aldís Amah tilnefnd til BAFTA-tölvuleikjaverðlaunanna Leikjavísir Villi Vill og Halla Vilhjálms á Nínu Lífið Hvernig á að finna tíma til að elskast um jólin? Lífið Fleiri fréttir Emilia Pérez og The Bear með flestar tilnefningar til Golden Globe „Hversu góð tök hefur þú á Rúrik?“ Barry Keoghan leikur Bítil Með stórstjörnum í væntanlegri kvikmynd Marvel Leikstjóri Naked Gun og Airplane! látinn „Grét ekkert eðlilega mikið á frumsýningunni“ Frumsýning á Vísi: Steindi og Saga með nýja sketsaseríu um jólin Sjáðu Nínu Dögg sem Vigdísi í fyrstu stiklunni Stjörnufans þegar hundruð kíktu á forsýningu Iceguys 2 Sýn, Síminn og RÚV standa að baki nýjum sjónvarpsverðlaunum Halda til Spánar að smakka messuvín fyrir þjóðkirkjuna Hundrað ára viðkvæmni Íslendinga: „Leið daglega yfir 40 til 50 manns“ Stórstjörnur flykkjast í verkefni Baltasars Ljósbrot verðlaunuð af Evrópsku kvikmyndaakademíunni Stórstjarna úr tónlistarheiminum í nýrri seríu White Lotus Brynjar Morthens leikur Bubba Morthens Frumsýning á Vísi: IceGuys dæmdir til samfélagsþjónustu í seríu tvö Sjá meira