Segir Finnafjörð fastan í þagnarmúr ríkisstjórnar Kristján Már Unnarsson skrifar 10. apríl 2023 09:39 Tölvugerð mynd af höfn við Finnafjörð. Hún yrði langstærsta höfn á Íslandi. Efla Framgangur hugmynda um stórskipahöfn í Finnafirði við Langanes tafðist vegna covid-faraldursins. Áform um að taka upp þráðinn á ný eru sögð stranda á því að engin áheyrn fáist hjá íslenska ríkinu. „Bremenports segist lenda á þagnarmúr hjá íslenska ríkinu,“ er fyrirsögn fréttar í austfirska héraðsmiðlinum Austurfrétt, sem birtist í dymbilvikunni. Þar er greint frá meginefni viðtals við Dr. Lars Stemmler, yfirmann alþjóðaverkefna hjá Bremenports, í nýjasta tölublaði Austurgluggans, sem ritstjórinn Gunnar Gunnarsson er höfundur að. Þórshöfn á Langanesi 11. apríl 2019. Fulltrúar Langanesbyggðar, Vopnafjarðarhrepps, þýska hafnarfélagsins Bremenports og verkfræðistofunnar Eflu undirrituðu þá samning um stofnun þróunarfélags um uppbyggingu alþjóðlegrar stórskipahafnar í Finnafirði.Efla Fram kemur að tveir vísindamenn á vegum Bremenports hafi í ágúst í fyrrasumar dvalið um hríð í Langanesbyggð til að taka út innviði og samfélagið á svæðinu. Þeirra mikilvægustu niðurstöður hafi verið að rétt væri að halda áfram með verkefnið. Hins vegar væru hindranir í veginum. Stærstar þær að raforkukerfið á Norðausturlandi sé það veikbyggt að það anni engan veginn því sem þurfi við framkvæmdirnar. Þá er sagt spila inn í að íslensk stjórnvöld hafi ekki fengist til að svara óskum Bremenports um áframhaldandi samstarf. Sagt er frá stofnun þróunarfélagsins í þessari frétt Stöðvar 2 þann 11. apríl 2019 en þar má sjá myndskeið af útliti hafnarmannvirkjanna: Hér er sagt frá samstarfssamningi Bremenports og sveitarfélaganna sem undirritaður var árið 2014 í Ráðherrabústaðnum: „Okkar mat er að ríkisstjórnin sé of upptekin við vindorkumál. Hafandi sagt það þá skrifuðum við undir viljayfirlýsingu við ríkið árið 2016. Síðustu misseri höfum við gert nokkrar tilraunir til að taka upp þráðinn úr henni, meðal annars í gegnum diplómatískar leiðir. Íslenska sendiráðið í Berlín var mjög hjálplegt og þýska sendiráðið í Reykjavík reyndi að hjálpa líka, en við lentum á þagnarmúr,“ hefur austfirski fréttamiðillinn eftir fulltrúa Bremenports. Horft til norðurs yfir Finnafjörð í átt að Gunnólfsvík. Jörðin Fell til vinstri.Vilhelm Gunnarsson Hann telur þó ekki hægt að segja að íslenska ríkið hafi ekki staðið við sínar skuldbindingar. Fremur vanti þaðan áframhaldandi samstarfsvilja. Útgangspunktur viljayfirlýsingarinnar hafi verið að skrifa sameiginlega skýrslu um Finnafjarðarverkefnið. Innviðaráðuneytið hafi gert hana og hún birt. „Ef það er skilningur íslenska ríkisins að það hafi þar með staðið við sitt, þá er lítið við því að segja. Við lögðum hins vegar annan skilning í viljayfirlýsinguna, sem var sá að skýrslan væri upphafið að frekari samvinnu,“ segir Dr. Lars Stemmler. Aðspurður segir hann næstu skref vera að reyna að endurvekja samræðurnar við íslenska ríkið. Það sé þó erfitt ef engin áheyrn fáist, segir í Austurfrétt. Suðurströnd Finnafjarðar.Vilhelm Gunnarsson Hugmyndir um hafnargerð við Bakkaflóa undir Langanesi komust fyrst að ráði í opinbera umræðu árið 2005 þegar höfn í Gunnólfsvík var samþykkt inn á aðalskipulag Skeggjastaðahrepps en þar er þorpið Bakkafjörður. Ári síðar, 2006, sameinaðist Skeggjastaðahreppur Þórshafnarhreppi undir nafninu Langanesbyggð. Hugmyndin um Gunnólfsvíkurhöfn þróaðist síðar yfir í mun stærri áform. Árið 2011 samþykkti sveitarstjórn Langanesbyggðar að setja stórskipahöfn við Finnafjörð inn á aðalskipulag ásamt lóðum undir olíu- og gasiðnað en einnig stóran alþjóðaflugvöll á Langanesi. Sveitarstjórnin var þó gerð afturreka með hluta áformanna áður en Skipulagsstofnun féllst á aðalskipulagið árið 2013: Framan af voru menn einkum með norðurslóðasiglingar og olíu- og gasvinnslu á Drekasvæðinu í huga fyrir höfn í Finnafirði. Flotahöfn NATO og öryggishöfn norðurslóða á vegum Landhelgisgæslunnar á aðgreindu svæði í Gunnólfsvík hafa síðar blandast inn í umræðuna. Viðlegukantar í Finnafirði yrðu sex kílómetra langir.Efla Sem iðnaðarráðherra mætti Össur Skarphéðinsson á svæðið árið 2009 með skýrslu undir hendi um þjónustuhöfn olíuleitar um leið og hann hratt Drekaútboðinu af stað. Síðar sem utanríkisráðherra ræddi hann við fulltrúa Kínverja um umskipunarhöfn vegna norðurslóðasiglinga en athygli vakti að kínverski sendiherrann á Íslandi fór haustið 2010 í Finnafjörð að skoða aðstæður, eins og heyra má um í þessari frétt: Hér sagði Össur frá viðræðum við Kínverja árið 2011: Á ráðstefnu í Reykjavík árið 2012 fjallaði Össur einnig um þessar viðræður: Núna er efst á baugi rafmagnsframleiðsla með vindmyllum sem nýtt yrði til grænnar eldsneytisframleiðslu, einkum í formi vetnis. Segir talsmaður Bremenports í Austurfrétt að ýmsir aðilar hafi lýst áhuga á að koma upp slíkum rekstri í Finnafirði án þess þó að lagt hafi verið í mikla markaðssetningu á verkefninu. „Þessir aðilar hringja ýmist í okkur eða Eflu og óska eftir fundum. Við erum hikandi því við viljum þróa verkefnið frekar með samfélaginu því við þurfum til að mynda að taka tillit til ferðamennskunnar. Við komumst ekki lengra með málið fyrr en íslenska ríkið hefur lagt línurnar um vindorkuna. Síðan getum við eða Efla haldið áfram,“ segir Lars Stemmler í viðtalinu við Austurgluggann. Fjallað var um þessi nýjustu áform í beinni útsendingu Stöðvar 2 af Gunnólfsvíkurfjalli sumarið 2021: Meðal íbúa norðaustanlands hafa jafnan verið skiptar skoðanir um verkefnið, eins og heyra má um hér: Langanesbyggð Olíuleit á Drekasvæði Norðurslóðir Skipaflutningar Kína NATO Landhelgisgæslan Vopnafjörður Byggðamál Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Vindorka Orkuskipti Skipulag Umhverfismál Öryggis- og varnarmál Orkumál Tengdar fréttir Gunnólfsvík sögð ákjósanleg sem öryggis- og leitarhöfn norðurslóða Lagabreyting sem utanríkisráðherra kynnti fyrr á árinu um að skilgreina Gunnólfsvík á Langanesi sem öryggissvæði fyrir Landhelgisgæsluna hefur vakið spurningar um hvort hugmyndin sé að taka svæðið frá undir flotahöfn NATO. Sveitarstjóri Langanesbyggðar segir þetta ákjósanlegan stað fyrir öryggis- og leitarhöfn vegna norðurslóða. 24. ágúst 2021 22:44 Áform um stóra vindmyllugarða milli Langaness og Vopnafjarðar Sveitarstjórn Langanesbyggðar skoðar nú hugmyndir um að reisa hátt í þrjúhundruð vindmyllur á sex svæðum milli Langaness og Vopnafjarðar. Rætt er um að allt að eitt þúsund megavött raforku verði virkjuð í vindmyllugörðunum. 20. júlí 2021 23:03 Norðausturhornið ráði við að vaxa með Finnafjarðarhöfn Stórskipahöfn í Finnafirði myndi hafa gríðarleg áhrif á norðausturhorni landsins en er jafnframt ávísun á átök, jafnt heima í héraði sem og í landsmálaumræðunni. 12. apríl 2019 23:30 Kínverskt skipafélag undirbýr áætlunarsiglingar um Íshafið Stærsta skipafélag heims, kínverska ríkisskipafélagið COSCO, kannar nú möguleika á að hefja fastar áætlunarsiglingar norðausturleiðina um Íshafið. 8. nóvember 2015 21:58 Risahöfn og olíuiðnaður inn á skipulag Langanesbyggðar Skipulagsstofnun hefur fallist á aðalskipulag Langanesbyggðar sem gerir ráð fyrir risahöfn í Finnafirði og lóðum undir olíu- og gasiðnað og bíður það nú staðfestingar umhverfisráðherra. Sveitarstjórnarmenn á Norðausturlandi hafa lengi horft til þeirra tækifæra sem siglingar yfir Norðurheimskautið og olíuleit gætu skapað og komu stórskipahöfn í Gunnólfsvík við Langanes inn á aðalskipulag fyrir átta árum. 3. apríl 2013 18:45 Skipuleggja risahöfn og alþjóðaflugvöll á Langanesi Alþjóðaflugvöllur, sem yrði sá næst stærsti á Íslandi, verður á Langanesi í tengslum við stórskipahöfn, samkvæmt aðalskipulagi, sem sveitarstjórn Langanesbyggðar hyggst afgreiða á morgun. Landeigandi kallar þetta loftkastala. 16. mars 2011 19:45 Lifum ekki á fjallagrösum - þurfum alvörustörf "Þegar við sjáum tækifærin hérna þá er svo einkennileg árátta hjá fólki að vilja að fara að vernda allt fyrir okkur," sagði Þórunn Egilsdóttir, oddviti Vopnafjarðarhrepps, í þættinum "Um land allt" á Stöð 2 í gærkvöldi. Kristján Már Unnarsson heimsótti Þórunni og eiginmann hennar, Friðbjörn Hauk Guðmundsson, en þau búa á bænum Hauksstöðum í Vesturárdal í Vopnafirði ásamt þremur börnum sínum. 5. nóvember 2012 08:45 Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Glæný könnun Maskínu: Fylgi Framsóknar og Flokks fólksins á uppleið Innlent Erfitt að útskýra fyrir þriggja ára að það verði ekkert af afmæli í leikskólanum Innlent Misbýður ummæli um samhljóm stefnu sinnar og Breiviks Innlent Opnunin á Blönduhlíð var engin opnun Innlent Telja sig hafa fundið vísbendingu í máli D.B. Cooper Erlent Segir skemmdarverk Rússa í Evrópu geta leitt til átaka Erlent Sækja óvænt og hratt að Aleppo Erlent Kostuleg kosningabarátta: Óvæntar uppákomur og skrautlegir skandalar Innlent Segir það mjög góða tilfinningu að skrifa undir nýjan kjarasamning Innlent Fleiri fréttir Auka alþjóðasamvinnu í ljósi vaxandi spennu Óvenjulegt að bóluefni séu skráð sem dánarorsök Opnunin á Blönduhlíð var engin opnun Steypan smám saman að harðna í fylginu Kappræður í opinni dagskrá á Stöð 2 í kvöld Lykilatriði að almenningur fái upplýsingar um kennaradeiluna Bein útsending: Fundað um forvarnir gegn ofbeldi meðal barna Glæný könnun Maskínu: Fylgi Framsóknar og Flokks fólksins á uppleið Glæný könnun í hádegisfréttum Bylgjunnar Þau eru tilnefnd sem Framúrskarandi ungur Íslendingur 2024 Tæknilegir örðugleikar en ekki netárás á mbl.is Segir það mjög góða tilfinningu að skrifa undir nýjan kjarasamning Erfitt að útskýra fyrir þriggja ára að það verði ekkert af afmæli í leikskólanum Bein útsending: Heilbrigðisþing – Heilsugæslan, svo miklu meira… Kostuleg kosningabarátta: Óvæntar uppákomur og skrautlegir skandalar Hafa gefið út 99 leyfi til dýratilrauna síðustu fimm ár Gosmengun mögulega viðvarandi í Grindavík í dag Læknar undirrita nýjan kjarasamning Misbýður ummæli um samhljóm stefnu sinnar og Breiviks Þjóðvegurinn upp í Þjórsárdal færist vegna Hvammsvirkjunar „Verðum að bregðast við áður en það verður of seint“ Fimmta vika verkfalls: Erfiðast fyrir börnin sem sakna vina sinna Fjögur andlát vegna bóluefnis við kórónuveiru til skoðunar Sendi dóttur sína til Suður-Afríku því biðin hefði kostað hana lífið Erlendir fjárfestar buðu fúlgur fjár Trump sérstaklega áhugasamur um íslenska menningu Móðir grípur til örþrifaráða og bóndi hafnar erlendum fjárfestum Kannast ekki við áform um brjóstmynd úr bronsi Krefjast úrbóta á leikskólastarfi í leikskólanum Lundi Gasmengun gæti náð á höfuðborgarsvæðið Sjá meira
„Bremenports segist lenda á þagnarmúr hjá íslenska ríkinu,“ er fyrirsögn fréttar í austfirska héraðsmiðlinum Austurfrétt, sem birtist í dymbilvikunni. Þar er greint frá meginefni viðtals við Dr. Lars Stemmler, yfirmann alþjóðaverkefna hjá Bremenports, í nýjasta tölublaði Austurgluggans, sem ritstjórinn Gunnar Gunnarsson er höfundur að. Þórshöfn á Langanesi 11. apríl 2019. Fulltrúar Langanesbyggðar, Vopnafjarðarhrepps, þýska hafnarfélagsins Bremenports og verkfræðistofunnar Eflu undirrituðu þá samning um stofnun þróunarfélags um uppbyggingu alþjóðlegrar stórskipahafnar í Finnafirði.Efla Fram kemur að tveir vísindamenn á vegum Bremenports hafi í ágúst í fyrrasumar dvalið um hríð í Langanesbyggð til að taka út innviði og samfélagið á svæðinu. Þeirra mikilvægustu niðurstöður hafi verið að rétt væri að halda áfram með verkefnið. Hins vegar væru hindranir í veginum. Stærstar þær að raforkukerfið á Norðausturlandi sé það veikbyggt að það anni engan veginn því sem þurfi við framkvæmdirnar. Þá er sagt spila inn í að íslensk stjórnvöld hafi ekki fengist til að svara óskum Bremenports um áframhaldandi samstarf. Sagt er frá stofnun þróunarfélagsins í þessari frétt Stöðvar 2 þann 11. apríl 2019 en þar má sjá myndskeið af útliti hafnarmannvirkjanna: Hér er sagt frá samstarfssamningi Bremenports og sveitarfélaganna sem undirritaður var árið 2014 í Ráðherrabústaðnum: „Okkar mat er að ríkisstjórnin sé of upptekin við vindorkumál. Hafandi sagt það þá skrifuðum við undir viljayfirlýsingu við ríkið árið 2016. Síðustu misseri höfum við gert nokkrar tilraunir til að taka upp þráðinn úr henni, meðal annars í gegnum diplómatískar leiðir. Íslenska sendiráðið í Berlín var mjög hjálplegt og þýska sendiráðið í Reykjavík reyndi að hjálpa líka, en við lentum á þagnarmúr,“ hefur austfirski fréttamiðillinn eftir fulltrúa Bremenports. Horft til norðurs yfir Finnafjörð í átt að Gunnólfsvík. Jörðin Fell til vinstri.Vilhelm Gunnarsson Hann telur þó ekki hægt að segja að íslenska ríkið hafi ekki staðið við sínar skuldbindingar. Fremur vanti þaðan áframhaldandi samstarfsvilja. Útgangspunktur viljayfirlýsingarinnar hafi verið að skrifa sameiginlega skýrslu um Finnafjarðarverkefnið. Innviðaráðuneytið hafi gert hana og hún birt. „Ef það er skilningur íslenska ríkisins að það hafi þar með staðið við sitt, þá er lítið við því að segja. Við lögðum hins vegar annan skilning í viljayfirlýsinguna, sem var sá að skýrslan væri upphafið að frekari samvinnu,“ segir Dr. Lars Stemmler. Aðspurður segir hann næstu skref vera að reyna að endurvekja samræðurnar við íslenska ríkið. Það sé þó erfitt ef engin áheyrn fáist, segir í Austurfrétt. Suðurströnd Finnafjarðar.Vilhelm Gunnarsson Hugmyndir um hafnargerð við Bakkaflóa undir Langanesi komust fyrst að ráði í opinbera umræðu árið 2005 þegar höfn í Gunnólfsvík var samþykkt inn á aðalskipulag Skeggjastaðahrepps en þar er þorpið Bakkafjörður. Ári síðar, 2006, sameinaðist Skeggjastaðahreppur Þórshafnarhreppi undir nafninu Langanesbyggð. Hugmyndin um Gunnólfsvíkurhöfn þróaðist síðar yfir í mun stærri áform. Árið 2011 samþykkti sveitarstjórn Langanesbyggðar að setja stórskipahöfn við Finnafjörð inn á aðalskipulag ásamt lóðum undir olíu- og gasiðnað en einnig stóran alþjóðaflugvöll á Langanesi. Sveitarstjórnin var þó gerð afturreka með hluta áformanna áður en Skipulagsstofnun féllst á aðalskipulagið árið 2013: Framan af voru menn einkum með norðurslóðasiglingar og olíu- og gasvinnslu á Drekasvæðinu í huga fyrir höfn í Finnafirði. Flotahöfn NATO og öryggishöfn norðurslóða á vegum Landhelgisgæslunnar á aðgreindu svæði í Gunnólfsvík hafa síðar blandast inn í umræðuna. Viðlegukantar í Finnafirði yrðu sex kílómetra langir.Efla Sem iðnaðarráðherra mætti Össur Skarphéðinsson á svæðið árið 2009 með skýrslu undir hendi um þjónustuhöfn olíuleitar um leið og hann hratt Drekaútboðinu af stað. Síðar sem utanríkisráðherra ræddi hann við fulltrúa Kínverja um umskipunarhöfn vegna norðurslóðasiglinga en athygli vakti að kínverski sendiherrann á Íslandi fór haustið 2010 í Finnafjörð að skoða aðstæður, eins og heyra má um í þessari frétt: Hér sagði Össur frá viðræðum við Kínverja árið 2011: Á ráðstefnu í Reykjavík árið 2012 fjallaði Össur einnig um þessar viðræður: Núna er efst á baugi rafmagnsframleiðsla með vindmyllum sem nýtt yrði til grænnar eldsneytisframleiðslu, einkum í formi vetnis. Segir talsmaður Bremenports í Austurfrétt að ýmsir aðilar hafi lýst áhuga á að koma upp slíkum rekstri í Finnafirði án þess þó að lagt hafi verið í mikla markaðssetningu á verkefninu. „Þessir aðilar hringja ýmist í okkur eða Eflu og óska eftir fundum. Við erum hikandi því við viljum þróa verkefnið frekar með samfélaginu því við þurfum til að mynda að taka tillit til ferðamennskunnar. Við komumst ekki lengra með málið fyrr en íslenska ríkið hefur lagt línurnar um vindorkuna. Síðan getum við eða Efla haldið áfram,“ segir Lars Stemmler í viðtalinu við Austurgluggann. Fjallað var um þessi nýjustu áform í beinni útsendingu Stöðvar 2 af Gunnólfsvíkurfjalli sumarið 2021: Meðal íbúa norðaustanlands hafa jafnan verið skiptar skoðanir um verkefnið, eins og heyra má um hér:
Langanesbyggð Olíuleit á Drekasvæði Norðurslóðir Skipaflutningar Kína NATO Landhelgisgæslan Vopnafjörður Byggðamál Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Vindorka Orkuskipti Skipulag Umhverfismál Öryggis- og varnarmál Orkumál Tengdar fréttir Gunnólfsvík sögð ákjósanleg sem öryggis- og leitarhöfn norðurslóða Lagabreyting sem utanríkisráðherra kynnti fyrr á árinu um að skilgreina Gunnólfsvík á Langanesi sem öryggissvæði fyrir Landhelgisgæsluna hefur vakið spurningar um hvort hugmyndin sé að taka svæðið frá undir flotahöfn NATO. Sveitarstjóri Langanesbyggðar segir þetta ákjósanlegan stað fyrir öryggis- og leitarhöfn vegna norðurslóða. 24. ágúst 2021 22:44 Áform um stóra vindmyllugarða milli Langaness og Vopnafjarðar Sveitarstjórn Langanesbyggðar skoðar nú hugmyndir um að reisa hátt í þrjúhundruð vindmyllur á sex svæðum milli Langaness og Vopnafjarðar. Rætt er um að allt að eitt þúsund megavött raforku verði virkjuð í vindmyllugörðunum. 20. júlí 2021 23:03 Norðausturhornið ráði við að vaxa með Finnafjarðarhöfn Stórskipahöfn í Finnafirði myndi hafa gríðarleg áhrif á norðausturhorni landsins en er jafnframt ávísun á átök, jafnt heima í héraði sem og í landsmálaumræðunni. 12. apríl 2019 23:30 Kínverskt skipafélag undirbýr áætlunarsiglingar um Íshafið Stærsta skipafélag heims, kínverska ríkisskipafélagið COSCO, kannar nú möguleika á að hefja fastar áætlunarsiglingar norðausturleiðina um Íshafið. 8. nóvember 2015 21:58 Risahöfn og olíuiðnaður inn á skipulag Langanesbyggðar Skipulagsstofnun hefur fallist á aðalskipulag Langanesbyggðar sem gerir ráð fyrir risahöfn í Finnafirði og lóðum undir olíu- og gasiðnað og bíður það nú staðfestingar umhverfisráðherra. Sveitarstjórnarmenn á Norðausturlandi hafa lengi horft til þeirra tækifæra sem siglingar yfir Norðurheimskautið og olíuleit gætu skapað og komu stórskipahöfn í Gunnólfsvík við Langanes inn á aðalskipulag fyrir átta árum. 3. apríl 2013 18:45 Skipuleggja risahöfn og alþjóðaflugvöll á Langanesi Alþjóðaflugvöllur, sem yrði sá næst stærsti á Íslandi, verður á Langanesi í tengslum við stórskipahöfn, samkvæmt aðalskipulagi, sem sveitarstjórn Langanesbyggðar hyggst afgreiða á morgun. Landeigandi kallar þetta loftkastala. 16. mars 2011 19:45 Lifum ekki á fjallagrösum - þurfum alvörustörf "Þegar við sjáum tækifærin hérna þá er svo einkennileg árátta hjá fólki að vilja að fara að vernda allt fyrir okkur," sagði Þórunn Egilsdóttir, oddviti Vopnafjarðarhrepps, í þættinum "Um land allt" á Stöð 2 í gærkvöldi. Kristján Már Unnarsson heimsótti Þórunni og eiginmann hennar, Friðbjörn Hauk Guðmundsson, en þau búa á bænum Hauksstöðum í Vesturárdal í Vopnafirði ásamt þremur börnum sínum. 5. nóvember 2012 08:45 Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Glæný könnun Maskínu: Fylgi Framsóknar og Flokks fólksins á uppleið Innlent Erfitt að útskýra fyrir þriggja ára að það verði ekkert af afmæli í leikskólanum Innlent Misbýður ummæli um samhljóm stefnu sinnar og Breiviks Innlent Opnunin á Blönduhlíð var engin opnun Innlent Telja sig hafa fundið vísbendingu í máli D.B. Cooper Erlent Segir skemmdarverk Rússa í Evrópu geta leitt til átaka Erlent Sækja óvænt og hratt að Aleppo Erlent Kostuleg kosningabarátta: Óvæntar uppákomur og skrautlegir skandalar Innlent Segir það mjög góða tilfinningu að skrifa undir nýjan kjarasamning Innlent Fleiri fréttir Auka alþjóðasamvinnu í ljósi vaxandi spennu Óvenjulegt að bóluefni séu skráð sem dánarorsök Opnunin á Blönduhlíð var engin opnun Steypan smám saman að harðna í fylginu Kappræður í opinni dagskrá á Stöð 2 í kvöld Lykilatriði að almenningur fái upplýsingar um kennaradeiluna Bein útsending: Fundað um forvarnir gegn ofbeldi meðal barna Glæný könnun Maskínu: Fylgi Framsóknar og Flokks fólksins á uppleið Glæný könnun í hádegisfréttum Bylgjunnar Þau eru tilnefnd sem Framúrskarandi ungur Íslendingur 2024 Tæknilegir örðugleikar en ekki netárás á mbl.is Segir það mjög góða tilfinningu að skrifa undir nýjan kjarasamning Erfitt að útskýra fyrir þriggja ára að það verði ekkert af afmæli í leikskólanum Bein útsending: Heilbrigðisþing – Heilsugæslan, svo miklu meira… Kostuleg kosningabarátta: Óvæntar uppákomur og skrautlegir skandalar Hafa gefið út 99 leyfi til dýratilrauna síðustu fimm ár Gosmengun mögulega viðvarandi í Grindavík í dag Læknar undirrita nýjan kjarasamning Misbýður ummæli um samhljóm stefnu sinnar og Breiviks Þjóðvegurinn upp í Þjórsárdal færist vegna Hvammsvirkjunar „Verðum að bregðast við áður en það verður of seint“ Fimmta vika verkfalls: Erfiðast fyrir börnin sem sakna vina sinna Fjögur andlát vegna bóluefnis við kórónuveiru til skoðunar Sendi dóttur sína til Suður-Afríku því biðin hefði kostað hana lífið Erlendir fjárfestar buðu fúlgur fjár Trump sérstaklega áhugasamur um íslenska menningu Móðir grípur til örþrifaráða og bóndi hafnar erlendum fjárfestum Kannast ekki við áform um brjóstmynd úr bronsi Krefjast úrbóta á leikskólastarfi í leikskólanum Lundi Gasmengun gæti náð á höfuðborgarsvæðið Sjá meira
Gunnólfsvík sögð ákjósanleg sem öryggis- og leitarhöfn norðurslóða Lagabreyting sem utanríkisráðherra kynnti fyrr á árinu um að skilgreina Gunnólfsvík á Langanesi sem öryggissvæði fyrir Landhelgisgæsluna hefur vakið spurningar um hvort hugmyndin sé að taka svæðið frá undir flotahöfn NATO. Sveitarstjóri Langanesbyggðar segir þetta ákjósanlegan stað fyrir öryggis- og leitarhöfn vegna norðurslóða. 24. ágúst 2021 22:44
Áform um stóra vindmyllugarða milli Langaness og Vopnafjarðar Sveitarstjórn Langanesbyggðar skoðar nú hugmyndir um að reisa hátt í þrjúhundruð vindmyllur á sex svæðum milli Langaness og Vopnafjarðar. Rætt er um að allt að eitt þúsund megavött raforku verði virkjuð í vindmyllugörðunum. 20. júlí 2021 23:03
Norðausturhornið ráði við að vaxa með Finnafjarðarhöfn Stórskipahöfn í Finnafirði myndi hafa gríðarleg áhrif á norðausturhorni landsins en er jafnframt ávísun á átök, jafnt heima í héraði sem og í landsmálaumræðunni. 12. apríl 2019 23:30
Kínverskt skipafélag undirbýr áætlunarsiglingar um Íshafið Stærsta skipafélag heims, kínverska ríkisskipafélagið COSCO, kannar nú möguleika á að hefja fastar áætlunarsiglingar norðausturleiðina um Íshafið. 8. nóvember 2015 21:58
Risahöfn og olíuiðnaður inn á skipulag Langanesbyggðar Skipulagsstofnun hefur fallist á aðalskipulag Langanesbyggðar sem gerir ráð fyrir risahöfn í Finnafirði og lóðum undir olíu- og gasiðnað og bíður það nú staðfestingar umhverfisráðherra. Sveitarstjórnarmenn á Norðausturlandi hafa lengi horft til þeirra tækifæra sem siglingar yfir Norðurheimskautið og olíuleit gætu skapað og komu stórskipahöfn í Gunnólfsvík við Langanes inn á aðalskipulag fyrir átta árum. 3. apríl 2013 18:45
Skipuleggja risahöfn og alþjóðaflugvöll á Langanesi Alþjóðaflugvöllur, sem yrði sá næst stærsti á Íslandi, verður á Langanesi í tengslum við stórskipahöfn, samkvæmt aðalskipulagi, sem sveitarstjórn Langanesbyggðar hyggst afgreiða á morgun. Landeigandi kallar þetta loftkastala. 16. mars 2011 19:45
Lifum ekki á fjallagrösum - þurfum alvörustörf "Þegar við sjáum tækifærin hérna þá er svo einkennileg árátta hjá fólki að vilja að fara að vernda allt fyrir okkur," sagði Þórunn Egilsdóttir, oddviti Vopnafjarðarhrepps, í þættinum "Um land allt" á Stöð 2 í gærkvöldi. Kristján Már Unnarsson heimsótti Þórunni og eiginmann hennar, Friðbjörn Hauk Guðmundsson, en þau búa á bænum Hauksstöðum í Vesturárdal í Vopnafirði ásamt þremur börnum sínum. 5. nóvember 2012 08:45