Í mál við TikTok vegna starfs við að horfa á og eyða ógeðslegum myndböndum Samúel Karl Ólason skrifar 28. desember 2021 16:11 Getty/Drew Angerer Bandarísk kona sem starfað hefur við umræðurýnir (e. moderator) hjá TikTok, samfélagsmiðlisins vinsæla, hefur höfðað mál gegn fyrirtækinu. Hún sakar fyrirtækið um að hafa ekki varið hana gegn sálfræðilegum skaða sem hún hlaut af því að horfa á grimmileg myndbönd meðal annars af nauðgunum og morðum svo klukkutímum skipti á degi hverjum. Candie Frazier og aðrir umræðurrýnar TikTok hafa unnið við það í allt að tólf tíma á dag að fara yfir myndbönd á samfélagsmiðlinum og fjarlægja þau ef þau reynast of gróf. Í lögsókn Frazier segir að hún hafi meðal annars þurft að horfa á myndbönd af fjöldamorðum í Mjanmar, skotárásum, barnaníði og dýraníði. Í lögsókn hennar, sem beinist gegn TikTok og ByteDance, móðurfyrirtækis samfélagsmiðilsins, segir að Frazier hafi hlotið mikinn skaða af þessum störfum og þá meðal annars áfallastreituröskun. Hún segist einnig þjást af þunglyndi og kvíða. Þar að auki segist hún eiga erfitt með svefn vegna martraða. Hún vann hjá TikTok sem verktaki á vegum fyrirtækisins Telus International en segir TikTok hafa ráðið öllu um starf hennar. Samkvæmt frétt Washinton Post vonast Frazier til þess að aðrir umræðurýnar TikTok gangi til liðs við sig. TikTok hefur fleiri en einn milljarð notenda á heimsvísu og varð í ár vinsælastavefsíða heims. Sjá einnig: TikTok vinsælasta vefsíða ársins Sambærilegum lögsóknum hefur verið beitt gegn öðrum samfélagsmiðlum. Meta, áður Facebook, greiddi til að mynda 52 milljónir dala til þúsunda umræðurýna í fyrra vegna lögsóknar sem sneri að því að þau hefðu ekki verið varin gegn efni sem þau neyddust til að horfa á. Frazier segir í lögsókn sinni að hún og aðrir umræðurýnar hafi þurft að horfa á þrjú til tíu myndbönd samtímis og ný myndbönd hafi birst þeim á um 25 sekúndna fresti. Þeim hafi eingöngu verið leyft að taka klukkutíma í hádegismat og tvær fimmtán mínútna pásur þar að auki á tólf tíma vöktum. Business Insider segir að yfirmenn umræðurýna fylgist með þeim í gegnum upptökur og passi að þau taki sér ekki frekari pásur en þeim sé leyfilegt. Dæmi séu um að fólk hafi verið meinuð laun vegna slíkra pása. Samfélagsmiðlar Bandaríkin Stafrænt ofbeldi TikTok Mest lesið Vaktin: Myndun nýrrar ríkisstjórnar Innlent Ráðuneytum fækkað og ljóst hvar stóru verkefnin liggja Innlent Virðist útiloka samstarf með Samfylkingu Innlent Ungir menn grunaðir um langa brotahrinu Innlent Lítill arfur á barnsaldri dró dilk á eftir sér Innlent Verði að virða það sem þjóðin vilji Innlent Halla veitti Kristrúnu umboð til stjórnarmyndunar Innlent Niðurbrotin eftir synjun og segir afkomuótta blasa við næstu mánuði Innlent Jón Ingi dæmdur í sex ára fangelsi í Sólheimajökulsmálinu Innlent Fréttin öll Innlent Fleiri fréttir Krefjast niðurfellingar í þagnarmálinu Herlögin loks felld úr gildi Sækja að annarri stórri borg í Sýrlandi Óvissa þrátt fyrir að þingið hafi fellt neyðarlögin úr gildi Lýsir yfir herlögum í Suður-Kóreu Engin greinarmunur gerður á Líbanon og Hezbollah ef friðurinn heldur ekki Rannsaka ekki ljósleiðaraskemmdir sem sakamál ennþá Stefnir í vantraust og aðra stjórnarkreppu Skorið á ljósleiðara í Finnlandi Hafnar því að þurfa að velja á milli Bandaríkjanna og Evrópu Fordæmalaus náðun Bidens Mörg hundruð vígamenn frá Írak til aðstoðar Assad-liðum Vilja vara aðra við örlögum dóttur sinnar í Laos Játar að hafa ekki afl til að taka aftur hernumdu svæðin Ríkisstjórnin og Barnier í hættu vegna fjárlaga Biden náðar son sinn Kynlífsverkafólk í Belgíu á nú rétt á fæðingarorlofi og lífeyri Ungur maður særði tvennt í skotárás á Grænlandi Hafa náð tökum á hálfri Aleppo og fjölda þorpa Assad-liðar gefa hratt eftir í Aleppo Síðasta heimsókn forseta fyrir opnun Notre Dame Tjadar og Senegalar segja Frökkum að koma sér Reyna að flytja óstöðugt andefni með vörubílum Njósnarar Rússa ræddu morð eða rán á blaðamanni Yfirvöld í Laos banna sölu Tiger vodka og viskís Vilja aðkomu Kínverja að rannsókn á skemmdum sæstrengjum Pútín hótar afdrifaríkum árásum á Kænugarð Grænlendingar fagna nýjum alþjóðaflugvelli Segja að endurtaka verði kosningarnar umdeildu í Georgíu Sækja óvænt og hratt að Aleppo Sjá meira
Candie Frazier og aðrir umræðurrýnar TikTok hafa unnið við það í allt að tólf tíma á dag að fara yfir myndbönd á samfélagsmiðlinum og fjarlægja þau ef þau reynast of gróf. Í lögsókn Frazier segir að hún hafi meðal annars þurft að horfa á myndbönd af fjöldamorðum í Mjanmar, skotárásum, barnaníði og dýraníði. Í lögsókn hennar, sem beinist gegn TikTok og ByteDance, móðurfyrirtækis samfélagsmiðilsins, segir að Frazier hafi hlotið mikinn skaða af þessum störfum og þá meðal annars áfallastreituröskun. Hún segist einnig þjást af þunglyndi og kvíða. Þar að auki segist hún eiga erfitt með svefn vegna martraða. Hún vann hjá TikTok sem verktaki á vegum fyrirtækisins Telus International en segir TikTok hafa ráðið öllu um starf hennar. Samkvæmt frétt Washinton Post vonast Frazier til þess að aðrir umræðurýnar TikTok gangi til liðs við sig. TikTok hefur fleiri en einn milljarð notenda á heimsvísu og varð í ár vinsælastavefsíða heims. Sjá einnig: TikTok vinsælasta vefsíða ársins Sambærilegum lögsóknum hefur verið beitt gegn öðrum samfélagsmiðlum. Meta, áður Facebook, greiddi til að mynda 52 milljónir dala til þúsunda umræðurýna í fyrra vegna lögsóknar sem sneri að því að þau hefðu ekki verið varin gegn efni sem þau neyddust til að horfa á. Frazier segir í lögsókn sinni að hún og aðrir umræðurýnar hafi þurft að horfa á þrjú til tíu myndbönd samtímis og ný myndbönd hafi birst þeim á um 25 sekúndna fresti. Þeim hafi eingöngu verið leyft að taka klukkutíma í hádegismat og tvær fimmtán mínútna pásur þar að auki á tólf tíma vöktum. Business Insider segir að yfirmenn umræðurýna fylgist með þeim í gegnum upptökur og passi að þau taki sér ekki frekari pásur en þeim sé leyfilegt. Dæmi séu um að fólk hafi verið meinuð laun vegna slíkra pása.
Samfélagsmiðlar Bandaríkin Stafrænt ofbeldi TikTok Mest lesið Vaktin: Myndun nýrrar ríkisstjórnar Innlent Ráðuneytum fækkað og ljóst hvar stóru verkefnin liggja Innlent Virðist útiloka samstarf með Samfylkingu Innlent Ungir menn grunaðir um langa brotahrinu Innlent Lítill arfur á barnsaldri dró dilk á eftir sér Innlent Verði að virða það sem þjóðin vilji Innlent Halla veitti Kristrúnu umboð til stjórnarmyndunar Innlent Niðurbrotin eftir synjun og segir afkomuótta blasa við næstu mánuði Innlent Jón Ingi dæmdur í sex ára fangelsi í Sólheimajökulsmálinu Innlent Fréttin öll Innlent Fleiri fréttir Krefjast niðurfellingar í þagnarmálinu Herlögin loks felld úr gildi Sækja að annarri stórri borg í Sýrlandi Óvissa þrátt fyrir að þingið hafi fellt neyðarlögin úr gildi Lýsir yfir herlögum í Suður-Kóreu Engin greinarmunur gerður á Líbanon og Hezbollah ef friðurinn heldur ekki Rannsaka ekki ljósleiðaraskemmdir sem sakamál ennþá Stefnir í vantraust og aðra stjórnarkreppu Skorið á ljósleiðara í Finnlandi Hafnar því að þurfa að velja á milli Bandaríkjanna og Evrópu Fordæmalaus náðun Bidens Mörg hundruð vígamenn frá Írak til aðstoðar Assad-liðum Vilja vara aðra við örlögum dóttur sinnar í Laos Játar að hafa ekki afl til að taka aftur hernumdu svæðin Ríkisstjórnin og Barnier í hættu vegna fjárlaga Biden náðar son sinn Kynlífsverkafólk í Belgíu á nú rétt á fæðingarorlofi og lífeyri Ungur maður særði tvennt í skotárás á Grænlandi Hafa náð tökum á hálfri Aleppo og fjölda þorpa Assad-liðar gefa hratt eftir í Aleppo Síðasta heimsókn forseta fyrir opnun Notre Dame Tjadar og Senegalar segja Frökkum að koma sér Reyna að flytja óstöðugt andefni með vörubílum Njósnarar Rússa ræddu morð eða rán á blaðamanni Yfirvöld í Laos banna sölu Tiger vodka og viskís Vilja aðkomu Kínverja að rannsókn á skemmdum sæstrengjum Pútín hótar afdrifaríkum árásum á Kænugarð Grænlendingar fagna nýjum alþjóðaflugvelli Segja að endurtaka verði kosningarnar umdeildu í Georgíu Sækja óvænt og hratt að Aleppo Sjá meira