Verkfallsvopnið slævt Guðjón Ragnar Jónasson skrifar 29. nóvember 2021 13:00 Um helgina tók til starfa ný ríkisstjórn, annað ráðuneyti Katrínar Jakobsdóttur, sem vonandi markar upphaf góðra tíma í landsmálum jafnt sem menntamálum. Sjálfur las ég gaumgæfilega stjórnarsáttmála nýju stjórnarinnar og hnaut þar um eitt atriði: Ákvæðið um að efla embætti ríkissáttasemjara. Það er sennilega hið ágætasta mál en í Morgunblaðinu í morgun fagnaði Halldór Benjamín Þorbergsson, framkvæmdastjóri Samtaka atvinnulífsins, þessu ákvæði sérstaklega. Í mínum huga er mikilvægt að eiga sterkan ríkissáttasemjara. En nú virðist sem uppi séu hugmyndir um að færa sáttasemjara aukið vald til að fresta verkföllum. Við skulum hafa það hugfast að verkfallsrétturinn er öllu launafólki mikilvægur og hann má ekki með nokkru móti skerða. Ég þekki það sjálfur hve verkfallsvopnið er gríðarlega mikilvægt. Grunnstefið í baráttu launafólks er að standa vörð um verkfallsréttinn og félagafrelsið, og ef vegið er að þessum grunnstoðum getur slíkt haft alvarlegar afeiðingar fyrir allt launafólk. Ég bið því verkalýðshreyfinguna að vera á varðbergi í þessum efnum. Verkföll eru neyðarréttur sem launafólk nýtir ekki nema brýna nauðsyn beri til. Skipulag verkfalls er langt og flókið ferli, og til þess vopns grípur enginn að óþörfu. Rétt launafólks í þessum efnum verður því að gulltryggja og undan honum má ekki grafa. Látum ekki hugmyndafræði nýfrjálshyggjunnar villa okkur sýn. Hugboð segir mér að verkföll séu ekki veruleiki gærdagsins; til þeirra verður örugglega boðað í framtíðinni og þá skiptir afdráttarlaus samstaða launafólks lykilmáli. Verkfallsrétturinn er eitt mikilvægasta vopn launamanna. Það má hvorki slæva né gera bitlaust. Höfundur er kennari og í framboði til varaformanns Kennarasambands Íslands. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skóla - og menntamál Kjaramál Mest lesið Íslenskur útgerðarmaður, evrópsk verkakona Sigurgeir B. Kristgeirsson Skoðun Embættismenn og stjórnmálamenn 30 ára Pétur Berg Matthíasson Skoðun Maður á sviði: Narsissisti í nánu sambandi Hrafnhildur Sigmarsdóttir Skoðun Sýrland í stuttu máli Omran Kassoumeh Skoðun Bílastæði eru hættulegri en þú heldur Hrefna Sigurjónsdóttir Skoðun Er Vernd einkarekið fangelsi í dulargervi áfangaheimilis? Ólafur Ágúst Hraundal Skoðun Köld eru kvennaráð – eða hvað? Halla Hrund Logadóttir Skoðun Brottvísanir frá sjónarhorni íslenskukennara Sigurlín Bjarney Gísladóttir Skoðun Halldór 07.12.2024 Halldór Er hægt að kaupa aukakíóin í burtu? Elísabet Reynisdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Íslenskur útgerðarmaður, evrópsk verkakona Sigurgeir B. Kristgeirsson skrifar Skoðun Embættismenn og stjórnmálamenn 30 ára Pétur Berg Matthíasson skrifar Skoðun Sýrland í stuttu máli Omran Kassoumeh skrifar Skoðun Er Vernd einkarekið fangelsi í dulargervi áfangaheimilis? Ólafur Ágúst Hraundal skrifar Skoðun Eftirlifendur fá friðarverðlaun Andrés Ingi Jónsson skrifar Skoðun Við getum stöðvað kynbundið ofbeldi Hildur Guðbjörnsdóttir skrifar Skoðun Dýravelferð dýranna Árni Alfreðsson skrifar Skoðun Réttur kvenna til lífs Ólöf Embla Eyjólfsdóttir skrifar Skoðun Bílastæði eru hættulegri en þú heldur Hrefna Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Fimmtíu ár frá Kvennafrídeginum árið 2025 Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Framtíðarsýn skóla og frístundastarfs í Lauganes- og Langholtshverfi Árelía Eydís Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Getur rafmagnið lært af símanum? Sigurður Jóhannesson skrifar Skoðun „Fé fylgi sjúklingi – ný útfærsla“ Teitur Guðmundsson skrifar Skoðun Aðgengi og lífsgæði eldri borgara í stafrænni framtíð: Hvað getum við gert betur? Hildur María Friðriksdóttir skrifar Skoðun Loftslagsmál eru orkumál Nótt Thorberg skrifar Skoðun Lánakvótar opna á nýja möguleika í hagstjórn Hallgrímur Óskarsson skrifar Skoðun Tímaskekkja í velferðarríki Stefán Þorri Helgason skrifar Skoðun Ahimsa: Siðferði kjöts og innflytjendamála Rajan Parrikar skrifar Skoðun Valkyrjustjórnin skyldi íslensk flugfélög til gæludýraflutninga í farþegaflugvélum Árni Stefán Árnason skrifar Skoðun Stigmögnun ofbeldis í nánum samböndum Kristín Snorradóttir skrifar Skoðun Brottvísanir frá sjónarhorni íslenskukennara Sigurlín Bjarney Gísladóttir skrifar Skoðun Mun ný ríkisstjórn Íslands endurskoða hvalveiðileyfið? Elissa Phillips skrifar Skoðun Hvernig tryggjum við raforkuöryggi almennings til framtíðar? Dagur Helgason skrifar Skoðun Erindisleysa Kennarasambandsins Ólafur Hauksson skrifar Skoðun Óvenjuleg hálka Sara Oskarsson skrifar Skoðun Það eru margar leiðir til að lækka vexti Ólafur Margeirsson skrifar Skoðun Voru aðdragandi og úrslit þingkosninga lýðræðisleg? Tómas Ellert Tómasson skrifar Skoðun Krísan sem heimurinn hundsar: kynbundið ofbeldi í átökum Birta B. Kjerúlf ,Kjartan Ragnarsson skrifar Skoðun Köld eru kvennaráð – eða hvað? Halla Hrund Logadóttir skrifar Skoðun Vanhæfi, valdníðsla og dýraníð - ekkert mál fyrir Bjarna Ben! Ole Anton Bieltvedt skrifar Sjá meira
Um helgina tók til starfa ný ríkisstjórn, annað ráðuneyti Katrínar Jakobsdóttur, sem vonandi markar upphaf góðra tíma í landsmálum jafnt sem menntamálum. Sjálfur las ég gaumgæfilega stjórnarsáttmála nýju stjórnarinnar og hnaut þar um eitt atriði: Ákvæðið um að efla embætti ríkissáttasemjara. Það er sennilega hið ágætasta mál en í Morgunblaðinu í morgun fagnaði Halldór Benjamín Þorbergsson, framkvæmdastjóri Samtaka atvinnulífsins, þessu ákvæði sérstaklega. Í mínum huga er mikilvægt að eiga sterkan ríkissáttasemjara. En nú virðist sem uppi séu hugmyndir um að færa sáttasemjara aukið vald til að fresta verkföllum. Við skulum hafa það hugfast að verkfallsrétturinn er öllu launafólki mikilvægur og hann má ekki með nokkru móti skerða. Ég þekki það sjálfur hve verkfallsvopnið er gríðarlega mikilvægt. Grunnstefið í baráttu launafólks er að standa vörð um verkfallsréttinn og félagafrelsið, og ef vegið er að þessum grunnstoðum getur slíkt haft alvarlegar afeiðingar fyrir allt launafólk. Ég bið því verkalýðshreyfinguna að vera á varðbergi í þessum efnum. Verkföll eru neyðarréttur sem launafólk nýtir ekki nema brýna nauðsyn beri til. Skipulag verkfalls er langt og flókið ferli, og til þess vopns grípur enginn að óþörfu. Rétt launafólks í þessum efnum verður því að gulltryggja og undan honum má ekki grafa. Látum ekki hugmyndafræði nýfrjálshyggjunnar villa okkur sýn. Hugboð segir mér að verkföll séu ekki veruleiki gærdagsins; til þeirra verður örugglega boðað í framtíðinni og þá skiptir afdráttarlaus samstaða launafólks lykilmáli. Verkfallsrétturinn er eitt mikilvægasta vopn launamanna. Það má hvorki slæva né gera bitlaust. Höfundur er kennari og í framboði til varaformanns Kennarasambands Íslands.
Skoðun Framtíðarsýn skóla og frístundastarfs í Lauganes- og Langholtshverfi Árelía Eydís Guðmundsdóttir skrifar
Skoðun Aðgengi og lífsgæði eldri borgara í stafrænni framtíð: Hvað getum við gert betur? Hildur María Friðriksdóttir skrifar
Skoðun Valkyrjustjórnin skyldi íslensk flugfélög til gæludýraflutninga í farþegaflugvélum Árni Stefán Árnason skrifar
Skoðun Krísan sem heimurinn hundsar: kynbundið ofbeldi í átökum Birta B. Kjerúlf ,Kjartan Ragnarsson skrifar