„Ósjaldan sem siðblindan lætur á sér kræla“ Stefán Árni Pálsson og Frosti Logason skrifa 24. nóvember 2021 10:40 Rannveig gaf á dögunum út sína fyrstu skáldsögu. Rannveig Borg Sigurðardóttir er lögfræðingur sem býr og starfar í Sviss en hún hefur verið að vekja athygli hér á landi undanfarnar vikur fyrir sína fyrstu skáldsögu, Fíkn en bókin hefur verið að fá rífandi góðar viðtökur sérstaklega á hljóðbókaveitunni Storytel. Rannveig hefur átt mjög farsælan feril sem lögfræðingur en hún hefur síðastliðin 20 ár bæði starfað á lögmannstofum og sem lögfræðingur stórfyrirtækja hér heima og erlendis. Náms og starfsferill Rannveigar er nokkuð magnaður en segja má að ævintýri hennar hafi byrjað þegar hún fór utan til Frakklands strax eftir stúdentspróf frá Versló en þá vissi hún í raun ekkert um hvað hún ætlaði að verða þegar hún yrði stór en ákvað að hún skyldi byrja á því að læra frönsku. Upprunalega ætlaði Rannveig bara að fara út í 3 – 6 mánuði en örlögin áttu eftir að haga því þannig að hún dvaldi í tæpan áratug í Frakklandi þar sem hún kláraði bæði grunn og framhaldsnám í lögfræði, á frönsku, við hinn mikilsvirta Sorbonne háskóla í París. „Lífið bara þróaðist svona. Ég efast um að ég hefði haft kjarkinn að fara út og ætla mér frá byrjun að læra lögfræði og frönsku en þetta æxlaðist bara svona. Bara eitt skref í einu og þá varð þetta bara miklu auðveldara og gekk vel,“ segir Rannveig í Íslandi í dag á Stöð 2 í gærkvöldi. Rannveig viðurkennir þó fúslega að það hafi á stundum verið býsna snúið að læra lögfræði á tungumáli sem hún hafð ekki alist upp við en segir að hún hafi samt fljótlega komist að því að krakkarnir sem voru með henni í bekk hafi oft bara verið á jafn hálum ís og hún þar sem lögfræðin hafi að miklu leiti bara sitt eigið tungumál sem hafi verið frönsku krökkunum jafn framandi og henni. „Maður kom oft heim og fannst þetta hrikalega erfitt og sérstaklega því það var enginn hjálp að fá. Ég lenti í kennurum sem voru svona að ýja að því að ég væri ekki nægilega góð í tungumálinu og margt sem gerði þetta erfitt. Ég bara byrjaði á þessu og ætlaði að reyna að komast í gegnum þetta. Það var auðvitað grátið stundum.“ Já oft á tíðum strembið en með ákveðni og þrautseigju náði Rannveig sem fyrr segir að ljúka lögfræði námi sínu með stæl og sérhæfði sig hún á endanum í mjög virtu framhaldsnámi í alþjóðlegri viðskiptalögfræði sem kom henni á þá hillu sem hún hefur starfað á allar götur síðan. Rannveig segist hafa verið mjög heppin með samnemendur og prófessora í framhaldsnáminu í Sorbonne en þetta hafi kostað þrotlausa vinnu og ástundun og segist Rannveig til dæmis hafa kynnst öllum bókasöfnum Parísar afar náið á þessum tíma þar sem hún dvaldi þar meira og minna allan ársins hring. „Minn helsti styrkur á þessum tíma held ég að hafi verið viljastyrkur. Kannski ekki endilega keppniskapið að vilja vera best heldur bara viljastyrkur að komast í gegnum eitthvað. Þegar ég horfi til baka á mörgum sviðum hafi sá kostur hjálpað mér mikið.“ Sem fyrr segir hefur Rannveig komið víða við á starfsferlinum. Fljótlega eftir námið hóf hún störf hjá BNP bankanum í París þar sem hún vann í nokkur ár og hafði þar umsjón með fyrirtækjasamrunum og einkavæðingum ríkisfyrirtækja. Rannveig starfaði síðan á nokkrum lögmannsstofum, meðal annars í Lúxemborg, London, París og hér heima en í dag starfar Rannveig sem lögfræðingur hjá alþjóðlega stórfyrirtækinu The Adecco Group þar sem hún er yfirlögfræðingur teymis sem annast kaup og sölu fyrirtækja, fjárstýringu, auk ýmissa annarra mála á fyrirtækjasviði. Hún viðurkennir fúslega að starfsumhverfi hennar sé mjög samkeppnisdrifið og að hún hafi alveg síðan hún kláraði námið iðulega þurft að berjast fyrir sínu enda sé fyrirtækjalögfræði í grunninn mjög karlægur heimur. Karlaheimur og þar þarf að bíta frá sér „Þetta er algjör karlaheimur og ef ég skrifa eitthvað meira verð ég að skrifa um konur í þessum heimi. Maður þarf oft að bíta frá sér og passa að það sé ekki verið að líta á mann eins og ritara og að fólk fatti strax að maður sé lögfræðingur. Maður þarf oft að bíta frá sér og sanna sig aftur og aftur og aftur en svo bara kemst það upp í vana.“ Rannveig segir að þó að ekkert af þessu hafi verið ákveðið fyrir fram hjá henni sé hún mjög ánægð með þá leið sem hún hafi farið til þess og þann stað sem hún er á í dag. „Mér finnst bara svo gaman hvað lífið er ófyrirsjáanlegt,“ segir Rannveig og hefur hún þetta að segja við unga framhaldsskólanema sem eru ekki vissir um hvaða skref þeir ætla að taka eftir stúdentspróf og áður en þeir ákveða hvað þeir ætla að starfa við í framtíðinni. „Fara út og grípa öll tækifæri. Fara í skiptinám, ferðast, prófa að búa erlendis, prófa vinna erlendis og prófa að vinna á mismunandi stöðum með mismunandi fólki og opna heiminn. Það er svo gaman að kynnast fólki í ólíkum menningarheimum. Þetta er ekki minna nám en námið sjálft.“ En sem áður segir hefur Rannveig nú vent kvæði sínu í kross og sprettur hún nú fram í jólabókaflóðinu sem fullmótaður rithöfundur með skáldsögunni Fíkn sem hefur verið að vekja mikla athygli. Spurð að því hvernig það er tilkomið hefur Rannveig þetta að segja. „Af því að mig langaði það. Mér fannst ég hafa eitthvað að segja. Núna á tímum Covid hafði ég tíma, meiri tíma en áður og var minna að ferðast. Ég fann mig mjög vel í því að skrifa og gat bara gleymt tímanum og nýtti oft bara hverja mínútu sem ég hafði.“ Svik og afbrýðissemi Í bókinni fjallar Rannveig um persónur sem eru að glíma við ýmiskonar fíknir og er í sagan í raun æsispennandi ástarsaga sem er krydduð með mikilli neyslu, framhjáhöldum, svikum og afbrýðissemi en efniviðin segist Rannveig hafa sótt víðsvegar að úr sínu eigin nærumhverfi. „Maður er kominn á þann aldur að maður hefur séð ýmislegt og upplifað ýmislegt. Ég sæki efniviðinn allt í kringum mig. Ég hef tengsl við, eins og annar hver Íslendingur, fólk sem á við fíknivanda að stríða og ég þekki það vel, þekki þetta stjórnleysi. Sjálf átti ég við átröskun að stríða sem ung kona.“ Þá hafi Rannveig einnig undanfarin misseri lagt stund á meistaranám í fíknifræðum við Kings College háskóla í Lundúnum sem hafi veitt henni ákveðin innblástur við skrifin en námið hafi hún farið í af einskærum áhuga á viðfangsefninu sem hafi komið sér vel við gerð bókarinnar. „Ég nota þær upplýsingar undir rós í sögunni. Það sem ég er að segja og það sem gerist er eitthvað sem ég veit að getur gerst og þetta getur verið þróunin. Ég nota fræðiþekkinguna í bókinni víðsvegar án þess að það sé sláandi.“ Siðblindan lætur á sér kræla Rannveig leggur áherslu á að sagan sé fyrst og fremst skáldskapur þó svo að raunveruleikinn í kringum hana sjálfa sé þar allt umlykjandi. Bókin byggi vissulega á ákveðnu klassísku þema þegar fíkniefnaneyslu er blandað saman við ástarsambönd og mikil þráhyggja og tortryggni yfirgnæfir heilbrigðari tilfinningar. „Fólk sem er í mikilli neyslu það er ósjaldan sem siðblindan lætur á sér kræla í því sambandi. Það eru lygar, það eru svik og siðblindan verður þarna einhvers staðar.“ Rannveigu hefur verið hrósað fyrir að ná að sýna þennan heim fíknar og alkóhólisma af miklu raunsæi en hún segir að þær raddir gleðji hana sérstaklega þar sem það hafi verið hennar helsta markmið þegar hún ákvað að setjast niður til að skrifa þessa bók. Í bókinni eru einnig fjallað talsvert um kynlífsfíkn og fylgja sögunni á köflum ansi kraftmiklar og krassandi kynlífssenur þar sem lítið er skilið eftir fyrir ímyndunaraflið en Rannveig segir það hafa komið sér svolítið á óvart hversu auðvelt það hafi reynst henni að setja sig í þær stellingar sem rithöfundur að skrifa sína fyrstu skáldsögu. „Það er bara ótrúlega einfalt og miklu einfaldara en ég bjóst við. Þegar ég skrifa og sérstaklega þessa bók, þá fór ég bara inn í bókina. Þó er frekar auðvelt þegar maður er i miklum tilfinningum inni í bókinni að skrifa það sem gæti gerst næst. Þetta er ekkert mál og mér fannst þetta ekkert erfitt. Ég hef ekki þeirra reynslu en ég er mjög stolt af senunum þeirra og ég held að þetta sé bara frekar vel heppnað.“ Ísland í dag Bókmenntir Höfundatal Mest lesið „Ég hélt svo innilega að það væri stelpa“ Lífið „Sá síðasti dó á þessu ári“ Lífið Úttekt á merkilegu orðfæri Ingu Sæland Lífið Ást er: Sigtaði sinn mann út á vellinum Lífið Bríet olli vonbrigðum Gagnrýni Yfir fimmtíu fengu sér tattú í stórafmæli Steinda Lífið Paul Mescal leiki nafna sinn McCartney Bíó og sjónvarp Selena komin með hring Lífið Live in a fishbowl: Alvöru harðkjarnapönk í boði I adapt Tónlist Töfrandi og kynngimagnaður kvennaheimur opnast Lífið samstarf Fleiri fréttir Borgarleikhúsið setur upp Moulin Rouge 250 sýningar af Elly: „Án hennar væri Íslandssagan öðruvísi“ Heitustu stjörnur listarinnar saman í Ásmundarsal Snorri skein skært í hátíðarbrókinni Engin sé uppskeran ef kartöflurnar eru ekki settar niður Verður ýmist í leyfi eða hlutastarfi á listamannalaunum Þessi fá listamannalaun 2025 Gleðilegir gestir í hátíðarskapi á safninu „Spurning um að fara að sækja réttu kokteilboðin“ Geir og Arnaldur í fangbrögðum á toppnum Í beinni: Dagur íslenskrar tónlistar Reykjavík samdi til þriggja ára við Borgarleikhúsið Bróðir Díönu Prinsessu naut sín í Reykjavík Leikstjóri Forrest Gump mættur til Reykjavíkur 52 ár á milli þeirra og þrjár bækur Ballettdansarinn Vladimir Shklyarov látinn Einar og Sigga á Grund gerð að heiðurslistamönnum Skaðlegt geðheilsunni að reyna að geðjast öðrum Leikfélag Hafnarfjarðar lagt niður Víkingur Heiðar tilnefndur til Grammy-verðlauna Frambjóðendur, sjónvarpsstjörnur og gamlir félagar fögnuðu með Geir Setja upp árekstur og hefja saman rekstur „Þetta eru mjög vondir samningar við Storytel“ Varpa ljósi á mikilvægi og gæði íslenskrar hönnunar „Við þurfum öll að halda í barnið innra með okkur“ Menningarritstjóri ráðinn framkvæmdastjóri Fullt út úr dyrum þegar Eiríkur Bergmann kynnti ferðafélagann Tínu Sjá meira
Rannveig hefur átt mjög farsælan feril sem lögfræðingur en hún hefur síðastliðin 20 ár bæði starfað á lögmannstofum og sem lögfræðingur stórfyrirtækja hér heima og erlendis. Náms og starfsferill Rannveigar er nokkuð magnaður en segja má að ævintýri hennar hafi byrjað þegar hún fór utan til Frakklands strax eftir stúdentspróf frá Versló en þá vissi hún í raun ekkert um hvað hún ætlaði að verða þegar hún yrði stór en ákvað að hún skyldi byrja á því að læra frönsku. Upprunalega ætlaði Rannveig bara að fara út í 3 – 6 mánuði en örlögin áttu eftir að haga því þannig að hún dvaldi í tæpan áratug í Frakklandi þar sem hún kláraði bæði grunn og framhaldsnám í lögfræði, á frönsku, við hinn mikilsvirta Sorbonne háskóla í París. „Lífið bara þróaðist svona. Ég efast um að ég hefði haft kjarkinn að fara út og ætla mér frá byrjun að læra lögfræði og frönsku en þetta æxlaðist bara svona. Bara eitt skref í einu og þá varð þetta bara miklu auðveldara og gekk vel,“ segir Rannveig í Íslandi í dag á Stöð 2 í gærkvöldi. Rannveig viðurkennir þó fúslega að það hafi á stundum verið býsna snúið að læra lögfræði á tungumáli sem hún hafð ekki alist upp við en segir að hún hafi samt fljótlega komist að því að krakkarnir sem voru með henni í bekk hafi oft bara verið á jafn hálum ís og hún þar sem lögfræðin hafi að miklu leiti bara sitt eigið tungumál sem hafi verið frönsku krökkunum jafn framandi og henni. „Maður kom oft heim og fannst þetta hrikalega erfitt og sérstaklega því það var enginn hjálp að fá. Ég lenti í kennurum sem voru svona að ýja að því að ég væri ekki nægilega góð í tungumálinu og margt sem gerði þetta erfitt. Ég bara byrjaði á þessu og ætlaði að reyna að komast í gegnum þetta. Það var auðvitað grátið stundum.“ Já oft á tíðum strembið en með ákveðni og þrautseigju náði Rannveig sem fyrr segir að ljúka lögfræði námi sínu með stæl og sérhæfði sig hún á endanum í mjög virtu framhaldsnámi í alþjóðlegri viðskiptalögfræði sem kom henni á þá hillu sem hún hefur starfað á allar götur síðan. Rannveig segist hafa verið mjög heppin með samnemendur og prófessora í framhaldsnáminu í Sorbonne en þetta hafi kostað þrotlausa vinnu og ástundun og segist Rannveig til dæmis hafa kynnst öllum bókasöfnum Parísar afar náið á þessum tíma þar sem hún dvaldi þar meira og minna allan ársins hring. „Minn helsti styrkur á þessum tíma held ég að hafi verið viljastyrkur. Kannski ekki endilega keppniskapið að vilja vera best heldur bara viljastyrkur að komast í gegnum eitthvað. Þegar ég horfi til baka á mörgum sviðum hafi sá kostur hjálpað mér mikið.“ Sem fyrr segir hefur Rannveig komið víða við á starfsferlinum. Fljótlega eftir námið hóf hún störf hjá BNP bankanum í París þar sem hún vann í nokkur ár og hafði þar umsjón með fyrirtækjasamrunum og einkavæðingum ríkisfyrirtækja. Rannveig starfaði síðan á nokkrum lögmannsstofum, meðal annars í Lúxemborg, London, París og hér heima en í dag starfar Rannveig sem lögfræðingur hjá alþjóðlega stórfyrirtækinu The Adecco Group þar sem hún er yfirlögfræðingur teymis sem annast kaup og sölu fyrirtækja, fjárstýringu, auk ýmissa annarra mála á fyrirtækjasviði. Hún viðurkennir fúslega að starfsumhverfi hennar sé mjög samkeppnisdrifið og að hún hafi alveg síðan hún kláraði námið iðulega þurft að berjast fyrir sínu enda sé fyrirtækjalögfræði í grunninn mjög karlægur heimur. Karlaheimur og þar þarf að bíta frá sér „Þetta er algjör karlaheimur og ef ég skrifa eitthvað meira verð ég að skrifa um konur í þessum heimi. Maður þarf oft að bíta frá sér og passa að það sé ekki verið að líta á mann eins og ritara og að fólk fatti strax að maður sé lögfræðingur. Maður þarf oft að bíta frá sér og sanna sig aftur og aftur og aftur en svo bara kemst það upp í vana.“ Rannveig segir að þó að ekkert af þessu hafi verið ákveðið fyrir fram hjá henni sé hún mjög ánægð með þá leið sem hún hafi farið til þess og þann stað sem hún er á í dag. „Mér finnst bara svo gaman hvað lífið er ófyrirsjáanlegt,“ segir Rannveig og hefur hún þetta að segja við unga framhaldsskólanema sem eru ekki vissir um hvaða skref þeir ætla að taka eftir stúdentspróf og áður en þeir ákveða hvað þeir ætla að starfa við í framtíðinni. „Fara út og grípa öll tækifæri. Fara í skiptinám, ferðast, prófa að búa erlendis, prófa vinna erlendis og prófa að vinna á mismunandi stöðum með mismunandi fólki og opna heiminn. Það er svo gaman að kynnast fólki í ólíkum menningarheimum. Þetta er ekki minna nám en námið sjálft.“ En sem áður segir hefur Rannveig nú vent kvæði sínu í kross og sprettur hún nú fram í jólabókaflóðinu sem fullmótaður rithöfundur með skáldsögunni Fíkn sem hefur verið að vekja mikla athygli. Spurð að því hvernig það er tilkomið hefur Rannveig þetta að segja. „Af því að mig langaði það. Mér fannst ég hafa eitthvað að segja. Núna á tímum Covid hafði ég tíma, meiri tíma en áður og var minna að ferðast. Ég fann mig mjög vel í því að skrifa og gat bara gleymt tímanum og nýtti oft bara hverja mínútu sem ég hafði.“ Svik og afbrýðissemi Í bókinni fjallar Rannveig um persónur sem eru að glíma við ýmiskonar fíknir og er í sagan í raun æsispennandi ástarsaga sem er krydduð með mikilli neyslu, framhjáhöldum, svikum og afbrýðissemi en efniviðin segist Rannveig hafa sótt víðsvegar að úr sínu eigin nærumhverfi. „Maður er kominn á þann aldur að maður hefur séð ýmislegt og upplifað ýmislegt. Ég sæki efniviðinn allt í kringum mig. Ég hef tengsl við, eins og annar hver Íslendingur, fólk sem á við fíknivanda að stríða og ég þekki það vel, þekki þetta stjórnleysi. Sjálf átti ég við átröskun að stríða sem ung kona.“ Þá hafi Rannveig einnig undanfarin misseri lagt stund á meistaranám í fíknifræðum við Kings College háskóla í Lundúnum sem hafi veitt henni ákveðin innblástur við skrifin en námið hafi hún farið í af einskærum áhuga á viðfangsefninu sem hafi komið sér vel við gerð bókarinnar. „Ég nota þær upplýsingar undir rós í sögunni. Það sem ég er að segja og það sem gerist er eitthvað sem ég veit að getur gerst og þetta getur verið þróunin. Ég nota fræðiþekkinguna í bókinni víðsvegar án þess að það sé sláandi.“ Siðblindan lætur á sér kræla Rannveig leggur áherslu á að sagan sé fyrst og fremst skáldskapur þó svo að raunveruleikinn í kringum hana sjálfa sé þar allt umlykjandi. Bókin byggi vissulega á ákveðnu klassísku þema þegar fíkniefnaneyslu er blandað saman við ástarsambönd og mikil þráhyggja og tortryggni yfirgnæfir heilbrigðari tilfinningar. „Fólk sem er í mikilli neyslu það er ósjaldan sem siðblindan lætur á sér kræla í því sambandi. Það eru lygar, það eru svik og siðblindan verður þarna einhvers staðar.“ Rannveigu hefur verið hrósað fyrir að ná að sýna þennan heim fíknar og alkóhólisma af miklu raunsæi en hún segir að þær raddir gleðji hana sérstaklega þar sem það hafi verið hennar helsta markmið þegar hún ákvað að setjast niður til að skrifa þessa bók. Í bókinni eru einnig fjallað talsvert um kynlífsfíkn og fylgja sögunni á köflum ansi kraftmiklar og krassandi kynlífssenur þar sem lítið er skilið eftir fyrir ímyndunaraflið en Rannveig segir það hafa komið sér svolítið á óvart hversu auðvelt það hafi reynst henni að setja sig í þær stellingar sem rithöfundur að skrifa sína fyrstu skáldsögu. „Það er bara ótrúlega einfalt og miklu einfaldara en ég bjóst við. Þegar ég skrifa og sérstaklega þessa bók, þá fór ég bara inn í bókina. Þó er frekar auðvelt þegar maður er i miklum tilfinningum inni í bókinni að skrifa það sem gæti gerst næst. Þetta er ekkert mál og mér fannst þetta ekkert erfitt. Ég hef ekki þeirra reynslu en ég er mjög stolt af senunum þeirra og ég held að þetta sé bara frekar vel heppnað.“
Ísland í dag Bókmenntir Höfundatal Mest lesið „Ég hélt svo innilega að það væri stelpa“ Lífið „Sá síðasti dó á þessu ári“ Lífið Úttekt á merkilegu orðfæri Ingu Sæland Lífið Ást er: Sigtaði sinn mann út á vellinum Lífið Bríet olli vonbrigðum Gagnrýni Yfir fimmtíu fengu sér tattú í stórafmæli Steinda Lífið Paul Mescal leiki nafna sinn McCartney Bíó og sjónvarp Selena komin með hring Lífið Live in a fishbowl: Alvöru harðkjarnapönk í boði I adapt Tónlist Töfrandi og kynngimagnaður kvennaheimur opnast Lífið samstarf Fleiri fréttir Borgarleikhúsið setur upp Moulin Rouge 250 sýningar af Elly: „Án hennar væri Íslandssagan öðruvísi“ Heitustu stjörnur listarinnar saman í Ásmundarsal Snorri skein skært í hátíðarbrókinni Engin sé uppskeran ef kartöflurnar eru ekki settar niður Verður ýmist í leyfi eða hlutastarfi á listamannalaunum Þessi fá listamannalaun 2025 Gleðilegir gestir í hátíðarskapi á safninu „Spurning um að fara að sækja réttu kokteilboðin“ Geir og Arnaldur í fangbrögðum á toppnum Í beinni: Dagur íslenskrar tónlistar Reykjavík samdi til þriggja ára við Borgarleikhúsið Bróðir Díönu Prinsessu naut sín í Reykjavík Leikstjóri Forrest Gump mættur til Reykjavíkur 52 ár á milli þeirra og þrjár bækur Ballettdansarinn Vladimir Shklyarov látinn Einar og Sigga á Grund gerð að heiðurslistamönnum Skaðlegt geðheilsunni að reyna að geðjast öðrum Leikfélag Hafnarfjarðar lagt niður Víkingur Heiðar tilnefndur til Grammy-verðlauna Frambjóðendur, sjónvarpsstjörnur og gamlir félagar fögnuðu með Geir Setja upp árekstur og hefja saman rekstur „Þetta eru mjög vondir samningar við Storytel“ Varpa ljósi á mikilvægi og gæði íslenskrar hönnunar „Við þurfum öll að halda í barnið innra með okkur“ Menningarritstjóri ráðinn framkvæmdastjóri Fullt út úr dyrum þegar Eiríkur Bergmann kynnti ferðafélagann Tínu Sjá meira