Ætla ekki að auka olíuframleiðslu til að lækka verð Samúel Karl Ólason skrifar 4. nóvember 2021 16:47 Greinendur búast við frekari eldsneytishækkunum en þó mismiklum. EPA/ALI HAIDER OPEC-ríkin, Rússar og aðrir olíuframleiðendur ætla ekki að auka olíuframleiðslu með því markmiðið að draga úr eldsneytisverði. Þess í stað munu ríkin auka olíu um um það bil 400 þúsund tunnur á dag í desember. Þetta kom fram á fundi ríkjanna í dag en eldsneytisverð hefur hækkað mjög að undanförnu og er búist við frekari hækkunum. Sú aukning sem samþykkt var á fundinum í er í samræmi við áætlun hópsins að auka framleiðsluna um það sem nemur 400 þúsund tunnum á dag á hverjum mánuði á næsta ári. Þannig vilja forsvarsmenn ríkjanna bæta hægt upp þá skerðingu sem gerð var á olíuframleiðslu undanfarin ár. Olíuverð hefur ekki verið hærra í sjö ár. Gasverð hefur einnig hækkað mikið að undanförnu og hefur það leitt til þess að fleiri leita til olíu, sem veldur aukinni eftirspurn eftir olíu. G20-ríkin vilja beita þrýstingi Joe Biden, Bandaríkjaforseti, og aðrir þjóðarleiðtogar hafa kallað eftir því að olíuframleiðsla verði aukin hraðar. Bandaríkjamenn notuðu G-20 fundinn á Ítalíu í síðustu viku til að leggja á ráðin með forsvarsmönnum annarra olíuþyrstra ríkja. Samkvæmt frétt AP fréttaveitunnar var markmiðið að finna leiðir til að beita olíuframleiðendur þrýstingi til að auka framleiðsluna hraðar. Frá sjónarhóli olíuframleiðenda þýðir hægari framleiðsluaukning þýðir hærra eldsneytisverð og meiri tekjur fyrir þá. Ríkin draga þar að auki úr hættunni á því að framleiðslan verði aukin of mikið og verð lækki of mikið. Spá miklum hækkunum Bank of America spáir því að tunna af Brent-hráolíu muni kosta 120 dali fyrir júní á næsta ári. Í slíku tilviki væru um um það bil 45 prósenta hækkun að ræða en tunnan er í dag í 83 dölum. CNN hefur þó eftir öðrum greinendum að ólíklegt sé að olíuverð verði eins hátt og það er lengi. Í frétt CNN er rætt við greinanda Bank of America sem segir OPEC ríkin og Rússa hafa engan áhuga á lækkun olíuverðs. Francisco Blanch segir að mörg aðildarríki OPEC segi framleiðslukostnað einnar olíutunnu vera milli 70 og 75 dala. Eins og staðan sé núna séu þau ríki að koma út á jöfnu. Þar að auki segir CNN að uppi séu spurningar um það hvort olíuframleiðendur geti yfir höfuð aukið olíuframleiðslu hraðar en þeir ætli sér. Fjárfestingar í geiranum hafi verið í lágmarki. Bensín og olía Tengdar fréttir Hagnaður stærsta olíuframleiðanda heims nærri þrefaldaðist Hagnaður sádiarabíska gas- og olíufyrirtækisins Aramco nærri þrefaldaðist á öðrum ársfjórðungi á sama tíma og eftirspurn eftir olíu tók við sér á heimsvísu. 9. ágúst 2021 13:10 Auka olíuframleiðslu til að lækka verð OPEC-ríkin og bandamenn þeirra undir forystu Rússlands hafa ákveðið að auka framleiðslu hráolíu um tvær milljónir tunna á dag fyrir árslok. Þetta er gert til að mæta aukinni eftirspurn þegar áhrif Covid-19 á hagkerfi heimsins dvína. 19. júlí 2021 07:38 Samkomubannið minnkaði eldsneytissölu um tugi prósenta Kúvending varð á sölu eldsneytis eftir gildistöku samkomubannsins vegna kórónuveirunnar þann 16. mars. 24. apríl 2020 10:18 Mest lesið Vesen á Messenger, Facebook og Instagram Viðskipti erlent Wok to Walk opnar á Smáratorgi Viðskipti innlent Hefur styrkt KR um 300 milljónir Viðskipti innlent Kaup Símans á Noona gengin í gegn Viðskipti innlent Breytir gömlu heilsugæslunni í sex íbúðir Viðskipti innlent KEA hefur innreið á íbúðaleigumarkað á Akureyri Viðskipti innlent Verð á kaffi sögulega hátt Viðskipti erlent „Gamla góða“ Cocoa Puffsið aftur í verslanir Neytendur Skemmtilegir úlpustrákar: Vinir sem urðu viðskipta-vinir Atvinnulíf Verðstríð á jólabókamarkaði og hátt í þrefaldur verðmunur Viðskipti innlent Fleiri fréttir Vesen á Messenger, Facebook og Instagram Verð á kaffi sögulega hátt Loka á aðgengi Bandaríkjamanna að mikilvægum málmum Dómari fellir aftur úr gildi 56 milljarða dala launapakka Musk Danska ríkið kaupir Kastrup Ungum Áströlum bannað að nota samfélagsmiðla Vona að Musk takmarki tolla Trumps Vilja þvinga Google til að selja Chrome Sósustormur í Bretlandi rakinn til verkfalls hjá Bakkavör Ætla að binda enda á skattaívilnun fyrir rafmagnsbíla Mega ekki lengur skreyta sig með konunglegum fjöðrum Fá ekki að skrá svívirðingar um Rússa sem vörumerki Linkedin sektað um tugi milljarða Samkeppni eykst í Grænlandsflugi Sjá meira
Þetta kom fram á fundi ríkjanna í dag en eldsneytisverð hefur hækkað mjög að undanförnu og er búist við frekari hækkunum. Sú aukning sem samþykkt var á fundinum í er í samræmi við áætlun hópsins að auka framleiðsluna um það sem nemur 400 þúsund tunnum á dag á hverjum mánuði á næsta ári. Þannig vilja forsvarsmenn ríkjanna bæta hægt upp þá skerðingu sem gerð var á olíuframleiðslu undanfarin ár. Olíuverð hefur ekki verið hærra í sjö ár. Gasverð hefur einnig hækkað mikið að undanförnu og hefur það leitt til þess að fleiri leita til olíu, sem veldur aukinni eftirspurn eftir olíu. G20-ríkin vilja beita þrýstingi Joe Biden, Bandaríkjaforseti, og aðrir þjóðarleiðtogar hafa kallað eftir því að olíuframleiðsla verði aukin hraðar. Bandaríkjamenn notuðu G-20 fundinn á Ítalíu í síðustu viku til að leggja á ráðin með forsvarsmönnum annarra olíuþyrstra ríkja. Samkvæmt frétt AP fréttaveitunnar var markmiðið að finna leiðir til að beita olíuframleiðendur þrýstingi til að auka framleiðsluna hraðar. Frá sjónarhóli olíuframleiðenda þýðir hægari framleiðsluaukning þýðir hærra eldsneytisverð og meiri tekjur fyrir þá. Ríkin draga þar að auki úr hættunni á því að framleiðslan verði aukin of mikið og verð lækki of mikið. Spá miklum hækkunum Bank of America spáir því að tunna af Brent-hráolíu muni kosta 120 dali fyrir júní á næsta ári. Í slíku tilviki væru um um það bil 45 prósenta hækkun að ræða en tunnan er í dag í 83 dölum. CNN hefur þó eftir öðrum greinendum að ólíklegt sé að olíuverð verði eins hátt og það er lengi. Í frétt CNN er rætt við greinanda Bank of America sem segir OPEC ríkin og Rússa hafa engan áhuga á lækkun olíuverðs. Francisco Blanch segir að mörg aðildarríki OPEC segi framleiðslukostnað einnar olíutunnu vera milli 70 og 75 dala. Eins og staðan sé núna séu þau ríki að koma út á jöfnu. Þar að auki segir CNN að uppi séu spurningar um það hvort olíuframleiðendur geti yfir höfuð aukið olíuframleiðslu hraðar en þeir ætli sér. Fjárfestingar í geiranum hafi verið í lágmarki.
Bensín og olía Tengdar fréttir Hagnaður stærsta olíuframleiðanda heims nærri þrefaldaðist Hagnaður sádiarabíska gas- og olíufyrirtækisins Aramco nærri þrefaldaðist á öðrum ársfjórðungi á sama tíma og eftirspurn eftir olíu tók við sér á heimsvísu. 9. ágúst 2021 13:10 Auka olíuframleiðslu til að lækka verð OPEC-ríkin og bandamenn þeirra undir forystu Rússlands hafa ákveðið að auka framleiðslu hráolíu um tvær milljónir tunna á dag fyrir árslok. Þetta er gert til að mæta aukinni eftirspurn þegar áhrif Covid-19 á hagkerfi heimsins dvína. 19. júlí 2021 07:38 Samkomubannið minnkaði eldsneytissölu um tugi prósenta Kúvending varð á sölu eldsneytis eftir gildistöku samkomubannsins vegna kórónuveirunnar þann 16. mars. 24. apríl 2020 10:18 Mest lesið Vesen á Messenger, Facebook og Instagram Viðskipti erlent Wok to Walk opnar á Smáratorgi Viðskipti innlent Hefur styrkt KR um 300 milljónir Viðskipti innlent Kaup Símans á Noona gengin í gegn Viðskipti innlent Breytir gömlu heilsugæslunni í sex íbúðir Viðskipti innlent KEA hefur innreið á íbúðaleigumarkað á Akureyri Viðskipti innlent Verð á kaffi sögulega hátt Viðskipti erlent „Gamla góða“ Cocoa Puffsið aftur í verslanir Neytendur Skemmtilegir úlpustrákar: Vinir sem urðu viðskipta-vinir Atvinnulíf Verðstríð á jólabókamarkaði og hátt í þrefaldur verðmunur Viðskipti innlent Fleiri fréttir Vesen á Messenger, Facebook og Instagram Verð á kaffi sögulega hátt Loka á aðgengi Bandaríkjamanna að mikilvægum málmum Dómari fellir aftur úr gildi 56 milljarða dala launapakka Musk Danska ríkið kaupir Kastrup Ungum Áströlum bannað að nota samfélagsmiðla Vona að Musk takmarki tolla Trumps Vilja þvinga Google til að selja Chrome Sósustormur í Bretlandi rakinn til verkfalls hjá Bakkavör Ætla að binda enda á skattaívilnun fyrir rafmagnsbíla Mega ekki lengur skreyta sig með konunglegum fjöðrum Fá ekki að skrá svívirðingar um Rússa sem vörumerki Linkedin sektað um tugi milljarða Samkeppni eykst í Grænlandsflugi Sjá meira
Hagnaður stærsta olíuframleiðanda heims nærri þrefaldaðist Hagnaður sádiarabíska gas- og olíufyrirtækisins Aramco nærri þrefaldaðist á öðrum ársfjórðungi á sama tíma og eftirspurn eftir olíu tók við sér á heimsvísu. 9. ágúst 2021 13:10
Auka olíuframleiðslu til að lækka verð OPEC-ríkin og bandamenn þeirra undir forystu Rússlands hafa ákveðið að auka framleiðslu hráolíu um tvær milljónir tunna á dag fyrir árslok. Þetta er gert til að mæta aukinni eftirspurn þegar áhrif Covid-19 á hagkerfi heimsins dvína. 19. júlí 2021 07:38
Samkomubannið minnkaði eldsneytissölu um tugi prósenta Kúvending varð á sölu eldsneytis eftir gildistöku samkomubannsins vegna kórónuveirunnar þann 16. mars. 24. apríl 2020 10:18