„Það er í lagi að segja ekki alltaf allt gott“ Rakel Sveinsdóttir skrifar 20. október 2021 07:01 Hlynur Jónasson stjórnendaþjálfi og stjórnarmaður Geðhjálpar hvetur fólk og fyrirtæki til að opna samtalið um andlega líðan og þá ekki síst að við lærum að viðurkenna að við segjum ekki alltaf allt gott. Vísir/Vilhelm Í stað þess að segjast alltaf segja allt gott og þykjast vera hress, þurfum við mögulega að læra að segja satt og viðurkenna að okkur líður ekkert alltaf vel. Líka í vinnunni. „Það er í lagi að segja ekki alltaf allt gott,“ segir Hlynur Jónasson stjórnendaráðgjafi og stjórnarmaður Geðhjálpar. Hlynur hvetur vinnustaði til að opna samtalið um líðan og heilsu starfsfólks og stjórnenda enda segir hann flesta sýna þeim málum skilning og virðingu. „Við göngum í gegnum mismunandi tímabil í lífinu sem er mannlegt og það er hægara sagt en gert að skilja við vanlíðan við dyrnar heima hjá okkur og láta eins og ekkert sé þegar á vinnustaðinn er komið.“ Í Atvinnulífinu í dag og á morgun er fjallað um það hvers vegna það er svo mikilvægt að ræða andlega líðan starfsfólks á vinnustöðum. Ávinningur fyrir alla að starfsfólki líði vel Umræða um geðheilbrigði og andlega líðan fólks er að opnast nokkuð hratt og má meðal annars nefna að á Mannauðsdeginum sem haldinn var í byrjun mánaðarins, voru þessi mál nokkuð ofarlega á baugi. Hlynur var einn þeirra sem þar hélt erindi undir yfirskriftinni „Sæl. Ég segi ekki alltaf allt gott.“ En hvers vegna að opna þetta samtal á vinnustöðum? „Opið samtal eykur líkur á að starfsfólk segi fyrr frá sinni vanlíðan eða sínum vanda. Þá aukast líkur á að hægt sé að koma í veg fyrir frekari veikindi starfsmanns og lengri fjarveru,“ segir Hlynur. Þá segir Hlynur að þegar búið er að opna fyrir þetta samtal á vinnustað, aukast líkurnar á því að starfsfólki langi til að segja frá því hvernig því er að líða. „Þegar það finnur að það er skilningur fyrir hendi og traust eru meiri líkur að finna farsæla lausn á vandanum því inngripið hefst mun fyrr,“ segir Hlynur og bætir við: Þegar yfirmenn hafa næmt auga fyrir breytingum í fari sinna starfsmanna þá eru meiri líkur á að þeir kunni að bregðast við með samtali um hvernig viðkomandi hafi það.“ Hlynur segir ekki sjálfgefið að stjórnendur og vinnustaðir kunni að taka upp opið og hreinskilið samtal um líðan starfsfólks. Þjálfun geti hjálpað og eins þurfi að muna að stjórnendur eru líka manneskjur og því einnig hópur sem hlúa þarf að sérstaklega.Vísir/Vilhelm Ekki sjálfgefið að kunna þetta samtal Hlynur tekur undir þær raddir sem bent hafa á hversu mikilvægt það er að hlúa að andlegri líðan fólks í kjölfar heimsfaraldurs. Að hans mati hefur mikilvægi þess að eiga opið og hreinskilið samtal um líðan okkar og almennt um geðheilbrigði, sjaldan verið jafn áríðandi og einmitt nú. „Heimsfaraldurinn hefur haft áhrif á geð okkar allra með einum eða öðrum hætti. Ég held að því meiri skilning sem maður hefur á sínu nærumhverfi, virðingu fyrir fjölbreytileika, og að okkur geti liðið bæði vel og ekki vel, opni tækifæri til að skapabetra andrúmsloft á vinnustaðnum.“ Hlynur segir hins vegar ekki sjálfgefið að stjórnendur eða starfsfólk kunni að taka þetta samtal eða fyrir vinnustaði að taka það upp að opna samtalið. Sem dæmi er þetta krafa á stjórnendur sem almennt þekktist ekki eitt sinn. „Það er mikilvægt að þjálfa stjórnendur í því að eiga þetta samtal og það er ekki sjálfgefið að geta eða kunna það,“ segir Hlynur. Þá bendir hann á að þegar talað er um andlega líðan starfsfólks, séu stjórnendur þar með taldir. Það má heldur ekki gleymast að stjórnendur eru líka manneskjur. Þeir hafa mögulega þurft að framkvæma sársaukafullar aðgerðir í mikilli óvissu og því fylgir álag,“ segir Hlynur og bætir við: „Það er því mikilvægt að hlúa að þeim eins og öðrum. Það er ekki síður gert með þjálfun í að taka þessi samtöl og að lesa í aðstæður í vinnuumhverfinu sem hægt er að bregðast við í tíma.“ Heilsa Vinnustaðurinn Vinnustaðamenning Stjórnun Góðu ráðin Geðheilbrigði Tengdar fréttir Heilsa starfsfólks: Stjórnarhættir, hreyfing, mataræði og áfengi meðal viðmiða „Viðmiðin skiptast í átta flokka eða gátlista sem snúa að vinnuumhverfi, umhverfi, starfsháttum, stjórnunarháttum, vellíðan, hreyfingu og útiveru, mataræði og áfengi og öðrum vímuefnum,“ segir Ingibjörg Loftsdóttir sviðsstjóri hjá VIRK um viðmið og verklag fyrir Heilsueflandi vinnustaði sem kynnt voru formlega í gær. 8. október 2021 07:00 Í kjölfar Covid: Engin skömm að því að tala um hvernig okkur líður „Í könnuninni kom fram að algengasta hlutfall launa af rekstrarkostnaði sé 70-79%, meðalhlutfallið var 57%. Hlutfallið er tæp 52% á almenna markaðnum og ríflega 70% á opinbera markaðnum,“ segir Herdís Pála Pálsdóttir framkvæmdastjóri rekstrarsviðs og mannauðstjóri Deloitte og einnig í vinnuhópi hjá Mannauði um mannauðsmælingar og tölfræði, um nýjar niðurstöður könnunar sem Mannauður, félag mannauðsfólks á Íslandi, lét gera meðal félagsmanna. 16. september 2021 07:01 Líðan starfsfólks snýst ekki um það sem er í tísku hverju sinni Fagleg heilsa, félagsleg heilsa, líkamleg heilsa, andleg heilsa og fleira. Allt eru þetta flokkar sem skipta máli þegar hugað er að líðan starfsfólks á vinnustöðum. 23. september 2020 15:31 Að vinna of mikið er í orðsins fyllstu merkingu að drepa okkur Í nýlegri grein BBC er sagt frá niðurstöðum alþjóðlegrar rannsóknar sem sýna að sífellt fjölgar í þeim hópi fólks sem deyr of ungt í kjölfar of mikillar vinnu. Greinin ber yfirskriftina „How overwork is literally killing us.“ Ótímabært dauðsfall sem afleiðing af of mikilli vinnu, er algengara hjá körlum en konum. 28. júní 2021 07:01 Mest lesið „Hápunktur morgunsins er síðan rómantíski kaffibíltúrinn“ Atvinnulíf Áhrif kosninga á starfsfólk og vinnustaði í næstu viku Atvinnulíf „Stelpupabbarnir eru ósjálfrátt betur á verði“ Atvinnulíf Driffjöður Vertonet: „Við erum að setja kjöt á beinin núna“ Atvinnulíf Uppsagnir hjá þjónustumiðstöð Íslenskrar erfðagreiningar Viðskipti innlent Ungum Áströlum bannað að nota samfélagsmiðla Viðskipti erlent Hafa samið við Fossvélar um framkvæmdir vegna Hvammsvirkjunar Viðskipti innlent Lögreglan rannsaki ljúgvitni í Lyfjablómsmálinu Viðskipti innlent Herkastalinn hans Quangs Lé er til sölu Viðskipti innlent Sekta Festi um 750 milljónir vegna N1-samrunans Viðskipti innlent Fleiri fréttir „Hápunktur morgunsins er síðan rómantíski kaffibíltúrinn“ Áhrif kosninga á starfsfólk og vinnustaði í næstu viku „Stelpupabbarnir eru ósjálfrátt betur á verði“ Driffjöður Vertonet: „Við erum að setja kjöt á beinin núna“ Velgengni í New York: „Mér finnst ég ekkert hafa verið hér mjög lengi“ Magga í Pfaff: „Ég man meira að segja hvar fyrsti kossinn var“ Fær nokkuð jákvæð viðbrögð þegar hann vandar sig í eldhúsinu Dagatalsmenningin: Rosa töff að vera með yfirbókaða dagskrá Vogue og forsetafrúin kveiktu strax en íslenski vinnumarkaðurinn með hindranir Inngildingin: „Íslenska töluð með hreim er samt íslenska“ Dæmi: „Tvær konur geta ekki unnið saman því einu sinni áttu þær sama kærasta“ „Unglingsárin voru kannski ekki mín heppilegustu ár“ „Pólitíkin er dugleg í þessu en einkageirinn kann þetta ekki nógu vel“ Að byggja upp vinnustað sem hræðist ekki breytingar Stærðin skiptir ekki máli Ólafur Ingi: „Ég er kostuð eiginkona“ Einróma niðurstaða að Hörður sé eins og Kristján í Frozen „Reglugerðin tekur gildi hvort sem menn hafa þetta hugrekki eða ekki“ Allt í steik: Samtalið við yfirmanninn „Okkur langar til að búa til nýja tegund af bjórmenningu“ „Eitthvað við kvöldin og nóttina sem ég heillast af“ Dýrara að gera ekkert: „Erum öll að pissa í sömu laugina“ Sjá meira
„Það er í lagi að segja ekki alltaf allt gott,“ segir Hlynur Jónasson stjórnendaráðgjafi og stjórnarmaður Geðhjálpar. Hlynur hvetur vinnustaði til að opna samtalið um líðan og heilsu starfsfólks og stjórnenda enda segir hann flesta sýna þeim málum skilning og virðingu. „Við göngum í gegnum mismunandi tímabil í lífinu sem er mannlegt og það er hægara sagt en gert að skilja við vanlíðan við dyrnar heima hjá okkur og láta eins og ekkert sé þegar á vinnustaðinn er komið.“ Í Atvinnulífinu í dag og á morgun er fjallað um það hvers vegna það er svo mikilvægt að ræða andlega líðan starfsfólks á vinnustöðum. Ávinningur fyrir alla að starfsfólki líði vel Umræða um geðheilbrigði og andlega líðan fólks er að opnast nokkuð hratt og má meðal annars nefna að á Mannauðsdeginum sem haldinn var í byrjun mánaðarins, voru þessi mál nokkuð ofarlega á baugi. Hlynur var einn þeirra sem þar hélt erindi undir yfirskriftinni „Sæl. Ég segi ekki alltaf allt gott.“ En hvers vegna að opna þetta samtal á vinnustöðum? „Opið samtal eykur líkur á að starfsfólk segi fyrr frá sinni vanlíðan eða sínum vanda. Þá aukast líkur á að hægt sé að koma í veg fyrir frekari veikindi starfsmanns og lengri fjarveru,“ segir Hlynur. Þá segir Hlynur að þegar búið er að opna fyrir þetta samtal á vinnustað, aukast líkurnar á því að starfsfólki langi til að segja frá því hvernig því er að líða. „Þegar það finnur að það er skilningur fyrir hendi og traust eru meiri líkur að finna farsæla lausn á vandanum því inngripið hefst mun fyrr,“ segir Hlynur og bætir við: Þegar yfirmenn hafa næmt auga fyrir breytingum í fari sinna starfsmanna þá eru meiri líkur á að þeir kunni að bregðast við með samtali um hvernig viðkomandi hafi það.“ Hlynur segir ekki sjálfgefið að stjórnendur og vinnustaðir kunni að taka upp opið og hreinskilið samtal um líðan starfsfólks. Þjálfun geti hjálpað og eins þurfi að muna að stjórnendur eru líka manneskjur og því einnig hópur sem hlúa þarf að sérstaklega.Vísir/Vilhelm Ekki sjálfgefið að kunna þetta samtal Hlynur tekur undir þær raddir sem bent hafa á hversu mikilvægt það er að hlúa að andlegri líðan fólks í kjölfar heimsfaraldurs. Að hans mati hefur mikilvægi þess að eiga opið og hreinskilið samtal um líðan okkar og almennt um geðheilbrigði, sjaldan verið jafn áríðandi og einmitt nú. „Heimsfaraldurinn hefur haft áhrif á geð okkar allra með einum eða öðrum hætti. Ég held að því meiri skilning sem maður hefur á sínu nærumhverfi, virðingu fyrir fjölbreytileika, og að okkur geti liðið bæði vel og ekki vel, opni tækifæri til að skapabetra andrúmsloft á vinnustaðnum.“ Hlynur segir hins vegar ekki sjálfgefið að stjórnendur eða starfsfólk kunni að taka þetta samtal eða fyrir vinnustaði að taka það upp að opna samtalið. Sem dæmi er þetta krafa á stjórnendur sem almennt þekktist ekki eitt sinn. „Það er mikilvægt að þjálfa stjórnendur í því að eiga þetta samtal og það er ekki sjálfgefið að geta eða kunna það,“ segir Hlynur. Þá bendir hann á að þegar talað er um andlega líðan starfsfólks, séu stjórnendur þar með taldir. Það má heldur ekki gleymast að stjórnendur eru líka manneskjur. Þeir hafa mögulega þurft að framkvæma sársaukafullar aðgerðir í mikilli óvissu og því fylgir álag,“ segir Hlynur og bætir við: „Það er því mikilvægt að hlúa að þeim eins og öðrum. Það er ekki síður gert með þjálfun í að taka þessi samtöl og að lesa í aðstæður í vinnuumhverfinu sem hægt er að bregðast við í tíma.“
Heilsa Vinnustaðurinn Vinnustaðamenning Stjórnun Góðu ráðin Geðheilbrigði Tengdar fréttir Heilsa starfsfólks: Stjórnarhættir, hreyfing, mataræði og áfengi meðal viðmiða „Viðmiðin skiptast í átta flokka eða gátlista sem snúa að vinnuumhverfi, umhverfi, starfsháttum, stjórnunarháttum, vellíðan, hreyfingu og útiveru, mataræði og áfengi og öðrum vímuefnum,“ segir Ingibjörg Loftsdóttir sviðsstjóri hjá VIRK um viðmið og verklag fyrir Heilsueflandi vinnustaði sem kynnt voru formlega í gær. 8. október 2021 07:00 Í kjölfar Covid: Engin skömm að því að tala um hvernig okkur líður „Í könnuninni kom fram að algengasta hlutfall launa af rekstrarkostnaði sé 70-79%, meðalhlutfallið var 57%. Hlutfallið er tæp 52% á almenna markaðnum og ríflega 70% á opinbera markaðnum,“ segir Herdís Pála Pálsdóttir framkvæmdastjóri rekstrarsviðs og mannauðstjóri Deloitte og einnig í vinnuhópi hjá Mannauði um mannauðsmælingar og tölfræði, um nýjar niðurstöður könnunar sem Mannauður, félag mannauðsfólks á Íslandi, lét gera meðal félagsmanna. 16. september 2021 07:01 Líðan starfsfólks snýst ekki um það sem er í tísku hverju sinni Fagleg heilsa, félagsleg heilsa, líkamleg heilsa, andleg heilsa og fleira. Allt eru þetta flokkar sem skipta máli þegar hugað er að líðan starfsfólks á vinnustöðum. 23. september 2020 15:31 Að vinna of mikið er í orðsins fyllstu merkingu að drepa okkur Í nýlegri grein BBC er sagt frá niðurstöðum alþjóðlegrar rannsóknar sem sýna að sífellt fjölgar í þeim hópi fólks sem deyr of ungt í kjölfar of mikillar vinnu. Greinin ber yfirskriftina „How overwork is literally killing us.“ Ótímabært dauðsfall sem afleiðing af of mikilli vinnu, er algengara hjá körlum en konum. 28. júní 2021 07:01 Mest lesið „Hápunktur morgunsins er síðan rómantíski kaffibíltúrinn“ Atvinnulíf Áhrif kosninga á starfsfólk og vinnustaði í næstu viku Atvinnulíf „Stelpupabbarnir eru ósjálfrátt betur á verði“ Atvinnulíf Driffjöður Vertonet: „Við erum að setja kjöt á beinin núna“ Atvinnulíf Uppsagnir hjá þjónustumiðstöð Íslenskrar erfðagreiningar Viðskipti innlent Ungum Áströlum bannað að nota samfélagsmiðla Viðskipti erlent Hafa samið við Fossvélar um framkvæmdir vegna Hvammsvirkjunar Viðskipti innlent Lögreglan rannsaki ljúgvitni í Lyfjablómsmálinu Viðskipti innlent Herkastalinn hans Quangs Lé er til sölu Viðskipti innlent Sekta Festi um 750 milljónir vegna N1-samrunans Viðskipti innlent Fleiri fréttir „Hápunktur morgunsins er síðan rómantíski kaffibíltúrinn“ Áhrif kosninga á starfsfólk og vinnustaði í næstu viku „Stelpupabbarnir eru ósjálfrátt betur á verði“ Driffjöður Vertonet: „Við erum að setja kjöt á beinin núna“ Velgengni í New York: „Mér finnst ég ekkert hafa verið hér mjög lengi“ Magga í Pfaff: „Ég man meira að segja hvar fyrsti kossinn var“ Fær nokkuð jákvæð viðbrögð þegar hann vandar sig í eldhúsinu Dagatalsmenningin: Rosa töff að vera með yfirbókaða dagskrá Vogue og forsetafrúin kveiktu strax en íslenski vinnumarkaðurinn með hindranir Inngildingin: „Íslenska töluð með hreim er samt íslenska“ Dæmi: „Tvær konur geta ekki unnið saman því einu sinni áttu þær sama kærasta“ „Unglingsárin voru kannski ekki mín heppilegustu ár“ „Pólitíkin er dugleg í þessu en einkageirinn kann þetta ekki nógu vel“ Að byggja upp vinnustað sem hræðist ekki breytingar Stærðin skiptir ekki máli Ólafur Ingi: „Ég er kostuð eiginkona“ Einróma niðurstaða að Hörður sé eins og Kristján í Frozen „Reglugerðin tekur gildi hvort sem menn hafa þetta hugrekki eða ekki“ Allt í steik: Samtalið við yfirmanninn „Okkur langar til að búa til nýja tegund af bjórmenningu“ „Eitthvað við kvöldin og nóttina sem ég heillast af“ Dýrara að gera ekkert: „Erum öll að pissa í sömu laugina“ Sjá meira
Heilsa starfsfólks: Stjórnarhættir, hreyfing, mataræði og áfengi meðal viðmiða „Viðmiðin skiptast í átta flokka eða gátlista sem snúa að vinnuumhverfi, umhverfi, starfsháttum, stjórnunarháttum, vellíðan, hreyfingu og útiveru, mataræði og áfengi og öðrum vímuefnum,“ segir Ingibjörg Loftsdóttir sviðsstjóri hjá VIRK um viðmið og verklag fyrir Heilsueflandi vinnustaði sem kynnt voru formlega í gær. 8. október 2021 07:00
Í kjölfar Covid: Engin skömm að því að tala um hvernig okkur líður „Í könnuninni kom fram að algengasta hlutfall launa af rekstrarkostnaði sé 70-79%, meðalhlutfallið var 57%. Hlutfallið er tæp 52% á almenna markaðnum og ríflega 70% á opinbera markaðnum,“ segir Herdís Pála Pálsdóttir framkvæmdastjóri rekstrarsviðs og mannauðstjóri Deloitte og einnig í vinnuhópi hjá Mannauði um mannauðsmælingar og tölfræði, um nýjar niðurstöður könnunar sem Mannauður, félag mannauðsfólks á Íslandi, lét gera meðal félagsmanna. 16. september 2021 07:01
Líðan starfsfólks snýst ekki um það sem er í tísku hverju sinni Fagleg heilsa, félagsleg heilsa, líkamleg heilsa, andleg heilsa og fleira. Allt eru þetta flokkar sem skipta máli þegar hugað er að líðan starfsfólks á vinnustöðum. 23. september 2020 15:31
Að vinna of mikið er í orðsins fyllstu merkingu að drepa okkur Í nýlegri grein BBC er sagt frá niðurstöðum alþjóðlegrar rannsóknar sem sýna að sífellt fjölgar í þeim hópi fólks sem deyr of ungt í kjölfar of mikillar vinnu. Greinin ber yfirskriftina „How overwork is literally killing us.“ Ótímabært dauðsfall sem afleiðing af of mikilli vinnu, er algengara hjá körlum en konum. 28. júní 2021 07:01