Viðreisn er auðvaldsflokkur Jökull Sólberg skrifar 21. september 2021 16:00 Á blaðamannafundi boðaði Viðreisn lægri ríkisskuldir og lægra vaxtabil með tengingu við evru - vaxtabil sem hefur þó minnkað síðustu ár samhliða vaxtalækkunum Seðlabanka. Þau vilja skerða tekjur einkageira með því að tjóðra enn frekar ríkisfjármálin. Skatturinn býr til hringrás af tekjum frá einkageira til ríkisins og svo aftur til einkageira og heimila — hringrás sem stuðlar að jöfnuði, því meiri sem sú hringrás er því öflugri er leitnin til jöfnuðar ef þessu kerfi er beitt rétt. Viðreisn vill minnka þetta flæði niður í litla sprænu sem mun aldrei nægja til að halda aftur af auknum ójöfnuði. Viðreisn segist með þessu hækka ráðstöfunartekjur vísitöluheimilis með því að lækka vexti þannig að vaxtagreiðslur af lánum lækki og þannig myndist aukið svigrúm hjá skuldurum. Þetta gagnast auðvitað bara þeim heimilum sem komast í gegnum greiðslumat, einskonar þjónkun við þann hluta fólks á þessu tekjubili sem þarf til að komast í gegnum greiðslumat og fá lán. Hinir, t.d. þeir sem þurfa félagslegar húnsæðislausnir, sem er stækkandi hópur, og þeir sem eru klemmdir á stjórnlausum og grimmum leigumarkaði fá ekki að vera með í þessari vaxtaveislu. Gallarnir á þessari lausn Viðreisnar eru talsverðir. Hin hliðin á lágvaxtaumhverfinu er lág eða jafnvel neikvæð ávöxtun sparifjár og innistæðna. Þýska ríkið fær greidda milljarða evra á hverju ári frá sparifjáreigendum fyrir það eitt að bjóða þeim skjól fyrir sparifé - einskonar hvati til að eyða fjármunum eða refsing fyrir að gera það ekki. Í því vaxtaumhverfi sem Viðreisn boðar fær maður ekki greitt fyrir að spara heldur snýst þetta við þegar vextir fara niðurfyrir núllið. Þegar Viðreisn reiknar ábata heimila gleyma þau að draga frá tekjurnar sem koma til heimila í formi lífeyrissparnaðar og annara vaxtatekna. Þá lítur dæmið ekki lengur svo vel út. Annað sem Viðreisn skautar framhjá er að það er einfaldlega ekki raunhæft að taka upp sambærilega myntstefnu og t.d. Danir sem binda sinn gjaldmiðil við evru. Danir komust inn í sinn samning þegar evran var stofnuð og þjóðin hafnaði evrunni í atkvæðagreiðslu. Þá var brugðið á það ráð, til að láta framgang evrunnar líta vel út, að evrópski seðlabankinn fengi að dulbúa dönsku krónuna sem evru og verja hana með tvíhliða samningi. Slíkur samningur er ekki í boði fyrir Íslandi. En það sem meira er, slík peningastefna hentar ekki endilega Íslandi sem hefur sveiflukenndari útflutning og ytri geira. Þriðja atriðið sem Viðreisn gleymir er tilhneiging vaxtalækkana til að hækka eignaverð. Eignaverð, þ.á.m. verð fasteigna, hækkaði gríðarlega eftir hrun þegar vextir voru lækkaðir, og sömuleiðis fengum við að finna fyrir því á Íslandi að vaxtalækkanir í covid eru tvíeggjað sverð. Fasteignaverð hækkaði einna mest í heiminum hér á landi í covid sem aftur eykur byrðina á lántaka og hækkar þröskuldinn fyrir ungt fólk og aðra sem hyggjast komast í eigið húsnæði. Leiðin til að hækka ráðstöfunartekjur heimila eru vel þekktar og þær ganga ekki út á tjóðrun peningastefnunnar og ríkisfjármála. Á þessum kolli eru þrír fætur: uppbygging fjölbreyttra afmarkaðsvæddra húsnæðislausna, umfangsmeiri gjaldfrjáls grunnþjónusta og öflugra skattkerfi sem vindur ofan af fátækt og ójöfnuði. Auðvaldsflokkar eins og Viðreisn tikka ekki í nein svona box. Leiðin í evru væri innganga í ESB. Það er ekki salur fyrir því í dag. Lausnin er ekki að láta eins og evran fáist bakdyramegin og benda hingað og þangað á þjóðir sem líkjast Íslandi ekki neitt. Þetta eru bæði aum og ótrúverðug loforð. Höfundur er frambjóðandi Sósíalistaflokksins og forritari. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skoðun: Kosningar 2021 Sósíalistaflokkurinn Jökull Sólberg Mest lesið Íslenskur útgerðarmaður, evrópsk verkakona Sigurgeir B. Kristgeirsson Skoðun Embættismenn og stjórnmálamenn 30 ára Pétur Berg Matthíasson Skoðun Maður á sviði: Narsissisti í nánu sambandi Hrafnhildur Sigmarsdóttir Skoðun Sýrland í stuttu máli Omran Kassoumeh Skoðun Bílastæði eru hættulegri en þú heldur Hrefna Sigurjónsdóttir Skoðun Er Vernd einkarekið fangelsi í dulargervi áfangaheimilis? Ólafur Ágúst Hraundal Skoðun Köld eru kvennaráð – eða hvað? Halla Hrund Logadóttir Skoðun Brottvísanir frá sjónarhorni íslenskukennara Sigurlín Bjarney Gísladóttir Skoðun Halldór 07.12.2024 Halldór Er hægt að kaupa aukakíóin í burtu? Elísabet Reynisdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Íslenskur útgerðarmaður, evrópsk verkakona Sigurgeir B. Kristgeirsson skrifar Skoðun Embættismenn og stjórnmálamenn 30 ára Pétur Berg Matthíasson skrifar Skoðun Sýrland í stuttu máli Omran Kassoumeh skrifar Skoðun Er Vernd einkarekið fangelsi í dulargervi áfangaheimilis? Ólafur Ágúst Hraundal skrifar Skoðun Eftirlifendur fá friðarverðlaun Andrés Ingi Jónsson skrifar Skoðun Við getum stöðvað kynbundið ofbeldi Hildur Guðbjörnsdóttir skrifar Skoðun Dýravelferð dýranna Árni Alfreðsson skrifar Skoðun Réttur kvenna til lífs Ólöf Embla Eyjólfsdóttir skrifar Skoðun Bílastæði eru hættulegri en þú heldur Hrefna Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Fimmtíu ár frá Kvennafrídeginum árið 2025 Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Framtíðarsýn skóla og frístundastarfs í Lauganes- og Langholtshverfi Árelía Eydís Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Getur rafmagnið lært af símanum? Sigurður Jóhannesson skrifar Skoðun „Fé fylgi sjúklingi – ný útfærsla“ Teitur Guðmundsson skrifar Skoðun Aðgengi og lífsgæði eldri borgara í stafrænni framtíð: Hvað getum við gert betur? Hildur María Friðriksdóttir skrifar Skoðun Loftslagsmál eru orkumál Nótt Thorberg skrifar Skoðun Lánakvótar opna á nýja möguleika í hagstjórn Hallgrímur Óskarsson skrifar Skoðun Tímaskekkja í velferðarríki Stefán Þorri Helgason skrifar Skoðun Ahimsa: Siðferði kjöts og innflytjendamála Rajan Parrikar skrifar Skoðun Valkyrjustjórnin skyldi íslensk flugfélög til gæludýraflutninga í farþegaflugvélum Árni Stefán Árnason skrifar Skoðun Stigmögnun ofbeldis í nánum samböndum Kristín Snorradóttir skrifar Skoðun Brottvísanir frá sjónarhorni íslenskukennara Sigurlín Bjarney Gísladóttir skrifar Skoðun Mun ný ríkisstjórn Íslands endurskoða hvalveiðileyfið? Elissa Phillips skrifar Skoðun Hvernig tryggjum við raforkuöryggi almennings til framtíðar? Dagur Helgason skrifar Skoðun Erindisleysa Kennarasambandsins Ólafur Hauksson skrifar Skoðun Óvenjuleg hálka Sara Oskarsson skrifar Skoðun Það eru margar leiðir til að lækka vexti Ólafur Margeirsson skrifar Skoðun Voru aðdragandi og úrslit þingkosninga lýðræðisleg? Tómas Ellert Tómasson skrifar Skoðun Krísan sem heimurinn hundsar: kynbundið ofbeldi í átökum Birta B. Kjerúlf ,Kjartan Ragnarsson skrifar Skoðun Köld eru kvennaráð – eða hvað? Halla Hrund Logadóttir skrifar Skoðun Vanhæfi, valdníðsla og dýraníð - ekkert mál fyrir Bjarna Ben! Ole Anton Bieltvedt skrifar Sjá meira
Á blaðamannafundi boðaði Viðreisn lægri ríkisskuldir og lægra vaxtabil með tengingu við evru - vaxtabil sem hefur þó minnkað síðustu ár samhliða vaxtalækkunum Seðlabanka. Þau vilja skerða tekjur einkageira með því að tjóðra enn frekar ríkisfjármálin. Skatturinn býr til hringrás af tekjum frá einkageira til ríkisins og svo aftur til einkageira og heimila — hringrás sem stuðlar að jöfnuði, því meiri sem sú hringrás er því öflugri er leitnin til jöfnuðar ef þessu kerfi er beitt rétt. Viðreisn vill minnka þetta flæði niður í litla sprænu sem mun aldrei nægja til að halda aftur af auknum ójöfnuði. Viðreisn segist með þessu hækka ráðstöfunartekjur vísitöluheimilis með því að lækka vexti þannig að vaxtagreiðslur af lánum lækki og þannig myndist aukið svigrúm hjá skuldurum. Þetta gagnast auðvitað bara þeim heimilum sem komast í gegnum greiðslumat, einskonar þjónkun við þann hluta fólks á þessu tekjubili sem þarf til að komast í gegnum greiðslumat og fá lán. Hinir, t.d. þeir sem þurfa félagslegar húnsæðislausnir, sem er stækkandi hópur, og þeir sem eru klemmdir á stjórnlausum og grimmum leigumarkaði fá ekki að vera með í þessari vaxtaveislu. Gallarnir á þessari lausn Viðreisnar eru talsverðir. Hin hliðin á lágvaxtaumhverfinu er lág eða jafnvel neikvæð ávöxtun sparifjár og innistæðna. Þýska ríkið fær greidda milljarða evra á hverju ári frá sparifjáreigendum fyrir það eitt að bjóða þeim skjól fyrir sparifé - einskonar hvati til að eyða fjármunum eða refsing fyrir að gera það ekki. Í því vaxtaumhverfi sem Viðreisn boðar fær maður ekki greitt fyrir að spara heldur snýst þetta við þegar vextir fara niðurfyrir núllið. Þegar Viðreisn reiknar ábata heimila gleyma þau að draga frá tekjurnar sem koma til heimila í formi lífeyrissparnaðar og annara vaxtatekna. Þá lítur dæmið ekki lengur svo vel út. Annað sem Viðreisn skautar framhjá er að það er einfaldlega ekki raunhæft að taka upp sambærilega myntstefnu og t.d. Danir sem binda sinn gjaldmiðil við evru. Danir komust inn í sinn samning þegar evran var stofnuð og þjóðin hafnaði evrunni í atkvæðagreiðslu. Þá var brugðið á það ráð, til að láta framgang evrunnar líta vel út, að evrópski seðlabankinn fengi að dulbúa dönsku krónuna sem evru og verja hana með tvíhliða samningi. Slíkur samningur er ekki í boði fyrir Íslandi. En það sem meira er, slík peningastefna hentar ekki endilega Íslandi sem hefur sveiflukenndari útflutning og ytri geira. Þriðja atriðið sem Viðreisn gleymir er tilhneiging vaxtalækkana til að hækka eignaverð. Eignaverð, þ.á.m. verð fasteigna, hækkaði gríðarlega eftir hrun þegar vextir voru lækkaðir, og sömuleiðis fengum við að finna fyrir því á Íslandi að vaxtalækkanir í covid eru tvíeggjað sverð. Fasteignaverð hækkaði einna mest í heiminum hér á landi í covid sem aftur eykur byrðina á lántaka og hækkar þröskuldinn fyrir ungt fólk og aðra sem hyggjast komast í eigið húsnæði. Leiðin til að hækka ráðstöfunartekjur heimila eru vel þekktar og þær ganga ekki út á tjóðrun peningastefnunnar og ríkisfjármála. Á þessum kolli eru þrír fætur: uppbygging fjölbreyttra afmarkaðsvæddra húsnæðislausna, umfangsmeiri gjaldfrjáls grunnþjónusta og öflugra skattkerfi sem vindur ofan af fátækt og ójöfnuði. Auðvaldsflokkar eins og Viðreisn tikka ekki í nein svona box. Leiðin í evru væri innganga í ESB. Það er ekki salur fyrir því í dag. Lausnin er ekki að láta eins og evran fáist bakdyramegin og benda hingað og þangað á þjóðir sem líkjast Íslandi ekki neitt. Þetta eru bæði aum og ótrúverðug loforð. Höfundur er frambjóðandi Sósíalistaflokksins og forritari.
Skoðun Framtíðarsýn skóla og frístundastarfs í Lauganes- og Langholtshverfi Árelía Eydís Guðmundsdóttir skrifar
Skoðun Aðgengi og lífsgæði eldri borgara í stafrænni framtíð: Hvað getum við gert betur? Hildur María Friðriksdóttir skrifar
Skoðun Valkyrjustjórnin skyldi íslensk flugfélög til gæludýraflutninga í farþegaflugvélum Árni Stefán Árnason skrifar
Skoðun Krísan sem heimurinn hundsar: kynbundið ofbeldi í átökum Birta B. Kjerúlf ,Kjartan Ragnarsson skrifar