Kristrún gaf lítið fyrir Bubbatal Bjarna og Gunnars Smára Jakob Bjarnar skrifar 31. ágúst 2021 16:50 Það var heldur betur heitt í fyrstu stjórnmálaumræðunum við Pallborðið en þar mættust þau Bjarni Benediktsson, Kristrún Frostadóttir og Gunnar Smári Egilsson. vísir/vilhelm Bjarni Benediktsson, Gunnar Smári Egilsson og Kristrún Frostadóttir tókust hressilega á við Pallborðið. Í nýjum kosningaþætti Vísis, mættust fulltrúar Samfylkingar, Sjálfstæðisflokks og Sósíalistaflokksins og tókust á um helstu kosningamálin sem munu einkenna aðdraganda kosninga sem fram fara 25. september næstkomandi. Þarna mættust pólarnir tveir, lengst til vinstri og lengst til hægri og á milli var Kristrún fyrir hönd Samfylkingarinnar. Búist var við harkalegum skoðanaskiptum en Gunnar Smári hefur gagnrýnt Sjálfstæðisflokkinn og reyndar Samfylkingu einnig harkalega í greinarskrifum að undanförnu. Óhætt er að segja að neistaflug hafi verið í heitu stúdíóinu við Suðurlandsbraut en þáttinn í heild sinni má sjá hér neðar og um að gera fyrir kjósendur að horfa á hann til að geta myndað sér upplýsta afstöðu í komandi kosningum. En hér á eftir fer skriptun á því því helsta sem sagt var. Fréttamaðurinn Sunna Sæmundsdóttir stýrði umræðum en dregið var um hvaða þrír flokkar myndu mætast í fyrsta þætti, af þeim níu flokkum sem berjast um sæti á þingi. Sé litið til þeirra flokka sem mælst hafa yfir fjórum prósentum í könnunum að undanförnu. Helstu kosningamálin Öll voru þau spurð um hvert yrði stærsta kosningamálið og Gunnar Smári taldi þetta snúast um baráttuna um Ísland, hvorki meira né minna, hvaða leið ætti að fara. Hvort áfram ætti að þramma leið nýfrjálshyggjunnar þar sem hinir ríku ráða eða hvort almenningur eigi að hafa meira um það að segja hvernig hlutum er háttað? Gunnar Smári nefndi þar meðal annars heilbrigðis- og húsnæðismál. Kristrún sagði að kosið yrði um lífskjör og loftslagsmál. Hvaða framtíðarsýn mun næsta ríkisstjórn hefur? Hvort troða eigi marvaðann eins og núverandi ríkisstjórn gerir, að mati Kristrúnar. Það þurfi góða hagstjórn og mæta þurfi áskorunum framtíðarinnar. Aldurssamsetning þjóðarinnar er að breytast. Og það vill Samfylkingin fjármagna með stóreignaskatti á efsta prósentið. Bjarni mætti til leiks og var herskár. Hann sagði valkostina skýra; annað hvort verði haldið áfram þann veg sem hefur gert Íslendinga velmegandi eða tekin u-beygja.vísir/vilhelm Bjarni sagði það rétt, þetta snerist um val; um að halda áfram á þeirri braut sem við höfum verið á. Lífskjör mælist mjög góð á Íslandi og valkosturinn sé um hvort Sjálfstæðisflokkurinn verði burðarás í næstu ríkisstjórn og að ríkisrekstri verði haldið í skefjum. Orkuskipti og heilbrigðiskerfið vissulega en þar hafi Íslendingar einmitt góða sögu að segja. Tryggja verði að Ísland sé eftir sem áður sá staður sem best er að búa á og þar skiptir stöðugleiki í atvinnumálum öllu. Einkaavæðing eða ekki einkavæðing í heilbrigðiskerfinu Bjarni var spurður um áherslumun milli ríkisstjórnarflokkanna, einkum Sjálfstæðisflokks og Vinstri grænna hvað varðaði einkarekstur í heilbrigðiskerfinu. Formaður Sjálfstæðisflokksins sagði þegar menn tækju umbúðirnar utan af kosningaloforðunum, þá er stefnan sú að allir eigi aðgengi að heilbrigðiskerfinu. Hætta beri með kreddur um að opinber þjónusta eigi að ríkja í hverju einasta tilviki. Bjarni nefndi sem dæmi tannlækningar. Þær væru sjálfstætt starfandi atvinnugrein. Óþolandi væri hvernig opinberu fé hafi verið sóað með að senda fólk til útlanda, sé ekki grundvallarmun milli flokka þar. Gunnar Smári sagði þetta einfaldlega vera svo að heilbrigðiskerfið hafi látið á sjá eftir sveltistefnu undanfarinna ára og áratuga. Harðar sóttvarnaraðgerðir voru til að verja spítalann sem var þá þegar á neyðarstigi. Búið væri að lemja heilbrigðiskerfið niður sem þoldi ekkert áfall. Gunnar Smári taldi að Íslendingar hefði farið of langt í að einkavæða, sá er lærdómur af Covid. Hann bætti því við, og vitnaði til þess sem Bjarni hafði áður sagt um góð lífskjör og gott samfélag að sá grunnurinn hafi verið reistur á síðustu öld fyrir tilstuðlan verkalýðsbaráttu. „Ekki vegna þess að Bjarni og félagar voru að lækka skatta.“ Hvor á Blair, Gunnar Smári eða Bjarni? Strax þarna fór að hitna í kolum því Bjarni spurði hvar fyrirmyndarríki Gunnar Smára væri? Hann nefndi á móti að líta mætti til Bretlands þar sem samfélaginu væri haldið saman með sterku heilbrigðiskerfi, sem væri arfur kynslóðanna. Bjarni taldi athyglisvert að nefna Bretland sem er stýrt af systurflokki Sjálfstæðisflokksins. Enginn ágreiningur sé um að aðgengi að heilbrigðisþjónustu eigi að vera gott. Hins vegar væru sósíalistar Kúba, Venesúela og víðar með allt í tómu tjóni. Enda drepi sósíalismi allt allt frumkvæði, að sögn Bjarna. Sem spurði hvort Tony Blair [fyrrverandi forsætisráðherra Bretlands] væri maður Gunnar Smára, sem hélt nú ekki; Blair væri einmitt maður Bjarna. Kristrún greip þá inn í og taldi þetta athyglisverða umræðu sem einkenndist af pólaríseringu. Hún sagði staðreyndina þá að þegar væri heilmikil einkavæðing í heilbrigðiskerfinu og hún nefndi sjúkraþjálfun og tannlækningar sem dæmi. „Við erum með heilmikinn einkarekstur. Við gerum ekki athugasemd við það,“ sagði Kristrún. Hins vegar hefði fjármögnun skort, og þar hafi ríkisvaldið brugðist, með í því sem snýr að grunnþáttum.“ Einkarekstur engin töfraleið Bjarni, sem var herskár, skaut því inní hvort það mætti ekki rekja til stjórnarinnar sem var 2009, vinstri stjórnarinnar en Kristrún taldi þetta lágkúrulegan útúrsnúning enda þá allt aðrar aðstæður. Ytri þættir svo sem ferðaþjónusta og makríll hafi komið síðar. Hún sagði það firru að telja einhverja töfralausn felast í vanda heilbrigðisþjónustunnar með einkavæðingu. Samsetning á opinberum rekstri og einkavæðingu væri í ágætu jafnvægi en það þyrfti að styrkja opinbera hluta heilbrigðiskerfisins. Það þýði ekki að láta eins og einkarekstur sé töfraleið til að lækka opinber útgjöld. Kristrún taldi umræðuna oft of pólaríseraða þegar þeir Gunnar Smári og Bjarni körpuðu um nýfrjálshyggju og sósíalisma. Þetta væri ekki svo svart/hvítt.vísir/vilhelm Gunnar Smári sagði varðandi tannlæknaþjónustuna að þeir sem hefðu efni á henni þætti þetta ágætt fyrirkomulag, en varla þeir sem ekki hefðu efni á henni. Hann sagði kerfið alltaf bitna verst á þeim sem verst stæðu. Bjarni sagði að það þyrfti að standa vörð um hið góða og núverandi ríkisstjórn hafi verið að styrkja innviði en til þess þurfi að koma verðmætasköpun ef halda eigi úti fyrsta flokks heilbrigðisþjónustu. Óværan sem kemur sífellt aftan að okkur Næst var talinu beint að sóttvörnum en Gunnar Smári sagði að ástæðan fyrir miklum sóttvörnum er veik staða Landspítalans. „Hann þarf að efla en það er þráhyggja að ekki megi fjölga opinberum starfsmönnum. Spítalinn og heilbrigðiskerfið ræður ekki við faraldur af þessari stærð,“ sagði Gunnar Smári. Bjarni vildi ekki meina að sóttvarnir væru ekki að öllu leyti hrein pólitísk ákvörðun. Danmörk sé að fara að í að aflétta, þar sé verið að taka skref sem Íslendingar tókum í lok júní. „Hver veit hvað gerist? Ef við missum stjórn á fjölgun smita þarf aftur að grípa til aðgerða. Nú er liðið eitt og hálft ár og enginn veit hvað verður. Mikil óværa sem kemur aftan að okkur alltaf þegar við þykjumst vita hvað gerist næst,“ sagði Bjarni sem sagði að Íslendingar myndu njóta þess á endanum að hafa verið snemma í bólusetningaraðgerðum. Til að slaka á sóttvarnarráðstöfunum þurfi að leggja mikið á sig. Gunnar Smári þráspurði Bjarna hvers vegna ekki væri gripið til þess að styrkja spítalann svo taka mætti við þeim sem þangað þyrftu að leita vegna Covid, en Bjarni vildi meina að það hafi verið gert, með innspýtingu og kjarasamningum, stórhækkuðum launum sem væru til þess fallin að binda fólk í störfum. „Það er þvættingur að við séum ekki að bregðast við,“ sagði Bjarni. Þetta séu vissulega áskoranir en veikleikarnir séu ef fólk stíflist inni á spítalanum. Gunnar Smári spurði hvers vegna það væri ekki leyst og Bjarni sagði heilu starfshópana í því. í því. Kristrún sagði að veikt velferðarkerfi væri beinlínis að laska atvinnulífið. Og í því ljósi þyrfti að skoða tal Bjarna um mikilvægi verðmætasköpunar. Lærdómurinn af öllu þessu, að teknu tilliti til verðmætasköpunar, væri einmitt öflugt velferðarkerfi. Þetta væru ekki andstæður heldur nærðist hvort á hinu. Samfylkingin ætlar sér í ríkisstjórn Sunna þáttastjórnandi beindi við svo búið talinu að því hvernig næsta ríkisstjórn yrði samsett, snúið gæti reynst að skrúfa hana saman í ljósi fjölda flokka og einnig vegna þess að bæði Samfylking og Sósíalistaflokkur hafi útilokað samstarf við stærsta flokkinn, Sjálfstæðisflokk. Hvers vegna? Kristrún sagði þetta einfaldlega einlægni gagnvart kjósendum. Í nágrannaríkjum þykir ekkert óeðlilegt að það séu blokkir í kosningum. Og of margt í stefnu Sjálfstæðisflokksins passi ekki við stefnu Samfylkingarinnar. Hvernig ætlar til dæmis Sjálfstæðisflokkurinn að finna hundrað milljarða til að skera niður í opinberum rekstri. Það væri efnahags- og velferðarstefnu. Samfylking sé ekki að koma fram með einhver uppblásin kosningaloforð heldur pólitíska sýn sem snýst um að sé gerleg strax á næsta kjörtímabili. Gunnar Smári benti á að af undanförnum þrjátíu árum hafi Sjálfstæðisflokkurinn setið í ríkisstjórn í 26 ár. Og flokkurinn sá hafi ítrekað gengið gegn meirihlutavilja og eflt hag hinna ríku.vísir/vilhelm Kristrún var þá spurð um kosningaloforð Samfylkingarinnar sem snýst um verulega hækkun bóta og þar eigi að hækka skerðingaþak til mikilla muna. Hvernig eigi að fjármagna það? Kristrún sagði um að ræða sértækt kosningaloforð sem greinir Samfylkingu frá Sósíalistaflokknum. Þar ráði trú á samneysluna og vitund um að massinn þurfi að halda henni uppi. Barnafólk stendur frammi fyrir miklum útgjöldum. Efsta prósentið í kjörum sé að fara að borga sem dugar vel fyrir auknum barnabótum. „Við hefðum gjarnan viljað vera með hástemmdari kosningaloforð en þetta eru raunsæ loforð sem boðar góða hagstjórn,“ sagði Kristrún sem hafði ekki áhyggjur af því. Hún hefði aldrei tekið þátt í að setja saman óraunhæfan pakka sem ekki gæti staðið undir sér. „Samfylkingin ætlar í ríkisstjórn og því verður að vera með ábyrg kosningaloforð.“ Sjálfstæðisflokkurinn verið við völd síðustu þrjá áratugi Gunnar Smári sagði það einfaldlega svo að af síðustu 30 árum hafi Sjálfstæðisflokkurinn verið við völd í 26. Erindi Sósíalistaflokksins sé að breyta samfélaginu sem Sjálfstæðisflokkurinn hefur skapað á þeim tíma. Tillögur flokksins séu ekki flóknari en svo að þær snúist um að skrúfa stefnuna til baka um þrjátíu ár, til þeirrar tíðar sem velferðarkerfið var skapað. Vandinn við íslensk stjórnvöld sé sá að í raun hafi minnihluti rekið harða nýfrjálshyggju á Íslandi og fáránlegt ef Sósíalistar vildu fara í röðina til að bera þá stefnu sem er í andstöðu við meirihlutavilja þjóðarinnar til valda. Bjarni sagði gott að þetta kæmi fram, hvað verið væri að boða: Hærri skatta. Hann vildi meina að allir sem hefðu komið sér upp meira en 200 milljónum í ævisparnað megi nú eiga von á fimm prósenta skatti. Kristrún taldi þetta fráleita gaslýsingu en Bjarni sat fastur við sinn keip, öðru vísi væri ekki hægt að reikna þetta. Taka ætti fimm prósent af fólki sem hefði nurlað þessu saman sem ævisparnað. Stjórnmálaumræðurnar í sjónvarpsstúdíóinu við Suðurlandsbraut voru fjörugar.vísir/vilhelm Þetta snerist um að skapa störf, skapa verðmæti. Og ómöguleiki væri að starfa með þessum flokkum. Hvergi í heimi hér hafi hugmyndfræðin sem Gunnar Smári boði virkað. En kjósendur geti treyst Sjálfstæðisflokknum, þingmaður kjörinn í hverju kjördæmi. En þar var Bjarni að bregðast við orðum Gunnars Smára sem taldi upp dæmi um mál sem Sjálfstæðisflokkurinn hafi keyrt í gegn í andstöðu við meirihlutavilja þjóðarinnar. Bjarni sagði að hvergi í okkar heimshluta, þar sem hagsæld og kaupmáttur sé mestur, hafi verið stjórnað samkvæmt sósíalískri hugmyndafræði. Og Ísland sé fyrirmynd annarra hvað varði jafnrétti kynjanna. Kristrún stöðvar Bubbatal þeirra Smára og Bjarna Gunnar Smári benti á að Ísland væri ríkt af auðlindum en Bjarni sagði að ólíkt því sem væri í Venesúela hafi hér orðið til mikil verðmæti sem renni til almennings. „Af hverju heldur þú að almenningur í fyrirmyndaríki þínu vilji kvótakerfið burt? Er almenningur svona heimskur?“ spurði Gunnar Smári en Bjarni sagði að þetta væri eitthvað rugl í þeim dúr sem Bubbi söng um með arðræningjann sem sat inná skrifstofu sinni og hló. Gunnar Smári taldi þessa afgreiðslu heldur ódýra, sagði að almenningur hafi reynslu af kvótakerfinu en Bjarni telji að Bubbi hafi heilaþvegið fólk!? Kristrún taldi Bubbatal þeirra Bjarna og Gunnars Smára heldur klént og vildi ræða pólitík.vísir/vilhelm Kristrún sagðist mega til með að stöðva þetta Bubbatal. Og vert væri að ræða pólitík hérna? Þetta væri ekki svona svart og hvítt. Vissulega þyrfti virkni í hagkerfinu en það væri þá ráð fyrir stjórnvöld að styðja betur við fólk til að gera það virkt? Fara leið blandaðs kerfis. En við völd séu flokkar sem ekki virðist átta sig á að hér hafi orðið markaðsbrestur í hagkerfinu. Húsnæðisverð hafi rokið upp sem þýði að ungt fólk geti ekki keypt húsnæði nema eiga sterkt bakland? „Stóreignafólk, sem þú vilt standa vörð um, þetta snýst um ungt fólk og eldra fólk sem þarf að annast. Við erum að tala um framtíðina, að skapa störf sem þetta fólk vill starfa við.“ Að endingu barst talið að komandi stjórnarmyndun. Bjarni sagði spurður að ef stjórnarflokkarnir héldu velli í komandi kosningum, með meirihluta, væri eðlilegt að þeir settust niður og ræddu hvort ekki væri vert að halda áfram. Stjórnin hafi tekið við í kjölfar pólitísks óróa og persónuleg samskipti innan stjórnar væru góð. Og hann vildi svara Kristrúnu með húsnæðiskaup ungs fólks sem ætti ekki fyrir útborgun, ný úrræði væri verið að kynna fyrir þann hóp. Kristrún sagði að nýir húsnæðiskaupendur væru í vaxtagildru. Sem væri meðal annars til komin vegna 100 milljarða gats í fjármálaáætlun ríkisins sem Bjarni ætlaði að brúa með niðurskurði hjá hinu opinbera. „Sem þú ætlar nú að flippfloppa í aðdraganda kosninga, í fjármálaáætlun sem þú kvittaðir uppá fyrir nokkrum mánuðum?“ Bjarni sagði að þessu hundrað milljarða gati yrði lokað með ábyrgum hætti en þjóðhagsspá sýndi að efnahagsgerðir væru að skila árangri. Ekki þurfi að grípa til neinna nýrra aðgerða. Og Bjarni taldi sig heyra svekkelsi hjá Kristrúnu með að það væri að hafast; planið væri að skapa, örva, hvetja og náð ábyrgum markmiðum og það er að ganga eftir.“ U-beygja eða áfram sama veg Fulltrúar flokkanna voru að endingu spurðir af hverju kjósendur ættu að veita þeim atkvæði sitt og Gunnar Smári sagði þetta tiltölulega einfaldan valkost. Annars vegar væri í boðið leið Bjarna, áframhaldandi nýfrjálshyggja þar sem hagur hinna ríku væri í fyrrúmi eða u-beygja sem þau vildu. Kristrún sagði Samfylkinguna vera að bjóða sig fram í ríkisstjórn, ekki í háværa stjórnarandstöðu og þau vilji lofa hlutum sem þau viti að standa megi við. Samfylkingin vilji sjá betra líf fyrir fjölskyldur í landinu þar sem barnabótaauki er þar grundvallaratriði. Það væri stóra málið auk alvöru aðgerðir í loftslagsmálum. Þar þurfi ríkisstjórn með sýn og sem leiðir. Bjarni sagði þetta einmitt í grófum dráttum valkostirnir, u-beygja eins og Gunnar Smári segir eða sterkan Sjálfstæðisflokk sem ekki verður litið hjá við ríkisstjórnarmyndun. Flokk sem skipað hefur Íslandi í fremstu röð í lífskjörum. Það séu áskoranir í heilbrigðismálum, lífeyrismálin eru stór flokkur en það megi ekki fara út í óþarfa skattahækkanir, það sé óþarfi og það umfang ríkisins sé verulegt fyrir. Næsta stjórnmálaumræða sem boðið verður uppá við Pallborðið verður á Vísi í beinni útsendingu næstkomandi þriðjudag klukkan 14 en þá mæta fulltrúar Miðflokks, Framsóknarflokks og Pírata. Sósíalistaflokkurinn Sjálfstæðisflokkurinn Samfylkingin Alþingiskosningar 2021 Pallborðið Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Erfitt að útskýra fyrir þriggja ára að það verði ekkert af afmæli í leikskólanum Innlent Misbýður ummæli um samhljóm stefnu sinnar og Breiviks Innlent Telja sig hafa fundið vísbendingu í máli D.B. Cooper Erlent Kostuleg kosningabarátta: Óvæntar uppákomur og skrautlegir skandalar Innlent Haldlögðu metmagn af kókaíni í sameiginlegri aðgerð 62 ríkja Erlent Hafa gefið út 99 leyfi til dýratilrauna síðustu fimm ár Innlent Læknar undirrita nýjan kjarasamning Innlent „Verðum að bregðast við áður en það verður of seint“ Innlent Erlendir fjárfestar buðu fúlgur fjár Innlent Fleiri fréttir Tæknilegir örðugleikar en ekki netárás á mbl.is Segir það mjög góða tilfinningu að skrifa undir nýjan kjarasamning Erfitt að útskýra fyrir þriggja ára að það verði ekkert af afmæli í leikskólanum Bein útsending: Heilbrigðisþing – Heilsugæslan, svo miklu meira… Kostuleg kosningabarátta: Óvæntar uppákomur og skrautlegir skandalar Hafa gefið út 99 leyfi til dýratilrauna síðustu fimm ár Gosmengun mögulega viðvarandi í Grindavík í dag Læknar undirrita nýjan kjarasamning Misbýður ummæli um samhljóm stefnu sinnar og Breiviks Söngelskir nemendur í Menntaskólanum að Laugarvatni Þjóðvegurinn upp í Þjórsárdal færist vegna Hvammsvirkjunar „Verðum að bregðast við áður en það verður of seint“ Fimmta vika verkfalls: Erfiðast fyrir börnin sem sakna vina sinna Fjögur andlát vegna bóluefnis við kórónuveiru til skoðunar Sendi dóttur sína til Suður-Afríku því biðin hefði kostað hana lífið Erlendir fjárfestar buðu fúlgur fjár Trump sérstaklega áhugasamur um íslenska menningu Móðir grípur til örþrifaráða og bóndi hafnar erlendum fjárfestum Kannast ekki við áform um brjóstmynd úr bronsi Krefjast úrbóta á leikskólastarfi í leikskólanum Lundi Gasmengun gæti náð á höfuðborgarsvæðið Skyndimóttaka myndi ekki leysa vanda Landspítalans Alls 70 prósent grunnskóla í Reykjavík símalausir Mega lækka lífeyrisgreiðslur mismikið eftir aldri Aðhafast ekkert vegna leyniupptakanna Segist sækja fé í aukafjárveitingu vegna inngildingar Læknar á lokasprettinum í kjaraviðræðum Tvær sviðsmyndir á kjördag Alls 914 umsóknir um uppkaup í Grindavík samþykktar Iðgjöld til NTÍ munu hækka um fimmtíu prósent Sjá meira
Í nýjum kosningaþætti Vísis, mættust fulltrúar Samfylkingar, Sjálfstæðisflokks og Sósíalistaflokksins og tókust á um helstu kosningamálin sem munu einkenna aðdraganda kosninga sem fram fara 25. september næstkomandi. Þarna mættust pólarnir tveir, lengst til vinstri og lengst til hægri og á milli var Kristrún fyrir hönd Samfylkingarinnar. Búist var við harkalegum skoðanaskiptum en Gunnar Smári hefur gagnrýnt Sjálfstæðisflokkinn og reyndar Samfylkingu einnig harkalega í greinarskrifum að undanförnu. Óhætt er að segja að neistaflug hafi verið í heitu stúdíóinu við Suðurlandsbraut en þáttinn í heild sinni má sjá hér neðar og um að gera fyrir kjósendur að horfa á hann til að geta myndað sér upplýsta afstöðu í komandi kosningum. En hér á eftir fer skriptun á því því helsta sem sagt var. Fréttamaðurinn Sunna Sæmundsdóttir stýrði umræðum en dregið var um hvaða þrír flokkar myndu mætast í fyrsta þætti, af þeim níu flokkum sem berjast um sæti á þingi. Sé litið til þeirra flokka sem mælst hafa yfir fjórum prósentum í könnunum að undanförnu. Helstu kosningamálin Öll voru þau spurð um hvert yrði stærsta kosningamálið og Gunnar Smári taldi þetta snúast um baráttuna um Ísland, hvorki meira né minna, hvaða leið ætti að fara. Hvort áfram ætti að þramma leið nýfrjálshyggjunnar þar sem hinir ríku ráða eða hvort almenningur eigi að hafa meira um það að segja hvernig hlutum er háttað? Gunnar Smári nefndi þar meðal annars heilbrigðis- og húsnæðismál. Kristrún sagði að kosið yrði um lífskjör og loftslagsmál. Hvaða framtíðarsýn mun næsta ríkisstjórn hefur? Hvort troða eigi marvaðann eins og núverandi ríkisstjórn gerir, að mati Kristrúnar. Það þurfi góða hagstjórn og mæta þurfi áskorunum framtíðarinnar. Aldurssamsetning þjóðarinnar er að breytast. Og það vill Samfylkingin fjármagna með stóreignaskatti á efsta prósentið. Bjarni mætti til leiks og var herskár. Hann sagði valkostina skýra; annað hvort verði haldið áfram þann veg sem hefur gert Íslendinga velmegandi eða tekin u-beygja.vísir/vilhelm Bjarni sagði það rétt, þetta snerist um val; um að halda áfram á þeirri braut sem við höfum verið á. Lífskjör mælist mjög góð á Íslandi og valkosturinn sé um hvort Sjálfstæðisflokkurinn verði burðarás í næstu ríkisstjórn og að ríkisrekstri verði haldið í skefjum. Orkuskipti og heilbrigðiskerfið vissulega en þar hafi Íslendingar einmitt góða sögu að segja. Tryggja verði að Ísland sé eftir sem áður sá staður sem best er að búa á og þar skiptir stöðugleiki í atvinnumálum öllu. Einkaavæðing eða ekki einkavæðing í heilbrigðiskerfinu Bjarni var spurður um áherslumun milli ríkisstjórnarflokkanna, einkum Sjálfstæðisflokks og Vinstri grænna hvað varðaði einkarekstur í heilbrigðiskerfinu. Formaður Sjálfstæðisflokksins sagði þegar menn tækju umbúðirnar utan af kosningaloforðunum, þá er stefnan sú að allir eigi aðgengi að heilbrigðiskerfinu. Hætta beri með kreddur um að opinber þjónusta eigi að ríkja í hverju einasta tilviki. Bjarni nefndi sem dæmi tannlækningar. Þær væru sjálfstætt starfandi atvinnugrein. Óþolandi væri hvernig opinberu fé hafi verið sóað með að senda fólk til útlanda, sé ekki grundvallarmun milli flokka þar. Gunnar Smári sagði þetta einfaldlega vera svo að heilbrigðiskerfið hafi látið á sjá eftir sveltistefnu undanfarinna ára og áratuga. Harðar sóttvarnaraðgerðir voru til að verja spítalann sem var þá þegar á neyðarstigi. Búið væri að lemja heilbrigðiskerfið niður sem þoldi ekkert áfall. Gunnar Smári taldi að Íslendingar hefði farið of langt í að einkavæða, sá er lærdómur af Covid. Hann bætti því við, og vitnaði til þess sem Bjarni hafði áður sagt um góð lífskjör og gott samfélag að sá grunnurinn hafi verið reistur á síðustu öld fyrir tilstuðlan verkalýðsbaráttu. „Ekki vegna þess að Bjarni og félagar voru að lækka skatta.“ Hvor á Blair, Gunnar Smári eða Bjarni? Strax þarna fór að hitna í kolum því Bjarni spurði hvar fyrirmyndarríki Gunnar Smára væri? Hann nefndi á móti að líta mætti til Bretlands þar sem samfélaginu væri haldið saman með sterku heilbrigðiskerfi, sem væri arfur kynslóðanna. Bjarni taldi athyglisvert að nefna Bretland sem er stýrt af systurflokki Sjálfstæðisflokksins. Enginn ágreiningur sé um að aðgengi að heilbrigðisþjónustu eigi að vera gott. Hins vegar væru sósíalistar Kúba, Venesúela og víðar með allt í tómu tjóni. Enda drepi sósíalismi allt allt frumkvæði, að sögn Bjarna. Sem spurði hvort Tony Blair [fyrrverandi forsætisráðherra Bretlands] væri maður Gunnar Smára, sem hélt nú ekki; Blair væri einmitt maður Bjarna. Kristrún greip þá inn í og taldi þetta athyglisverða umræðu sem einkenndist af pólaríseringu. Hún sagði staðreyndina þá að þegar væri heilmikil einkavæðing í heilbrigðiskerfinu og hún nefndi sjúkraþjálfun og tannlækningar sem dæmi. „Við erum með heilmikinn einkarekstur. Við gerum ekki athugasemd við það,“ sagði Kristrún. Hins vegar hefði fjármögnun skort, og þar hafi ríkisvaldið brugðist, með í því sem snýr að grunnþáttum.“ Einkarekstur engin töfraleið Bjarni, sem var herskár, skaut því inní hvort það mætti ekki rekja til stjórnarinnar sem var 2009, vinstri stjórnarinnar en Kristrún taldi þetta lágkúrulegan útúrsnúning enda þá allt aðrar aðstæður. Ytri þættir svo sem ferðaþjónusta og makríll hafi komið síðar. Hún sagði það firru að telja einhverja töfralausn felast í vanda heilbrigðisþjónustunnar með einkavæðingu. Samsetning á opinberum rekstri og einkavæðingu væri í ágætu jafnvægi en það þyrfti að styrkja opinbera hluta heilbrigðiskerfisins. Það þýði ekki að láta eins og einkarekstur sé töfraleið til að lækka opinber útgjöld. Kristrún taldi umræðuna oft of pólaríseraða þegar þeir Gunnar Smári og Bjarni körpuðu um nýfrjálshyggju og sósíalisma. Þetta væri ekki svo svart/hvítt.vísir/vilhelm Gunnar Smári sagði varðandi tannlæknaþjónustuna að þeir sem hefðu efni á henni þætti þetta ágætt fyrirkomulag, en varla þeir sem ekki hefðu efni á henni. Hann sagði kerfið alltaf bitna verst á þeim sem verst stæðu. Bjarni sagði að það þyrfti að standa vörð um hið góða og núverandi ríkisstjórn hafi verið að styrkja innviði en til þess þurfi að koma verðmætasköpun ef halda eigi úti fyrsta flokks heilbrigðisþjónustu. Óværan sem kemur sífellt aftan að okkur Næst var talinu beint að sóttvörnum en Gunnar Smári sagði að ástæðan fyrir miklum sóttvörnum er veik staða Landspítalans. „Hann þarf að efla en það er þráhyggja að ekki megi fjölga opinberum starfsmönnum. Spítalinn og heilbrigðiskerfið ræður ekki við faraldur af þessari stærð,“ sagði Gunnar Smári. Bjarni vildi ekki meina að sóttvarnir væru ekki að öllu leyti hrein pólitísk ákvörðun. Danmörk sé að fara að í að aflétta, þar sé verið að taka skref sem Íslendingar tókum í lok júní. „Hver veit hvað gerist? Ef við missum stjórn á fjölgun smita þarf aftur að grípa til aðgerða. Nú er liðið eitt og hálft ár og enginn veit hvað verður. Mikil óværa sem kemur aftan að okkur alltaf þegar við þykjumst vita hvað gerist næst,“ sagði Bjarni sem sagði að Íslendingar myndu njóta þess á endanum að hafa verið snemma í bólusetningaraðgerðum. Til að slaka á sóttvarnarráðstöfunum þurfi að leggja mikið á sig. Gunnar Smári þráspurði Bjarna hvers vegna ekki væri gripið til þess að styrkja spítalann svo taka mætti við þeim sem þangað þyrftu að leita vegna Covid, en Bjarni vildi meina að það hafi verið gert, með innspýtingu og kjarasamningum, stórhækkuðum launum sem væru til þess fallin að binda fólk í störfum. „Það er þvættingur að við séum ekki að bregðast við,“ sagði Bjarni. Þetta séu vissulega áskoranir en veikleikarnir séu ef fólk stíflist inni á spítalanum. Gunnar Smári spurði hvers vegna það væri ekki leyst og Bjarni sagði heilu starfshópana í því. í því. Kristrún sagði að veikt velferðarkerfi væri beinlínis að laska atvinnulífið. Og í því ljósi þyrfti að skoða tal Bjarna um mikilvægi verðmætasköpunar. Lærdómurinn af öllu þessu, að teknu tilliti til verðmætasköpunar, væri einmitt öflugt velferðarkerfi. Þetta væru ekki andstæður heldur nærðist hvort á hinu. Samfylkingin ætlar sér í ríkisstjórn Sunna þáttastjórnandi beindi við svo búið talinu að því hvernig næsta ríkisstjórn yrði samsett, snúið gæti reynst að skrúfa hana saman í ljósi fjölda flokka og einnig vegna þess að bæði Samfylking og Sósíalistaflokkur hafi útilokað samstarf við stærsta flokkinn, Sjálfstæðisflokk. Hvers vegna? Kristrún sagði þetta einfaldlega einlægni gagnvart kjósendum. Í nágrannaríkjum þykir ekkert óeðlilegt að það séu blokkir í kosningum. Og of margt í stefnu Sjálfstæðisflokksins passi ekki við stefnu Samfylkingarinnar. Hvernig ætlar til dæmis Sjálfstæðisflokkurinn að finna hundrað milljarða til að skera niður í opinberum rekstri. Það væri efnahags- og velferðarstefnu. Samfylking sé ekki að koma fram með einhver uppblásin kosningaloforð heldur pólitíska sýn sem snýst um að sé gerleg strax á næsta kjörtímabili. Gunnar Smári benti á að af undanförnum þrjátíu árum hafi Sjálfstæðisflokkurinn setið í ríkisstjórn í 26 ár. Og flokkurinn sá hafi ítrekað gengið gegn meirihlutavilja og eflt hag hinna ríku.vísir/vilhelm Kristrún var þá spurð um kosningaloforð Samfylkingarinnar sem snýst um verulega hækkun bóta og þar eigi að hækka skerðingaþak til mikilla muna. Hvernig eigi að fjármagna það? Kristrún sagði um að ræða sértækt kosningaloforð sem greinir Samfylkingu frá Sósíalistaflokknum. Þar ráði trú á samneysluna og vitund um að massinn þurfi að halda henni uppi. Barnafólk stendur frammi fyrir miklum útgjöldum. Efsta prósentið í kjörum sé að fara að borga sem dugar vel fyrir auknum barnabótum. „Við hefðum gjarnan viljað vera með hástemmdari kosningaloforð en þetta eru raunsæ loforð sem boðar góða hagstjórn,“ sagði Kristrún sem hafði ekki áhyggjur af því. Hún hefði aldrei tekið þátt í að setja saman óraunhæfan pakka sem ekki gæti staðið undir sér. „Samfylkingin ætlar í ríkisstjórn og því verður að vera með ábyrg kosningaloforð.“ Sjálfstæðisflokkurinn verið við völd síðustu þrjá áratugi Gunnar Smári sagði það einfaldlega svo að af síðustu 30 árum hafi Sjálfstæðisflokkurinn verið við völd í 26. Erindi Sósíalistaflokksins sé að breyta samfélaginu sem Sjálfstæðisflokkurinn hefur skapað á þeim tíma. Tillögur flokksins séu ekki flóknari en svo að þær snúist um að skrúfa stefnuna til baka um þrjátíu ár, til þeirrar tíðar sem velferðarkerfið var skapað. Vandinn við íslensk stjórnvöld sé sá að í raun hafi minnihluti rekið harða nýfrjálshyggju á Íslandi og fáránlegt ef Sósíalistar vildu fara í röðina til að bera þá stefnu sem er í andstöðu við meirihlutavilja þjóðarinnar til valda. Bjarni sagði gott að þetta kæmi fram, hvað verið væri að boða: Hærri skatta. Hann vildi meina að allir sem hefðu komið sér upp meira en 200 milljónum í ævisparnað megi nú eiga von á fimm prósenta skatti. Kristrún taldi þetta fráleita gaslýsingu en Bjarni sat fastur við sinn keip, öðru vísi væri ekki hægt að reikna þetta. Taka ætti fimm prósent af fólki sem hefði nurlað þessu saman sem ævisparnað. Stjórnmálaumræðurnar í sjónvarpsstúdíóinu við Suðurlandsbraut voru fjörugar.vísir/vilhelm Þetta snerist um að skapa störf, skapa verðmæti. Og ómöguleiki væri að starfa með þessum flokkum. Hvergi í heimi hér hafi hugmyndfræðin sem Gunnar Smári boði virkað. En kjósendur geti treyst Sjálfstæðisflokknum, þingmaður kjörinn í hverju kjördæmi. En þar var Bjarni að bregðast við orðum Gunnars Smára sem taldi upp dæmi um mál sem Sjálfstæðisflokkurinn hafi keyrt í gegn í andstöðu við meirihlutavilja þjóðarinnar. Bjarni sagði að hvergi í okkar heimshluta, þar sem hagsæld og kaupmáttur sé mestur, hafi verið stjórnað samkvæmt sósíalískri hugmyndafræði. Og Ísland sé fyrirmynd annarra hvað varði jafnrétti kynjanna. Kristrún stöðvar Bubbatal þeirra Smára og Bjarna Gunnar Smári benti á að Ísland væri ríkt af auðlindum en Bjarni sagði að ólíkt því sem væri í Venesúela hafi hér orðið til mikil verðmæti sem renni til almennings. „Af hverju heldur þú að almenningur í fyrirmyndaríki þínu vilji kvótakerfið burt? Er almenningur svona heimskur?“ spurði Gunnar Smári en Bjarni sagði að þetta væri eitthvað rugl í þeim dúr sem Bubbi söng um með arðræningjann sem sat inná skrifstofu sinni og hló. Gunnar Smári taldi þessa afgreiðslu heldur ódýra, sagði að almenningur hafi reynslu af kvótakerfinu en Bjarni telji að Bubbi hafi heilaþvegið fólk!? Kristrún taldi Bubbatal þeirra Bjarna og Gunnars Smára heldur klént og vildi ræða pólitík.vísir/vilhelm Kristrún sagðist mega til með að stöðva þetta Bubbatal. Og vert væri að ræða pólitík hérna? Þetta væri ekki svona svart og hvítt. Vissulega þyrfti virkni í hagkerfinu en það væri þá ráð fyrir stjórnvöld að styðja betur við fólk til að gera það virkt? Fara leið blandaðs kerfis. En við völd séu flokkar sem ekki virðist átta sig á að hér hafi orðið markaðsbrestur í hagkerfinu. Húsnæðisverð hafi rokið upp sem þýði að ungt fólk geti ekki keypt húsnæði nema eiga sterkt bakland? „Stóreignafólk, sem þú vilt standa vörð um, þetta snýst um ungt fólk og eldra fólk sem þarf að annast. Við erum að tala um framtíðina, að skapa störf sem þetta fólk vill starfa við.“ Að endingu barst talið að komandi stjórnarmyndun. Bjarni sagði spurður að ef stjórnarflokkarnir héldu velli í komandi kosningum, með meirihluta, væri eðlilegt að þeir settust niður og ræddu hvort ekki væri vert að halda áfram. Stjórnin hafi tekið við í kjölfar pólitísks óróa og persónuleg samskipti innan stjórnar væru góð. Og hann vildi svara Kristrúnu með húsnæðiskaup ungs fólks sem ætti ekki fyrir útborgun, ný úrræði væri verið að kynna fyrir þann hóp. Kristrún sagði að nýir húsnæðiskaupendur væru í vaxtagildru. Sem væri meðal annars til komin vegna 100 milljarða gats í fjármálaáætlun ríkisins sem Bjarni ætlaði að brúa með niðurskurði hjá hinu opinbera. „Sem þú ætlar nú að flippfloppa í aðdraganda kosninga, í fjármálaáætlun sem þú kvittaðir uppá fyrir nokkrum mánuðum?“ Bjarni sagði að þessu hundrað milljarða gati yrði lokað með ábyrgum hætti en þjóðhagsspá sýndi að efnahagsgerðir væru að skila árangri. Ekki þurfi að grípa til neinna nýrra aðgerða. Og Bjarni taldi sig heyra svekkelsi hjá Kristrúnu með að það væri að hafast; planið væri að skapa, örva, hvetja og náð ábyrgum markmiðum og það er að ganga eftir.“ U-beygja eða áfram sama veg Fulltrúar flokkanna voru að endingu spurðir af hverju kjósendur ættu að veita þeim atkvæði sitt og Gunnar Smári sagði þetta tiltölulega einfaldan valkost. Annars vegar væri í boðið leið Bjarna, áframhaldandi nýfrjálshyggja þar sem hagur hinna ríku væri í fyrrúmi eða u-beygja sem þau vildu. Kristrún sagði Samfylkinguna vera að bjóða sig fram í ríkisstjórn, ekki í háværa stjórnarandstöðu og þau vilji lofa hlutum sem þau viti að standa megi við. Samfylkingin vilji sjá betra líf fyrir fjölskyldur í landinu þar sem barnabótaauki er þar grundvallaratriði. Það væri stóra málið auk alvöru aðgerðir í loftslagsmálum. Þar þurfi ríkisstjórn með sýn og sem leiðir. Bjarni sagði þetta einmitt í grófum dráttum valkostirnir, u-beygja eins og Gunnar Smári segir eða sterkan Sjálfstæðisflokk sem ekki verður litið hjá við ríkisstjórnarmyndun. Flokk sem skipað hefur Íslandi í fremstu röð í lífskjörum. Það séu áskoranir í heilbrigðismálum, lífeyrismálin eru stór flokkur en það megi ekki fara út í óþarfa skattahækkanir, það sé óþarfi og það umfang ríkisins sé verulegt fyrir. Næsta stjórnmálaumræða sem boðið verður uppá við Pallborðið verður á Vísi í beinni útsendingu næstkomandi þriðjudag klukkan 14 en þá mæta fulltrúar Miðflokks, Framsóknarflokks og Pírata.
Sósíalistaflokkurinn Sjálfstæðisflokkurinn Samfylkingin Alþingiskosningar 2021 Pallborðið Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Erfitt að útskýra fyrir þriggja ára að það verði ekkert af afmæli í leikskólanum Innlent Misbýður ummæli um samhljóm stefnu sinnar og Breiviks Innlent Telja sig hafa fundið vísbendingu í máli D.B. Cooper Erlent Kostuleg kosningabarátta: Óvæntar uppákomur og skrautlegir skandalar Innlent Haldlögðu metmagn af kókaíni í sameiginlegri aðgerð 62 ríkja Erlent Hafa gefið út 99 leyfi til dýratilrauna síðustu fimm ár Innlent Læknar undirrita nýjan kjarasamning Innlent „Verðum að bregðast við áður en það verður of seint“ Innlent Erlendir fjárfestar buðu fúlgur fjár Innlent Fleiri fréttir Tæknilegir örðugleikar en ekki netárás á mbl.is Segir það mjög góða tilfinningu að skrifa undir nýjan kjarasamning Erfitt að útskýra fyrir þriggja ára að það verði ekkert af afmæli í leikskólanum Bein útsending: Heilbrigðisþing – Heilsugæslan, svo miklu meira… Kostuleg kosningabarátta: Óvæntar uppákomur og skrautlegir skandalar Hafa gefið út 99 leyfi til dýratilrauna síðustu fimm ár Gosmengun mögulega viðvarandi í Grindavík í dag Læknar undirrita nýjan kjarasamning Misbýður ummæli um samhljóm stefnu sinnar og Breiviks Söngelskir nemendur í Menntaskólanum að Laugarvatni Þjóðvegurinn upp í Þjórsárdal færist vegna Hvammsvirkjunar „Verðum að bregðast við áður en það verður of seint“ Fimmta vika verkfalls: Erfiðast fyrir börnin sem sakna vina sinna Fjögur andlát vegna bóluefnis við kórónuveiru til skoðunar Sendi dóttur sína til Suður-Afríku því biðin hefði kostað hana lífið Erlendir fjárfestar buðu fúlgur fjár Trump sérstaklega áhugasamur um íslenska menningu Móðir grípur til örþrifaráða og bóndi hafnar erlendum fjárfestum Kannast ekki við áform um brjóstmynd úr bronsi Krefjast úrbóta á leikskólastarfi í leikskólanum Lundi Gasmengun gæti náð á höfuðborgarsvæðið Skyndimóttaka myndi ekki leysa vanda Landspítalans Alls 70 prósent grunnskóla í Reykjavík símalausir Mega lækka lífeyrisgreiðslur mismikið eftir aldri Aðhafast ekkert vegna leyniupptakanna Segist sækja fé í aukafjárveitingu vegna inngildingar Læknar á lokasprettinum í kjaraviðræðum Tvær sviðsmyndir á kjördag Alls 914 umsóknir um uppkaup í Grindavík samþykktar Iðgjöld til NTÍ munu hækka um fimmtíu prósent Sjá meira