Borche: Allir 50/50 dómar féllu með Njarðvík Smári Jökull Jónsson skrifar 12. febrúar 2021 20:45 Borche var ekki hrifinn af dómgæslunni í kvöld. vísir/daníel Borche Ilievski, þjálfari ÍR, var mjög ósáttur með stórt tap sinna manna í Ljónagryfjunni í Njarðvík í kvöld. Lokatölur 96-80 heimamönnum í vil sem höfðu fyrir leik ekki unnið í þremur leikjum í röð. „Við komum mjög flatir til leiks og vorum með allt annað í huga fyrir leikinn. Ég skil að innkoma Zvonko Buljan í liðið hefur áhrif og breytir einhverju hjá okkur en almennt séð þurfa leikmenn að taka meiri ábyrgð. Leikskipulagið fór í vaskinn og við virkuðum stressaðir í upphafi,“ sagði Borche eftir tapið í kvöld. „Njarðvík komst yfir strax í upphafi og við urðum stressaðir, í staðinn fyrir að róa leikinn niður og halda skipulagi þá fórum við að taka einhver fáránleg skot.“ Ekki beint ánægður með dómgæslu leiksins „Ég kvarta venjulega ekki yfir dómurunum en báðir ungu dómararnir voru, ég veit ekki. Allir 50/50 dómar féllu með Njarðvík. Mögulega þarf ég að horfa aftur á leikinn en ég er ekki ánægður með hvernig þeir dæmdu, tæknivillan á mig var til dæmis ástæðulaus,“ bætti Borche við en tók þó fram að frammistaða dómaranna væri aukaatriði í heildarmynd leiksins. Danero Thomas í villuvandræðum „Það hafði mikil áhrif. Hann er mjög mikilvægur fyrir liðið, sérstaklega í vörninni, og þegar hann settist á bekkinn þurftum við að breyta ýmsu. Villurnar sem hann fékk voru grunsamlegar, ég þarf að skoða það betur. Það hætti ekki þar heldur hélt það áfram með alla 50/50 boltana. Það var harka gegn Zvonko og stundum dæmdu þeir of seint.“ ÍR liðið skoraði tvær af þremur þriggja stiga körfum sínum á síðustu mínútu leiksins, voru með nýtinguna 1/20 fyrir utan línunna fram að því. „Þetta skiptir auðvitað máli, skottölfræðin okkar var slök. Sumir ungu strákanna, eins og Sigvaldi, hann þarf að einbeita sér betur að vörninni í staðinn fyrir að hugsa um hve mörg stig hann er búinn að skora.“ „Við fáum núna tvær vikur til að undirbúa okkur. Við erum búnir að leika tvo leiki á útivelli í röð núna sem er erfitt. Ég var bjartsýnn fyrir leikinn en það sem gerðist er gert núna. Við fáum núna tíma til að undirbúa okkur fyrir seinni hluta mótsins,“ sagði Borche Ilievski þjálfari ÍR að lokum. Domino's-deildirnar í körfubolta eru á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. Domino's-deildin er hluti af Stöð 2 Sport Ísland sem kostar 3.990 krónur á mánuði en einnig má kaupa útsendingar sem stakan viðburð á 990 krónur. Körfubolti Íslenski körfuboltinn Dominos-deild karla ÍR Mest lesið Fann ástina í örmum skilnaðarlögfræðingsins Fótbolti Hundrað milljónir og leiktíð lengri en ár í húfi hjá Víkingum Fótbolti Komnar í vinnu við að gagnrýna Þóri Handbolti Eyddi morgninum hjá tannlækni eftir slys Handbolti Ásgeir Örn ósáttur: „Held að skýrsla eftirlitsmannsins sé ekki rétt“ Handbolti Kærir föður sinn fyrir fjársvik Sport Fór holu í höggi yfir húsið sitt Golf Leggja niður störf og föst laun stórmeistara Sport Sjáðu fáránlegt sjálfsmark Celtic og endurkomur PSV og Benfica Fótbolti Van Nistelrooy mættur aftur í ensku úrvalsdeildina Enski boltinn Fleiri fréttir Botnliðið fær landsliðsmann Aþena lagði Grindavík Haukar voru betri í dag Uppgjörið: Haukar - Keflavík 100-83 | Þægilegur Haukasigur í stórleiknum „Mikilvægasti sigur í sögu íslensks körfubolta“ Aðalkeppinautar Íslands um sæti á EM skoruðu ótrúlega körfu Umboðsmaðurinn sérstaki sem kom með fyrstu Kananna til landsins Tvær tvöfaldar þrennur í sigrum Tindastóls og Þórs Akureyrar „Þessi deild er bara þannig að það er ekkert gefins“ Uppgjörið: Njarðvík - Valur 77-67 | Grænar unnið fimm í röð Albert sá sögulegan sigur strákana okkar og Martin stríddi Ítölum Vaknaði með harðsperrur: „Þetta var bara stórkostlegt“ Stærstu sigrar íslenska körfuboltalandsliðsins í gegnum tíðina Baldur galdraði fram vörnina sem sló Ítalina kalda Elvar: Við erum kannski bara svona skemmtilega vitlausir Kristinn: Við vorum geggjaðir Uppgjörið: Ítalía - Ísland 74-81 | Strákarnir sóttu sigur í gin ljónsins Lögmál leiksins: „Leifur, ertu með glósur?“ Dwayne Lautier á leið í aðgerð og verður frá í 6-8 vikur Sneri aftur í landsliðið í fyrsta sinn eftir að hafa misst nýrað Kallaði dómarann tík og rúmlega það LaMelo Ball í 50-stiga klúbbinn Björgvin aftur í Breiðholtið Áður óbirt efni frá heimsókn landsliðsins í vinsælasta þátt Bandaríkjanna Hefur Ben Simmons náð botninum? Ótrúlegasta stoðsending tímabilsins strax í nóvember „Bjóst bara við því að við værum að fara vinna árið eftir“ Aðalþjálfari Ítalíu var með hausverk og horfði ekki á seinni hálfleik Fer á mjög dimman stað þegar lið hans tapar „Fannst þeir sýna meiri hörku, sem ég átti erfitt með“ Sjá meira
„Við komum mjög flatir til leiks og vorum með allt annað í huga fyrir leikinn. Ég skil að innkoma Zvonko Buljan í liðið hefur áhrif og breytir einhverju hjá okkur en almennt séð þurfa leikmenn að taka meiri ábyrgð. Leikskipulagið fór í vaskinn og við virkuðum stressaðir í upphafi,“ sagði Borche eftir tapið í kvöld. „Njarðvík komst yfir strax í upphafi og við urðum stressaðir, í staðinn fyrir að róa leikinn niður og halda skipulagi þá fórum við að taka einhver fáránleg skot.“ Ekki beint ánægður með dómgæslu leiksins „Ég kvarta venjulega ekki yfir dómurunum en báðir ungu dómararnir voru, ég veit ekki. Allir 50/50 dómar féllu með Njarðvík. Mögulega þarf ég að horfa aftur á leikinn en ég er ekki ánægður með hvernig þeir dæmdu, tæknivillan á mig var til dæmis ástæðulaus,“ bætti Borche við en tók þó fram að frammistaða dómaranna væri aukaatriði í heildarmynd leiksins. Danero Thomas í villuvandræðum „Það hafði mikil áhrif. Hann er mjög mikilvægur fyrir liðið, sérstaklega í vörninni, og þegar hann settist á bekkinn þurftum við að breyta ýmsu. Villurnar sem hann fékk voru grunsamlegar, ég þarf að skoða það betur. Það hætti ekki þar heldur hélt það áfram með alla 50/50 boltana. Það var harka gegn Zvonko og stundum dæmdu þeir of seint.“ ÍR liðið skoraði tvær af þremur þriggja stiga körfum sínum á síðustu mínútu leiksins, voru með nýtinguna 1/20 fyrir utan línunna fram að því. „Þetta skiptir auðvitað máli, skottölfræðin okkar var slök. Sumir ungu strákanna, eins og Sigvaldi, hann þarf að einbeita sér betur að vörninni í staðinn fyrir að hugsa um hve mörg stig hann er búinn að skora.“ „Við fáum núna tvær vikur til að undirbúa okkur. Við erum búnir að leika tvo leiki á útivelli í röð núna sem er erfitt. Ég var bjartsýnn fyrir leikinn en það sem gerðist er gert núna. Við fáum núna tíma til að undirbúa okkur fyrir seinni hluta mótsins,“ sagði Borche Ilievski þjálfari ÍR að lokum. Domino's-deildirnar í körfubolta eru á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. Domino's-deildin er hluti af Stöð 2 Sport Ísland sem kostar 3.990 krónur á mánuði en einnig má kaupa útsendingar sem stakan viðburð á 990 krónur.
Domino's-deildirnar í körfubolta eru á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. Domino's-deildin er hluti af Stöð 2 Sport Ísland sem kostar 3.990 krónur á mánuði en einnig má kaupa útsendingar sem stakan viðburð á 990 krónur.
Körfubolti Íslenski körfuboltinn Dominos-deild karla ÍR Mest lesið Fann ástina í örmum skilnaðarlögfræðingsins Fótbolti Hundrað milljónir og leiktíð lengri en ár í húfi hjá Víkingum Fótbolti Komnar í vinnu við að gagnrýna Þóri Handbolti Eyddi morgninum hjá tannlækni eftir slys Handbolti Ásgeir Örn ósáttur: „Held að skýrsla eftirlitsmannsins sé ekki rétt“ Handbolti Kærir föður sinn fyrir fjársvik Sport Fór holu í höggi yfir húsið sitt Golf Leggja niður störf og föst laun stórmeistara Sport Sjáðu fáránlegt sjálfsmark Celtic og endurkomur PSV og Benfica Fótbolti Van Nistelrooy mættur aftur í ensku úrvalsdeildina Enski boltinn Fleiri fréttir Botnliðið fær landsliðsmann Aþena lagði Grindavík Haukar voru betri í dag Uppgjörið: Haukar - Keflavík 100-83 | Þægilegur Haukasigur í stórleiknum „Mikilvægasti sigur í sögu íslensks körfubolta“ Aðalkeppinautar Íslands um sæti á EM skoruðu ótrúlega körfu Umboðsmaðurinn sérstaki sem kom með fyrstu Kananna til landsins Tvær tvöfaldar þrennur í sigrum Tindastóls og Þórs Akureyrar „Þessi deild er bara þannig að það er ekkert gefins“ Uppgjörið: Njarðvík - Valur 77-67 | Grænar unnið fimm í röð Albert sá sögulegan sigur strákana okkar og Martin stríddi Ítölum Vaknaði með harðsperrur: „Þetta var bara stórkostlegt“ Stærstu sigrar íslenska körfuboltalandsliðsins í gegnum tíðina Baldur galdraði fram vörnina sem sló Ítalina kalda Elvar: Við erum kannski bara svona skemmtilega vitlausir Kristinn: Við vorum geggjaðir Uppgjörið: Ítalía - Ísland 74-81 | Strákarnir sóttu sigur í gin ljónsins Lögmál leiksins: „Leifur, ertu með glósur?“ Dwayne Lautier á leið í aðgerð og verður frá í 6-8 vikur Sneri aftur í landsliðið í fyrsta sinn eftir að hafa misst nýrað Kallaði dómarann tík og rúmlega það LaMelo Ball í 50-stiga klúbbinn Björgvin aftur í Breiðholtið Áður óbirt efni frá heimsókn landsliðsins í vinsælasta þátt Bandaríkjanna Hefur Ben Simmons náð botninum? Ótrúlegasta stoðsending tímabilsins strax í nóvember „Bjóst bara við því að við værum að fara vinna árið eftir“ Aðalþjálfari Ítalíu var með hausverk og horfði ekki á seinni hálfleik Fer á mjög dimman stað þegar lið hans tapar „Fannst þeir sýna meiri hörku, sem ég átti erfitt með“ Sjá meira