Röð tilviljana leiddi Þröst óvart inn á heimabanka ókunnugrar konu Kristín Ólafsdóttir skrifar 26. nóvember 2020 15:24 Þröstur lenti inn á heimabanka Ingu Steinu Sædísardóttur, ungrar konu frá Akureyri. Aðsend/Vilhelm Þröstur Þorsteinsson rak upp stór augu í sumar þegar hann hugðist skrá sig inn á heimabanka sinn en lenti, að því er virðist án vandkvæða, inn á heimabanka ókunnugrar konu. Röð tilviljana virðist hafa leitt Þröst inn á reikninginn; þar á meðal símanúmer sem var vitlaust slegið inn og móðir sem umhugað er um fjármál dóttur sinnar. „Ég taldi mig hafa sett símanúmerið mitt og fékk beiðni um rafrænu skilríkin í símann hjá mér. Ég svara því og set tölurnar mínar þar. Svo biður appið mig um fjórar öryggistölur sem ég er með og ég slæ þær inn og þá kemur þessi stelpa upp,“ segir Þröstur í samtali við Vísi. Hann minnist þess ekki að innskráningin hafi verið óvenjuleg á neinn hátt, allt hafi komið upp eins og venjulega. Hann kveðst hafa sett sig í samband við bankann, sem hafi gefið þau svör að konan sjálf virtist hafa samþykkt innskráninguna. Símanúmerin lík og samþykki á hinni línunni Þá gagnrýnir Þröstur að ekki sé hægt að loka alveg á aðgang að reikningum í gegnum smáforrit bankans. „Ég eyddi appinu úr símanum og fór svo í gegnum tölvuna inn á heimabankann en þurfti að setja appið aftur inn. Þetta hefur ekki gerst aftur en ef ég vil loka fyrir aðgang gegnum app þá finnst mér að ég eigi að geta það,“ segir Þröstur. Fram kemur í skriflegu svari Íslandsbanka við fyrirspurn Vísis að málið hafi verið sett í hæsta forgang þegar það kom upp. Í ljós hafi komið að viðkomandi viðskiptavinur, þ.e. Þröstur, hafi slegið inn rangt símanúmer, en þó afar líkt sínu eigin, í rafrænni auðkenningu. Eigandi þess númers hafi svo staðfest innskráninguna. „Þannig komst viðskiptavinur inn í upplýsingar hjá öðrum viðskiptavin,“ segir í svari Íslandsbanka. Mæðgurnar bættu við símtali Inga Steina Sædísardóttir, unga konan sem á reikninginn sem um ræðir, hafði ekki heyrt af málinu þegar Vísir náði tali af henni í dag. Þegar bornar voru undir hana skýringar bankans taldi hún þær þó sennilegar – hún hefði oft veitt móður sinni aðgang að heimabankanum sínum með þessum hætti þar sem sú síðarnefnda aðstoðaði hana gjarnan með fjármál. Í sumar hafi hún fengið slíka beiðni en síðar komið í ljós að þar var mamma hennar ekki að verki. „En ég spáði svo ekkert meira í því svo sem,“ segir Inga. Þær mæðgur hafi þó gert varúðarráðstafanir í kjölfar málsins. „Í framhaldinu, þar sem móðir mín kannaðist ekki við að hafa verið að fara inn á bankann, ákváðum við að hún léti mig ávallt vita símleiðis ef hún þyrfti að fara inn á reikninginn fyrir mig þar sem við könnuðumst ekki við virknina.“ Neytendur Íslenskir bankar Netöryggi Mest lesið Domino's hækkar verð á þriðjudagstilboðinu Viðskipti innlent Dómari fellir aftur úr gildi 56 milljarða dala launapakka Musk Viðskipti erlent Vilja selja öll bílastæðahús borgarinnar Viðskipti innlent Leggja meiri áherslu á Prís og segja upp starfsmönnum Viðskipti innlent Ekki brenna út á aðventunni Atvinnulíf Afgangur á viðskiptajöfnuði tæplega helmingi minni milli ára Viðskipti innlent Níu teymi kynntu verkefni sín í Startup Tourism 2024 Viðskipti innlent 75 sagt upp í þremur hópuppsögnum Viðskipti innlent Gunnars loksins selt Viðskipti innlent Tveimur verslunum Krambúðarinnar lokað Viðskipti innlent Fleiri fréttir Vilja selja öll bílastæðahús borgarinnar Domino's hækkar verð á þriðjudagstilboðinu Afgangur á viðskiptajöfnuði tæplega helmingi minni milli ára Níu teymi kynntu verkefni sín í Startup Tourism 2024 Leggja meiri áherslu á Prís og segja upp starfsmönnum Fjárfestingararmur Samherja bætir við sig í Högum Gunnars loksins selt Tveimur verslunum Krambúðarinnar lokað 75 sagt upp í þremur hópuppsögnum Kristjana nýr framkvæmdastjóri hjá Sýn Uppsagnir hjá þjónustumiðstöð Íslenskrar erfðagreiningar Tryggja tólf milljarða króna fjármögnun Hafa samið við Fossvélar um framkvæmdir vegna Hvammsvirkjunar Herkastalinn hans Quangs Lé er til sölu „Við megum ekki gleyma að lifa og njóta sko“ Sekta Festi um 750 milljónir vegna N1-samrunans Verðbólga hjaðnaði minna en búist var við og útlitið er svartara Vill að Seðlabankinn boði til aukafundar og flýti stýrivaxtalækkun Lögreglan rannsaki ljúgvitni í Lyfjablómsmálinu Landsvirkjun kaupir vindmyllur fyrir tuttugu milljarða Tóku fyrstu skóflustunguna að einu stærsta vinnsluhúsi landsins Steyptu fyrsta gullmolann Verðbólgan komin undir fimm prósent Gengið frá kaupum Haga á færeyska verslanarisanum Þrjú fá kauprétt fyrir alls 277 milljónir Helena til Íslandssjóða Two Birds verður Aurbjörg Hafa sótt milljarð í nýtt hlutafé Ósætti með vinnubrögð Blackbox sem virðist á barmi gjaldþrots Hrókeringar í framkvæmdastjórn Eimskips Sjá meira
Röð tilviljana virðist hafa leitt Þröst inn á reikninginn; þar á meðal símanúmer sem var vitlaust slegið inn og móðir sem umhugað er um fjármál dóttur sinnar. „Ég taldi mig hafa sett símanúmerið mitt og fékk beiðni um rafrænu skilríkin í símann hjá mér. Ég svara því og set tölurnar mínar þar. Svo biður appið mig um fjórar öryggistölur sem ég er með og ég slæ þær inn og þá kemur þessi stelpa upp,“ segir Þröstur í samtali við Vísi. Hann minnist þess ekki að innskráningin hafi verið óvenjuleg á neinn hátt, allt hafi komið upp eins og venjulega. Hann kveðst hafa sett sig í samband við bankann, sem hafi gefið þau svör að konan sjálf virtist hafa samþykkt innskráninguna. Símanúmerin lík og samþykki á hinni línunni Þá gagnrýnir Þröstur að ekki sé hægt að loka alveg á aðgang að reikningum í gegnum smáforrit bankans. „Ég eyddi appinu úr símanum og fór svo í gegnum tölvuna inn á heimabankann en þurfti að setja appið aftur inn. Þetta hefur ekki gerst aftur en ef ég vil loka fyrir aðgang gegnum app þá finnst mér að ég eigi að geta það,“ segir Þröstur. Fram kemur í skriflegu svari Íslandsbanka við fyrirspurn Vísis að málið hafi verið sett í hæsta forgang þegar það kom upp. Í ljós hafi komið að viðkomandi viðskiptavinur, þ.e. Þröstur, hafi slegið inn rangt símanúmer, en þó afar líkt sínu eigin, í rafrænni auðkenningu. Eigandi þess númers hafi svo staðfest innskráninguna. „Þannig komst viðskiptavinur inn í upplýsingar hjá öðrum viðskiptavin,“ segir í svari Íslandsbanka. Mæðgurnar bættu við símtali Inga Steina Sædísardóttir, unga konan sem á reikninginn sem um ræðir, hafði ekki heyrt af málinu þegar Vísir náði tali af henni í dag. Þegar bornar voru undir hana skýringar bankans taldi hún þær þó sennilegar – hún hefði oft veitt móður sinni aðgang að heimabankanum sínum með þessum hætti þar sem sú síðarnefnda aðstoðaði hana gjarnan með fjármál. Í sumar hafi hún fengið slíka beiðni en síðar komið í ljós að þar var mamma hennar ekki að verki. „En ég spáði svo ekkert meira í því svo sem,“ segir Inga. Þær mæðgur hafi þó gert varúðarráðstafanir í kjölfar málsins. „Í framhaldinu, þar sem móðir mín kannaðist ekki við að hafa verið að fara inn á bankann, ákváðum við að hún léti mig ávallt vita símleiðis ef hún þyrfti að fara inn á reikninginn fyrir mig þar sem við könnuðumst ekki við virknina.“
Neytendur Íslenskir bankar Netöryggi Mest lesið Domino's hækkar verð á þriðjudagstilboðinu Viðskipti innlent Dómari fellir aftur úr gildi 56 milljarða dala launapakka Musk Viðskipti erlent Vilja selja öll bílastæðahús borgarinnar Viðskipti innlent Leggja meiri áherslu á Prís og segja upp starfsmönnum Viðskipti innlent Ekki brenna út á aðventunni Atvinnulíf Afgangur á viðskiptajöfnuði tæplega helmingi minni milli ára Viðskipti innlent Níu teymi kynntu verkefni sín í Startup Tourism 2024 Viðskipti innlent 75 sagt upp í þremur hópuppsögnum Viðskipti innlent Gunnars loksins selt Viðskipti innlent Tveimur verslunum Krambúðarinnar lokað Viðskipti innlent Fleiri fréttir Vilja selja öll bílastæðahús borgarinnar Domino's hækkar verð á þriðjudagstilboðinu Afgangur á viðskiptajöfnuði tæplega helmingi minni milli ára Níu teymi kynntu verkefni sín í Startup Tourism 2024 Leggja meiri áherslu á Prís og segja upp starfsmönnum Fjárfestingararmur Samherja bætir við sig í Högum Gunnars loksins selt Tveimur verslunum Krambúðarinnar lokað 75 sagt upp í þremur hópuppsögnum Kristjana nýr framkvæmdastjóri hjá Sýn Uppsagnir hjá þjónustumiðstöð Íslenskrar erfðagreiningar Tryggja tólf milljarða króna fjármögnun Hafa samið við Fossvélar um framkvæmdir vegna Hvammsvirkjunar Herkastalinn hans Quangs Lé er til sölu „Við megum ekki gleyma að lifa og njóta sko“ Sekta Festi um 750 milljónir vegna N1-samrunans Verðbólga hjaðnaði minna en búist var við og útlitið er svartara Vill að Seðlabankinn boði til aukafundar og flýti stýrivaxtalækkun Lögreglan rannsaki ljúgvitni í Lyfjablómsmálinu Landsvirkjun kaupir vindmyllur fyrir tuttugu milljarða Tóku fyrstu skóflustunguna að einu stærsta vinnsluhúsi landsins Steyptu fyrsta gullmolann Verðbólgan komin undir fimm prósent Gengið frá kaupum Haga á færeyska verslanarisanum Þrjú fá kauprétt fyrir alls 277 milljónir Helena til Íslandssjóða Two Birds verður Aurbjörg Hafa sótt milljarð í nýtt hlutafé Ósætti með vinnubrögð Blackbox sem virðist á barmi gjaldþrots Hrókeringar í framkvæmdastjórn Eimskips Sjá meira