Rannsaka aðför stuðningsfólks Trumps að Biden-rútu í Texas Atli Ísleifsson skrifar 2. nóvember 2020 08:23 Forsetakosningar fara fram í Bandaríkjunum á morgun. Myndin tengist fréttinni ekki beint. Getty Bandaríska alríkislögreglan FBI rannsakar nú atvik sem varð á hraðbraut í Texas þar sem stuðningsmenn Donalds Trump Bandaríkjaforseta umkringdu rútu framboðs Demókrata. Reuters segir frá því að Trump-fánum hafi verið veifað í bílunum og þeim hafi verið ekið mjög nálægt rútunni þar sem reynt hafi verið að fá rútuna til að hægja á sér. Atvikið átti sér stað þar sem rúta Demókrata var á leið frá San Antonio til Austin í Texas. Myndbönd af atvikinu voru birt á samfélagsmiðlum og birti Trump sjálfur færslu af einu slíku með textanum „Ég elska Texas!“ I LOVE TEXAS! pic.twitter.com/EP7P3AvE8L— Donald J. Trump (@realDonaldTrump) November 1, 2020 Talsmaður framboðs Demókrata segir að ökumenn bílanna hafi reynt að þröngva rútunni af veginum eða þá fá hana til að keyra hægar. Hvorki Joe Biden né Kamala Harris voru um borð í rútunni þegar atvikið átti sér stað, en heimildarmenn CNN segja öldugadeildarþingmanninn fyrrverandi, Wendy Davis, hins vegar hafa verið í rútunni þó að þetta hafi ekki fengist staðfest. Starfsfólk framboðs Demókrata sem var í rútunni hringdi á lögreglu sem veitti að lokum rútunni fylgd á áfangastað. Eftir að atvikið kom upp var ákveðið að hætta við tvo skipulagða atburði á vegum Demókrata. Trump var allt annað en ánægður eftir að fréttir bárust af rannsókn FBI. „Í mínum huga gerðu þessir föðurlandsvinir ekkert rangt af sér.“ Sagði forsetinn að þessi í stað væri rétt að rannsaka „anarkista og æsingamenn Antifa sem kveikja í borgum okkar þar sem Demókratar stjórna.“ In my opinion, these patriots did nothing wrong. Instead, the FBI & Justice should be investigating the terrorists, anarchists, and agitators of ANTIFA, who run around burning down our Democrat run cities and hurting our people! https://t.co/of6Lna3HMU— Donald J. Trump (@realDonaldTrump) November 2, 2020 Forsetakosningar í Bandaríkjunum Bandaríkin Donald Trump Mest lesið Vaktin: Myndun nýrrar ríkisstjórnar Innlent Ráðuneytum fækkað og ljóst hvar stóru verkefnin liggja Innlent Virðist útiloka samstarf með Samfylkingu Innlent Ungir menn grunaðir um langa brotahrinu Innlent Lítill arfur á barnsaldri dró dilk á eftir sér Innlent Niðurbrotin eftir synjun og segir afkomuótta blasa við næstu mánuði Innlent Verði að virða það sem þjóðin vilji Innlent Halla veitti Kristrúnu umboð til stjórnarmyndunar Innlent Jón Ingi dæmdur í sex ára fangelsi í Sólheimajökulsmálinu Innlent Fréttin öll Innlent Fleiri fréttir Krefjast niðurfellingar í þöggunarmálinu Herlögin loks felld úr gildi Sækja að annarri stórri borg í Sýrlandi Óvissa þrátt fyrir að þingið hafi fellt neyðarlögin úr gildi Lýsir yfir herlögum í Suður-Kóreu Engin greinarmunur gerður á Líbanon og Hezbollah ef friðurinn heldur ekki Rannsaka ekki ljósleiðaraskemmdir sem sakamál ennþá Stefnir í vantraust og aðra stjórnarkreppu Skorið á ljósleiðara í Finnlandi Hafnar því að þurfa að velja á milli Bandaríkjanna og Evrópu Fordæmalaus náðun Bidens Mörg hundruð vígamenn frá Írak til aðstoðar Assad-liðum Vilja vara aðra við örlögum dóttur sinnar í Laos Játar að hafa ekki afl til að taka aftur hernumdu svæðin Ríkisstjórnin og Barnier í hættu vegna fjárlaga Biden náðar son sinn Kynlífsverkafólk í Belgíu á nú rétt á fæðingarorlofi og lífeyri Ungur maður særði tvennt í skotárás á Grænlandi Hafa náð tökum á hálfri Aleppo og fjölda þorpa Assad-liðar gefa hratt eftir í Aleppo Síðasta heimsókn forseta fyrir opnun Notre Dame Tjadar og Senegalar segja Frökkum að koma sér Reyna að flytja óstöðugt andefni með vörubílum Njósnarar Rússa ræddu morð eða rán á blaðamanni Yfirvöld í Laos banna sölu Tiger vodka og viskís Vilja aðkomu Kínverja að rannsókn á skemmdum sæstrengjum Pútín hótar afdrifaríkum árásum á Kænugarð Grænlendingar fagna nýjum alþjóðaflugvelli Segja að endurtaka verði kosningarnar umdeildu í Georgíu Sækja óvænt og hratt að Aleppo Sjá meira
Bandaríska alríkislögreglan FBI rannsakar nú atvik sem varð á hraðbraut í Texas þar sem stuðningsmenn Donalds Trump Bandaríkjaforseta umkringdu rútu framboðs Demókrata. Reuters segir frá því að Trump-fánum hafi verið veifað í bílunum og þeim hafi verið ekið mjög nálægt rútunni þar sem reynt hafi verið að fá rútuna til að hægja á sér. Atvikið átti sér stað þar sem rúta Demókrata var á leið frá San Antonio til Austin í Texas. Myndbönd af atvikinu voru birt á samfélagsmiðlum og birti Trump sjálfur færslu af einu slíku með textanum „Ég elska Texas!“ I LOVE TEXAS! pic.twitter.com/EP7P3AvE8L— Donald J. Trump (@realDonaldTrump) November 1, 2020 Talsmaður framboðs Demókrata segir að ökumenn bílanna hafi reynt að þröngva rútunni af veginum eða þá fá hana til að keyra hægar. Hvorki Joe Biden né Kamala Harris voru um borð í rútunni þegar atvikið átti sér stað, en heimildarmenn CNN segja öldugadeildarþingmanninn fyrrverandi, Wendy Davis, hins vegar hafa verið í rútunni þó að þetta hafi ekki fengist staðfest. Starfsfólk framboðs Demókrata sem var í rútunni hringdi á lögreglu sem veitti að lokum rútunni fylgd á áfangastað. Eftir að atvikið kom upp var ákveðið að hætta við tvo skipulagða atburði á vegum Demókrata. Trump var allt annað en ánægður eftir að fréttir bárust af rannsókn FBI. „Í mínum huga gerðu þessir föðurlandsvinir ekkert rangt af sér.“ Sagði forsetinn að þessi í stað væri rétt að rannsaka „anarkista og æsingamenn Antifa sem kveikja í borgum okkar þar sem Demókratar stjórna.“ In my opinion, these patriots did nothing wrong. Instead, the FBI & Justice should be investigating the terrorists, anarchists, and agitators of ANTIFA, who run around burning down our Democrat run cities and hurting our people! https://t.co/of6Lna3HMU— Donald J. Trump (@realDonaldTrump) November 2, 2020
Forsetakosningar í Bandaríkjunum Bandaríkin Donald Trump Mest lesið Vaktin: Myndun nýrrar ríkisstjórnar Innlent Ráðuneytum fækkað og ljóst hvar stóru verkefnin liggja Innlent Virðist útiloka samstarf með Samfylkingu Innlent Ungir menn grunaðir um langa brotahrinu Innlent Lítill arfur á barnsaldri dró dilk á eftir sér Innlent Niðurbrotin eftir synjun og segir afkomuótta blasa við næstu mánuði Innlent Verði að virða það sem þjóðin vilji Innlent Halla veitti Kristrúnu umboð til stjórnarmyndunar Innlent Jón Ingi dæmdur í sex ára fangelsi í Sólheimajökulsmálinu Innlent Fréttin öll Innlent Fleiri fréttir Krefjast niðurfellingar í þöggunarmálinu Herlögin loks felld úr gildi Sækja að annarri stórri borg í Sýrlandi Óvissa þrátt fyrir að þingið hafi fellt neyðarlögin úr gildi Lýsir yfir herlögum í Suður-Kóreu Engin greinarmunur gerður á Líbanon og Hezbollah ef friðurinn heldur ekki Rannsaka ekki ljósleiðaraskemmdir sem sakamál ennþá Stefnir í vantraust og aðra stjórnarkreppu Skorið á ljósleiðara í Finnlandi Hafnar því að þurfa að velja á milli Bandaríkjanna og Evrópu Fordæmalaus náðun Bidens Mörg hundruð vígamenn frá Írak til aðstoðar Assad-liðum Vilja vara aðra við örlögum dóttur sinnar í Laos Játar að hafa ekki afl til að taka aftur hernumdu svæðin Ríkisstjórnin og Barnier í hættu vegna fjárlaga Biden náðar son sinn Kynlífsverkafólk í Belgíu á nú rétt á fæðingarorlofi og lífeyri Ungur maður særði tvennt í skotárás á Grænlandi Hafa náð tökum á hálfri Aleppo og fjölda þorpa Assad-liðar gefa hratt eftir í Aleppo Síðasta heimsókn forseta fyrir opnun Notre Dame Tjadar og Senegalar segja Frökkum að koma sér Reyna að flytja óstöðugt andefni með vörubílum Njósnarar Rússa ræddu morð eða rán á blaðamanni Yfirvöld í Laos banna sölu Tiger vodka og viskís Vilja aðkomu Kínverja að rannsókn á skemmdum sæstrengjum Pútín hótar afdrifaríkum árásum á Kænugarð Grænlendingar fagna nýjum alþjóðaflugvelli Segja að endurtaka verði kosningarnar umdeildu í Georgíu Sækja óvænt og hratt að Aleppo Sjá meira