Á jafnvel von á minnisblaði vegna kínverska listans í dag Kristín Ólafsdóttir skrifar 2. október 2020 10:55 Sigríður Á. Andersen, þingmaður Sjálfstæðisflokksins og formaður utanríkismálanefndar. Vísir/vilhelm Utanríkisráðuneytið hefur sett sig í samband við kínversk stjórnvöld vegna lista yfir Íslendinga sem koma fyrir í gagnasafni kínverska fyrirtækisins Zhenhua. Þetta segir Sigríður Á. Andersen, þingmaður Sjálfstæðisflokksins og formaður utanríkismálanefndar Alþingis. Hún hefur óskað eftir minnisblaði frá ráðuneytinu vegna málsins og býst jafnvel við upplýsingunum í dag. Talið er að upplýsingar um allt að fjögur þúsund Íslendinga megi finna í gagnagrunninum en hluta hans var lekið nýverið. Bæði Stundin og Morgunblaðið hafa nafngreint Íslendinga sem finna má á listanum. Á meðal þeirra eru stjórnmálamenn, embættismenn og forkólfar í viðskiptalífinu. Sigríður Á. Andersen, þingmaður Sjálfstæðisflokksins og formaður utanríkismálanefndar, ræddi listann í Bítinu á Bylgjunni í morgun. Hún hefur óskað eftir því við utanríkisráðuneytið að nefndinni verði sent minnisblað um málið. „Því ég veit að utanríkisráðuneytið hefur skoðað þessi mál og haft samband við kínversk stjórnvöld. Þannig að ég á von á, mögulega í dag, minnisblaði frá utanríkisráðuneytinu um þetta mál,“ segir Sigríður. Þá segir hún að gagnalekinn nú ætti að vekja fólk til umhugsunar um að stöðugt væri verið að búa til ýmiss konar lista yfir fólk, ekki í annarlegum tilgangi heldur vegna lagaskyldu. „Dæmi um svona lista eru listar bankastofnana vegna reglna um peningaþvætti. Og það er ekki ólíklegt að þessi listi sé runninn undan slíkum listum. Ef marka má fréttir þá er verið að skrá einhver tengsl fólks við alls konar fólk og reglur til dæmis yfir peningaþvætti krefjast þess af bönkum að bankar geri svona lista yfir alla sína viðskiptavini,“ segir Sigríður. Hún skilur þó áhyggjur fólks af listanum úr gagnagrunni Zhenhua. „Það vekur kannski áhyggjur að kínversk stjórnvöld, sem við vitum að virða ekki mannréttindi og geta haft einhvern ógagnsæjan tilgang, að svona listar lendi í höndum kínverskra stjórnvalda.“ Viðtal Bítisins við Sigríði má hlusta á í heild í spilaranum hér fyrir neðan. Kína Netöryggi Persónuvernd Utanríkismál Tengdar fréttir Take-away listi af kínverskum veitingastað? Listi Kínverjanna yfir áhugaverða og mikilvæga Íslendinga vekur furðu. 1. október 2020 12:46 Birta nöfn Íslendinga í kínverska gagnagrunninum Talið er að upplýsingar um allt að fjögur þúsund Íslendinga megi finna í gagnagrunni kínverska fyrirtækisins Zhenhua Data Information. Hluta gagnagrunnsins var lekið nýverið og hefur Stundin komið höndum yfir hann. 29. september 2020 11:38 Nöfn 411 Íslendinga í gagnagrunni kínversks fyrirtækis Nöfnum 411 Íslendinga bregður fyrir í gagnagrunni kínversks fyrirtækis sem sérhæfir sig í að fylgjast með hegðun og atferli samfélagsmiðlanotenda. Gagnagrunnurinn hefur að geyma upplýsingar um 2,4 milljónir „þekktra einstaklinga.“ 27. september 2020 15:38 Mest lesið Vaktin: Myndun nýrrar ríkisstjórnar Innlent Ráðuneytum fækkað og ljóst hvar stóru verkefnin liggja Innlent Virðist útiloka samstarf með Samfylkingu Innlent Ungir menn grunaðir um langa brotahrinu Innlent Lítill arfur á barnsaldri dró dilk á eftir sér Innlent Verði að virða það sem þjóðin vilji Innlent Halla veitti Kristrúnu umboð til stjórnarmyndunar Innlent Niðurbrotin eftir synjun og segir afkomuótta blasa við næstu mánuði Innlent Jón Ingi dæmdur í sex ára fangelsi í Sólheimajökulsmálinu Innlent Fréttin öll Innlent Fleiri fréttir Fagna þotunni sem markar tímamót í sögu Icelandair Stígarnir fá falleinkunn hjá hjólafólki Gátu loksins mætt aftur í skólann sinn á Selfossi „Menn ætla sér alla leið með þetta“ Skæð fuglaflensa fannst í kalkúnum í Ölfusi Afturkalla átta friðlýsingar Niðurbrotin eftir synjun og segir afkomuótta blasa við næstu mánuði Valkyrjustjórn, afkomukvíði og jóladans í beinni Lítill arfur á barnsaldri dró dilk á eftir sér Hitasveifla upp á 23 gráður á innan við sólarhring Ráðuneytum fækkað og ljóst hvar stóru verkefnin liggja Bæjarstjóraskipti á áætlun í Hafnarfirði Gleðitár á hvarmi Fúsa við verðlaunaafhendingu Jón Ingi dæmdur í sex ára fangelsi í Sólheimajökulsmálinu Hámarksbið eftir barnabótum verður fjórir mánuðir Virðist útiloka samstarf með Samfylkingu Blandar sér í baráttuna um rektorinn Ragnar Þór hættur hjá VR og Halla tekin við „Fullkomlega galin“ fjárhagsleg ákvörðun að vera rithöfundur á Íslandi Fréttin öll Sigríður Júlía verður bæjarstjóri Ísafjarðarbæjar „Ég er bara bjartsýnn“ Kristrún fær umboðið og boðar Ingu og Þorgerði á sinn fund Verði að virða það sem þjóðin vilji Umsóknir enn til meðferðar „á faglegum grunni“ Framlengir fjöldaflóttavernd enn frekar Telja sig hvorki geta hafnað né samþykkt ósk um endurtalningu Að starfa með Sjálfstæðisflokknum eins og að sænga hjá ísbirni Grunaður morðingi áfram bak við lás og slá Allir flokkar innan frávika í könnunum nema Flokkur fólksins Sjá meira
Utanríkisráðuneytið hefur sett sig í samband við kínversk stjórnvöld vegna lista yfir Íslendinga sem koma fyrir í gagnasafni kínverska fyrirtækisins Zhenhua. Þetta segir Sigríður Á. Andersen, þingmaður Sjálfstæðisflokksins og formaður utanríkismálanefndar Alþingis. Hún hefur óskað eftir minnisblaði frá ráðuneytinu vegna málsins og býst jafnvel við upplýsingunum í dag. Talið er að upplýsingar um allt að fjögur þúsund Íslendinga megi finna í gagnagrunninum en hluta hans var lekið nýverið. Bæði Stundin og Morgunblaðið hafa nafngreint Íslendinga sem finna má á listanum. Á meðal þeirra eru stjórnmálamenn, embættismenn og forkólfar í viðskiptalífinu. Sigríður Á. Andersen, þingmaður Sjálfstæðisflokksins og formaður utanríkismálanefndar, ræddi listann í Bítinu á Bylgjunni í morgun. Hún hefur óskað eftir því við utanríkisráðuneytið að nefndinni verði sent minnisblað um málið. „Því ég veit að utanríkisráðuneytið hefur skoðað þessi mál og haft samband við kínversk stjórnvöld. Þannig að ég á von á, mögulega í dag, minnisblaði frá utanríkisráðuneytinu um þetta mál,“ segir Sigríður. Þá segir hún að gagnalekinn nú ætti að vekja fólk til umhugsunar um að stöðugt væri verið að búa til ýmiss konar lista yfir fólk, ekki í annarlegum tilgangi heldur vegna lagaskyldu. „Dæmi um svona lista eru listar bankastofnana vegna reglna um peningaþvætti. Og það er ekki ólíklegt að þessi listi sé runninn undan slíkum listum. Ef marka má fréttir þá er verið að skrá einhver tengsl fólks við alls konar fólk og reglur til dæmis yfir peningaþvætti krefjast þess af bönkum að bankar geri svona lista yfir alla sína viðskiptavini,“ segir Sigríður. Hún skilur þó áhyggjur fólks af listanum úr gagnagrunni Zhenhua. „Það vekur kannski áhyggjur að kínversk stjórnvöld, sem við vitum að virða ekki mannréttindi og geta haft einhvern ógagnsæjan tilgang, að svona listar lendi í höndum kínverskra stjórnvalda.“ Viðtal Bítisins við Sigríði má hlusta á í heild í spilaranum hér fyrir neðan.
Kína Netöryggi Persónuvernd Utanríkismál Tengdar fréttir Take-away listi af kínverskum veitingastað? Listi Kínverjanna yfir áhugaverða og mikilvæga Íslendinga vekur furðu. 1. október 2020 12:46 Birta nöfn Íslendinga í kínverska gagnagrunninum Talið er að upplýsingar um allt að fjögur þúsund Íslendinga megi finna í gagnagrunni kínverska fyrirtækisins Zhenhua Data Information. Hluta gagnagrunnsins var lekið nýverið og hefur Stundin komið höndum yfir hann. 29. september 2020 11:38 Nöfn 411 Íslendinga í gagnagrunni kínversks fyrirtækis Nöfnum 411 Íslendinga bregður fyrir í gagnagrunni kínversks fyrirtækis sem sérhæfir sig í að fylgjast með hegðun og atferli samfélagsmiðlanotenda. Gagnagrunnurinn hefur að geyma upplýsingar um 2,4 milljónir „þekktra einstaklinga.“ 27. september 2020 15:38 Mest lesið Vaktin: Myndun nýrrar ríkisstjórnar Innlent Ráðuneytum fækkað og ljóst hvar stóru verkefnin liggja Innlent Virðist útiloka samstarf með Samfylkingu Innlent Ungir menn grunaðir um langa brotahrinu Innlent Lítill arfur á barnsaldri dró dilk á eftir sér Innlent Verði að virða það sem þjóðin vilji Innlent Halla veitti Kristrúnu umboð til stjórnarmyndunar Innlent Niðurbrotin eftir synjun og segir afkomuótta blasa við næstu mánuði Innlent Jón Ingi dæmdur í sex ára fangelsi í Sólheimajökulsmálinu Innlent Fréttin öll Innlent Fleiri fréttir Fagna þotunni sem markar tímamót í sögu Icelandair Stígarnir fá falleinkunn hjá hjólafólki Gátu loksins mætt aftur í skólann sinn á Selfossi „Menn ætla sér alla leið með þetta“ Skæð fuglaflensa fannst í kalkúnum í Ölfusi Afturkalla átta friðlýsingar Niðurbrotin eftir synjun og segir afkomuótta blasa við næstu mánuði Valkyrjustjórn, afkomukvíði og jóladans í beinni Lítill arfur á barnsaldri dró dilk á eftir sér Hitasveifla upp á 23 gráður á innan við sólarhring Ráðuneytum fækkað og ljóst hvar stóru verkefnin liggja Bæjarstjóraskipti á áætlun í Hafnarfirði Gleðitár á hvarmi Fúsa við verðlaunaafhendingu Jón Ingi dæmdur í sex ára fangelsi í Sólheimajökulsmálinu Hámarksbið eftir barnabótum verður fjórir mánuðir Virðist útiloka samstarf með Samfylkingu Blandar sér í baráttuna um rektorinn Ragnar Þór hættur hjá VR og Halla tekin við „Fullkomlega galin“ fjárhagsleg ákvörðun að vera rithöfundur á Íslandi Fréttin öll Sigríður Júlía verður bæjarstjóri Ísafjarðarbæjar „Ég er bara bjartsýnn“ Kristrún fær umboðið og boðar Ingu og Þorgerði á sinn fund Verði að virða það sem þjóðin vilji Umsóknir enn til meðferðar „á faglegum grunni“ Framlengir fjöldaflóttavernd enn frekar Telja sig hvorki geta hafnað né samþykkt ósk um endurtalningu Að starfa með Sjálfstæðisflokknum eins og að sænga hjá ísbirni Grunaður morðingi áfram bak við lás og slá Allir flokkar innan frávika í könnunum nema Flokkur fólksins Sjá meira
Take-away listi af kínverskum veitingastað? Listi Kínverjanna yfir áhugaverða og mikilvæga Íslendinga vekur furðu. 1. október 2020 12:46
Birta nöfn Íslendinga í kínverska gagnagrunninum Talið er að upplýsingar um allt að fjögur þúsund Íslendinga megi finna í gagnagrunni kínverska fyrirtækisins Zhenhua Data Information. Hluta gagnagrunnsins var lekið nýverið og hefur Stundin komið höndum yfir hann. 29. september 2020 11:38
Nöfn 411 Íslendinga í gagnagrunni kínversks fyrirtækis Nöfnum 411 Íslendinga bregður fyrir í gagnagrunni kínversks fyrirtækis sem sérhæfir sig í að fylgjast með hegðun og atferli samfélagsmiðlanotenda. Gagnagrunnurinn hefur að geyma upplýsingar um 2,4 milljónir „þekktra einstaklinga.“ 27. september 2020 15:38