Er hægt að breyta vinnustaðamenningu? Tinni Kári Jóhannesson skrifar 26. ágúst 2020 08:00 Orðið vinnustaðamenning er tiltölulega nýtt í íslensku máli en fyrirbærið sem orðið er notað yfir hefur verið til svo lengi sem fólk hefur unnið saman. Vinnustaðamenning er oft sögð ná yfir „hvernig við vinnum hér“ en það birtist helst í hegðunarmynstrum, viðhorfum og hugsunum starfsfólks á hverjum vinnustað. Menningin getur ekki aðeins verið ólík á milli vinnustaða heldur einnig á milli hópa á sama vinnustað. Það er erfitt að útskýra menningu í stuttu máli þar sem hún er margþætt og flókið fyrirbæri. Hún getur bæði hindrað breytingar og stutt þær og því getur menning haft einna mest áhrif allra þátta á innleiðingu breytinga innan vinnustaða. Sé vinnustaðamenningin í andstöðu við það viðhorf og hegðun sem þarf til að hámarka árangur viðkomandi breytinga, þá getur útkoman verið minniháttar. --- Ef breyta á vinnustaðamenningunni sjálfri þá er viðbúið að það gerist hægt og taka þurfi tillit til margra ólíkra þátta. Til að ná breytingunum fram skiptir lykilmáli að skapa umhverfi og aðstæður fyrir virka þátttöku og áhuga starfsfólks, því lykilþættir menningar eru hegðun og viðhorf starfsfólksins. Þetta er ekki auðvelt en með markvissum aðgerðum og rétta fólkinu í áhrifahlutverkum eru meiri líkur á árangri. Fljótlegasta aðferðin til að breyta menningu á vinnustað væri vafalaust að skipta út öllu starfsfólkinu og breyta um vinnuumhverfi. Ég held að flestir geti þó verið sammála um að það sé ekki vænlegur kostur, bæði af siðferðislegum ástæðum og sökum mikils kostnaðar. Mun betri leið til breyta menningunni er að líta á verkefnið sem langhlaup en ekki spretthlaup og einbeita sér að nokkrum lykilaðgerðum. Það fer eftir aðstæðum á hverjum og einum vinnustað í hverju þær lykilaðgerðir felast en nokkur skref á slíkri vegferð eru þó bæði þekkt og óhjákvæmileg, s.s greining á stöðunni og samsömun/aðlögun stjórnenda við þarfir nýrrar stefnu, menningar og framtíðarsýnar fyrirtækisins eða stofnunarinnar sem um ræðir. --- Ráðningar lykilfólks hjá fyrirtækjum og stofnunum hafa hvað mest áhrif á heildarframmistöðu og mótun vinnustaðamenningar. Stjórnendur eru í kjörstöðu til að hafa áhrif á og styrkja starfsfólkið og um leið menninguna. Framsýn fyrirtæki nýta tækifæri hverrar ráðningar til að styrkja eða aðlaga menningu vinnustaðarins til aukins árangurs. Þannig ná þeir fram samsömun stefnu, menningar og framtíðarsýnar til að auka heildarframmistöðu starfsmannahópsins. Til eru margar leiðir að ráðningum lykilfólks með tilliti til ólíkra þarfa, s.s. hvernig á að afla kandídata, meta hæfi og reynslu og taka ákvörðun um hvaða þörfum ráðningunni er ætlað að sinna. Mikilvægt er að velja aðferðir sem þjóna þörfum allrar einingarinnar til að ná bestu mögulegu ráðningunni. Í einhverjum tilfellum er verið að ráða í stað manneskju sem vann á ákveðinn hátt og náði ákveðnum árangri og þannig hægt að segja að verið sé að leita að afriti af fráfarandi starfsmanni. Slíkar afritsráðningar eru stundum við hæfi en þó má segja að um sé að ræða ákveðna sóun þegar horft er á þær öru breytingar sem eru að verða í ytra umhverfinu og kalla á aðlögun og nýja hugsun. Betri aðferð við stjórnendaráðningar er því að nota þær til að þróa fyrirtækið eða stofnunina í átt að nýju landslagi og breyttum starfsháttum. Til framtíðar ættu stjórnendur að endurskoða ráðningu lykilfólks, ekki síst með aukinn fjölbreytileika og tækifæri til breytinga fyrir augum. Höfundur er ráðningarstjóri og senior ráðgjafi hjá Góðum samskiptum ehf. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Vinnustaðamenning Mest lesið Braggablús Ölmu Eyþór Kristleifsson Skoðun Helvítis Píratarnir Unnar Þór Sæmundsson Skoðun Heilbrigðiskerfi framtíðarinnar Victor Guðmundsson Skoðun Af hverju ætti ég að standa með kennurum? Stefán Birgir Jóhannesson Skoðun Ráðherrann Gísli Hvanndal Jakobsson Skoðun Er „woke-ismi“ genginn of langt? Tanja Mjöll Ísfjörð Magnúsdóttir Skoðun Dýrkeypt jólagjöf Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir Skoðun Sálfræðiþjónusta: Ég var heppinn að pabbi hafi greinst með krabbamein Davíð Brynjar Sigurjónsson Skoðun Ísland - land tækifæranna Ragnhildur Jónsdóttir Skoðun Kosningabaráttan er kostuð af þér Ragnar Sigurður Kristjánsson Skoðun Skoðun Skoðun Sjávarútvegurinn - Unga fólkið er framtíðin Arnar Jónsson,Hreinn Pétursson skrifar Skoðun Hver verða lykilgildin í næsta stjórnarsáttmála? Gunnar Hersveinn skrifar Skoðun Ungt fólk í Hafnarfirði stendur með Rósu Guðbjartsdóttur Hópur ungs fólks í Hafnarfirði skrifar Skoðun Kjósum frið Guttormur Þorsteinsson skrifar Skoðun Af hverju kýs ég frjálslyndi og frelsi? Thelma Rut Haukdal Magnúsdóttir skrifar Skoðun Píratar, frumkvöðlar í íslenskum stjórnmálum Helga Völundardóttir skrifar Skoðun Lilja lofar öllu fögru Björn B Björnsson skrifar Skoðun Siðlaus einkavæðing gegn almannahagsmunum Finnbjörn A. Hermannsson,Sonja Ýr Þorbergsdóttir skrifar Skoðun Reikningskúnstir Ragnars Þórs Björn Leví Gunnarsson skrifar Skoðun Sögulegt tækifæri Logi Einarsson,Eydís Ásbjörnsdóttir,Sæunn Gísladóttir,Sindri S. Kristjánsson skrifar Skoðun X í C fyrir framtíð á Íslandi Lovísa Oktovía Eyvindsdóttir skrifar Skoðun Kosið um stefnu Axel Jón Ellenarson skrifar Skoðun Byggjum og náum niður vöxtum og verðbólgu Eyjólfur Ármannsson skrifar Skoðun Ríkisstjórnir síðustu ára hafa vanrækt barnamál Lúðvík Júlíusson skrifar Skoðun Opnum fjöldahjálparstöð! Aðalheiður Jónsdóttir skrifar Skoðun Öflug garðyrkja – lykill að matvælaöryggi og grænni framtíð Guðrún Hafsteinsdóttir,Vilhjálmur Árnason skrifar Skoðun Vinnum gullið, stór áfangi inn í bjarta framtíð íþrótta á Íslandi Vésteinn Hafsteinsson skrifar Skoðun HSU réttir upp hönd í aðdraganda Alþingiskosninga Díana Óskarsdóttir skrifar Skoðun Sagnaarfur Biblíunnar – Umhverfisvernd og syndaflóð Sigurvin Lárus Jónsson skrifar Skoðun Nei þeir mega það ekki! Helga Dögg Sverrisdóttir skrifar Skoðun Höldum rónni og höldum áfram Hildur Sverrisdóttir skrifar Skoðun Raunveruleiki vændis Drífa Snædal skrifar Skoðun Tryggjum breytingar í málefnum eldri borgara Alma D. Möller skrifar Skoðun Af hverju ætti ég að standa með kennurum? Stefán Birgir Jóhannesson skrifar Skoðun Sjálfstæðisflokkurinn stendur með landsbyggðinni Hildur Sólveig Sigurðardóttir skrifar Skoðun Ísland - land tækifæranna Ragnhildur Jónsdóttir skrifar Skoðun Fimm forgangsatriði í málefnum fatlaðs fólks Guðmundur Ingi Guðbrandsson skrifar Skoðun Dýrkeypt jólagjöf Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir skrifar Skoðun Íslenska, hvað? Gauti Kristmannsson skrifar Skoðun Óður til kennara María Rut Kristinsdóttir skrifar Sjá meira
Orðið vinnustaðamenning er tiltölulega nýtt í íslensku máli en fyrirbærið sem orðið er notað yfir hefur verið til svo lengi sem fólk hefur unnið saman. Vinnustaðamenning er oft sögð ná yfir „hvernig við vinnum hér“ en það birtist helst í hegðunarmynstrum, viðhorfum og hugsunum starfsfólks á hverjum vinnustað. Menningin getur ekki aðeins verið ólík á milli vinnustaða heldur einnig á milli hópa á sama vinnustað. Það er erfitt að útskýra menningu í stuttu máli þar sem hún er margþætt og flókið fyrirbæri. Hún getur bæði hindrað breytingar og stutt þær og því getur menning haft einna mest áhrif allra þátta á innleiðingu breytinga innan vinnustaða. Sé vinnustaðamenningin í andstöðu við það viðhorf og hegðun sem þarf til að hámarka árangur viðkomandi breytinga, þá getur útkoman verið minniháttar. --- Ef breyta á vinnustaðamenningunni sjálfri þá er viðbúið að það gerist hægt og taka þurfi tillit til margra ólíkra þátta. Til að ná breytingunum fram skiptir lykilmáli að skapa umhverfi og aðstæður fyrir virka þátttöku og áhuga starfsfólks, því lykilþættir menningar eru hegðun og viðhorf starfsfólksins. Þetta er ekki auðvelt en með markvissum aðgerðum og rétta fólkinu í áhrifahlutverkum eru meiri líkur á árangri. Fljótlegasta aðferðin til að breyta menningu á vinnustað væri vafalaust að skipta út öllu starfsfólkinu og breyta um vinnuumhverfi. Ég held að flestir geti þó verið sammála um að það sé ekki vænlegur kostur, bæði af siðferðislegum ástæðum og sökum mikils kostnaðar. Mun betri leið til breyta menningunni er að líta á verkefnið sem langhlaup en ekki spretthlaup og einbeita sér að nokkrum lykilaðgerðum. Það fer eftir aðstæðum á hverjum og einum vinnustað í hverju þær lykilaðgerðir felast en nokkur skref á slíkri vegferð eru þó bæði þekkt og óhjákvæmileg, s.s greining á stöðunni og samsömun/aðlögun stjórnenda við þarfir nýrrar stefnu, menningar og framtíðarsýnar fyrirtækisins eða stofnunarinnar sem um ræðir. --- Ráðningar lykilfólks hjá fyrirtækjum og stofnunum hafa hvað mest áhrif á heildarframmistöðu og mótun vinnustaðamenningar. Stjórnendur eru í kjörstöðu til að hafa áhrif á og styrkja starfsfólkið og um leið menninguna. Framsýn fyrirtæki nýta tækifæri hverrar ráðningar til að styrkja eða aðlaga menningu vinnustaðarins til aukins árangurs. Þannig ná þeir fram samsömun stefnu, menningar og framtíðarsýnar til að auka heildarframmistöðu starfsmannahópsins. Til eru margar leiðir að ráðningum lykilfólks með tilliti til ólíkra þarfa, s.s. hvernig á að afla kandídata, meta hæfi og reynslu og taka ákvörðun um hvaða þörfum ráðningunni er ætlað að sinna. Mikilvægt er að velja aðferðir sem þjóna þörfum allrar einingarinnar til að ná bestu mögulegu ráðningunni. Í einhverjum tilfellum er verið að ráða í stað manneskju sem vann á ákveðinn hátt og náði ákveðnum árangri og þannig hægt að segja að verið sé að leita að afriti af fráfarandi starfsmanni. Slíkar afritsráðningar eru stundum við hæfi en þó má segja að um sé að ræða ákveðna sóun þegar horft er á þær öru breytingar sem eru að verða í ytra umhverfinu og kalla á aðlögun og nýja hugsun. Betri aðferð við stjórnendaráðningar er því að nota þær til að þróa fyrirtækið eða stofnunina í átt að nýju landslagi og breyttum starfsháttum. Til framtíðar ættu stjórnendur að endurskoða ráðningu lykilfólks, ekki síst með aukinn fjölbreytileika og tækifæri til breytinga fyrir augum. Höfundur er ráðningarstjóri og senior ráðgjafi hjá Góðum samskiptum ehf.
Sálfræðiþjónusta: Ég var heppinn að pabbi hafi greinst með krabbamein Davíð Brynjar Sigurjónsson Skoðun
Skoðun Ungt fólk í Hafnarfirði stendur með Rósu Guðbjartsdóttur Hópur ungs fólks í Hafnarfirði skrifar
Skoðun Siðlaus einkavæðing gegn almannahagsmunum Finnbjörn A. Hermannsson,Sonja Ýr Þorbergsdóttir skrifar
Skoðun Sögulegt tækifæri Logi Einarsson,Eydís Ásbjörnsdóttir,Sæunn Gísladóttir,Sindri S. Kristjánsson skrifar
Skoðun Öflug garðyrkja – lykill að matvælaöryggi og grænni framtíð Guðrún Hafsteinsdóttir,Vilhjálmur Árnason skrifar
Skoðun Vinnum gullið, stór áfangi inn í bjarta framtíð íþrótta á Íslandi Vésteinn Hafsteinsson skrifar
Sálfræðiþjónusta: Ég var heppinn að pabbi hafi greinst með krabbamein Davíð Brynjar Sigurjónsson Skoðun