„FH á heimavelli á að vinna alla leiki“ Anton Ingi Leifsson skrifar 22. júlí 2020 11:12 Eiður Smári í viðtalinu. vísir/skjáskot Eiður Smári Guðjohnsen, sem þjálfar lið FH ásamt Loga Ólafssyni og Guðlaugi Baldurssyni, segir að FH eigi að vinna alla leiki á heimavelli. FH mætir KA í kvöld í uppgjöri nýju þjálfaranna. Eiður Smári og Logi tóku við FH-liðinu í síðustu viku, í sömu viku og KA skipti einnig um þjálfara. Arnar Grétarsson tók við búinu af Óla Stefáni Flóventssyni. „Við vorum virkilega sáttir með sigurinn í síðasta leik en það er margt hægt að bæta í okkar leik enn þá sem getur líka verið jákvætt,“ sagði Eiður Smári í samtali við Fésbókarsíðu FH-inga. „Við höfum fengið aðeins meiri tíma núna og FH á heimavelli á að vinna alla leiki. Það er alveg sama hver andstæðingurinn er og ég held að ef við bætum okkar spilamennsku jafnt og þétt, ef við bætum það sem við gerum varnarlega og fáum enn meiri rútínur í færslur og hreyfingar, þá verður erfitt að brjóta okkur niður.“ Eiður þekkir vel til Arnars en hann segir að leikurinn í kvöld verði ekki auðveldur, því það er ekkert í fótbolta lengur sem heitir auðvelt. „Þeir náðu í mjög mikilvæg þrjú stig og ég veit til þess að Arnar Grétarsson mun skóla þá til og drilla inn alls konar færslur í KA-liðið. Það er ekkert auðvelt í fótbolta, í sama hvaða deild og hvar í heiminum.“ „Það er ekkert auðvelt lengur í fótbolta. Við vitum að við þurfum að spila okkar besta leik eða allt að því til að ná í góð úrslit. Ef við getum bætt okkur frá síðasta leik er ég mjög jákvæður á leikinn á morgun [í dag].“ FH á marga heimaleiki framundan og hann segir mikilvægt að gera Kaplakrika að vígi. „Það er að byggja ofan á síðasta sigur og horfa ekkert of langt fram á við. Við vitum að við verðum hér næstu vikurnar og okkur líður vel hér og á að líða vel hér. Það á að vera erfitt fyrir andstæðinga að koma hingað og spila,“ sagði Eiður Smári. Hann bætti við að hann væri ekki endilega hlynntur því að halda sig alltaf við sigurlið og sagði að FH yrði með augun opin er leikmannamarkaðurinn opnar. Pepsi Max-deild karla FH Mest lesið Launaði greiðann og gaf liðsfélaganum sigurinn Formúla 1 „Ég þarf smá útrás“ Handbolti Dagskráin í dag: Jólamánuðurinn hefst á allskonar Sport Sjö marka fyrri hálfleikur skaut Skyttunum í annað sætið Enski boltinn Frábær byrjun Slot ekki nóg til að slá út Solskjær Enski boltinn Tryggvi frákastahæstur í tapi gegn gömlu félögunum Körfubolti Musiala bjargaði stigi fyrir Bayern Fótbolti Fallbaráttulið Nantes tók stig af meisturunum Fótbolti Öruggur sigur ÍBV gegn Val Handbolti HM í fótbolta 2034 mun fara fram um vetur Fótbolti Fleiri fréttir Keflvíkingar keyptu leikmann frá Njarðvík Elfar Árni heim í Völsung Jóhann semur og heldur Jóhanni í teyminu Eiður Aron áfram á Ísafirði Andri Rúnar í Stjörnuna Hræringar í Bestu: Daníel Hafsteins orðaður við Víking og Andri Rúnar í Garðabæ Tólf leikmenn komnir til KR Geir fer aftur í Vesturbæinn FH-ingar kynntu Birki og Braga Framarar sótt fjóra bita í næstu deild Óli Valur til Blika og sagður sá dýrasti á Íslandi Stefan ætlar að koma Keflavík í deild þeirra bestu Líta á tilboðið í Gylfa sem grín Valgeir til Breiðabliks Eyþór yfirgefur KR Allt lítur vel út hjá Pablo Punyed Ágúst Orri aftur heim í Breiðablik Systur sömdu á sama tíma Katrín áfram í Kópavogi Bjarni áfram hjá KA Þórdís Elva semur við Þróttara Ritstjóri 433.is tekinn við Dalvík/Reyni Birkir Valur yfirgefur HK Enn kvarnast úr liði Vestra Sameina kraftana tólf árum síðar: „Sami texti í samningnum“ Mikill rígur við „Appelsín-strákinn“ Rúrik Rúnari Páli treyst fyrir endurreisn Gróttu Hermann fer inn í hlýjuna: „Eitt af draumastörfunum sem þú færð“ Blysin kostuðu 200 þúsund en engin refsing vegna brettamálsins Skagamenn sökuðu mbl um „smellubeitu“ en fá samt sekt Sjá meira
Eiður Smári Guðjohnsen, sem þjálfar lið FH ásamt Loga Ólafssyni og Guðlaugi Baldurssyni, segir að FH eigi að vinna alla leiki á heimavelli. FH mætir KA í kvöld í uppgjöri nýju þjálfaranna. Eiður Smári og Logi tóku við FH-liðinu í síðustu viku, í sömu viku og KA skipti einnig um þjálfara. Arnar Grétarsson tók við búinu af Óla Stefáni Flóventssyni. „Við vorum virkilega sáttir með sigurinn í síðasta leik en það er margt hægt að bæta í okkar leik enn þá sem getur líka verið jákvætt,“ sagði Eiður Smári í samtali við Fésbókarsíðu FH-inga. „Við höfum fengið aðeins meiri tíma núna og FH á heimavelli á að vinna alla leiki. Það er alveg sama hver andstæðingurinn er og ég held að ef við bætum okkar spilamennsku jafnt og þétt, ef við bætum það sem við gerum varnarlega og fáum enn meiri rútínur í færslur og hreyfingar, þá verður erfitt að brjóta okkur niður.“ Eiður þekkir vel til Arnars en hann segir að leikurinn í kvöld verði ekki auðveldur, því það er ekkert í fótbolta lengur sem heitir auðvelt. „Þeir náðu í mjög mikilvæg þrjú stig og ég veit til þess að Arnar Grétarsson mun skóla þá til og drilla inn alls konar færslur í KA-liðið. Það er ekkert auðvelt í fótbolta, í sama hvaða deild og hvar í heiminum.“ „Það er ekkert auðvelt lengur í fótbolta. Við vitum að við þurfum að spila okkar besta leik eða allt að því til að ná í góð úrslit. Ef við getum bætt okkur frá síðasta leik er ég mjög jákvæður á leikinn á morgun [í dag].“ FH á marga heimaleiki framundan og hann segir mikilvægt að gera Kaplakrika að vígi. „Það er að byggja ofan á síðasta sigur og horfa ekkert of langt fram á við. Við vitum að við verðum hér næstu vikurnar og okkur líður vel hér og á að líða vel hér. Það á að vera erfitt fyrir andstæðinga að koma hingað og spila,“ sagði Eiður Smári. Hann bætti við að hann væri ekki endilega hlynntur því að halda sig alltaf við sigurlið og sagði að FH yrði með augun opin er leikmannamarkaðurinn opnar.
Pepsi Max-deild karla FH Mest lesið Launaði greiðann og gaf liðsfélaganum sigurinn Formúla 1 „Ég þarf smá útrás“ Handbolti Dagskráin í dag: Jólamánuðurinn hefst á allskonar Sport Sjö marka fyrri hálfleikur skaut Skyttunum í annað sætið Enski boltinn Frábær byrjun Slot ekki nóg til að slá út Solskjær Enski boltinn Tryggvi frákastahæstur í tapi gegn gömlu félögunum Körfubolti Musiala bjargaði stigi fyrir Bayern Fótbolti Fallbaráttulið Nantes tók stig af meisturunum Fótbolti Öruggur sigur ÍBV gegn Val Handbolti HM í fótbolta 2034 mun fara fram um vetur Fótbolti Fleiri fréttir Keflvíkingar keyptu leikmann frá Njarðvík Elfar Árni heim í Völsung Jóhann semur og heldur Jóhanni í teyminu Eiður Aron áfram á Ísafirði Andri Rúnar í Stjörnuna Hræringar í Bestu: Daníel Hafsteins orðaður við Víking og Andri Rúnar í Garðabæ Tólf leikmenn komnir til KR Geir fer aftur í Vesturbæinn FH-ingar kynntu Birki og Braga Framarar sótt fjóra bita í næstu deild Óli Valur til Blika og sagður sá dýrasti á Íslandi Stefan ætlar að koma Keflavík í deild þeirra bestu Líta á tilboðið í Gylfa sem grín Valgeir til Breiðabliks Eyþór yfirgefur KR Allt lítur vel út hjá Pablo Punyed Ágúst Orri aftur heim í Breiðablik Systur sömdu á sama tíma Katrín áfram í Kópavogi Bjarni áfram hjá KA Þórdís Elva semur við Þróttara Ritstjóri 433.is tekinn við Dalvík/Reyni Birkir Valur yfirgefur HK Enn kvarnast úr liði Vestra Sameina kraftana tólf árum síðar: „Sami texti í samningnum“ Mikill rígur við „Appelsín-strákinn“ Rúrik Rúnari Páli treyst fyrir endurreisn Gróttu Hermann fer inn í hlýjuna: „Eitt af draumastörfunum sem þú færð“ Blysin kostuðu 200 þúsund en engin refsing vegna brettamálsins Skagamenn sökuðu mbl um „smellubeitu“ en fá samt sekt Sjá meira