Tölvuárásum fjölgar mjög á tímum fjarvinnu Samúel Karl Ólason skrifar 17. apríl 2020 12:19 Finnskir rannsakendur segja einnig að tíðni tölvuárása í Bandaríkjunum og víða í Evrópu hafi tvöfaldast frá janúar til mars. EPA/RITCHIE B. TONGO Tölvuárásum gegn fyrirtækjum í Bandaríkjunum og víðar hefur fjölgað verulega að undanförnu, samhliða aukinni heimavinnu vegna heimsfaraldurs nýju kórónuveirunnar. Tölvuþrjótar hafa reynt að nýta sér það að fólk sé að vinna heima en það hefur gert netöryggissérfræðingum erfitt að tryggja innri kerfi fyrirtækja. Það er vegna þess hve margir vinna að heiman, á mismunandi tölvur, með mismunandi netbúnað og misgott öryggi. Það að svo margir tengi sig við innri kerfi fyrirtækja utan frá, hefur sömuleiðis aukið hættu á tölvuárásum, samkvæmt frétt Reuters. Forsvarsmenn netöryggisfyrirtækisins VMWare Carbon Black sögðust hafa tekið eftir 148 prósenta aukningu í svokölluðum „ransomware“ árásum í mars, samanborið við mars í fyrra. Slíkar árásir ganga út á að tölvuþrjótar reyna að ná stjórn á tölvum og kerfum og þvinga fólk og fyrirtæki til að greiða svo gögnum sé ekki eytt. Finnskir rannsakendur segja einnig að tíðni tölvuárása í Bandaríkjunum og víða í Evrópu hafi tvöfaldast frá janúar til mars. Yfirvöld Bandaríkjanna vöruðu við því á miðvikudaginn að tölvuþrjótar á vegum einræðisstjórnar Norður-Kóreu væru að reyna árásir á alþjóðafjármálastofnanir og fyrirtæki. Markmið þeirra væri að stela peningum og skaða stöðugleika alþjóðafjármálakerfisins. Í yfirlýsingu frá Utanríkisráðuneyti, Fjármálaráðuneyti og Alríkislögreglu Bandaríkjanna, segir að einræðisstjórn Kim Jong Un reiði sig sífellt meira á tölvuárásir til að verða sér út um fé til vopnaþróunar og framleiðslu. Til marks um það megi benda á WannaCry 2.0 árásina í maí 2017. Ormurinn fór í að minnsta kosti 300 þúsund tölvur í 150 löndum vítt og breitt um heiminn og olli gífurlegu tjóni. Politico sagði frá því í gær að leyniþjónustur Bandaríkjanna hafa greint mikla aukningu í tölvuárásum á bandarísk fyrirtæki sem vinna að verkefnum fyrir herafla ríkisins og búa yfir leynilegum upplýsingum. Þar á meðal eru fyrirtæki sem vinna í heilbrigðistækni. Árásirnar hafa verið raktar til tölvuþrjóta á vegum Kommúnistaflokks Kína. Fjarvinna Netöryggi Netglæpir Norður-Kórea Kína Bandaríkin Mest lesið Vaktin: Myndun nýrrar ríkisstjórnar Innlent Ráðuneytum fækkað og ljóst hvar stóru verkefnin liggja Innlent Virðist útiloka samstarf með Samfylkingu Innlent Ungir menn grunaðir um langa brotahrinu Innlent Lítill arfur á barnsaldri dró dilk á eftir sér Innlent Verði að virða það sem þjóðin vilji Innlent Halla veitti Kristrúnu umboð til stjórnarmyndunar Innlent Niðurbrotin eftir synjun og segir afkomuótta blasa við næstu mánuði Innlent Jón Ingi dæmdur í sex ára fangelsi í Sólheimajökulsmálinu Innlent Fréttin öll Innlent Fleiri fréttir Krefjast niðurfellingar í þagnarmálinu Herlögin loks felld úr gildi Sækja að annarri stórri borg í Sýrlandi Óvissa þrátt fyrir að þingið hafi fellt neyðarlögin úr gildi Lýsir yfir herlögum í Suður-Kóreu Engin greinarmunur gerður á Líbanon og Hezbollah ef friðurinn heldur ekki Rannsaka ekki ljósleiðaraskemmdir sem sakamál ennþá Stefnir í vantraust og aðra stjórnarkreppu Skorið á ljósleiðara í Finnlandi Hafnar því að þurfa að velja á milli Bandaríkjanna og Evrópu Fordæmalaus náðun Bidens Mörg hundruð vígamenn frá Írak til aðstoðar Assad-liðum Vilja vara aðra við örlögum dóttur sinnar í Laos Játar að hafa ekki afl til að taka aftur hernumdu svæðin Ríkisstjórnin og Barnier í hættu vegna fjárlaga Biden náðar son sinn Kynlífsverkafólk í Belgíu á nú rétt á fæðingarorlofi og lífeyri Ungur maður særði tvennt í skotárás á Grænlandi Hafa náð tökum á hálfri Aleppo og fjölda þorpa Assad-liðar gefa hratt eftir í Aleppo Síðasta heimsókn forseta fyrir opnun Notre Dame Tjadar og Senegalar segja Frökkum að koma sér Reyna að flytja óstöðugt andefni með vörubílum Njósnarar Rússa ræddu morð eða rán á blaðamanni Yfirvöld í Laos banna sölu Tiger vodka og viskís Vilja aðkomu Kínverja að rannsókn á skemmdum sæstrengjum Pútín hótar afdrifaríkum árásum á Kænugarð Grænlendingar fagna nýjum alþjóðaflugvelli Segja að endurtaka verði kosningarnar umdeildu í Georgíu Sækja óvænt og hratt að Aleppo Sjá meira
Tölvuárásum gegn fyrirtækjum í Bandaríkjunum og víðar hefur fjölgað verulega að undanförnu, samhliða aukinni heimavinnu vegna heimsfaraldurs nýju kórónuveirunnar. Tölvuþrjótar hafa reynt að nýta sér það að fólk sé að vinna heima en það hefur gert netöryggissérfræðingum erfitt að tryggja innri kerfi fyrirtækja. Það er vegna þess hve margir vinna að heiman, á mismunandi tölvur, með mismunandi netbúnað og misgott öryggi. Það að svo margir tengi sig við innri kerfi fyrirtækja utan frá, hefur sömuleiðis aukið hættu á tölvuárásum, samkvæmt frétt Reuters. Forsvarsmenn netöryggisfyrirtækisins VMWare Carbon Black sögðust hafa tekið eftir 148 prósenta aukningu í svokölluðum „ransomware“ árásum í mars, samanborið við mars í fyrra. Slíkar árásir ganga út á að tölvuþrjótar reyna að ná stjórn á tölvum og kerfum og þvinga fólk og fyrirtæki til að greiða svo gögnum sé ekki eytt. Finnskir rannsakendur segja einnig að tíðni tölvuárása í Bandaríkjunum og víða í Evrópu hafi tvöfaldast frá janúar til mars. Yfirvöld Bandaríkjanna vöruðu við því á miðvikudaginn að tölvuþrjótar á vegum einræðisstjórnar Norður-Kóreu væru að reyna árásir á alþjóðafjármálastofnanir og fyrirtæki. Markmið þeirra væri að stela peningum og skaða stöðugleika alþjóðafjármálakerfisins. Í yfirlýsingu frá Utanríkisráðuneyti, Fjármálaráðuneyti og Alríkislögreglu Bandaríkjanna, segir að einræðisstjórn Kim Jong Un reiði sig sífellt meira á tölvuárásir til að verða sér út um fé til vopnaþróunar og framleiðslu. Til marks um það megi benda á WannaCry 2.0 árásina í maí 2017. Ormurinn fór í að minnsta kosti 300 þúsund tölvur í 150 löndum vítt og breitt um heiminn og olli gífurlegu tjóni. Politico sagði frá því í gær að leyniþjónustur Bandaríkjanna hafa greint mikla aukningu í tölvuárásum á bandarísk fyrirtæki sem vinna að verkefnum fyrir herafla ríkisins og búa yfir leynilegum upplýsingum. Þar á meðal eru fyrirtæki sem vinna í heilbrigðistækni. Árásirnar hafa verið raktar til tölvuþrjóta á vegum Kommúnistaflokks Kína.
Fjarvinna Netöryggi Netglæpir Norður-Kórea Kína Bandaríkin Mest lesið Vaktin: Myndun nýrrar ríkisstjórnar Innlent Ráðuneytum fækkað og ljóst hvar stóru verkefnin liggja Innlent Virðist útiloka samstarf með Samfylkingu Innlent Ungir menn grunaðir um langa brotahrinu Innlent Lítill arfur á barnsaldri dró dilk á eftir sér Innlent Verði að virða það sem þjóðin vilji Innlent Halla veitti Kristrúnu umboð til stjórnarmyndunar Innlent Niðurbrotin eftir synjun og segir afkomuótta blasa við næstu mánuði Innlent Jón Ingi dæmdur í sex ára fangelsi í Sólheimajökulsmálinu Innlent Fréttin öll Innlent Fleiri fréttir Krefjast niðurfellingar í þagnarmálinu Herlögin loks felld úr gildi Sækja að annarri stórri borg í Sýrlandi Óvissa þrátt fyrir að þingið hafi fellt neyðarlögin úr gildi Lýsir yfir herlögum í Suður-Kóreu Engin greinarmunur gerður á Líbanon og Hezbollah ef friðurinn heldur ekki Rannsaka ekki ljósleiðaraskemmdir sem sakamál ennþá Stefnir í vantraust og aðra stjórnarkreppu Skorið á ljósleiðara í Finnlandi Hafnar því að þurfa að velja á milli Bandaríkjanna og Evrópu Fordæmalaus náðun Bidens Mörg hundruð vígamenn frá Írak til aðstoðar Assad-liðum Vilja vara aðra við örlögum dóttur sinnar í Laos Játar að hafa ekki afl til að taka aftur hernumdu svæðin Ríkisstjórnin og Barnier í hættu vegna fjárlaga Biden náðar son sinn Kynlífsverkafólk í Belgíu á nú rétt á fæðingarorlofi og lífeyri Ungur maður særði tvennt í skotárás á Grænlandi Hafa náð tökum á hálfri Aleppo og fjölda þorpa Assad-liðar gefa hratt eftir í Aleppo Síðasta heimsókn forseta fyrir opnun Notre Dame Tjadar og Senegalar segja Frökkum að koma sér Reyna að flytja óstöðugt andefni með vörubílum Njósnarar Rússa ræddu morð eða rán á blaðamanni Yfirvöld í Laos banna sölu Tiger vodka og viskís Vilja aðkomu Kínverja að rannsókn á skemmdum sæstrengjum Pútín hótar afdrifaríkum árásum á Kænugarð Grænlendingar fagna nýjum alþjóðaflugvelli Segja að endurtaka verði kosningarnar umdeildu í Georgíu Sækja óvænt og hratt að Aleppo Sjá meira