Íslandspóstur tilbúinn með lausn fyrir dreifingu á áfengi Þorsteinn Friðriksson skrifar 29. nóvember 2019 06:15 Birgir Jónsson leiðir þessa dagana miklar breytingar á rekstri Íslandspósts. Fréttablaðið/Sigtryggur Ari Viðskipti Íslandspóstur er tilbúinn með örugga lausn fyrir dreifingu á áfengi ef lagaramminn utan um netverslun með áfengi breytist á næsta ári. Þetta segir Birgir Jónsson, forstjóri Íslandspósts, í samtali við Fréttablaðið. „Þegar við fréttum af áformunum fórum við af stað og teiknuðum upp lausn. Í henni felst að við getum dreift áfengi í gegnum dreifikerfið okkar með skjótum hætti, séð til þess að viðtakandinn sé sá sami og pantaði, og gengið úr skugga um að hann sé yfir aldurstakmarkinu,“ segir Birgir sem tók við sem forstjóri Íslandspósts í byrjun sumars. Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir dómsmálaráðherra hyggst leggja frumvarp fyrir Alþingi í mars á næsta ári sem heimilar kaup á áfengi í netverslunum hér á landi án aðkomu Áfengis- og tóbaksverslunar ríkisins. Samkvæmt núgildandi lögum er fólki einungis heimilt að kaupa áfengi í erlendum netverslunum og þarf þá að greiða virðisaukaskatt og áfengisgjald. „Við erum tilbúin að ríða á vaðið ef lögin breytast. Það er mikil gróska hér innanhúss og starfsmenn eru að hugsa í lausnum,“ segir Birgir. Eins og greint var frá í Markaðinum í vikunni er árangurinn af hagræðingu Íslandspósts að koma í ljós. Útlit er fyrir að afkoman verði við núllið á næsta ári eftir stanslaust tap um margra ára skeið. Birgir segir að viðsnúningi hafi verið náð á sama tíma og þjónusta við viðskiptavini hafi verið stóraukin. Íslandspóstur hefur til að mynda þróað ýmsar nýjungar í þjónustu við netverslanir og býður nú upp á heimsendingu samdægurs. Þá hefur verið þróuð lausn til að dreifa matvörum úr verslunum innan nokkurra klukkustunda. „Það sem við gerðum var að við settumst niður og fórum að hlusta. Við erum búin að vera í miklu samtali við netverslanir og viðskiptavini þeirra á síðustu mánuðum. Það var haldinn góður fundur með um 70 eigendum netverslana og einnig höfum við fylgst með umræðum um þjónustu fyrirtækisins á samfélagsmiðlum. Út úr þessu gátum við greint hvaða þjónustuþætti þyrfti að bæta og með hvaða hætti.“ Íslandspóstur mun setja upp nærri 50 ný póstbox um allt land og hefst uppsetning næsta vor. Þá geta viðskiptavinir valið mun fleiri þjónustustaði en verið hefur. Eins og staðan er í dag er Pósturinn ekki með nein póstbox á landsbyggðinni. Mikil áhersla verður lögð á sjálfsafgreiðslu. „Lykillinn að þessu eru stafrænar lausnir en allar fjárfestingar okkar á næsta ári munu snúast um stafræna þjónustu og þróun,“ segir Birgir. Áfengi og tóbak Birtist í Fréttablaðinu Íslandspóstur Mest lesið „Hápunktur morgunsins er síðan rómantíski kaffibíltúrinn“ Atvinnulíf Uppsagnir hjá þjónustumiðstöð Íslenskrar erfðagreiningar Viðskipti innlent Áhrif kosninga á starfsfólk og vinnustaði í næstu viku Atvinnulíf „Stelpupabbarnir eru ósjálfrátt betur á verði“ Atvinnulíf Driffjöður Vertonet: „Við erum að setja kjöt á beinin núna“ Atvinnulíf Ungum Áströlum bannað að nota samfélagsmiðla Viðskipti erlent Herkastalinn hans Quangs Lé er til sölu Viðskipti innlent Hafa samið við Fossvélar um framkvæmdir vegna Hvammsvirkjunar Viðskipti innlent Lögreglan rannsaki ljúgvitni í Lyfjablómsmálinu Viðskipti innlent „Unglingsárin voru kannski ekki mín heppilegustu ár“ Atvinnulíf Fleiri fréttir Uppsagnir hjá þjónustumiðstöð Íslenskrar erfðagreiningar Tryggja tólf milljarða króna fjármögnun Hafa samið við Fossvélar um framkvæmdir vegna Hvammsvirkjunar Herkastalinn hans Quangs Lé er til sölu „Við megum ekki gleyma að lifa og njóta sko“ Sekta Festi um 750 milljónir vegna N1-samrunans Verðbólga hjaðnaði minna en búist var við og útlitið er svartara Vill að Seðlabankinn boði til aukafundar og flýti stýrivaxtalækkun Lögreglan rannsaki ljúgvitni í Lyfjablómsmálinu Landsvirkjun kaupir vindmyllur fyrir tuttugu milljarða Tóku fyrstu skóflustunguna að einu stærsta vinnsluhúsi landsins Steyptu fyrsta gullmolann Verðbólgan komin undir fimm prósent Gengið frá kaupum Haga á færeyska verslanarisanum Þrjú fá kauprétt fyrir alls 277 milljónir Helena til Íslandssjóða Two Birds verður Aurbjörg Hafa sótt milljarð í nýtt hlutafé Ósætti með vinnubrögð Blackbox sem virðist á barmi gjaldþrots Hrókeringar í framkvæmdastjórn Eimskips Fyrrverandi ferðamálastjóri opnar ráðgjafarstofu með syninum Ráðinn forstöðumaður Arion Premíu Birta Ósk og Jenna Kristín til Akademias Afkoma Orkuveitunnar 44 prósentum betri en í fyrra Kosningapróf Viðskiptaráðs: Mikil andstaða við sölu á Landsvirkjun Búið að draga tennurnar úr jagúarnum First Water í hýbýli Ísfélagsins á Þorlákshöfn Knattspyrnukappi á Skaganum ráðinn fjármálastjóri Nýir eigendur Pylsuvagnsins á Selfossi Borguðu vaskinn sama dag og tilkynnt var um gjaldþrotið Sjá meira
Viðskipti Íslandspóstur er tilbúinn með örugga lausn fyrir dreifingu á áfengi ef lagaramminn utan um netverslun með áfengi breytist á næsta ári. Þetta segir Birgir Jónsson, forstjóri Íslandspósts, í samtali við Fréttablaðið. „Þegar við fréttum af áformunum fórum við af stað og teiknuðum upp lausn. Í henni felst að við getum dreift áfengi í gegnum dreifikerfið okkar með skjótum hætti, séð til þess að viðtakandinn sé sá sami og pantaði, og gengið úr skugga um að hann sé yfir aldurstakmarkinu,“ segir Birgir sem tók við sem forstjóri Íslandspósts í byrjun sumars. Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir dómsmálaráðherra hyggst leggja frumvarp fyrir Alþingi í mars á næsta ári sem heimilar kaup á áfengi í netverslunum hér á landi án aðkomu Áfengis- og tóbaksverslunar ríkisins. Samkvæmt núgildandi lögum er fólki einungis heimilt að kaupa áfengi í erlendum netverslunum og þarf þá að greiða virðisaukaskatt og áfengisgjald. „Við erum tilbúin að ríða á vaðið ef lögin breytast. Það er mikil gróska hér innanhúss og starfsmenn eru að hugsa í lausnum,“ segir Birgir. Eins og greint var frá í Markaðinum í vikunni er árangurinn af hagræðingu Íslandspósts að koma í ljós. Útlit er fyrir að afkoman verði við núllið á næsta ári eftir stanslaust tap um margra ára skeið. Birgir segir að viðsnúningi hafi verið náð á sama tíma og þjónusta við viðskiptavini hafi verið stóraukin. Íslandspóstur hefur til að mynda þróað ýmsar nýjungar í þjónustu við netverslanir og býður nú upp á heimsendingu samdægurs. Þá hefur verið þróuð lausn til að dreifa matvörum úr verslunum innan nokkurra klukkustunda. „Það sem við gerðum var að við settumst niður og fórum að hlusta. Við erum búin að vera í miklu samtali við netverslanir og viðskiptavini þeirra á síðustu mánuðum. Það var haldinn góður fundur með um 70 eigendum netverslana og einnig höfum við fylgst með umræðum um þjónustu fyrirtækisins á samfélagsmiðlum. Út úr þessu gátum við greint hvaða þjónustuþætti þyrfti að bæta og með hvaða hætti.“ Íslandspóstur mun setja upp nærri 50 ný póstbox um allt land og hefst uppsetning næsta vor. Þá geta viðskiptavinir valið mun fleiri þjónustustaði en verið hefur. Eins og staðan er í dag er Pósturinn ekki með nein póstbox á landsbyggðinni. Mikil áhersla verður lögð á sjálfsafgreiðslu. „Lykillinn að þessu eru stafrænar lausnir en allar fjárfestingar okkar á næsta ári munu snúast um stafræna þjónustu og þróun,“ segir Birgir.
Áfengi og tóbak Birtist í Fréttablaðinu Íslandspóstur Mest lesið „Hápunktur morgunsins er síðan rómantíski kaffibíltúrinn“ Atvinnulíf Uppsagnir hjá þjónustumiðstöð Íslenskrar erfðagreiningar Viðskipti innlent Áhrif kosninga á starfsfólk og vinnustaði í næstu viku Atvinnulíf „Stelpupabbarnir eru ósjálfrátt betur á verði“ Atvinnulíf Driffjöður Vertonet: „Við erum að setja kjöt á beinin núna“ Atvinnulíf Ungum Áströlum bannað að nota samfélagsmiðla Viðskipti erlent Herkastalinn hans Quangs Lé er til sölu Viðskipti innlent Hafa samið við Fossvélar um framkvæmdir vegna Hvammsvirkjunar Viðskipti innlent Lögreglan rannsaki ljúgvitni í Lyfjablómsmálinu Viðskipti innlent „Unglingsárin voru kannski ekki mín heppilegustu ár“ Atvinnulíf Fleiri fréttir Uppsagnir hjá þjónustumiðstöð Íslenskrar erfðagreiningar Tryggja tólf milljarða króna fjármögnun Hafa samið við Fossvélar um framkvæmdir vegna Hvammsvirkjunar Herkastalinn hans Quangs Lé er til sölu „Við megum ekki gleyma að lifa og njóta sko“ Sekta Festi um 750 milljónir vegna N1-samrunans Verðbólga hjaðnaði minna en búist var við og útlitið er svartara Vill að Seðlabankinn boði til aukafundar og flýti stýrivaxtalækkun Lögreglan rannsaki ljúgvitni í Lyfjablómsmálinu Landsvirkjun kaupir vindmyllur fyrir tuttugu milljarða Tóku fyrstu skóflustunguna að einu stærsta vinnsluhúsi landsins Steyptu fyrsta gullmolann Verðbólgan komin undir fimm prósent Gengið frá kaupum Haga á færeyska verslanarisanum Þrjú fá kauprétt fyrir alls 277 milljónir Helena til Íslandssjóða Two Birds verður Aurbjörg Hafa sótt milljarð í nýtt hlutafé Ósætti með vinnubrögð Blackbox sem virðist á barmi gjaldþrots Hrókeringar í framkvæmdastjórn Eimskips Fyrrverandi ferðamálastjóri opnar ráðgjafarstofu með syninum Ráðinn forstöðumaður Arion Premíu Birta Ósk og Jenna Kristín til Akademias Afkoma Orkuveitunnar 44 prósentum betri en í fyrra Kosningapróf Viðskiptaráðs: Mikil andstaða við sölu á Landsvirkjun Búið að draga tennurnar úr jagúarnum First Water í hýbýli Ísfélagsins á Þorlákshöfn Knattspyrnukappi á Skaganum ráðinn fjármálastjóri Nýir eigendur Pylsuvagnsins á Selfossi Borguðu vaskinn sama dag og tilkynnt var um gjaldþrotið Sjá meira