Þegar pólitíkin kom til Reykjavíkur Stefán Pálsson skrifar 26. maí 2018 09:00 Tryggvi Gunnarsson var liðtækur með vatnsslönguna. Í borgarstjórnarkosningunum í dag geta Reykvíkingar valið milli sextán framboða. Sumum þykir nóg um og kvarta undan þessu fargani, sem geri það ómögulegt að kynna sér til hlítar það sem í boði er. Aðrir fagna fjölbreytninni og tala um lýðræðisveislu. Hvað sem því líður er hér ekki um met að ræða. Einu sinni höfðu Reykvíkingar milli átján framboðslista að velja og það þrátt fyrir að íbúar bæjarins hafi verið innan við tíundi hluti af því sem nú er. Það var árið 1908. Kosningarnar, sem fram fóru í lok janúar 1908, voru um margt skringilegar, en þær mörkuðu þó tímamót og höfðu talsverð áhrif á þróun íslenskra stjórnmála. Í þeim reyndi í fyrsta sinn á nýleg lög um kosningar til sveitarstjórna sem fólu í sér ýmis nýmæli. Kjósendum á kjörskrá fjölgaði mjög frá því sem verið hafði og munaði þar mestu um að konur öðluðust kosningarétt. Jafnframt voru leynilegar kosningar innleiddar, með kjörseðlum, kjörklefum og kjörkössum, en fram að því höfðu kosningar farið fram í heyranda hljóði. Báðar þessar breytingar mæltust prýðilega fyrir. Flestir skildu rökin fyrir leynilegum kosningum og þótt skiptar skoðanir væru á ágæti þess að leyfa konum að taka þátt í þingkosningum, voru sveitarstjórnarmál almennt talin annars eðlis. Þriðja stóra breytingin vafðist hins vegar fyrir mörgum: listakosningin. Í fyrri kosningum höfðu kjósendur einfaldlega mætt á kjörstað og gefið upp nöfn þeirra karla sem þeir vildu sjá í bæjarstjórn. Allir kosningabærir menn voru jafnframt í framboði og litið var svo á að óheimilt væri að biðjast undan kosningu nema mjög ríkar ástæður væru fyrir hendi. Dæmi voru því um að menn þyrftu að heyja harða „kosningabaráttu“?til að tryggja að þeir næðu ekki kjöri og gengu jafnvel sögur af einstaklingum sem gengu svo langt að múta kjósendum til að kjósa sig ekki! Listakjörið var Reykvíkingum framandi og flestir áttu erfitt með að átta sig á hinu nýja fyrirkomulagi. Örlítill vísir að stjórnmálaflokkum var farinn að myndast á Alþingi, en eiginlegar stjórnmálahreyfingar voru vart komnar til sögunnar. Félagasamtökin í bænum, svo sem stéttarfélög og góðtemplarar, reyndu þó yfirleitt að tryggja sér rödd í bæjarstjórninni með því að fylkja sér á bak við einstaka frambjóðendur. Gamla kerfið hafði gefið þokkalega raun á meðan bærinn var minni og kjósendur enn færri. Fólksfjölgun aldamótaáranna gerði hins vegar kerfisbreytinguna óumflýjanlega.Margir kallaðir?… Furðulítil umræða var um hið nýja kosningakerfi í Reykjavíkurblöðunum, þar til rétt áður en gengið var að kjörborðinu. Kosningabaráttan mátti líka heita ósýnileg í blöðunum og kosningafundir voru engir haldnir. Almennt séð virtust Reykvíkingar ætla að nálgast kosningarnar eins og enn væri um óhlutbundnar kosningar að ræða, þrátt fyrir nýju kosningalögin. Þetta var meginástæðan fyrir þessum ógnarfjölda framboða: frambjóðendurnir skildu sjálfir ekki kerfið. Félagasamtökum sem hefði verið í lófa lagið að sameinast um framboðslista til að nýta styrk atkvæða sinna, kom slíkt varla til hugar. Til marks um þetta buðu sjómannafélögin í Reykjavík fram einn lista, Verkamannafélagið Dagsbrún annan og annar hópur verkamanna stillti upp þriðja listanum. Niðurstaða þessa klofnings varð sú að einungis Dagsbrún fékk fulltrúa kjörinn, Þórð Thoroddsen bankagjaldkera, sem fremur taldist til embættisstéttarinnar en alþýðufólks. Varð sú uppskera að teljast ansi rýr í fimmtán manna bæjarstjórn, en ýmsir broddborgarar Reykjavíkur höfðu haft af því áhyggjur að verkafólk og sjómenn kynnu að ná meirihluta í bæjarstjórninni í krafti atkvæðafjölda síns. Iðnaðarmannafélagið var öflugt í bæjarlífinu og náði tveimur fulltrúum kjörnum af sínum lista. Annar þeirra var verkfræðingurinn Knud Zimsen, sem átti eftir að setja rækilega svip sinn á bæjarmálin, meðal annars sem borgarstjóri um átján ára skeið. Ekki tókst framboðslista kaupmanna eins vel upp, fékk rétt um 4% atkvæða og engan mann kjörinn. Þótti kaupmannastéttinni afar súrt í broti að enda fulltrúalaus, þrátt fyrir að kaupmenn væru einhverjir hæstu greiðendur opinberra gjalda. Templarar voru langöflugasta félagshreyfingin í landinu um þessar mundir og hlaut listi þeirra 10% atkvæða, litlu minna en Iðnaðarmannafélagið og tvo menn. Voru þessir flokkar í þriðja og fjórða sæti í atkvæðafjölda. Máttu bindindismenn ágætlega við una, því auk fulltrúanna tveggja var talið að um helmingur bæjarfulltrúanna væru félagar í reglunni eða styddu málstað hennar. Næstflest atkvæði fékk listi Heimastjórnarfélagsins Fram, 14,5% og þrjá fulltrúa. Fram-félagið var stofnað af stuðningsmönnum ráðherrans Hannesar Hafstein og Heimastjórnarflokks hans. Með stofnun félagsins komust Heimastjórnarmenn nærri því að verða eiginlegur stjórnmálaflokkur, með almennum flokksfélögum og stjórnskipulagi utan sala þingsins. Í landsmálunum fór vegur andstæðinga Heimastjórnarmanna vaxandi undir forystu Björns Jónssonar og missti Hannes meirihluta sinn í þingkosningum síðar á þessu sama ári. Þar buðu Björn og félagar fram undir merkjum Sjálfstæðisflokksins (eldri), en í bæjarstjórnarkosningunum voru þeir lítt skipulagðir og fengu fá atkvæði. Heimastjórnarmenn höfðu þó ekki mikla ástæðu til að fagna, því glöggum mönnum reiknaðist til að stuðningsmenn Hannesar væru í minnihluta meðal hinna nýkjörnu bæjarfulltrúa. …en fáir útvaldir Í raun var bara hægt að tala um einn sigurvegara kosninganna: Kvennalistann. Kvenfélög Reykjavíkur höfðu ákveðið að sameinast um einn framboðslista og var þeim mikið í mun að tryggja að konur myndu nýta hinn nýfengna kosningarétt, til að efla kröfuna um að fá að kjósa til Alþingis. Að sumu leyti má segja að konurnar í Reykjavík hafi verið þær einu sem skildu hið nýja kosningakerfi til hlítar. Þær stóðu saman að einum lista, sem skipaður var fjórum konum. Jafnframt voru þær eina stjórnmálaaflið sem skipulagði eiginlega kosningabaráttu, ekki með opnum fundum eða greinaskrifum heldur með því að senda stuðningskonur framboðsins með skipulögðum hætti í hús í bænum til að hvetja konur til að kjósa listann. Árangurinn var góður. Kvennalistinn fékk 345 atkvæði eða 21,3% og fjóra fulltrúa kjörna. Þessi stuðningur var meiri en konurnar höfðu látið sig dreyma um, sem sést á því að einungis fjórar konur skipuðu framboðslistann. Næsti borgarfulltrúi inn hefði verið fimmti Kvennalistafulltrúinn og ekki gott að sjá hvernig kjörstjórn hefði leyst úr þeirri klemmu. Það markmið Kvennalistans að fá konur á kjörstað tókst bærilega. Ekki nema um helmingur kosningabærra Reykvíkinga tók þátt í kosningunum, sem þótti þokkalegt á þeim tíma. Þar af var kosningaþátttaka kvenna örlítið betri en karla. Til þess var þó tekið að kvenkyns kjósendur voru um tvöfalt fleiri en atkvæði Kvennalistans og því ljóst að reykvískar konur kusu í stórum stíl aðra lista sem nær einvörðungu voru skipaðir körlum. Nokkur framboð fengu óverulegt fylgi í kosningunum. Minnst allra, fjögur atkvæði, kom í hlut O-lista sem þó hafði fimm frambjóðendum á að skipa. Skýringin á þessu var sú að öllum var heimilt að bjóða fram lista skipaðan fólki að því forspurðu. Á O-listanum voru því konurnar fjórar af Kvennalistanum auk Tryggva Gunnarssonar bankastjóra. Tryggvi hafði með afgerandi hætti færst undan kjöri í bæjarstjórn. Má velta því fyrir sér hvort O-listinn hafi verið boðinn fram af hvatvísum aðdáanda Tryggva sem hafi viljað nýta sér meðbyr kvennaframboðsins eða hvort listinn hafi beinlínis verið boðinn fram af pólitískum andstæðingi í von um að ná að tæta fáein atkvæði af Kvennalistanum þar sem konur kysu framboðið í misgripum. Líklega voru fleiri listar lagðir fram af slíkum hvötum. Þessi sérkennilega staða, að sami frambjóðandinn gæti átt sæti á fleiri en einum lista, olli því að ýmsum þóttu úrslitin óréttlát eftir á. Bæjarbúar áttu bágt með að skilja það hvers vegna einn frambjóðandi gæti náð kjöri út á tiltölulega fá atkvæði, á meðan annar sem setið hefði neðarlega á nokkrum listum kæmist ekki inn þótt sameiginlegur atkvæðafjöldi hans væri hærri. Töldu ýmsir að þessar gloppur í reglunum hlytu að grafa undan áhuga kjósenda og minnka kjörsókn í framtíðinni. Raunin varð önnur. Það tók Reykvíkinga ekki langan tíma að laga sig að nýju kosningalögunum. Kosið var ört í Reykjavík þessi árin, þar sem gerð var tilraun með að hafa sex ára kjörtímabil, en kjósa um þriðjung bæjarfulltrúa á tveggja ára fresti. Þá voru haldnar aukakosningar ef bæjarfulltrúasæti losnaði af öðrum ástæðum. Í öllu þessu kosningafargani tóku stjórnmálin á sig skipulagðari mynd. Framboðslistunum fækkaði og að baki þeim stóðu formlegar stjórnmálahreyfingar eða -flokkar. Dagblöð tóku afstöðu með einstökum framboðum og kosningafundir urðu eðlilegur hluti af baráttunni. Kvennalistar voru áfram boðnir fram, en nutu þess ekki lengur að vera eina skipulagða framboðið. Fylgið smáminnkaði og árið 1916 fékk Kvennalistinn ekki nema 10% atkvæða, sem dugði ekki fyrir fulltrúa. Skipti þar vafalítið máli að Bríet Bjarnhéðinsdóttir, ein upphafskvennanna, var gengin til liðs við Heimastjórnarmenn og studdi ekki framboðið. Eftir á að hyggja reyndust bæjarstjórnarkosningarnar 1908 afdrifaríkar fyrir þróun lýðræðis á Íslandi, þótt fæstir gerðu sér grein fyrir mikilvægi þeirra á sínum tíma. Þær voru mikilvægur þáttur í þróun stjórnmálanna í átt til flokkakerfis og síðar stéttastjórnmála og því ágætt dæmi um það hvernig kosningakerfi getur mótað stjórnmálin og beint þeim í tilteknar áttir. Birtist í Fréttablaðinu Saga til næsta bæjar Mest lesið Dillaði sér við lag úr áramótaskaupi 2013 Lífið Kosningavökur flokkanna: Pílustaðir, hótel og kirkjur Lífið Sigmundur taki stríðnina alla leið Lífið Kosningamaskína hafi nálgast soninn í gegnum Smitten Lífið „Álagið er þessi fjarvera“ Lífið Ragnhildur og Hanna Katrín kveðja Búseta Lífið Kosningakviss: El Classico þegar turnarnir tveir mættust Lífið Datt í afturábakkapphlaupi við fréttamann Lífið Fréttatían: Kosningar, verðbólga og körfubolti Lífið Kappleikar 2024: Bara tveir héldu með Donald Trump Lífið Fleiri fréttir Dillaði sér við lag úr áramótaskaupi 2013 Kosningakviss: El Classico þegar turnarnir tveir mættust Sigmundur taki stríðnina alla leið Bibba kannaði stemninguna á kosningamiðstöðvunum Kosningakviss: Tókust á um Eurovision og Næturvaktina „Álagið er þessi fjarvera“ Kosningakviss: Viðreisn og VG í dýpstu kosningaumræðunni Datt í afturábakkapphlaupi við fréttamann Kosningamaskína hafi nálgast soninn í gegnum Smitten Hefur smekk fyrir lélegum B-myndum, braski og sorpi Í skýjunum með sigurinn og stefnir á útgáfu í vor Fréttatían: Kosningar, verðbólga og körfubolti „Án okkar verður ekki til miðjustjórn“ Auðir og ógildir með kosningakaffi Ilmaðu eins og frambjóðendur: Snorri Másson með sama ilm og Svandís Svavars Kosningavökur flokkanna: Pílustaðir, hótel og kirkjur Minnist föður síns: „Til hamingju með daginn hvar sem þú ert“ Myndir: Svona var baksviðs á kappræðum leiðtoganna Jón og Hafdís ástfangin í 22 ár „Ekki gera mér þetta“ „Ég hef ekki verið svona hot síðan ég var unghommi“ Gellur tóku yfir Gamla bíó Hélt að hann væri George Clooney Kappleikar 2024: Bara tveir héldu með Donald Trump Einstakur garður í Mosfellsbænum Leggja undir sig spinningshjólin og upphífingarstangirnar á tónleikunum Sterkustu hjón landsins selja íbúðina Húðrútína Birtu Abiba Óhrædd við að fara sínar eigin leiðir Söngelskir nemendur í Menntaskólanum að Laugarvatni Sjá meira
Í borgarstjórnarkosningunum í dag geta Reykvíkingar valið milli sextán framboða. Sumum þykir nóg um og kvarta undan þessu fargani, sem geri það ómögulegt að kynna sér til hlítar það sem í boði er. Aðrir fagna fjölbreytninni og tala um lýðræðisveislu. Hvað sem því líður er hér ekki um met að ræða. Einu sinni höfðu Reykvíkingar milli átján framboðslista að velja og það þrátt fyrir að íbúar bæjarins hafi verið innan við tíundi hluti af því sem nú er. Það var árið 1908. Kosningarnar, sem fram fóru í lok janúar 1908, voru um margt skringilegar, en þær mörkuðu þó tímamót og höfðu talsverð áhrif á þróun íslenskra stjórnmála. Í þeim reyndi í fyrsta sinn á nýleg lög um kosningar til sveitarstjórna sem fólu í sér ýmis nýmæli. Kjósendum á kjörskrá fjölgaði mjög frá því sem verið hafði og munaði þar mestu um að konur öðluðust kosningarétt. Jafnframt voru leynilegar kosningar innleiddar, með kjörseðlum, kjörklefum og kjörkössum, en fram að því höfðu kosningar farið fram í heyranda hljóði. Báðar þessar breytingar mæltust prýðilega fyrir. Flestir skildu rökin fyrir leynilegum kosningum og þótt skiptar skoðanir væru á ágæti þess að leyfa konum að taka þátt í þingkosningum, voru sveitarstjórnarmál almennt talin annars eðlis. Þriðja stóra breytingin vafðist hins vegar fyrir mörgum: listakosningin. Í fyrri kosningum höfðu kjósendur einfaldlega mætt á kjörstað og gefið upp nöfn þeirra karla sem þeir vildu sjá í bæjarstjórn. Allir kosningabærir menn voru jafnframt í framboði og litið var svo á að óheimilt væri að biðjast undan kosningu nema mjög ríkar ástæður væru fyrir hendi. Dæmi voru því um að menn þyrftu að heyja harða „kosningabaráttu“?til að tryggja að þeir næðu ekki kjöri og gengu jafnvel sögur af einstaklingum sem gengu svo langt að múta kjósendum til að kjósa sig ekki! Listakjörið var Reykvíkingum framandi og flestir áttu erfitt með að átta sig á hinu nýja fyrirkomulagi. Örlítill vísir að stjórnmálaflokkum var farinn að myndast á Alþingi, en eiginlegar stjórnmálahreyfingar voru vart komnar til sögunnar. Félagasamtökin í bænum, svo sem stéttarfélög og góðtemplarar, reyndu þó yfirleitt að tryggja sér rödd í bæjarstjórninni með því að fylkja sér á bak við einstaka frambjóðendur. Gamla kerfið hafði gefið þokkalega raun á meðan bærinn var minni og kjósendur enn færri. Fólksfjölgun aldamótaáranna gerði hins vegar kerfisbreytinguna óumflýjanlega.Margir kallaðir?… Furðulítil umræða var um hið nýja kosningakerfi í Reykjavíkurblöðunum, þar til rétt áður en gengið var að kjörborðinu. Kosningabaráttan mátti líka heita ósýnileg í blöðunum og kosningafundir voru engir haldnir. Almennt séð virtust Reykvíkingar ætla að nálgast kosningarnar eins og enn væri um óhlutbundnar kosningar að ræða, þrátt fyrir nýju kosningalögin. Þetta var meginástæðan fyrir þessum ógnarfjölda framboða: frambjóðendurnir skildu sjálfir ekki kerfið. Félagasamtökum sem hefði verið í lófa lagið að sameinast um framboðslista til að nýta styrk atkvæða sinna, kom slíkt varla til hugar. Til marks um þetta buðu sjómannafélögin í Reykjavík fram einn lista, Verkamannafélagið Dagsbrún annan og annar hópur verkamanna stillti upp þriðja listanum. Niðurstaða þessa klofnings varð sú að einungis Dagsbrún fékk fulltrúa kjörinn, Þórð Thoroddsen bankagjaldkera, sem fremur taldist til embættisstéttarinnar en alþýðufólks. Varð sú uppskera að teljast ansi rýr í fimmtán manna bæjarstjórn, en ýmsir broddborgarar Reykjavíkur höfðu haft af því áhyggjur að verkafólk og sjómenn kynnu að ná meirihluta í bæjarstjórninni í krafti atkvæðafjölda síns. Iðnaðarmannafélagið var öflugt í bæjarlífinu og náði tveimur fulltrúum kjörnum af sínum lista. Annar þeirra var verkfræðingurinn Knud Zimsen, sem átti eftir að setja rækilega svip sinn á bæjarmálin, meðal annars sem borgarstjóri um átján ára skeið. Ekki tókst framboðslista kaupmanna eins vel upp, fékk rétt um 4% atkvæða og engan mann kjörinn. Þótti kaupmannastéttinni afar súrt í broti að enda fulltrúalaus, þrátt fyrir að kaupmenn væru einhverjir hæstu greiðendur opinberra gjalda. Templarar voru langöflugasta félagshreyfingin í landinu um þessar mundir og hlaut listi þeirra 10% atkvæða, litlu minna en Iðnaðarmannafélagið og tvo menn. Voru þessir flokkar í þriðja og fjórða sæti í atkvæðafjölda. Máttu bindindismenn ágætlega við una, því auk fulltrúanna tveggja var talið að um helmingur bæjarfulltrúanna væru félagar í reglunni eða styddu málstað hennar. Næstflest atkvæði fékk listi Heimastjórnarfélagsins Fram, 14,5% og þrjá fulltrúa. Fram-félagið var stofnað af stuðningsmönnum ráðherrans Hannesar Hafstein og Heimastjórnarflokks hans. Með stofnun félagsins komust Heimastjórnarmenn nærri því að verða eiginlegur stjórnmálaflokkur, með almennum flokksfélögum og stjórnskipulagi utan sala þingsins. Í landsmálunum fór vegur andstæðinga Heimastjórnarmanna vaxandi undir forystu Björns Jónssonar og missti Hannes meirihluta sinn í þingkosningum síðar á þessu sama ári. Þar buðu Björn og félagar fram undir merkjum Sjálfstæðisflokksins (eldri), en í bæjarstjórnarkosningunum voru þeir lítt skipulagðir og fengu fá atkvæði. Heimastjórnarmenn höfðu þó ekki mikla ástæðu til að fagna, því glöggum mönnum reiknaðist til að stuðningsmenn Hannesar væru í minnihluta meðal hinna nýkjörnu bæjarfulltrúa. …en fáir útvaldir Í raun var bara hægt að tala um einn sigurvegara kosninganna: Kvennalistann. Kvenfélög Reykjavíkur höfðu ákveðið að sameinast um einn framboðslista og var þeim mikið í mun að tryggja að konur myndu nýta hinn nýfengna kosningarétt, til að efla kröfuna um að fá að kjósa til Alþingis. Að sumu leyti má segja að konurnar í Reykjavík hafi verið þær einu sem skildu hið nýja kosningakerfi til hlítar. Þær stóðu saman að einum lista, sem skipaður var fjórum konum. Jafnframt voru þær eina stjórnmálaaflið sem skipulagði eiginlega kosningabaráttu, ekki með opnum fundum eða greinaskrifum heldur með því að senda stuðningskonur framboðsins með skipulögðum hætti í hús í bænum til að hvetja konur til að kjósa listann. Árangurinn var góður. Kvennalistinn fékk 345 atkvæði eða 21,3% og fjóra fulltrúa kjörna. Þessi stuðningur var meiri en konurnar höfðu látið sig dreyma um, sem sést á því að einungis fjórar konur skipuðu framboðslistann. Næsti borgarfulltrúi inn hefði verið fimmti Kvennalistafulltrúinn og ekki gott að sjá hvernig kjörstjórn hefði leyst úr þeirri klemmu. Það markmið Kvennalistans að fá konur á kjörstað tókst bærilega. Ekki nema um helmingur kosningabærra Reykvíkinga tók þátt í kosningunum, sem þótti þokkalegt á þeim tíma. Þar af var kosningaþátttaka kvenna örlítið betri en karla. Til þess var þó tekið að kvenkyns kjósendur voru um tvöfalt fleiri en atkvæði Kvennalistans og því ljóst að reykvískar konur kusu í stórum stíl aðra lista sem nær einvörðungu voru skipaðir körlum. Nokkur framboð fengu óverulegt fylgi í kosningunum. Minnst allra, fjögur atkvæði, kom í hlut O-lista sem þó hafði fimm frambjóðendum á að skipa. Skýringin á þessu var sú að öllum var heimilt að bjóða fram lista skipaðan fólki að því forspurðu. Á O-listanum voru því konurnar fjórar af Kvennalistanum auk Tryggva Gunnarssonar bankastjóra. Tryggvi hafði með afgerandi hætti færst undan kjöri í bæjarstjórn. Má velta því fyrir sér hvort O-listinn hafi verið boðinn fram af hvatvísum aðdáanda Tryggva sem hafi viljað nýta sér meðbyr kvennaframboðsins eða hvort listinn hafi beinlínis verið boðinn fram af pólitískum andstæðingi í von um að ná að tæta fáein atkvæði af Kvennalistanum þar sem konur kysu framboðið í misgripum. Líklega voru fleiri listar lagðir fram af slíkum hvötum. Þessi sérkennilega staða, að sami frambjóðandinn gæti átt sæti á fleiri en einum lista, olli því að ýmsum þóttu úrslitin óréttlát eftir á. Bæjarbúar áttu bágt með að skilja það hvers vegna einn frambjóðandi gæti náð kjöri út á tiltölulega fá atkvæði, á meðan annar sem setið hefði neðarlega á nokkrum listum kæmist ekki inn þótt sameiginlegur atkvæðafjöldi hans væri hærri. Töldu ýmsir að þessar gloppur í reglunum hlytu að grafa undan áhuga kjósenda og minnka kjörsókn í framtíðinni. Raunin varð önnur. Það tók Reykvíkinga ekki langan tíma að laga sig að nýju kosningalögunum. Kosið var ört í Reykjavík þessi árin, þar sem gerð var tilraun með að hafa sex ára kjörtímabil, en kjósa um þriðjung bæjarfulltrúa á tveggja ára fresti. Þá voru haldnar aukakosningar ef bæjarfulltrúasæti losnaði af öðrum ástæðum. Í öllu þessu kosningafargani tóku stjórnmálin á sig skipulagðari mynd. Framboðslistunum fækkaði og að baki þeim stóðu formlegar stjórnmálahreyfingar eða -flokkar. Dagblöð tóku afstöðu með einstökum framboðum og kosningafundir urðu eðlilegur hluti af baráttunni. Kvennalistar voru áfram boðnir fram, en nutu þess ekki lengur að vera eina skipulagða framboðið. Fylgið smáminnkaði og árið 1916 fékk Kvennalistinn ekki nema 10% atkvæða, sem dugði ekki fyrir fulltrúa. Skipti þar vafalítið máli að Bríet Bjarnhéðinsdóttir, ein upphafskvennanna, var gengin til liðs við Heimastjórnarmenn og studdi ekki framboðið. Eftir á að hyggja reyndust bæjarstjórnarkosningarnar 1908 afdrifaríkar fyrir þróun lýðræðis á Íslandi, þótt fæstir gerðu sér grein fyrir mikilvægi þeirra á sínum tíma. Þær voru mikilvægur þáttur í þróun stjórnmálanna í átt til flokkakerfis og síðar stéttastjórnmála og því ágætt dæmi um það hvernig kosningakerfi getur mótað stjórnmálin og beint þeim í tilteknar áttir.
Birtist í Fréttablaðinu Saga til næsta bæjar Mest lesið Dillaði sér við lag úr áramótaskaupi 2013 Lífið Kosningavökur flokkanna: Pílustaðir, hótel og kirkjur Lífið Sigmundur taki stríðnina alla leið Lífið Kosningamaskína hafi nálgast soninn í gegnum Smitten Lífið „Álagið er þessi fjarvera“ Lífið Ragnhildur og Hanna Katrín kveðja Búseta Lífið Kosningakviss: El Classico þegar turnarnir tveir mættust Lífið Datt í afturábakkapphlaupi við fréttamann Lífið Fréttatían: Kosningar, verðbólga og körfubolti Lífið Kappleikar 2024: Bara tveir héldu með Donald Trump Lífið Fleiri fréttir Dillaði sér við lag úr áramótaskaupi 2013 Kosningakviss: El Classico þegar turnarnir tveir mættust Sigmundur taki stríðnina alla leið Bibba kannaði stemninguna á kosningamiðstöðvunum Kosningakviss: Tókust á um Eurovision og Næturvaktina „Álagið er þessi fjarvera“ Kosningakviss: Viðreisn og VG í dýpstu kosningaumræðunni Datt í afturábakkapphlaupi við fréttamann Kosningamaskína hafi nálgast soninn í gegnum Smitten Hefur smekk fyrir lélegum B-myndum, braski og sorpi Í skýjunum með sigurinn og stefnir á útgáfu í vor Fréttatían: Kosningar, verðbólga og körfubolti „Án okkar verður ekki til miðjustjórn“ Auðir og ógildir með kosningakaffi Ilmaðu eins og frambjóðendur: Snorri Másson með sama ilm og Svandís Svavars Kosningavökur flokkanna: Pílustaðir, hótel og kirkjur Minnist föður síns: „Til hamingju með daginn hvar sem þú ert“ Myndir: Svona var baksviðs á kappræðum leiðtoganna Jón og Hafdís ástfangin í 22 ár „Ekki gera mér þetta“ „Ég hef ekki verið svona hot síðan ég var unghommi“ Gellur tóku yfir Gamla bíó Hélt að hann væri George Clooney Kappleikar 2024: Bara tveir héldu með Donald Trump Einstakur garður í Mosfellsbænum Leggja undir sig spinningshjólin og upphífingarstangirnar á tónleikunum Sterkustu hjón landsins selja íbúðina Húðrútína Birtu Abiba Óhrædd við að fara sínar eigin leiðir Söngelskir nemendur í Menntaskólanum að Laugarvatni Sjá meira