Vaknaði með Kevin Spacey ofan á sér þegar hann var unglingur Kjartan Kjartansson skrifar 1. nóvember 2017 12:09 Kevin Spacey er sakaður um að hafa haft uppi kynferðislega tilburði við unglinga á árum áður. Vísir/AFP Annar karlmaður hefur stigið fram og sakað leikarann Kevin Spacey um að reyna að tæla sig þegar hann var unglingur. Segist maðurinn meðal annars að Spacey hafi legið ofan á sér þegar hann vaknaði í íbúð leikarans. Atvikið sem viðmælandi breska ríkisútvarpsins BBC lýsir átti sér stað á 9. áratugnum þegar maðurinn var sextán ára gamall. Maðurinn komst í kynni við Spacey í sumarleikhúsi árið 1984. Þá var Spacey 25 ára gamall Broadway-leikari. Þeir hafi í kjölfarið skipst á bréfum og Spacey hafi boðið drengnum að eyða helgi heima hjá sér í New York. Þar hafi leikarinn sýnt drengnum borgina, boðið honum út að borða og kynnt hann fyrir frægum vinum sínum. Lýsir maðurinn Spacey sem „heillandi og bróðurlegum“. Fyrsta kvöldið hafi Spacey hins vegar byrjað að sýna drengnum ástúð á „hátt sem hann hafði engan áhuga á“. Lýsir maðurinn því hvernig Spacey lagði hendur sínar á læri hans, lagt hendur á axlir hans og nuddað handlegg hans. Steig fram eftir sögu sambærilegar ásakanir leikaraÞegar kom að háttatíma hafi Spacey beðið drenginn um að deila með sér rúmi. Það vildi drengurinn hins vegar ekki og svaf þess í stað á sófanum. Um morguninn segist hann hafa vaknað með Spacey ofan á sér á nærfötunum einum saman. Anthony Rapp segir að Spacey hafi borið sig upp í rúm og lagst ofan á hann eftir teiti þegar hann var fjórtán ára gamall.Vísir/AFP „Mér leið í besta falli óþægilega, í versta falli varð ég fyrir áfalli,“ segir maðurinn sem kemur ekki fram undir nafni. Seinni daginn hafi Spacey haldið þrýstingnum áfram en hafi bakkað þegar drengurinn fór að gráta. „Það virðist sem að hann hafi verið að tæla mig,“ segir maðurinn við BBC og telur Spacey hafa verið annað hvort mjög heimskan, kynferðislegt rándýr eða svolítið af báðu. Ásakanirnar koma í kjölfar þess að bandaríski leikarinn Anthony Rapp sakaði Spacey um að hafa haft kynferðislega tilburði við sig þegar hann var fjórtán ára gamall. Spacey hafi meðal annars lagst ofan á hann. Maðurnin sem nú hefur stigið fram segir að saga Rapp hafi orðið sér hvatning til að stíga fram nú. Spacey hefur verið harðlega gagnrýndur fyrir að koma opinberlega út úr skápnum í yfirlýsingu sem hann sendi frá sér í kjölfar ásakana Rapp. Þar bar hann því við að hann myndi ekkert eftir atvikinu sem Rapp lýsti en það hefði þá átt sér stað undir áhrifum áfengis. Netflix tilkynnti í gær að framleiðsla á þáttaröðinni Spilaborginni (e. House of Cards) með Spacey í aðalhlutverki yrði hætt. Netflix Mál Kevin Spacey Hollywood MeToo Bandaríkin Bíó og sjónvarp Tengdar fréttir Gagnrýna Spacey harðlega fyrir að beina athygli frá ásökunum með því að koma út úr skápnum Margir hafa tjáð sig um þessa yfirlýsingu Spacey og segja að hann sé með henni að reyna að tengja saman barnagirnd og samkynhneigð. 30. október 2017 18:33 Kevin Spacey kemur út úr skápnum í kjölfar ásakana um áreitni Í kjölfar ásakana um að bandaríski stórleikarinn Kevin Spacey hafi áreitt barnastjörnu ákvað hann að koma út úr skápnum á Twitter-síðu sinni í nótt. 30. október 2017 06:58 Hætta tökum á sjöttu þáttaröð House of Cards um óákveðinn tíma Mikill óvissa ríkir nú um lokaþáttaröð House of Cards en framleiðendur House of Cards hafa stöðvað framleiðslu á sjöttu þáttaröðinni og fara nú yfir stöðuna með tökuliði og leikurum. 1. nóvember 2017 10:02 Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Glæný könnun Maskínu: Fylgi Framsóknar og Flokks fólksins á uppleið Innlent Erfitt að útskýra fyrir þriggja ára að það verði ekkert af afmæli í leikskólanum Innlent Misbýður ummæli um samhljóm stefnu sinnar og Breiviks Innlent Telja sig hafa fundið vísbendingu í máli D.B. Cooper Erlent Opnunin á Blönduhlíð var engin opnun Innlent Segir skemmdarverk Rússa í Evrópu geta leitt til átaka Erlent Sækja óvænt og hratt að Aleppo Erlent Kostuleg kosningabarátta: Óvæntar uppákomur og skrautlegir skandalar Innlent Segir það mjög góða tilfinningu að skrifa undir nýjan kjarasamning Innlent Fleiri fréttir Sækja óvænt og hratt að Aleppo Segir skemmdarverk Rússa í Evrópu geta leitt til átaka Haldlögðu metmagn af kókaíni í sameiginlegri aðgerð 62 ríkja Rússar gera umfangsmiklar árásir á orkuinnviði Úkraínu Íranir hóta því að koma sér upp kjarnorkuvopnum Telja sig hafa fundið vísbendingu í máli D.B. Cooper Forsetaefni í Georgíu spilaði áður fyrir Manchester City Hinir 50 hafi allir verið „herra meðal-Jón“ Fangaskipti milli Bandaríkjanna og Kína Vopnahléið heldur en íbúar Gasa telja sig svikna Sendir Trump tóninn og hótar eigin tollum Lögreglumaður fundinn sekur um að bana 95 ára konu með rafbyssu Danska leiðin vekur lukku meðal bakhjarla Úkraínu Vopnahlé tók gildi í nótt og fólk farið að snúa aftur heim Vopnahlé milli Ísraels og Líbanon í höfn Þjóðhátíð í Nuuk vegna opnunar flugvallarins SpaceX skýtur kjarnorkuknúnum dróna út í geim Sprengdu tuttugu hús á tveimur mínútum Vildi pening í skiptum fyrir falleg orð í eyru Trumps Metárás á innviði með 188 drónum og fjórum skotflaugum Kortleggja neðanjarðarbyrgi vegna hótana Rússa Ítrekar hótanir um að hækka tolla á Kína, Mexíkó og Kanada Saksóknarar vilja Pelicot í 20 ára fangelsi Annarri ákærunni formlega vísað frá Stuðningur við Trump kostaði sambandið við Elon Saksóknari fellur frá ákærum á hendur Trump Ísrael og Hezbollah sögð við það að gera vopnahlé Ólöglegir og löglegir innflytjendur afar uggandi um framtíð sína Óvæntar niðurstöður í fyrri umferð kosninga í Rúmeníu Scholz verður kanslaraefni Jafnaðarmanna Sjá meira
Annar karlmaður hefur stigið fram og sakað leikarann Kevin Spacey um að reyna að tæla sig þegar hann var unglingur. Segist maðurinn meðal annars að Spacey hafi legið ofan á sér þegar hann vaknaði í íbúð leikarans. Atvikið sem viðmælandi breska ríkisútvarpsins BBC lýsir átti sér stað á 9. áratugnum þegar maðurinn var sextán ára gamall. Maðurinn komst í kynni við Spacey í sumarleikhúsi árið 1984. Þá var Spacey 25 ára gamall Broadway-leikari. Þeir hafi í kjölfarið skipst á bréfum og Spacey hafi boðið drengnum að eyða helgi heima hjá sér í New York. Þar hafi leikarinn sýnt drengnum borgina, boðið honum út að borða og kynnt hann fyrir frægum vinum sínum. Lýsir maðurinn Spacey sem „heillandi og bróðurlegum“. Fyrsta kvöldið hafi Spacey hins vegar byrjað að sýna drengnum ástúð á „hátt sem hann hafði engan áhuga á“. Lýsir maðurinn því hvernig Spacey lagði hendur sínar á læri hans, lagt hendur á axlir hans og nuddað handlegg hans. Steig fram eftir sögu sambærilegar ásakanir leikaraÞegar kom að háttatíma hafi Spacey beðið drenginn um að deila með sér rúmi. Það vildi drengurinn hins vegar ekki og svaf þess í stað á sófanum. Um morguninn segist hann hafa vaknað með Spacey ofan á sér á nærfötunum einum saman. Anthony Rapp segir að Spacey hafi borið sig upp í rúm og lagst ofan á hann eftir teiti þegar hann var fjórtán ára gamall.Vísir/AFP „Mér leið í besta falli óþægilega, í versta falli varð ég fyrir áfalli,“ segir maðurinn sem kemur ekki fram undir nafni. Seinni daginn hafi Spacey haldið þrýstingnum áfram en hafi bakkað þegar drengurinn fór að gráta. „Það virðist sem að hann hafi verið að tæla mig,“ segir maðurinn við BBC og telur Spacey hafa verið annað hvort mjög heimskan, kynferðislegt rándýr eða svolítið af báðu. Ásakanirnar koma í kjölfar þess að bandaríski leikarinn Anthony Rapp sakaði Spacey um að hafa haft kynferðislega tilburði við sig þegar hann var fjórtán ára gamall. Spacey hafi meðal annars lagst ofan á hann. Maðurnin sem nú hefur stigið fram segir að saga Rapp hafi orðið sér hvatning til að stíga fram nú. Spacey hefur verið harðlega gagnrýndur fyrir að koma opinberlega út úr skápnum í yfirlýsingu sem hann sendi frá sér í kjölfar ásakana Rapp. Þar bar hann því við að hann myndi ekkert eftir atvikinu sem Rapp lýsti en það hefði þá átt sér stað undir áhrifum áfengis. Netflix tilkynnti í gær að framleiðsla á þáttaröðinni Spilaborginni (e. House of Cards) með Spacey í aðalhlutverki yrði hætt.
Netflix Mál Kevin Spacey Hollywood MeToo Bandaríkin Bíó og sjónvarp Tengdar fréttir Gagnrýna Spacey harðlega fyrir að beina athygli frá ásökunum með því að koma út úr skápnum Margir hafa tjáð sig um þessa yfirlýsingu Spacey og segja að hann sé með henni að reyna að tengja saman barnagirnd og samkynhneigð. 30. október 2017 18:33 Kevin Spacey kemur út úr skápnum í kjölfar ásakana um áreitni Í kjölfar ásakana um að bandaríski stórleikarinn Kevin Spacey hafi áreitt barnastjörnu ákvað hann að koma út úr skápnum á Twitter-síðu sinni í nótt. 30. október 2017 06:58 Hætta tökum á sjöttu þáttaröð House of Cards um óákveðinn tíma Mikill óvissa ríkir nú um lokaþáttaröð House of Cards en framleiðendur House of Cards hafa stöðvað framleiðslu á sjöttu þáttaröðinni og fara nú yfir stöðuna með tökuliði og leikurum. 1. nóvember 2017 10:02 Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Glæný könnun Maskínu: Fylgi Framsóknar og Flokks fólksins á uppleið Innlent Erfitt að útskýra fyrir þriggja ára að það verði ekkert af afmæli í leikskólanum Innlent Misbýður ummæli um samhljóm stefnu sinnar og Breiviks Innlent Telja sig hafa fundið vísbendingu í máli D.B. Cooper Erlent Opnunin á Blönduhlíð var engin opnun Innlent Segir skemmdarverk Rússa í Evrópu geta leitt til átaka Erlent Sækja óvænt og hratt að Aleppo Erlent Kostuleg kosningabarátta: Óvæntar uppákomur og skrautlegir skandalar Innlent Segir það mjög góða tilfinningu að skrifa undir nýjan kjarasamning Innlent Fleiri fréttir Sækja óvænt og hratt að Aleppo Segir skemmdarverk Rússa í Evrópu geta leitt til átaka Haldlögðu metmagn af kókaíni í sameiginlegri aðgerð 62 ríkja Rússar gera umfangsmiklar árásir á orkuinnviði Úkraínu Íranir hóta því að koma sér upp kjarnorkuvopnum Telja sig hafa fundið vísbendingu í máli D.B. Cooper Forsetaefni í Georgíu spilaði áður fyrir Manchester City Hinir 50 hafi allir verið „herra meðal-Jón“ Fangaskipti milli Bandaríkjanna og Kína Vopnahléið heldur en íbúar Gasa telja sig svikna Sendir Trump tóninn og hótar eigin tollum Lögreglumaður fundinn sekur um að bana 95 ára konu með rafbyssu Danska leiðin vekur lukku meðal bakhjarla Úkraínu Vopnahlé tók gildi í nótt og fólk farið að snúa aftur heim Vopnahlé milli Ísraels og Líbanon í höfn Þjóðhátíð í Nuuk vegna opnunar flugvallarins SpaceX skýtur kjarnorkuknúnum dróna út í geim Sprengdu tuttugu hús á tveimur mínútum Vildi pening í skiptum fyrir falleg orð í eyru Trumps Metárás á innviði með 188 drónum og fjórum skotflaugum Kortleggja neðanjarðarbyrgi vegna hótana Rússa Ítrekar hótanir um að hækka tolla á Kína, Mexíkó og Kanada Saksóknarar vilja Pelicot í 20 ára fangelsi Annarri ákærunni formlega vísað frá Stuðningur við Trump kostaði sambandið við Elon Saksóknari fellur frá ákærum á hendur Trump Ísrael og Hezbollah sögð við það að gera vopnahlé Ólöglegir og löglegir innflytjendur afar uggandi um framtíð sína Óvæntar niðurstöður í fyrri umferð kosninga í Rúmeníu Scholz verður kanslaraefni Jafnaðarmanna Sjá meira
Gagnrýna Spacey harðlega fyrir að beina athygli frá ásökunum með því að koma út úr skápnum Margir hafa tjáð sig um þessa yfirlýsingu Spacey og segja að hann sé með henni að reyna að tengja saman barnagirnd og samkynhneigð. 30. október 2017 18:33
Kevin Spacey kemur út úr skápnum í kjölfar ásakana um áreitni Í kjölfar ásakana um að bandaríski stórleikarinn Kevin Spacey hafi áreitt barnastjörnu ákvað hann að koma út úr skápnum á Twitter-síðu sinni í nótt. 30. október 2017 06:58
Hætta tökum á sjöttu þáttaröð House of Cards um óákveðinn tíma Mikill óvissa ríkir nú um lokaþáttaröð House of Cards en framleiðendur House of Cards hafa stöðvað framleiðslu á sjöttu þáttaröðinni og fara nú yfir stöðuna með tökuliði og leikurum. 1. nóvember 2017 10:02