Ábyrgð ríkisins á íþróttahreyfingunni Bjarni Már Magnússon og Margrét Lilja Guðmundsdóttir skrifar 31. júlí 2017 07:00 Áminningarbréf Eftirlitsstofnunar EFTA (ESA) til íslenska ríkisins vegna meintra brota Körfuknattleikssambands Íslands (KKÍ) á reglum EES-samningsins, um frjálsa för launþega innan EES-svæðisins, hefur verið í brennidepli að undanförnu. Í bréfinu kemur fram að ESA telur að hin svokallaða 4+1 regla, sem leyfir aðeins einn erlendan leikmann í hvoru liði inni á vellinum í einu, feli í sér brot á réttindum EES-ríkisborgara enda gera reglur KKÍ engar undantekningar vegna þeirra. Ríkið og ÍSÍ Þó svo að hér sé um að ræða stórtíðindi fyrir íslenskan körfubolta er, að mati undirritaðra, umfjöllun áminningarbréfsins um tengsl ríkisvaldsins og íþróttahreyfingarinnar mun merkilegri. Í stuttu máli segir í bréfinu að í íþróttalögum hafi ríkið framselt lagasetningarvald til Íþróttasambands Íslands (ÍSÍ) til að setja reglur um íþróttir hérlendis og að ÍSÍ sé að miklu leyti fjármagnað af íslenska ríkinu. Vegna náinna tengsla ríkisins við íþróttahreyfinguna sé því skylt að sjá til þess að reglum EES-samningsins og afleidds réttar sé framfylgt innan ÍSÍ. Undir ÍSÍ heyra héraðssambönd, íþróttabandalög og sérsambönd eins og KKÍ og KSÍ, m.ö.o. stór hluti íþróttalífs í landinu heyrir undir ÍSÍ. Jafnrétti kynjanna Í framhaldinu verður að spyrja hvort að ríkið geti verið ábyrgt vegna annarra hugsanlegra lögbrota innan íþróttahreyfingarinnar, s.s. vegna jafnréttismála, á sömu forsendum. Auk þess verður að spyrja hvort að ríkið verði ekki að herða eftirlit og eftirfylgni með að íþróttahreyfingin fari að lögum ef það ber að einhverju leyti ábyrgð á því sem fram fer innan hennar. Margrét Lilja Guðmundsdóttir, aðjúnkt við íþróttafræðisvið HR. Ljóst er að stjórnvöld, sem og íþróttahreyfingin, verða að taka áminningarbréf ESA til gaumgæfilegrar skoðunar. Slíkt bréf markar upphaf málsmeðferðar sem getur endað með dómsmáli ESA gegn Íslandi fyrir EFTA-dómstólnum. Telja verður líklegt að svör íslenska ríkisins til ESA muni að miklu leyti snúast um tengsl ríkisvaldsins við íþróttahreyfinguna og hvort að ríkið geti borið ábyrgð á lögbrotum innan ÍSÍ. Þetta er mikilvægt málefni fyrir íþróttalífið í landinu sem verðskuldar athygli. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Bjarni Már Magnússon Mest lesið Hálft líf heimilislausra kvenna Kristín I. Pálsdóttir,Halldóra R. Guðmundsdóttir Skoðun Erum við að byggja orlofsbúðir fyrir útsendara skipulagðra glæpasamtaka hér á landi? Davíð Bergmann Skoðun Ráðherrann Gísli Hvanndal Jakobsson Skoðun Langþreyttir kjósendur hafa tækifæri til breytinga Ásthildur Lóa Þórsdóttir Skoðun Félag áhugamanna um löggæslu Agnes Ósk Marzellíusardóttir Skoðun Halldór 30.11.2024 Halldór Er „woke-ismi“ genginn of langt? Tanja Mjöll Ísfjörð Magnúsdóttir Skoðun Heiðarleiki er ófrávíkjanleg krafa Unnar Þór Sæmundsson Skoðun Vók er vont – frambjóðandi XL kærður til lögreglu Kári Allansson Skoðun Það er allt í lagi að vera þú sjálfur - Opið bréf til Snorra Mássonar Kári Stefánsson Skoðun Skoðun Skoðun Hálft líf heimilislausra kvenna Kristín I. Pálsdóttir,Halldóra R. Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Snúum samfélagi af rangri leið Finnbjörn A. Hermansson skrifar Skoðun Heiðarleiki er ófrávíkjanleg krafa Unnar Þór Sæmundsson skrifar Skoðun Erum við að byggja orlofsbúðir fyrir útsendara skipulagðra glæpasamtaka hér á landi? Davíð Bergmann skrifar Skoðun Kjósum breytingar og jákvæðni í þágu almennings og samfélags Valdimar Breiðfjörð Birgisson skrifar Skoðun Samvinna er leiðin til hagsældar Lilja Alfreðsdóttir skrifar Skoðun Skrópað á Alþingi Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Um sáttameðferð sýslumanns Elísabet Lorange,Jenný Kristín Valberg skrifar Skoðun Það er komið að þér Eyjólfur Ármannsson skrifar Skoðun Langþreyttir kjósendur hafa tækifæri til breytinga Ásthildur Lóa Þórsdóttir skrifar Skoðun Í dag kýs ég Sjálfstæðisflokkinn Kristinn Karl Brynjarsson skrifar Skoðun Við þurfum Grím á þing Hanna Katrín Friðriksson skrifar Skoðun Heimssýn úr músarholu – Gengur það? Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Ísland sé frjálst meðan sól gyllir haf Guðbjörg Elísa Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Að refsa eða treysta VG? Finnur Ricart Andrason skrifar Skoðun Innflytjendur eru blórabögglar Achola Otieno skrifar Skoðun Bað- og búningsklefar okkar kvenna Helga Dögg Sverrisdóttir skrifar Skoðun Stórkostleg tímaskekkja Sigrún Perla Gísladóttir skrifar Skoðun Vinstri græn - þrátt fyrir þverpólitíska ríkisstjórn Aðalbjörg Ísafold Þorkelsdóttir skrifar Skoðun Félag áhugamanna um löggæslu Agnes Ósk Marzellíusardóttir skrifar Skoðun Kosningalimran 2024 Arnar Ingi Ingason,Freyr Snorrason skrifar Skoðun Viðreisn ætlar að forgangsraða – nýta skattfé miklu betur Þorvaldur Ingi Jónsson skrifar Skoðun Sigrar vinnast – spár bregðast Þorvaldur Örn Árnason skrifar Skoðun Af hverju Viðreisn? Eva Rakel Jónsdóttir skrifar Skoðun Pólitískar ofsóknir í aðdraganda Alþingiskosninga Eldur S. Kristinsson skrifar Skoðun Talk about timing – degi fyrir kjördag Yngvi Sighvatsson skrifar Skoðun Hjarta og sál Heiðdís Geirsdóttir skrifar Skoðun ESB andstæðingar blekkja Íslendinga Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun Sjálfstæðisflokkurinn: Fyrir budduna þína og framtíðina Gísli Stefánsson skrifar Skoðun Eldra fólk þarf Jóhann Pál sem félagsmálaráðherra – nema kannski þeir auðugustu Viðar Eggertsson skrifar Sjá meira
Áminningarbréf Eftirlitsstofnunar EFTA (ESA) til íslenska ríkisins vegna meintra brota Körfuknattleikssambands Íslands (KKÍ) á reglum EES-samningsins, um frjálsa för launþega innan EES-svæðisins, hefur verið í brennidepli að undanförnu. Í bréfinu kemur fram að ESA telur að hin svokallaða 4+1 regla, sem leyfir aðeins einn erlendan leikmann í hvoru liði inni á vellinum í einu, feli í sér brot á réttindum EES-ríkisborgara enda gera reglur KKÍ engar undantekningar vegna þeirra. Ríkið og ÍSÍ Þó svo að hér sé um að ræða stórtíðindi fyrir íslenskan körfubolta er, að mati undirritaðra, umfjöllun áminningarbréfsins um tengsl ríkisvaldsins og íþróttahreyfingarinnar mun merkilegri. Í stuttu máli segir í bréfinu að í íþróttalögum hafi ríkið framselt lagasetningarvald til Íþróttasambands Íslands (ÍSÍ) til að setja reglur um íþróttir hérlendis og að ÍSÍ sé að miklu leyti fjármagnað af íslenska ríkinu. Vegna náinna tengsla ríkisins við íþróttahreyfinguna sé því skylt að sjá til þess að reglum EES-samningsins og afleidds réttar sé framfylgt innan ÍSÍ. Undir ÍSÍ heyra héraðssambönd, íþróttabandalög og sérsambönd eins og KKÍ og KSÍ, m.ö.o. stór hluti íþróttalífs í landinu heyrir undir ÍSÍ. Jafnrétti kynjanna Í framhaldinu verður að spyrja hvort að ríkið geti verið ábyrgt vegna annarra hugsanlegra lögbrota innan íþróttahreyfingarinnar, s.s. vegna jafnréttismála, á sömu forsendum. Auk þess verður að spyrja hvort að ríkið verði ekki að herða eftirlit og eftirfylgni með að íþróttahreyfingin fari að lögum ef það ber að einhverju leyti ábyrgð á því sem fram fer innan hennar. Margrét Lilja Guðmundsdóttir, aðjúnkt við íþróttafræðisvið HR. Ljóst er að stjórnvöld, sem og íþróttahreyfingin, verða að taka áminningarbréf ESA til gaumgæfilegrar skoðunar. Slíkt bréf markar upphaf málsmeðferðar sem getur endað með dómsmáli ESA gegn Íslandi fyrir EFTA-dómstólnum. Telja verður líklegt að svör íslenska ríkisins til ESA muni að miklu leyti snúast um tengsl ríkisvaldsins við íþróttahreyfinguna og hvort að ríkið geti borið ábyrgð á lögbrotum innan ÍSÍ. Þetta er mikilvægt málefni fyrir íþróttalífið í landinu sem verðskuldar athygli.
Erum við að byggja orlofsbúðir fyrir útsendara skipulagðra glæpasamtaka hér á landi? Davíð Bergmann Skoðun
Skoðun Erum við að byggja orlofsbúðir fyrir útsendara skipulagðra glæpasamtaka hér á landi? Davíð Bergmann skrifar
Skoðun Kjósum breytingar og jákvæðni í þágu almennings og samfélags Valdimar Breiðfjörð Birgisson skrifar
Skoðun Eldra fólk þarf Jóhann Pál sem félagsmálaráðherra – nema kannski þeir auðugustu Viðar Eggertsson skrifar
Erum við að byggja orlofsbúðir fyrir útsendara skipulagðra glæpasamtaka hér á landi? Davíð Bergmann Skoðun