Landsvirkjun telur sæstreng mögulegan 19. nóvember 2010 07:15 Edvard G. Guðnason hélt erindi um sæstrenginn á fundi Landsvirkjunar, Innovit og Háskólans í Reykjavík í gær um nýsköpun í orkugeiranum.fréttablaðið/stefán Nýjustu athuganir Landsvirkjunar og fleiri aðila sýna fram á að sæstrengur til meginlands Evrópu muni líklega skila sér í gróða. Heildarkostnaður við virkjanir, flutningskerfi frá Íslandi, landsstöðvar og streng er áætlaður um 2,5 milljarðar evra, eða um 380 milljarðar íslenskra króna. Edvard G. Guðnason, deildarstjóri sölu- og markaðsdeildar Landsvirkjunar, segir hagkvæmni tengingar við Evrópu hafa verið margsinnis kannaða á síðustu árum og hefur Landsvirkjun tekið þátt í nokkrum sæstrengsverkefnum frá tíunda áratug síðustu aldar. Fjölmörg fyrirtæki hafa komið að rannsóknunum og í meginatriðum hafa niðurstöðurnar hingað til verið þær að verkið sé framkvæmanlegt en myndi líklega ekki skila arði. Á síðustu tíu til fimmtán árum hefur orkuverð í Evrópu hins vegar hækkað töluvert. Edvard segir það vera einn megingrundvöllinn fyrir því að Landsvirkjun hafi ákveðið að skoða málið að nýju, ásamt aukinni þörf á erlendum mörkuðum fyrir orkugjafa sem ekki losa gróðurhúsalofttegundir. „Á undanförnum árum hafa verið lagðir margir jafnsaumasæstrengir, bæði lengri og á meira dýpi en áður hefur verið gert,“ segir Edvard. „Það er vaxandi eftirspurn eftir strengjum á erlendum mörkuðum og það eru fáir framleiðendur, sem þýðir að það er ekki mikil samkeppni á þessum markaði.“ Orkuverð í nágrannalöndunum hækkar sífellt miðað við orkuverð hérlendis og segir Edvard því hugsanlegt að sæstrengur myndi skila meiri arði. Séu gefnar þær forsendur að sæstrengurinn lægi frá austurströnd Íslands til Skotlands yrði lengdin um 1.200 kílómetrar. Flutningsgeta væri um 700 megavött og er framkvæmdartími áætlaður um fjögur ár. Seldar væru um 5.200 gígavattstundir á ári og væri raforkuverð eins og það var í fyrra fengjust um 60 evrur á hverja gígavattstund. Líftími hvers strengs er talinn vera um 30 ár. „Ýmsar spár gera ráð fyrir því að markaðsverð raforku hækki hratt á komandi árum,“ segir Edvard. „Markmið Landsvirkjunar er að tengjast þessari þróun.“ [email protected] Loftslagsmál Mest lesið Vesen á Messenger, Facebook og Instagram Viðskipti erlent Wok to Walk opnar á Smáratorgi Viðskipti innlent Hefur styrkt KR um 300 milljónir Viðskipti innlent Kaup Símans á Noona gengin í gegn Viðskipti innlent Breytir gömlu heilsugæslunni í sex íbúðir Viðskipti innlent „Gamla góða“ Cocoa Puffsið aftur í verslanir Neytendur Verð á kaffi sögulega hátt Viðskipti erlent KEA hefur innreið á íbúðaleigumarkað á Akureyri Viðskipti innlent Skemmtilegir úlpustrákar: Vinir sem urðu viðskipta-vinir Atvinnulíf Verðstríð á jólabókamarkaði og hátt í þrefaldur verðmunur Viðskipti innlent Fleiri fréttir Hefur styrkt KR um 300 milljónir Kaup Símans á Noona gengin í gegn Verðstríð á jólabókamarkaði og hátt í þrefaldur verðmunur Breytir gömlu heilsugæslunni í sex íbúðir KEA hefur innreið á íbúðaleigumarkað á Akureyri Hætta við skerðingar norðan- og austantil Bein útsending: Sameiginleg fjárfestakynning Marel og JBT Stefnu Samskipa gegn Eimskipi vísað frá dómi Wok to Walk opnar á Smáratorgi Krafa upp á 650 milljónir varði ekki verulega hagsmuni Samskip fá áheyrn Hæstaréttar í samkeppnismálinu Margrét tekur við nýju hlutverki hjá Advania Innlendir framleiðendur stundi samkeppnishindranir Fjölmiðlar á landsbyggðinni fá rúma milljón hver Kapp kaupir bandarískt félag Sesselja nýr forstjóri Genis Álfrún leiðir almannatengslin hjá Íslandsstofu Spá óbreyttri verðbólgu næstu tvo mánuði Súkkulaðið verði dýrara hjá öllum um páskana Aðstoðarmaður Katrínar til Aton Lánakvótar svarið við háum vöxtum húsnæðislána Spánverjar sólgnir í íslenskar gellur Brotajárnsfyrirtæki metið á milljarða í kaupum Styrkáss Sækja reynslubolta í viðskiptagreind til Cubus Metsætanýting í nóvember hjá Icelandair Raforka hækkað um 13,2 prósent á árinu Forstjóri Dominos til N1 Verðhækkunin nemi ekki því sem Nói Síríus fái á sig Halli upp á tugi milljarða hjá hinu opinbera Segir að vel væri hægt að lækka vexti Sjá meira
Nýjustu athuganir Landsvirkjunar og fleiri aðila sýna fram á að sæstrengur til meginlands Evrópu muni líklega skila sér í gróða. Heildarkostnaður við virkjanir, flutningskerfi frá Íslandi, landsstöðvar og streng er áætlaður um 2,5 milljarðar evra, eða um 380 milljarðar íslenskra króna. Edvard G. Guðnason, deildarstjóri sölu- og markaðsdeildar Landsvirkjunar, segir hagkvæmni tengingar við Evrópu hafa verið margsinnis kannaða á síðustu árum og hefur Landsvirkjun tekið þátt í nokkrum sæstrengsverkefnum frá tíunda áratug síðustu aldar. Fjölmörg fyrirtæki hafa komið að rannsóknunum og í meginatriðum hafa niðurstöðurnar hingað til verið þær að verkið sé framkvæmanlegt en myndi líklega ekki skila arði. Á síðustu tíu til fimmtán árum hefur orkuverð í Evrópu hins vegar hækkað töluvert. Edvard segir það vera einn megingrundvöllinn fyrir því að Landsvirkjun hafi ákveðið að skoða málið að nýju, ásamt aukinni þörf á erlendum mörkuðum fyrir orkugjafa sem ekki losa gróðurhúsalofttegundir. „Á undanförnum árum hafa verið lagðir margir jafnsaumasæstrengir, bæði lengri og á meira dýpi en áður hefur verið gert,“ segir Edvard. „Það er vaxandi eftirspurn eftir strengjum á erlendum mörkuðum og það eru fáir framleiðendur, sem þýðir að það er ekki mikil samkeppni á þessum markaði.“ Orkuverð í nágrannalöndunum hækkar sífellt miðað við orkuverð hérlendis og segir Edvard því hugsanlegt að sæstrengur myndi skila meiri arði. Séu gefnar þær forsendur að sæstrengurinn lægi frá austurströnd Íslands til Skotlands yrði lengdin um 1.200 kílómetrar. Flutningsgeta væri um 700 megavött og er framkvæmdartími áætlaður um fjögur ár. Seldar væru um 5.200 gígavattstundir á ári og væri raforkuverð eins og það var í fyrra fengjust um 60 evrur á hverja gígavattstund. Líftími hvers strengs er talinn vera um 30 ár. „Ýmsar spár gera ráð fyrir því að markaðsverð raforku hækki hratt á komandi árum,“ segir Edvard. „Markmið Landsvirkjunar er að tengjast þessari þróun.“ [email protected]
Loftslagsmál Mest lesið Vesen á Messenger, Facebook og Instagram Viðskipti erlent Wok to Walk opnar á Smáratorgi Viðskipti innlent Hefur styrkt KR um 300 milljónir Viðskipti innlent Kaup Símans á Noona gengin í gegn Viðskipti innlent Breytir gömlu heilsugæslunni í sex íbúðir Viðskipti innlent „Gamla góða“ Cocoa Puffsið aftur í verslanir Neytendur Verð á kaffi sögulega hátt Viðskipti erlent KEA hefur innreið á íbúðaleigumarkað á Akureyri Viðskipti innlent Skemmtilegir úlpustrákar: Vinir sem urðu viðskipta-vinir Atvinnulíf Verðstríð á jólabókamarkaði og hátt í þrefaldur verðmunur Viðskipti innlent Fleiri fréttir Hefur styrkt KR um 300 milljónir Kaup Símans á Noona gengin í gegn Verðstríð á jólabókamarkaði og hátt í þrefaldur verðmunur Breytir gömlu heilsugæslunni í sex íbúðir KEA hefur innreið á íbúðaleigumarkað á Akureyri Hætta við skerðingar norðan- og austantil Bein útsending: Sameiginleg fjárfestakynning Marel og JBT Stefnu Samskipa gegn Eimskipi vísað frá dómi Wok to Walk opnar á Smáratorgi Krafa upp á 650 milljónir varði ekki verulega hagsmuni Samskip fá áheyrn Hæstaréttar í samkeppnismálinu Margrét tekur við nýju hlutverki hjá Advania Innlendir framleiðendur stundi samkeppnishindranir Fjölmiðlar á landsbyggðinni fá rúma milljón hver Kapp kaupir bandarískt félag Sesselja nýr forstjóri Genis Álfrún leiðir almannatengslin hjá Íslandsstofu Spá óbreyttri verðbólgu næstu tvo mánuði Súkkulaðið verði dýrara hjá öllum um páskana Aðstoðarmaður Katrínar til Aton Lánakvótar svarið við háum vöxtum húsnæðislána Spánverjar sólgnir í íslenskar gellur Brotajárnsfyrirtæki metið á milljarða í kaupum Styrkáss Sækja reynslubolta í viðskiptagreind til Cubus Metsætanýting í nóvember hjá Icelandair Raforka hækkað um 13,2 prósent á árinu Forstjóri Dominos til N1 Verðhækkunin nemi ekki því sem Nói Síríus fái á sig Halli upp á tugi milljarða hjá hinu opinbera Segir að vel væri hægt að lækka vexti Sjá meira