Gunnarshólmi Jónasar 15. júní 2007 06:00 Jónas Hallgrímsson var listaskáldið góða, enda minntist Háskóli Íslands 200 ára afmælis hans með veglegri ráðstefnu 8. júní. Ég flutti þar erindi um stjórnmálaviðhorf á dögum Jónasar og hóf mál mitt á örfáum orðum um eitt frægasta kvæði Jónasar, Gunnarshólma. Þar kveður skáldið Gunnar á Hlíðarenda hafa snúið aftur af ættjarðarást. Þetta hafa norrænufræðingar og uppeldisfrömuðir haft eftir í eina öld og hálfri betur. Faðir Kiljans gaf honum póstkort með mynd af Gunnari, og var boðskapurinn, að hann skyldi snúa aftur eins og hetjan á Hlíðarenda. En skilningur Jónasar á hinu fræga atviki úr Njálu er rangur. Gunnar lét ekki fremur en aðrir fornmenn stjórnast af ættjarðarást. Það hugtak var ekki til í þeirra tíð. Þegar hestur Gunnars hrasaði og hann horfði upp til Hlíðarenda, mælti hann: „Fögur er hlíðin svo að mér hefir hún aldrei jafnfögur sýnst, bleikir akrar en slegin tún, og mun eg ríða heim aftur og fara hvergi." Hvers vegna? Ég er hissa á því, hversu fáir hafa komið auga á augljóst svar. Hallgerður Langbrók sat þar heima, en Gunnar kvæntist henni af girnd. Í 41. kafla Njálu segir, að Hallgerður hafi um skeið þjónað Sigmundi Lambasyni „eigi verr en bónda sínum". Gunnar þorði ekki að skilja konu sína eftir á Íslandi í þrjú ár. Hann vissi, að hún var til alls vís. Þess vegna sneri hann aftur. Með tali sínu um hina fögru hlíð vísaði hann til konu sinnar. Þetta stílbragð er algengt í Íslendingasögum. Afbrýðisemi var til á Þjóðveldisöld. Framferði Gunnars er skiljanlegt, þótt það sé ekki skynsamlegt, því að hann rauf gerða sátt. Hvenær er hlíðin svo fögur og akrar bleikir, að menn freistist ekki til þess að flytjast brott? Þar mun hvorki ættjarðarást né afbrýðisemi ráða úrslitum, heldur þau lífskjör, sem Íslendingar njóta...Jónas var ekki vinstri-grænnGunnarshólmi Jónasar er skýrt dæmi um það, hversu gjarnt mönnum er að lesa eigin hugmyndir inn í fortíðina. Gunnar á Hlíðarenda var ekki rómantískur þjóðernissinni, eins og Jónas. Á Jónasarþinginu var raunar furðulegt að hlusta á upphafsávarp Þorvarðar Árnasonar, sem velti því fyrir sér, hvort skáldið hefði verið vinstri-grænt. Jónas orti fögur kvæði um náttúru Íslands. En af því leiðir ekki, að hann hefði viljað snúa aftur inn í torfkofana, taka sér fjaðurpenna í hönd og lifa á fjallagrösum. Sjálfur benti ég á í erindi mínu, að í tíð Jónasar bar tvær frelsishugmyndir hæst, um þjóðfrelsi og einstaklingsfrelsi.Jónas virðist hafa haft miklu meiri áhuga á þjóðfrelsi en einstaklingsfrelsi, en Jón Sigurðsson var frelsissinni í báðum merkingum orðsins. Þjóðfrelsi merkir, að ríkið er sjálfstætt og lýtur ekki yfirráðum annarra ríkja, til dæmis Danaveldis. En fylgismenn einstaklingsfrelsis spyrja: Hvað er fengið með því, að kúgararnir séu innlendir frekar en erlendir? Er ekki aðalatriðið, að einstaklingarnir innan ríkisins njóti réttar til að segja skoðun sína opinberlega, stofna félög og fyrirtæki, versla sín í milli og við menn af öðru þjóðerni? Guðmundur Hálfdánarson prófessor hefur haldið því fram með nokkrum rökum, að togstreita Íslendinga og Dana á nítjándu öld hafi ekki síst verið vegna þess, að danska stjórnin vildi auka einstaklingsfrelsi á Íslandi, en gamla valdastéttin íslenska þybbast við.Hvenær er hlíð svo fögur?Í öðrum skilningi er kvæði Jónasar um Gunnar á Hlíðarenda þó satt, eins og allur góður skáldskapur. Það bregður skærri birtu á brýnt mannlegt úrlausnarefni. Hvenær er hlíðin svo fögur og akrar bleikir, að menn freistist ekki til þess að flytjast brott? Þar mun hvorki ættjarðarást né afbrýðisemi ráða úrslitum, heldur þau lífskjör, sem Íslendingar njóta í samanburði við aðrar þjóðir.Síðustu sextán árin hefur hagkerfið íslenska tekið stakkaskiptum. Íslendingar eru nú í hópi þeirra tíu þjóða heims, sem búa við frjálsasta hagkerfið. Til þess að byggð haldist í landinu, þurfa lífskjörin enn að batna. Það gerist best með stórfelldum skattalækkunum til fyrirtækja og almennings. Ef tekjuskattur fyrirtækja fellur niður í 10%, þá verður skattaumhverfi hér eitt hið hagstæðasta í Norðurálfunni. Ef tekjuskattur einstaklinga fer á nokkrum árum niður í 30%, þá jafngildir það stórkostlegum kjarabótum almennings. Þá munu fleiri vilja koma en fara. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Hannes Hólmsteinn Gissurarson Mest lesið Braggablús Ölmu Eyþór Kristleifsson Skoðun Helvítis Píratarnir Unnar Þór Sæmundsson Skoðun Ráðherrann Gísli Hvanndal Jakobsson Skoðun Heilbrigðiskerfi framtíðarinnar Victor Guðmundsson Skoðun Af hverju ætti ég að standa með kennurum? Stefán Birgir Jóhannesson Skoðun Dýrkeypt jólagjöf Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir Skoðun Er „woke-ismi“ genginn of langt? Tanja Mjöll Ísfjörð Magnúsdóttir Skoðun Sálfræðiþjónusta: Ég var heppinn að pabbi hafi greinst með krabbamein Davíð Brynjar Sigurjónsson Skoðun Ísland - land tækifæranna Ragnhildur Jónsdóttir Skoðun Kosningabaráttan er kostuð af þér Ragnar Sigurður Kristjánsson Skoðun
Jónas Hallgrímsson var listaskáldið góða, enda minntist Háskóli Íslands 200 ára afmælis hans með veglegri ráðstefnu 8. júní. Ég flutti þar erindi um stjórnmálaviðhorf á dögum Jónasar og hóf mál mitt á örfáum orðum um eitt frægasta kvæði Jónasar, Gunnarshólma. Þar kveður skáldið Gunnar á Hlíðarenda hafa snúið aftur af ættjarðarást. Þetta hafa norrænufræðingar og uppeldisfrömuðir haft eftir í eina öld og hálfri betur. Faðir Kiljans gaf honum póstkort með mynd af Gunnari, og var boðskapurinn, að hann skyldi snúa aftur eins og hetjan á Hlíðarenda. En skilningur Jónasar á hinu fræga atviki úr Njálu er rangur. Gunnar lét ekki fremur en aðrir fornmenn stjórnast af ættjarðarást. Það hugtak var ekki til í þeirra tíð. Þegar hestur Gunnars hrasaði og hann horfði upp til Hlíðarenda, mælti hann: „Fögur er hlíðin svo að mér hefir hún aldrei jafnfögur sýnst, bleikir akrar en slegin tún, og mun eg ríða heim aftur og fara hvergi." Hvers vegna? Ég er hissa á því, hversu fáir hafa komið auga á augljóst svar. Hallgerður Langbrók sat þar heima, en Gunnar kvæntist henni af girnd. Í 41. kafla Njálu segir, að Hallgerður hafi um skeið þjónað Sigmundi Lambasyni „eigi verr en bónda sínum". Gunnar þorði ekki að skilja konu sína eftir á Íslandi í þrjú ár. Hann vissi, að hún var til alls vís. Þess vegna sneri hann aftur. Með tali sínu um hina fögru hlíð vísaði hann til konu sinnar. Þetta stílbragð er algengt í Íslendingasögum. Afbrýðisemi var til á Þjóðveldisöld. Framferði Gunnars er skiljanlegt, þótt það sé ekki skynsamlegt, því að hann rauf gerða sátt. Hvenær er hlíðin svo fögur og akrar bleikir, að menn freistist ekki til þess að flytjast brott? Þar mun hvorki ættjarðarást né afbrýðisemi ráða úrslitum, heldur þau lífskjör, sem Íslendingar njóta...Jónas var ekki vinstri-grænnGunnarshólmi Jónasar er skýrt dæmi um það, hversu gjarnt mönnum er að lesa eigin hugmyndir inn í fortíðina. Gunnar á Hlíðarenda var ekki rómantískur þjóðernissinni, eins og Jónas. Á Jónasarþinginu var raunar furðulegt að hlusta á upphafsávarp Þorvarðar Árnasonar, sem velti því fyrir sér, hvort skáldið hefði verið vinstri-grænt. Jónas orti fögur kvæði um náttúru Íslands. En af því leiðir ekki, að hann hefði viljað snúa aftur inn í torfkofana, taka sér fjaðurpenna í hönd og lifa á fjallagrösum. Sjálfur benti ég á í erindi mínu, að í tíð Jónasar bar tvær frelsishugmyndir hæst, um þjóðfrelsi og einstaklingsfrelsi.Jónas virðist hafa haft miklu meiri áhuga á þjóðfrelsi en einstaklingsfrelsi, en Jón Sigurðsson var frelsissinni í báðum merkingum orðsins. Þjóðfrelsi merkir, að ríkið er sjálfstætt og lýtur ekki yfirráðum annarra ríkja, til dæmis Danaveldis. En fylgismenn einstaklingsfrelsis spyrja: Hvað er fengið með því, að kúgararnir séu innlendir frekar en erlendir? Er ekki aðalatriðið, að einstaklingarnir innan ríkisins njóti réttar til að segja skoðun sína opinberlega, stofna félög og fyrirtæki, versla sín í milli og við menn af öðru þjóðerni? Guðmundur Hálfdánarson prófessor hefur haldið því fram með nokkrum rökum, að togstreita Íslendinga og Dana á nítjándu öld hafi ekki síst verið vegna þess, að danska stjórnin vildi auka einstaklingsfrelsi á Íslandi, en gamla valdastéttin íslenska þybbast við.Hvenær er hlíð svo fögur?Í öðrum skilningi er kvæði Jónasar um Gunnar á Hlíðarenda þó satt, eins og allur góður skáldskapur. Það bregður skærri birtu á brýnt mannlegt úrlausnarefni. Hvenær er hlíðin svo fögur og akrar bleikir, að menn freistist ekki til þess að flytjast brott? Þar mun hvorki ættjarðarást né afbrýðisemi ráða úrslitum, heldur þau lífskjör, sem Íslendingar njóta í samanburði við aðrar þjóðir.Síðustu sextán árin hefur hagkerfið íslenska tekið stakkaskiptum. Íslendingar eru nú í hópi þeirra tíu þjóða heims, sem búa við frjálsasta hagkerfið. Til þess að byggð haldist í landinu, þurfa lífskjörin enn að batna. Það gerist best með stórfelldum skattalækkunum til fyrirtækja og almennings. Ef tekjuskattur fyrirtækja fellur niður í 10%, þá verður skattaumhverfi hér eitt hið hagstæðasta í Norðurálfunni. Ef tekjuskattur einstaklinga fer á nokkrum árum niður í 30%, þá jafngildir það stórkostlegum kjarabótum almennings. Þá munu fleiri vilja koma en fara.
Sálfræðiþjónusta: Ég var heppinn að pabbi hafi greinst með krabbamein Davíð Brynjar Sigurjónsson Skoðun
Sálfræðiþjónusta: Ég var heppinn að pabbi hafi greinst með krabbamein Davíð Brynjar Sigurjónsson Skoðun