Miami 2 - Detroit 1 30. maí 2005 00:01 Miami lék vel í Detroit í nótt og landaði gríðarlega mikilvægum sigri 113-104. Dwayne Wade og Shaquille O´Neal léku vel í fyrri hálfleiknum, en í þeim síðari má segja að lið Detroit hafi séð um það alveg sjálft að tapa leiknum með slakri vörn og bjánaskap. Það var ljóst frá fyrstu mínútu að Dwayne Wade ætlaði að halda uppteknum hætti gegn Detroit í úrslitakeppninni og hann skoraði 20 stig í fyrri hálfleiknum. Hann hitti mjög vel og Detroit réði ekkert við hann þegar hann skoraði körfur í öllum regnbogans litum. Shaquille O´Neal var einnig sterkur framan af leik. Í síðari hálfleiknum lentu margir af leikmönnum liðanna í villuvandræðum og Detroit kom sér í prýðilega aðstöðu til að gera út um leikinn undir lokin, þegar Wade þurfti að setjast á bekkinn með fimm villur. Þeir lentu hinsvegar í miklum vandræðum í sóknarleiknum og gátu ekki skorað þegar þeir þurftu á því að halda, sem fór mjög í taugarnar á þeim. Rasheed Wallace og Chauncey Billups nældu sér í tæknivillur fyrir að röfla í dómurunum og Eddie Jones stóð sig eins og hetja í sóknarleik Miami, sem nýtti vítin sín í lokin og landaði mikilvægum sigri. "Við hrundum bara í lokin og núna er allt of mikilvægur tími til að vera að detta svona niður í lokin. Við létum litla hluti í dómgæslunni fara í taugarnar á okkur og það var okkur dýrt. Við erum allt of gott lið til að vera að haga okkur svona" sagði Richard Hamilton sem var stigahæstur heimamanna í leiknum. "Við misstum okkur þarna í lokin og eyðilögðum tækifærið sem við fengum til að vinna leikinn," sagði Larry Brown, þjálfari Detroit, sem nú er sterklega orðaður við framkvæmdastjórastöðuna hjá Cleveland Cavaliers. Shaquille O´Neal lauk leik með 24 stig og hitti óvænt úr öllum sex vítaskotum sínum í fjórða leikhlutanum þegar allt var undir. "Ég er að skána af meiðslunum með hverjum leiknum sem líður," sagði O´Neal, sem er enn langt frá fullri heilsu. "Félagar mínir eru eins og vinnubýflugur að vernda kónginn sinn. Ég er kóngabýfluga, ekki drottningarbýfluga," sagði hinn ofur-heimspekilegi O´Neal eftir leikinn. "Shaq var frábær í kvöld. Ég sagði honum fyrir leikinn að við þyrftum á honum að halda og það stóð ekki á því. Hann hjálpaði okkur að koma í þetta óvinveitta umhverfi og stela sigrinum, þrátt fyrir meiðsli. Þetta lýsir honum vel sem leikmanni," sagði Dwayne Wade um félaga sinn. Atkvæðamestir hjá Detroit:Rip Hamilton 33 stig, Tayshaun Prince 18 stig, Chauncey Billups 18 stig (6 frák), Rasheed Wallace 13 stig (8 frák), Antonio McDyess 9 stig (6 frák), Ben Wallace 8 stig (7 frák).Atkvæðamestir hjá Miami:Dwayne Wade 36 stig (7 frák), Shaquille O´Neal 24 stig (6 frák, 5 stoðs), Eddie Jones 19 stig, Rashual Butler 9 stig, Damon Jones 8 stig (7 frák, 5 stoðs), Keyon Dooling 7 stig, Udonis Haslem 6 stig. NBA Mest lesið Átján ára vonarstjarna pílukastsins dæmd í átta ára bann Sport Í beinni: Ísland - Þýskaland | Úrslitaleikur í Innsbruck Handbolti Oft spurt hvernig sé að vinna með „fúla Íslendingnum“ Handbolti Hill hneykslaður: „Er Schumacher harmleikurinn ekki nóg fyrir sumt fólk?“ Formúla 1 Ómar Ingi ekki með á HM Handbolti Ómar með þrjú slitin liðbönd: „Líklegast er HM ekki möguleiki“ Handbolti Óánægður eftir brot á leikmanni Þóris: „Lífshættulegt“ Handbolti Þegar stelpurnar okkar unnu Þjóðverja Handbolti Grínaðist með 115 ákærur City: „Ég endurtek, þetta var grín“ Enski boltinn „Miklu betri og stærri þjálfarar en ég sem hafa verið reknir“ Körfubolti Fleiri fréttir Leik lokið: Keflavík - Aþena 74-59 | Meistararnir stungu af í seinni Stórsigur eftir erfiða tíma hjá Barcelona Meiddur Tiger segist enn hafa eldmóðinn Færeyjum skellt af herraþjóðinni og Holland vann með tuttugu Í beinni: Ísland - Þýskaland | Úrslitaleikur í Innsbruck Elísa veik og ekki með Tíu sinnum betri handboltaferð en aðrir hafa farið í Dagar Perez hjá Red Bull virðast taldir „Við sjáum möguleika þarna“ Fær meira fyrir að tala í hálftíma en fyrir heilt tímabil í WNBA „Þær eru búnar að taka nokkra krísufundina“ Ómar með þrjú slitin liðbönd: „Líklegast er HM ekki möguleiki“ Útilokar ekki að Ómar Ingi verði með á HM Dramatískt mark Ísabellu tryggði Íslandi áfram Þegar stelpurnar okkar unnu Þjóðverja Ómar Ingi ekki með á HM „Þýska liðið er allt önnur skepna“ Grínaðist með 115 ákærur City: „Ég endurtek, þetta var grín“ „Förum léttar inn í þennan leik“ Átján ára vonarstjarna pílukastsins dæmd í átta ára bann Amorim vill ekki að stuðningsmenn United syngi nafnið hans Ashley Young gæti mætt syni sínum í enska bikarnum Hill hneykslaður: „Er Schumacher harmleikurinn ekki nóg fyrir sumt fólk?“ „Miklu betri og stærri þjálfarar en ég sem hafa verið reknir“ Leikdagur í Innsbruck: Hitum logsuðutækin Van Nistelrooy sár yfir því að hafa verið látinn fara frá United Oft spurt hvernig sé að vinna með „fúla Íslendingnum“ Dagskráin í dag: Lokasóknin, körfubolti og Svíar slást um EM-sæti Fengu fernu á sig frá Atla í miðju Evrópuævintýri Neitaði að sýna regnbogaliti og félagið segist virða það Sjá meira
Miami lék vel í Detroit í nótt og landaði gríðarlega mikilvægum sigri 113-104. Dwayne Wade og Shaquille O´Neal léku vel í fyrri hálfleiknum, en í þeim síðari má segja að lið Detroit hafi séð um það alveg sjálft að tapa leiknum með slakri vörn og bjánaskap. Það var ljóst frá fyrstu mínútu að Dwayne Wade ætlaði að halda uppteknum hætti gegn Detroit í úrslitakeppninni og hann skoraði 20 stig í fyrri hálfleiknum. Hann hitti mjög vel og Detroit réði ekkert við hann þegar hann skoraði körfur í öllum regnbogans litum. Shaquille O´Neal var einnig sterkur framan af leik. Í síðari hálfleiknum lentu margir af leikmönnum liðanna í villuvandræðum og Detroit kom sér í prýðilega aðstöðu til að gera út um leikinn undir lokin, þegar Wade þurfti að setjast á bekkinn með fimm villur. Þeir lentu hinsvegar í miklum vandræðum í sóknarleiknum og gátu ekki skorað þegar þeir þurftu á því að halda, sem fór mjög í taugarnar á þeim. Rasheed Wallace og Chauncey Billups nældu sér í tæknivillur fyrir að röfla í dómurunum og Eddie Jones stóð sig eins og hetja í sóknarleik Miami, sem nýtti vítin sín í lokin og landaði mikilvægum sigri. "Við hrundum bara í lokin og núna er allt of mikilvægur tími til að vera að detta svona niður í lokin. Við létum litla hluti í dómgæslunni fara í taugarnar á okkur og það var okkur dýrt. Við erum allt of gott lið til að vera að haga okkur svona" sagði Richard Hamilton sem var stigahæstur heimamanna í leiknum. "Við misstum okkur þarna í lokin og eyðilögðum tækifærið sem við fengum til að vinna leikinn," sagði Larry Brown, þjálfari Detroit, sem nú er sterklega orðaður við framkvæmdastjórastöðuna hjá Cleveland Cavaliers. Shaquille O´Neal lauk leik með 24 stig og hitti óvænt úr öllum sex vítaskotum sínum í fjórða leikhlutanum þegar allt var undir. "Ég er að skána af meiðslunum með hverjum leiknum sem líður," sagði O´Neal, sem er enn langt frá fullri heilsu. "Félagar mínir eru eins og vinnubýflugur að vernda kónginn sinn. Ég er kóngabýfluga, ekki drottningarbýfluga," sagði hinn ofur-heimspekilegi O´Neal eftir leikinn. "Shaq var frábær í kvöld. Ég sagði honum fyrir leikinn að við þyrftum á honum að halda og það stóð ekki á því. Hann hjálpaði okkur að koma í þetta óvinveitta umhverfi og stela sigrinum, þrátt fyrir meiðsli. Þetta lýsir honum vel sem leikmanni," sagði Dwayne Wade um félaga sinn. Atkvæðamestir hjá Detroit:Rip Hamilton 33 stig, Tayshaun Prince 18 stig, Chauncey Billups 18 stig (6 frák), Rasheed Wallace 13 stig (8 frák), Antonio McDyess 9 stig (6 frák), Ben Wallace 8 stig (7 frák).Atkvæðamestir hjá Miami:Dwayne Wade 36 stig (7 frák), Shaquille O´Neal 24 stig (6 frák, 5 stoðs), Eddie Jones 19 stig, Rashual Butler 9 stig, Damon Jones 8 stig (7 frák, 5 stoðs), Keyon Dooling 7 stig, Udonis Haslem 6 stig.
NBA Mest lesið Átján ára vonarstjarna pílukastsins dæmd í átta ára bann Sport Í beinni: Ísland - Þýskaland | Úrslitaleikur í Innsbruck Handbolti Oft spurt hvernig sé að vinna með „fúla Íslendingnum“ Handbolti Hill hneykslaður: „Er Schumacher harmleikurinn ekki nóg fyrir sumt fólk?“ Formúla 1 Ómar Ingi ekki með á HM Handbolti Ómar með þrjú slitin liðbönd: „Líklegast er HM ekki möguleiki“ Handbolti Óánægður eftir brot á leikmanni Þóris: „Lífshættulegt“ Handbolti Þegar stelpurnar okkar unnu Þjóðverja Handbolti Grínaðist með 115 ákærur City: „Ég endurtek, þetta var grín“ Enski boltinn „Miklu betri og stærri þjálfarar en ég sem hafa verið reknir“ Körfubolti Fleiri fréttir Leik lokið: Keflavík - Aþena 74-59 | Meistararnir stungu af í seinni Stórsigur eftir erfiða tíma hjá Barcelona Meiddur Tiger segist enn hafa eldmóðinn Færeyjum skellt af herraþjóðinni og Holland vann með tuttugu Í beinni: Ísland - Þýskaland | Úrslitaleikur í Innsbruck Elísa veik og ekki með Tíu sinnum betri handboltaferð en aðrir hafa farið í Dagar Perez hjá Red Bull virðast taldir „Við sjáum möguleika þarna“ Fær meira fyrir að tala í hálftíma en fyrir heilt tímabil í WNBA „Þær eru búnar að taka nokkra krísufundina“ Ómar með þrjú slitin liðbönd: „Líklegast er HM ekki möguleiki“ Útilokar ekki að Ómar Ingi verði með á HM Dramatískt mark Ísabellu tryggði Íslandi áfram Þegar stelpurnar okkar unnu Þjóðverja Ómar Ingi ekki með á HM „Þýska liðið er allt önnur skepna“ Grínaðist með 115 ákærur City: „Ég endurtek, þetta var grín“ „Förum léttar inn í þennan leik“ Átján ára vonarstjarna pílukastsins dæmd í átta ára bann Amorim vill ekki að stuðningsmenn United syngi nafnið hans Ashley Young gæti mætt syni sínum í enska bikarnum Hill hneykslaður: „Er Schumacher harmleikurinn ekki nóg fyrir sumt fólk?“ „Miklu betri og stærri þjálfarar en ég sem hafa verið reknir“ Leikdagur í Innsbruck: Hitum logsuðutækin Van Nistelrooy sár yfir því að hafa verið látinn fara frá United Oft spurt hvernig sé að vinna með „fúla Íslendingnum“ Dagskráin í dag: Lokasóknin, körfubolti og Svíar slást um EM-sæti Fengu fernu á sig frá Atla í miðju Evrópuævintýri Neitaði að sýna regnbogaliti og félagið segist virða það Sjá meira