Chicago 2 - Washington 4 7. maí 2005 00:01 Það var engu líkara en lið Washington hefði verið að vinna sjálfan meistaratitilinn í nótt, þegar liðið lagði Chicago Bulls 94-91 á heimavelli sínum, svo mikil voru fagnaðarlætin. Flestir hefðu líka fagnað því að komast í aðra umferð í úrslitakeppni í fyrsta sinn í meira en 20 ár. Menn eins og Larry Hughes, sem var atkvæðamestur heimamanna í gær og skoraði 21 stig, voru varla fæddir þegar Washington komst síðast í aðra umferð úrslitakeppninnar. Það tókst þó í gær, þrátt fyrir að fátt liti út fyrir það lengst af leik. Chicago liðið var að leika vel meiripart leiks í gær, en reynsluleysið varð liðinu að falli á lokasprettinum. Þeir Andre Nocioni og Kirk Hinrich voru að leika eins og höfðingjar fyrir liðið og þar eru á ferðinni strákar sem eflaust eiga eftir að láta mikið að sér kveða í framtíðinni. Washington er ekki með reynt lið heldur og þeir voru værukærir í vörninni allann leikinn, ef undan er skilinn góður sprettur hjá þeim á lokasekúndunum. Þar var það Gilbert Arenas sem var drjúgur og varði meðal annars skot frá Kirk Hinrich, sem kveikti í 7-0 sprett hjá Washington og gerði út um leikinn. Sigur Washington í fimmta leiknum í Chicago var alger lykilleikur og liðið má teljast heppið að hafa komist frá leiknum í gær með sigri, því Bulls virtust þrá sigurinn mun heitar. Washington staldrar stutt við eftir sigurinn og strax á sunnudagskvöld fara þeir suður til Miami og leika við Shaquille O´Neal og félaga. Ef varnarleikur Washington verður eitthvað í líkingu við það sem þeir sýndu lengst af í gær, verður það mjög stutt einvígi. Atkvæðamestir hjá Chicago:Kirk Hinrich 22 stig (9 stoðs), Andres Nocioni 22 stig (7 frák), Tyson Chandler 14 stig (11 frák), Jannero Pargo 11 stig, Adrian Griffin 9 stig (6 frák), Antonio Davis 6 stig (9 frák).Atkvæðamestir hjá Washington:Larry Hughes 21 stig, Gilbert Arenas 19 stig (7 stoðs), Antawn Jamison 19 stig, Brendan Haywood 13 stig (9 frák), Jared Jeffries 12 stig, Juan Dixon 7 stig. NBA Mest lesið „Ég get ekki beðið að koma aftur til Íslands“ Íslenski boltinn Hesturinn losaði sig við knapann í kappreiðum og endaði niðri í bæ Sport Körfuboltakonan gnæfir yfir aðra leikmenn Körfubolti Arne Slot var reiður eftir leikinn: Allt annað en ánægður Enski boltinn Barcelona í kapphlaupi við tímann Fótbolti Time valdi Caitlin Clark Íþróttamann ársins Körfubolti Rio: Vonandi jafn vægðarlausir gagnvart leikmönnunum sem ekkert geta Enski boltinn Tryggði titilinn með marki beint úr aukaspyrnu Fótbolti Dagskráin: Meistaradeildin, Körfuboltakvöld og NBA inn í nóttina Sport Aston Villa henti RB Leipzig út úr Meistaradeildinni Fótbolti Fleiri fréttir Eygló ætlar að losna við loddaralíðan á HM Rio: Vonandi jafn vægðarlausir gagnvart leikmönnunum sem ekkert geta Körfuboltakonan gnæfir yfir aðra leikmenn Hesturinn losaði sig við knapann í kappreiðum og endaði niðri í bæ Dagskráin: Meistaradeildin, Körfuboltakvöld og NBA inn í nóttina „Ég get ekki beðið að koma aftur til Íslands“ Barcelona í kapphlaupi við tímann Tryggði titilinn með marki beint úr aukaspyrnu Time valdi Caitlin Clark Íþróttamann ársins Aston Villa henti RB Leipzig út úr Meistaradeildinni Þrenningin á skotskónum og Real slapp heim með öll stigin „Ég var alveg smeykur við þennan leik” Arne Slot var reiður eftir leikinn: Allt annað en ánægður Gott kvöld fyrir stelpurnar fyrir norðan Uppgjör og viðtöl: Grindavík-Njarðvík 60-66 | Njarðvík sterkara í lokin Sænsku stelpurnar spila um fimmta sætið Ekkert stoppar Tryggva og félaga í Evrópu Áfram fullkomið hjá Liverpool í Meistaradeildinni Heimsmeistararnir unnu heimakonur og sendu þær í leik á móti Noregi Norðmenn mótmæla meingölluðum starfsháttum FIFA Guardiola: Man. City verður síðasta félagið sem ég stýri Arnar og Eiður Smári gætu sameinað krafta sína í Danmörku Gagnrýnir stjórn eigin félags Arsenal gæti sótt manninn sem hætti fljótt hjá Man. Utd Gullverðlaunahafi á ÓL ætlar í NFL deildina Fékk myndir sem áttu að sýna Schumacher við „slæma heilsu“ Sýndi ljóta áverka eftir fallið Franskur Jordan í stað Gigliotti hjá Grindavík Pabbi Ödegaards tekinn við Lilleström Þakklátur Slot og glaður yfir að vera líkt við goðsögn Sjá meira
Það var engu líkara en lið Washington hefði verið að vinna sjálfan meistaratitilinn í nótt, þegar liðið lagði Chicago Bulls 94-91 á heimavelli sínum, svo mikil voru fagnaðarlætin. Flestir hefðu líka fagnað því að komast í aðra umferð í úrslitakeppni í fyrsta sinn í meira en 20 ár. Menn eins og Larry Hughes, sem var atkvæðamestur heimamanna í gær og skoraði 21 stig, voru varla fæddir þegar Washington komst síðast í aðra umferð úrslitakeppninnar. Það tókst þó í gær, þrátt fyrir að fátt liti út fyrir það lengst af leik. Chicago liðið var að leika vel meiripart leiks í gær, en reynsluleysið varð liðinu að falli á lokasprettinum. Þeir Andre Nocioni og Kirk Hinrich voru að leika eins og höfðingjar fyrir liðið og þar eru á ferðinni strákar sem eflaust eiga eftir að láta mikið að sér kveða í framtíðinni. Washington er ekki með reynt lið heldur og þeir voru værukærir í vörninni allann leikinn, ef undan er skilinn góður sprettur hjá þeim á lokasekúndunum. Þar var það Gilbert Arenas sem var drjúgur og varði meðal annars skot frá Kirk Hinrich, sem kveikti í 7-0 sprett hjá Washington og gerði út um leikinn. Sigur Washington í fimmta leiknum í Chicago var alger lykilleikur og liðið má teljast heppið að hafa komist frá leiknum í gær með sigri, því Bulls virtust þrá sigurinn mun heitar. Washington staldrar stutt við eftir sigurinn og strax á sunnudagskvöld fara þeir suður til Miami og leika við Shaquille O´Neal og félaga. Ef varnarleikur Washington verður eitthvað í líkingu við það sem þeir sýndu lengst af í gær, verður það mjög stutt einvígi. Atkvæðamestir hjá Chicago:Kirk Hinrich 22 stig (9 stoðs), Andres Nocioni 22 stig (7 frák), Tyson Chandler 14 stig (11 frák), Jannero Pargo 11 stig, Adrian Griffin 9 stig (6 frák), Antonio Davis 6 stig (9 frák).Atkvæðamestir hjá Washington:Larry Hughes 21 stig, Gilbert Arenas 19 stig (7 stoðs), Antawn Jamison 19 stig, Brendan Haywood 13 stig (9 frák), Jared Jeffries 12 stig, Juan Dixon 7 stig.
NBA Mest lesið „Ég get ekki beðið að koma aftur til Íslands“ Íslenski boltinn Hesturinn losaði sig við knapann í kappreiðum og endaði niðri í bæ Sport Körfuboltakonan gnæfir yfir aðra leikmenn Körfubolti Arne Slot var reiður eftir leikinn: Allt annað en ánægður Enski boltinn Barcelona í kapphlaupi við tímann Fótbolti Time valdi Caitlin Clark Íþróttamann ársins Körfubolti Rio: Vonandi jafn vægðarlausir gagnvart leikmönnunum sem ekkert geta Enski boltinn Tryggði titilinn með marki beint úr aukaspyrnu Fótbolti Dagskráin: Meistaradeildin, Körfuboltakvöld og NBA inn í nóttina Sport Aston Villa henti RB Leipzig út úr Meistaradeildinni Fótbolti Fleiri fréttir Eygló ætlar að losna við loddaralíðan á HM Rio: Vonandi jafn vægðarlausir gagnvart leikmönnunum sem ekkert geta Körfuboltakonan gnæfir yfir aðra leikmenn Hesturinn losaði sig við knapann í kappreiðum og endaði niðri í bæ Dagskráin: Meistaradeildin, Körfuboltakvöld og NBA inn í nóttina „Ég get ekki beðið að koma aftur til Íslands“ Barcelona í kapphlaupi við tímann Tryggði titilinn með marki beint úr aukaspyrnu Time valdi Caitlin Clark Íþróttamann ársins Aston Villa henti RB Leipzig út úr Meistaradeildinni Þrenningin á skotskónum og Real slapp heim með öll stigin „Ég var alveg smeykur við þennan leik” Arne Slot var reiður eftir leikinn: Allt annað en ánægður Gott kvöld fyrir stelpurnar fyrir norðan Uppgjör og viðtöl: Grindavík-Njarðvík 60-66 | Njarðvík sterkara í lokin Sænsku stelpurnar spila um fimmta sætið Ekkert stoppar Tryggva og félaga í Evrópu Áfram fullkomið hjá Liverpool í Meistaradeildinni Heimsmeistararnir unnu heimakonur og sendu þær í leik á móti Noregi Norðmenn mótmæla meingölluðum starfsháttum FIFA Guardiola: Man. City verður síðasta félagið sem ég stýri Arnar og Eiður Smári gætu sameinað krafta sína í Danmörku Gagnrýnir stjórn eigin félags Arsenal gæti sótt manninn sem hætti fljótt hjá Man. Utd Gullverðlaunahafi á ÓL ætlar í NFL deildina Fékk myndir sem áttu að sýna Schumacher við „slæma heilsu“ Sýndi ljóta áverka eftir fallið Franskur Jordan í stað Gigliotti hjá Grindavík Pabbi Ödegaards tekinn við Lilleström Þakklátur Slot og glaður yfir að vera líkt við goðsögn Sjá meira