Viðskipti erlent

Sagði for­stjóra Disney að fara í rass­gat

Elon Musk, einn auðugasti maður heims og eigandi Tesla, SpaceX og X (áður Twitter), svo einhver fyrirtæki séu nefnd, sagði forstjóra Disney og forsvarsmönnum annarra fyrirtækja sem hafa hætt að auglýsa á X að „fara í rassgat“. Þetta sagði auðjöfurinn í viðtali sem streymt var í beinni útsendingu en hann sagði einnig að X færi líklega á hausinn án auglýsinga.

Viðskipti erlent

Flugu yfir At­lants­hafið á fitu og sykri

Flugmenn Virgin Atlantic flugu í gær farþegaþotu yfir Atlantshafið á eingöngu fitu og sykri, ekki hefðbundnu eldsneyti. Er það í fyrsta sinn sem slíkt er gert en flugvélin losar um sjötíu prósent minna af gróðurhúsalofttegundum en hefðbundnar farþegaþotur.

Viðskipti erlent

Rússar herða sultar­ólina

Verðlag hefur hækkað hratt í Rússlandi á árinu en Seðlabanki landsins hefur hækkað vexti fjórum sinnum til að reyna að sporna gegn henni. Þegar árið byrjaði voru að stýrivextir 7,5 prósent en nú eru þeir fimmtán.

Viðskipti erlent

Altman snýr aftur til OpenAI

Sam Altman, einn stofnenda OpenAI, mun snúa aftur í forstjórastólinn aðeins dögum eftir að stjórn fyrirtækisins lét hann fjúka. Ákvörðunin um að láta Altman fara var harðlega mótmælt og niðurstaðan sú að stjórnarmeðlimum verður skipt út fyrir nýja.

Viðskipti erlent

Aug­lýs­endur á­hyggju­fullir vegna um­mæla Musks og gyðingahaturs

Forsvarsmenn IBM, sem er einn af stærri auglýsendum á samfélagsmiðlinum X (áður Twitter), hættu öllum auglýsingum þar. Það var eftir að auðjöfurinn Elon Musk, sem keypti Twitter í fyrra, lýsti á miðvikudaginn yfir stuðningi við færslu um að gyðingar ýttu undir hatur á hvítu fólki. Þar var einnig gefið í skyn að gyðingar væru að ýta undir flutninga flótta- og farandfólks.

Viðskipti erlent

Novo Nordisk orðið verð­mætasta fyrir­tæki Evrópu

Danska lyfjafyrirtækið Novo Nordisk hefur hagnast um rúmlega tólf hundruð milljarða íslenskra króna það sem af er ári. Þessi methagnaður einn og sér er ástæða þess að hagvöxtur í Danmörku er jákvæður í stað þess að vera neikvæður, en fyrirtækið er nú talið verðmætasta fyrirtæki Evrópu.

Viðskipti erlent

Disney kaupir Comcast úr Hulu

Forsvarsmenn Disney hafa keypt Comcast út úr streymisveitunni Hulu. Fyrirtækið mun borga minnst 8,6 milljarða dala fyrir um þriðjung í streymisveitunni, sem var með um 48 milljónir notenda í sumar.

Viðskipti erlent

Virði X helmingi minna á einu ári

Starfsmenn X, áður Twitter, fengu í gær hlutabréf í fyrirtækinu en fram kom í meðfylgjandi skjölum að fyrirtækið væri metið á 19 milljarða dala. Auðjöfurinn Elon Musk keypti fyrirtækið fyrir rétt rúmu ári á 44 milljarða dala, eða um sex billjónir króna.

Viðskipti erlent

Taylor Swift orðin milljarðamæringur

Tónlistarkonan Taylor Swift hefur hagnast gífurlega af nýjasta tónleikaferðalagi sínu, sem kallast Eras, og kvikmyndin um þetta ferðalag er að gera góða hluti í kvikmyndahúsum um allan heim. Þar að auki var hún að endurútgefa níu ára gamla plötu, sem talin er að verði með vinsælli plötum ársins.

Viðskipti erlent

Segja upp allt að fjór­tán þúsund manns

Finnska fjar­skipta­fyrir­tækið Nokia hyggst segja upp á milli níu þúsund til fjór­tán þúsund starfs­manna fyrir lok árs 2026. Er um að ræða að­halds­að­gerðir. Um er að ræða rúmlega sextán prósent af heildarfjölda starfsfólks.

Viðskipti erlent

Musk íhugar að loka á X í Evrópu

Auðjöfurinn Elon Musk er sagður hugleiða að loka samfélagsmiðlinum X, áður Twitter, í Evrópu. Ástæðan er sögð vera sú að hann vilji forðast það að þurfa að fylgja reglugerðum Evrópusambandsins.

Viðskipti erlent

Skoða að rukka nýja notendur um dal á ári

Nýir notendur X, áður Twitter, í Nýja Sjálandi og á Filippseyjum, munu þurfa að greiða einn dal á ári fyrir þau forréttindi að nota samfélagsmiðilinn. Þetta er tilraunaverkefni hjá X, sem kallast Not A Bot, eða Ekki þjarki, og á að draga úr fjölda svokallaðra botta.

Viðskipti erlent

Danskir elli­líf­eyris­þegar mala gull á megrunar­lyfjum

Ofsa­gróði danska lyfja­fyrir­tækisins Novo Nor­disk vegna sölu þess á megruna­lyfinu Wegovy mun hafa gríðar­leg á­hrif á efna­hags­legan upp­gang í Dan­mörku og mikinn gróða í för með sér fyrir fjöl­marga Dani sem eru hlut­hafar í fyrir­tækinu. Hag­fræðingur segir þó ýmsar hættur felast í á­standinu fyrir efna­hag Dana.

Viðskipti erlent

Costco selur gull í massavís

Verslunarrisinn Costco hefur selt smáar gullstangir í massavís í Bandaríkjunum að undanförnu. Fyrirtækið hefur verið að selja einnar únsu smágullstangir og eru þær vinsælli en þvottaefni.

Viðskipti erlent

Boeing í basli með Starliner

Forsvarsmenn Boeing eiga í basli með geimfarið Starliner og hefur fyrirtækið tapað minnst 1,4 milljörðum dala á þróun þess. Þessi þróun hefur gengið brösuglega í gegnum árin og hefur fyrsta geimskoti þess ítrekað verið frestað.

Viðskipti erlent